Þjóðviljinn - 05.05.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 05.05.1964, Side 4
4 SÍÐA ÞlðÐVILIINN Þriðjudagur 5. maí 1964 Gtgelandi: Samemingarílokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjórí Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Afíið ræður úrslitum F|au undur gerðust annan maí að Vísir birti á for- * síðu stóra mynd af útifundi verklýðsfélaganna daginn áður og skýrði frá því að í honum hefði tekið þátt „gífurlegur mannfjöldi". Mun þetta vera í fyrsta skipti í sögu verklýðshreyfingarinn- ar sem Vísir segir vinsamlega og heiðarlega frá baráttudegi alþýðusamtakanna; allt til þessa hef- ur það verið háttur þess blaðs og annarra mál- gagna atvinnurekenda að gera sem minnst úr baráttudegi verkalýðsins, hæða hann og spotta. í annan stað bregður nú svo við að málgögn at- vinnurekenda eru tekin að ræða um kröfur al- þýðusamtakanna af hófsemi og yfirborðssann- girni, og þess heyrist hvergi getið að þær séu bornar fram í glæpsamlegum tilgangi samkvæmt fyrirmælum frá Moskvu, eins og einatt hefur kveðið við á undanförnum árum þegar líkt hef- ur staðið á. 17’nginn skyldi þó ætla að þeir menn sem ráða málgögnum atvinnurekenda hafi allt í einu endurfæðzt og ætli nú að láta verklýðssamtökin og kjarabaráttu þeirra fara að njóta sannmælis jafnt í orði sem verki. Kurteisin og mildin er að- eins baráttuaðferð líkt og fúkyrðaausturinn áður. Stjómarvöldin gera sér ljóst að kröfur verklýðs- samtakanna um kauphækkun án verðhækkana, kauptryggingu, styttingu vinnutímans, aukið or- lof og aðrar félagslegar umbætur eiga sér svo traustan bakhjarl meðal launþega úr öllum stjórn- málaflokkum, að það er vonlaust verk að reyna að hafna þeim með pólitískum æsingi. í annan stað vakir það fyrir valdhöfunum að fá launþega til að ugga ekki að sér, ef ske kynni að þeir oftreystu yfirborðssanngirni og fagurmælum og hrepptu að lokum rýrari hlu't en fáanlegur er. ¥jví er ástæða til að vara fólk við því að ímynda * sér að óvenjuleg kurteisi atvinnurekendablað- anna sé til marks um það að samningar muni takast fyrirhafnarlítið. í samningum þeim sem nú eru framundan mun það sannast eins og jafn- an fyrr að verklýðssamtökin ná þeim árangri ein- um sem þau hafa unnið fyrir sjálf. Það er sam- heldni þeirra og vald sem sker úr, sú vitneskja að þau hafi afl til þess að tryggja sér sjálf þau úr- slit sem togazt er á um við samningaborðið. Því skiptir það öllu máli að verklýðshreyfingin búi sig nú til baráttu og tryggi þannig í verki að vf- irborðskurteisin breytist í raunverulega sanngirni. Ofstæki 17'inn er sá aðili í þjóðfélaginu sem ekki telur einusinni ástæðu til að sýna alþýðusamtökun- um yfirborðskurteisi, sjálft ríkisútvarpið. Það er óafsakanlegt ofstæki að launþegasamtökunum skuli ár eftir ár neitað um dagskrá 1. maí í sínu eigin útvarpi. Meðan slík ósvinna viðgengst þurfa menn ekki að gera sér neinar gyllivonir urn skiln- ing stjórnarvaldanna á réttindum og hagsmunum launþegasamtakanna. — m. Skúli Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum skrrfar um útvarpið Forystugreinar, þingmál og laumukommúnistar Sá hóttur var upptekinn á þessum vetri öndverðum, að flytja í morgunútvarpi úr- drætti eða endursagnir af for- ystugreinum dagblaðanna. Þetta er þakkar vert og raunar um leið undrunarefni, að slíkt skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. Það er sann- arlega girnilegt til fróðleiks, hvað þeim liggur mest á hjarta þennan daginn eða hinn, mönnunum, sem hafa það hlutverk með höndum, að halda pólitískum samherjum alltaf jafnbrennandi í andan- um, en sá þó jafnframt sæði efasemdanna í hjörtu hinna lítiltrúuðu í hópi andstæðing- anna. Raunar má segja að þessi morgunkappleikur blaðanna sé dálítið ójafn, hvað liðsstyrk snertir. Stjórnarblöðin eru þrjú, en blöð stjórnarandstöð- unnar tvö. En áróðursgildi leið- aranna fer þó ekki eftir orða- fjöld, né hvað sagt er, heldur hvernig það er sagt. >ó að út- varpið hafi hér vel gert, mætti það gjarnan betur gera og gæti enda gert sér að skað- lausu. Sá stóri ljóður er á þess- um úrdráttum, að þeir eru allir steyptir i sama mótið. Persónuleg einkenni og stíl- brögð höfundanna eru þurrk- uð út. Þeir bera af eðlilegum ástæðum meira eða minna svip þess, er endursegir. Þótt engri vísvitandi hlutdrægni sé beitt og verkið unnið af fullkom- inni samvizkusemi, getur ekki hjá þvi farið, að fleygar setn- ingar, ef einhverjar eru, falli niður á milli hinna sem aldrei hófust til flugs, aukaatriði séu gerð að aðalatriðum og aðal- atriði að aukaatriðum. En þessu mætti breyta til hins betra á mjög einfaldan hátt Útvarpið ætti að gefa dagblöðunum kost á að birta leiðara þeirra í heilu lagi og óstytta. Jafnframt gæti það svo sett það skilyrði að þeir væru af ákveðinni lengd og ekki lengri en svo, að hæfileg- ir væru til flutnings á þeim tíma, er til þess væri ætlað- ur Þetta gæti jafníramt orðið leiðarahöfundunum hvöt til að vanda verk sín, svo sem þeir væru menn til. Útvarpsumræðurnar um ut- anrikisstefnu íslendinga voru leiðinlegar, svo sem venja er um orðræður á Alþingi. Þeir Ragnar Arnalds og Gils Guð- mundsson höfðu þó nokkra sérstöðu. Ekki þó svo að skilja. að ræður þeirra væru sérstök snilldarverk, og hefðu gjarnan mátt betri vera. Þeir höfðu það umfram aðra ræðumenn. að þeir skírskotuðu til heil- brigðrar skynsemi. í öðru lagi eru þeir enn slíkir nýgræðing- ar á þingi, að þeir hafa ekki tileinkað sér hin þrautleiðin- legu orðhengilsbrögð lang- þreyttra þingmanna. Ég kenni allt af í brjósti ura^ Ólaf Jóhannesson þegar ég heyri hann uppljúka munni sínum i sölum Alþingis. Ég hef einhvern veginn á tilfinn- ingunni, að hann sé bezti drengur og vilji ekki vamm sitt vita Því er líkast að hann sé alltaf með slæma samvizku, og að honum finnist sjálfum, að hann sé að verja óverjandi málstað Hefur þetta sjaldan komið jafn átakanlega fram og i umræðunum um utanríkis- málin. Þórarinn Þórarinsson var hins vegar hinn borubratt- asti og lék tveim skjöldum af mikilli list, eins og sannur Framsóknarmaður á að géra. Af öllum þeim ræðumönn- um, sem ég hef heyrt tala í sölum Alþingis, er Guðmund- ur f. Guðmundsson, só maður er ég trúi sízt. Enginn skilji þó orð mín svo, að ég telji utanríkisráðherrann okkar ó- sannsögulli en góðu hófi gegn- ir. En hann byggir ræður sín- ar þannig. að því er líkast, sem hann ætlist til að þeim sé ekki trúað. En þetta er sennilega háttur mannsins, sá er hann viðhefur, þegar hann segir sannleikann. Guðmundur I. Guðmundsson er vitur mað- ur. Um það þarf enginn að ef- ast, er á ræður hans hlýðir. Hann er svo vitur, að hann lætur engan standa sig að því að segja ósatt, upp í opið geðið á landslýðnum. Hann er meira að segja svo vitur. að hann tekur öllum íslenzkum stjórnmálamönnum fram um að segja sannleikann, hálfan. Hins vegar er hann ekki svo vitur, að hann geti leynt hlust- endur því, að hann veit meira en hann segir og tíundar aldrei sinn síðasta pening. Sem betur fór náði útvarp- ið sér fljótlega eftir fylliríið mikla á Tómasarpáskum. Líf- ið gekk aftur sinn vana gang, dagskráin féll í sínar fyrri skorður og heimurinn hélt á- fram að vera til. Vorið færð- ist nær með hverjum deginum sem leið. Flotamálaráðherra Bandarikjanna kom og fór, og það var mjög hljótt um hann, næstum óhugnanlega hljótt. Þorskurinn hefur hins veg- ar verið mjög á dagskrá, því hann hefur veiðzt í svo stórum stil, að til algerra eindæma er talið. Okkur verður hugsað til viðreisnarinnar, hvort hún muni þola svona mikinn þorsk. Þessi mikli þorskur hlýtur að auka á þensluna og kalla á aukna kaupgetu, jafn- vel þótt landið sé saltlaust, þrátt fyrir frjálsa verzlun og einstaklingsframtak, svo þorsk- urinn fer í gúanó, eða er bara alls ekki veiddur, meðan beð- ið er eftir saltinu. Surtur heldur áfram að gjósa og hefur meira að segja fært út kvíarnar, en drauga- gangurinn á Saurum hefur ekki verið nefndur á nafn. Útvarpið heldur áfram að senda út dagskrá sína, jafnvel eftir að Ragnar í Smára lýsti því yfir að hún væri þunn. Svo þunn, að enginn myndi vilja kaupa sig inn á hana. Þetta gerum við nú reyndar, möglunarlítið eða möglunar- laust. Reyndar er Ragnar svo vandlátur, að hann vill ekki annað en hreina list. En við hinir, sem ekki vitum einu sinni, hvað list er, gerum okk- ur ánægða með minna. Okkur finnst jafnvel að útvarpið hafi verið við mjög sæmilega heilsu, siðan ó Tómasarpáskum. Það er t.d. komin ný útvarpssaga, Málsvari myrkrahöfðing'jans, sem virðist mega tengja nokkr- ar vonir við. Kvöldsagan, þætt- ir úr ævisögu Vilhjálms Stef- ánssonar, er einnig vel þess virði, að á sé hlerað. Þriðju- dagsleikritið, Oliver Twist, er okkur eldri mönnunum kunn- ugt frá gamalli tíð, og gaman að heyra það upprifjað í leik- formi. Skemmtiþættir þeirra Svavars og Sveins eru fremur í framför en hið gagnstæða. Er það meira en venjulega verður um skemmtiþætti sagt. Ellimörk þeirra koma oftast fljótt í Ijós. Sú nýbreytni var meira að segja uppi höfð í síðasta þætti Sveins, að snillingar hans gerðu uppreisn í byrjun þáttarins og hugðust yfirbuga Svein og taka stjórn þáttarins i sínar hendur. Virtist Guðmundur Sigurðsson vera foringi þeirra uppreisnarmanna. Sveini tókst þó að bæla niður uppreisn þessa, áður en vandræði hlut- ust af og ná stjórnartaumun- um úr höndum uppreisnar- manna. Það hefur ef til vill verið sökum þess, að snilling- arnir hafa ekki verið búnir að ná sér eftir hina misheppnuðu uppreisnartilraun, hve þeim gekk illa að finna eiganda fyrstu raddarinnar er þeim var kynnt. Þegar þeir eftir mikla leit höfðu -fengið vitn- eskju um að eigandinn væri í Strandasýslu, bregða þeir sér burt þaðan og spprja eftir honum í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Það er raunar furðu-i legt, hve þeim gengur miklu verr að þekkja innlendar radd- ir en erlendar. Þeir eru yfir- leitt mestu snillingar að hafa upp á eigendum erlendra radda, einkum, ef sá sem rödd- ina átti, er dauður og einkum sér j lagi, hafi hann dáið voveiflegum dauða. Eitthvert hressilegasta út- varpsefni síðustu vikna, var viðtalið við Ragnar í Smára. Ragnar er ekkert blávatn, enda tók hann þegar forystu í leiknum, og sigraði með mikl- um yfirburðum svo að stuðzt sé við orðalag íþróttafrétta- ritara útvarpsins. Þeir gerðu upphlaup þegar á fyrstu mín- útu leiksins, mótherjar Ragn- ars, og minntust á sjónvarpið það sem kennt er við Kefla- vík. Það hefðu þeir efcki átt að gera. Ragnar brázt við hart^. og skoraði þegar sitt fyrsta mark. Hann kom beint að kjarna mólsins. En það hefur þó vafizt fyrir mörgum, sem gegn þessu sjónvarpi hafa mælt. Það er i rauninni aukaat- riði, hvort sjónvarpið sem slíkt er gott eða illt, æskilegt eða óæskilegt. Aðalatriðið og raunverulega hið eina sem máli skiptir, er sú þjóðernis- lega niðurlæging og auðmýk- ing sem í því felzt, að slík starfsemi sé rekin hér af er- lendum aðila. Svo gersamlega rökþrota stóðu viðmælendur Ragnars frammi fyrir þessari staðreynd, að þeir spurðu í ráðaleysi, hvort hann vildi láta banna innflutning amerískra bóka! Má segja, að þá séu menn ærið langt leiddir, þegar þeir finna engan mun á að kaupa erlendar bækur eftir eigin vali, eða leyfa að rekið sé fyrirtæki, eins og sjón- varp og útvarp á íslenzku landi, og án þess að þeir sem landinu eiga að ráða, að lög- um réttum, hafi þar nokkurr) íhlutunar- eða umráðarétt. Raunar mætti þó minna á, að þetta sjónvarpsævintýri er ekki annað en ein af mörgum en miður þægilegum afleiðing- um þess, að við erum í Atlanz- hafsbandalaginu, sem Ragnar segist þó styðja í góðri trú. En ekki væri með ólíkindum, þó hann og sálufélagar hans i sextíu manna bandalaginu hefðu nú senn fengið nóg af feita selnum. Eitthvert skemmtilegasta af hinum misheppnuðu upphlaup- um þeirra blaðamanna var þegar þeir spurðu: — Ertu laumukommúnisti? Það er nefnilega orðin mik- il tízka að láta menn sverja af sér kommúnisma, bæði leynilegan og óleynilegan. En_ Ragnar vildi ekki vinna eið- inn. Hann svaraði óskóp ró- lega: — Ég er laumukommún- isti. Maður heyrði, hvernig blaðamennirnir misstu andlit- in, eins og danskurinn myndi orða það. f vandræðum sínum spurðu þeir hvað laumufcommúnisti væri. Reyndar hefði sú spurn- ing þurft að koma á undan. En Ragnar hefur víst ekki tal- ið sér skylt að taka upp rök- ræður um jafn óákveðið og til- viljanakennt hugtak sem laumukommúnisti, og var alls ekki til viðtals um slíka smá- muni. Síðari hálfleikur var yfir- leitt daufari en sá fyrri, fyrr en í leikslok. Þá fór Ragnar að minna Matthías Morgun- blaðsritstjóra á einhverja nafn- lausa hunda, er hefðu verið að glefsa í hann í blaði Matthí- asar. Lauk þar með leiknum og sigraði Ragnar með yfir- burðum, sem fyrr segir. Gæruúlpur kr. 998,00 Miklatorgi OOUBLE ^ EOBE SIMAR 13117 Hin fróbœru nýju PERSONNA rokblöS úr „sfain- les* (ImI" aru nú loksins fóonleg hér é landi. Sfoenfo tktofiS I þróun rakblaSa fré þvf aS frarp- leiStlo þoirro hóftf. PERSONNA rakbloSiS heldur flugbifi fré fyrtfa til tiSatfa =15. roksfurt. HEILDIOIUBIROOIR _ ! teyndardómur PERSONNA sr tó, aS meS tföS- ^ ugum tilraunum hefur ranntóknarliSi PERSONNA feklzt aS gera 4 flugbeittar eggjar ó hverju blaði. BiSjiS um PERSONNA blöSin. BLÖÐIM k t 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.