Þjóðviljinn - 26.04.1964, Qupperneq 10
10 SlÐA
ÞlðÐVIUINN
Sunnudagur 26. apríl 1964
RAYMOND POSTGATE:
en einu leyti. Tækifæri, tilgang-
ur, undirbúningur — allt virtist
þetta koma heim. Herra Popes-
grove lagði þetta allt saman í
huganum. Harðlynd og illg.iöm
kona sem hafði andúð á heilsu-
veilum drengnum. Hún fengi
stórfé ef hann dæi. Eitrið við
höndina. dreift um allan garð-
stíginn. Og það var ekki ein-
ungis sannað að hún hefði aflað
sér upplýsinga um hvernig ætti
að nota það, heldur sást til henn-
ar í herberginu. þar sem hlaut
að hafa verið rjálað við matinn.
Það var ekki hægt að fá ótví-
ræðari sannanir, fyrst ekki var
beinlínis um sjónarvotta að
ræða.
Hann leit á plögg sín og yfir-
fór það sem hann hafði krotað
niður, næstum á sama hátt og
hann var vanur að yfirfara
veitingahúsareikningana. Það var
eins og útkoman yrði ævinlega
á einn veg.
IV.
En þegar Sir Ikey reis á fæt-
ur, virtist hann fullur af sjálfs-
,trausti. Það var engan bilbug á
honum að finna. Hanri ’ lágði
hendumar á borðið fyrir framan
sig, hallaðist fram á þær, unz
bær glenntust út eins og klær,
hann festi einglymið öðrum
megin við langt nefið og horfði
hægt og seinlega yfir kviðdóm-
endur. dómarann og loks á rjótt
og búlduleitt andlitið á herra
Proudie. Eiginlega minnti hann
á öm sem hafði komið auga á
sérlega feita og vamarlausa kan-
ínu og var að sækja í sig veðr-
HARGREIÐSLAN
tlárgrefðslu oc
snyrtistofa STFTNU og DÓDÖ
Lancaveel 18 m h. Hyfta)
SfMT 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SfMT 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dðmnr! Hárgreiðsla v|ð
allra hæff
TJARNARSTOFAN
TjarnargStn 10 Vonarstrætis-
megin. — SÍMl 14662.
ið áður en hann hellti sér yfir
hina öruggu bráð.
— Þegar ég var að hlusta.
sagði hann loks, — á hinn
lærða andstæðing minn, þá dáð-
ist ég meira að hæfileikum
hans en nokkru sinni fyrr. Með-
an hann var að tala og leggja
fram sönnunargögn sín, trúði ég
því meira að segja sjálfur sem
snöggvast. að mál hans lægi
hArgreiðsltjstofa
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SÍMi 14656.
— Nuddstofa á sama stað —
29
alveg Ijóst fyrir. Þið vitið það
ef til vill ekki, herrar mínir og
frúr, en við sem tilheyrum þess-
ari líttelskuðu lögmannastétt,
vitum mætavel að hlnn lærði
andstæðingur minn er meðal
hinna alhættulegustu í þeim
hópi. Hann reifar mál með þeim
ágætum að slíks era naumast
dæmi: hann getur gert múr-
steina sína ekki aðeins án hálms
heldur einnig án leirs og án
vatns. I dag hefur hann meira
að segja ekki annað en hálm-
strá og þau eru fá, rytjuleg og
benda f ranga átt.
Dr. Holmes- trló—rtð og kvið-
dómendur urðu léttari á svip.
— Ég mun ekki kalla mörg
vitni og ég ætla að útskýra
hvers vegna. Það er fyrst og
fremst vegna þess að megnið af
beim vitnisburði sem þið hafið
heyrt. fellur um sjálfan sig.
Þetta munuð þið sjá við nánari
yfirvegun. Ef til vill eru enn
grunsemdir í huga ykkar, áður
en þið hafið hlýtt á mál mitt.
En háttvirtur dómari mun segja
vkkur, að það er ekki nóg.
Grunur og tortryggni hlýtur að
liggja f loftinu eftir svo hörmu-
legt atvik sem dauða hins ó-
lánsama drengs. Svo útbreiddur
var grunurinn, svo ákafar voru
rógtungumar að nauðsynlegt
reyndist að láta þessi réttarhöld
fara fram í London, eins og
ykkur er kunnugt, fyrst og
fremst í þeim tilgangi að fá
hlutlaus réttarhöld.
— Eins og háttvirtur dómari
mun einnig staðfesta, þá er það
ekki nauðsynlegt að verjantli
sanni að einhver annar hafi
framið morð og legg.ja fram nafn
hins seka. Það er ákæruvaldsins
að sanna í fyrsta lagi að morð j
hafi verið framið yíirleitt og í
öðru lagi að skjólstæðingur
rninn hafi íramið það. vorugt
hefur verið gert, eins og ég vona
að ykkur sé að verða ljóst. Og 1
jafnvel þótt það hefði verið á
báðum þessum forsendum, myndi
það falla um sjálft sig um leið
og við gætum sannað að aðrar
persónur hefðu hæglega getað
framið morðið — haft bæði til-
efni og tækifæri. Þetta getum
við gert.
— Ég mun nú minnast stutt-
lega á það sem liggur beinast
við. Var yfirleitt framið nokkurt
morð? Ég er engan veginn fylli-
lega sannfærður um það og ég
geri ekki ráð fyrir að þið séuð
það heldur. Ég býst við að þið
hafið öll tekið vel eftir vitnis-
burði Parkes læknis hér í vitna-
stúkunni. og ég vona að þið haf-
ið gert ykkur grein fyrir hvaða
ályktun draga má af henni. í
meira en tuttugu og fjórar
klukkustundir tókst honum ekki
að átta sig á ásigkomulagi
sjúklingsins og gaf inn lyf sem
áttu engan veginn við þetta til-
felli. Hsnn kellaði ekki á annan
.'ækni fyrr en veslings bamið
\-ar bókstaflega dauðans matur
og öll björgunarvon úti. 1 raun
réttri — mér er ljóst að þetta
er djúpt tekið í árinni, en það
er skylda mín að tala Ijóst — í
raun réttri fékk drengurinn enga
'æknishjálp fyrr en á dauða-
stundinni. Ef færari lækn.ir hefði
verið til staðar, hver getur þá
sagt um hvemig farið hefði? Ég
trúi því eins og flest ykkar
gera efalaust, að Philip Ark-
wright hefði verið á lífi í dag,
ef þetta hefði ekki gengið svona
til.
Sir Ikey talaði látlaust og ein-
arðlega, hækkaði ekki róminn né
beitti dimmu hljómunum sem
gáfust stundum svo vel við ó-
framfærin vitni. Hann sneri sér
næst að frú Rodd. Hann sýndi
fram á að hún hefði haft æma
ástæðu tll að fremja glæpinn.
Fjögur þúsund pund handa henni
sjálfri og eiginmanni hennar —
stórfé fyrir fóljy í þeirri stöðu.
Hún matbjó salatið og hún
fleygði því. Hún þurfti ekki að
fara inn í borðstofuna til að
menga lóginn — hún útbjó hann
sjálí og hefði getað gert við
hann það sem henni sýndist þeg-
ar henni sýndist. Sjálfsagt hafði
hún þvegið grænmetið eins og
Ada þjónustustúlka sagði. Og
hvað um það? Hún hefði alla
vega aldrei farið að framreiða
það óhreint. Hefði hún ætlað
að blanda bergfléttufrjódufti í
löginn, hefði hún áreiðanlega
gert það þegar grænmetið var
þvegið og tilbúið.
— Og svo er það fundur þess-
arar úrklippu, sem á að vera
svo afdrifarík fyrir ?kjólstæðing
minn. Herrar mínir og frúr, er
þetta ekki furðuleg saga? Hafið
þið nokkurn tima heyrt nokkuð
undarlegra? Spyrjum þá fyrst
hvaðan hún kom, Svarið er: Það
veit enginn. Þið hafið heyrt til
blaðakaupmannsins. Fyrst hélt
hann eða öllu heldur konan
hans. að það hefði verið eigin-
maður frú Rodd sem pantaði
blaðið. En nú, þegar margar
vikur eru umliðnar og allt ná-
grennið hefur logað af rógi og
söguburði wn skjólstæðing minn
— er har.n kominn að þeirri nið-
urstöðu að hún hafi pantað það.
En samt sem áður vill hann ekki
sveria það. Hann heldur aðeins
að það gæti verið. Einskisverð
fullyrðing — ekkert annað en til-
gáta — út í bláinn. Það er stað-
reynd að við vitum a'.ls ekki
hver pantaði þetta blað. Það
ræti verið hver sem væri —
herra Rodd, frú Rodd. iafnvel
herra Gillingham, hnýsni kenn-
arinn.
— Og hvernig fannst það svo?
Ég vildi óska að ég hefði verið
viðstaddur. Ég hlustaði á herra
Gillingham eins og þið og ég
varð furðu lostinn. Þama er álit-
legt bókasafn, bækur af öllu tagi
og þær margar. Hann neitar því
að hafa verið að snuðra. Nei,
hann gengur beint að hillunum
og úr þessum hundruðum bóka
velur hann eina, lftið lesna, sem
reynist hafa að geyma þetta
mjög svo innihaldsríka plagg.
Hvernig stóð á þessu? Hann veit
það ekki. Var bókin framar
í hillunni fyrst athvgli hans
beindist að henni? Eða stóð
homið á plagginu uopúr henni
á freistandi hátt? Hafði henni
verið komið þama fyrir — hag-
rætt — svo að fyrsti maður
Útboð
Tilboð óskast í að byggja annan áfanga barnaskóla
við Laugalæk hér í borg. — Útboðsgögn eru afhent
í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, gegn 3000,00 kr.
skilatryggingu.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
LÁVÖLLUR
Reykjavíkurmótið
í dag kl. 14 ieika:
FRAM — VÍKINGUR
Á morgun (mánud.) kl. 20 leika:
KR — VALUR
Mótanefnd.
Hvernig kynntuzt þið Andrés-
ína. frændi?
Það byrjaði þannig að
Hvað er þetta strákur ertu
að reyna að koma af stað
illindum? Snáfaðu =tra%- í
rúmið!
SKOTTA
<7-8 g>KingFeaturcsSyndicatp, Tm- 1 WorldrlgMswserved.
Ef þú ert að hugsa um a oða hcnni út, ætla ég aðeins að láta
þig vita, að ég sá hana einu sinni borða þrjá hamborgara og
drekka 5 kók á hálftíma!
Sendisveinn óskast
strax, hálfan eða allan daglnn.
Auglýsingaskrifstofa Þjóðviljans
Sími 17-500.
Útboð — Stólar
Tilboð óskast í nokkrar gerðir a'f stólum á
skrifstofur. — Útboðsgagna má vi'tja á
Teiknistofu S.Í.S., og skal tilboðum skilað
eftir hádegi mánudaginn 4. maí ’64.
Teiknistofa S.Í.S. — Hringbraut 119.
Okkur vantar
HANDSETJARA
og
PRESSUMANN
Prentsmiðja Þjóðviljans
Sími 17-500.
ÓFAR
- SÓFASETT