Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 10
HÖÐVXLJINN |Q SlÐA Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG I. KAFLI Fyrir allmörgum árum dó roskinn maður á Austurbrú af þvi að borða maltbrjóstsykur. Hann hafði miklar mætur á maltbrjóstsykri. Hann hafði borð- að hann að staðaidri árum sam- an og til þess hafði honum ekki orðið meint af. Hann var alltaf með litla, kringlótta blikkdós í vasanum. Og í hvert sinn sem hann fann fiðring í hásinum eða þurfti smáhressingu, var hann vanur að fá sér einn. Hann tuggði aldrei brjóstsykurinn, saug hann aðeins og lét safann renna með hægð niður í kokið. Og árum saman hafði honum að- eins orðið gott af þessu. En einn góðan veðurdag fór illa og það varð hans bani. Fallegt, notalegt kvöld i byrjun júni meðan sýringar og gull- regn blómstruðu á Löngulínu. Hann hafði farið heiman úr í- búð sinni i Classensgötu um háifáttaleytið til að fara í hina venjulegu göngu sína um Löngu- línu. Konan hans átti að hafa kvöldteið tilbúið klukkan hálf- níu. En hann fékk ekkert te þetta kvöld. Hann sá aldrei kon- una sína framar. Hann gekk niður stigann í síðasta sinn og vissi ekki að hann myndi aldrei framar telja marmaraflísárnar á veggnum og finna hinn sérkenni- lega þef hússins. Þegar var hlýtt í veðri en þó var ekki enn orðið svo heitt að honum fyndist óhætt að vera frakkalaus. En hann hafði ekki haft á sér ullartrefiiinn. Við lystihöfnina settist hann á hinn vanaléga bekk og horfði út á sjóinn og fólkið sem gekk fram og aftur. Hann kannaðist við flesta íbúana á Austurbrú í sjón og vissi hverjir þeir voru. Það voru seglbátar á sjónum HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINtJ og DÖDÖ Langavesri 18 HI. h. (lyfta) SfMT 24B16. P E R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dðmnr) Hárgreiðsla 'dð allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjarnargðtn 10. Vonarstrætis- megln — SfMT 14662. HÁRGREIÐSLDSTOFA ADSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — og fánar og veifur og kapp- róðrarbátar og hafnarferjan. Og framhjá gengu ungar stúlkur í léttum sumarkjólum og með fallega fætur. Hann horfði á eftir þeim gegnum gullspangar- gleraugun og hugsaði með sér að þær hlytu að kvefast svona illa klæddar. En fólk lærir aldrei af reynslunni! Og hann horfði á róðrarmennina sem púluðu í löngum, mjóum bátunum meðan formaðurinn eggjaði þá með hrópum. Hálfnaktir, loðnir ná- ungar. Hreinasta brjálæði að flækjast úti á sjónum hálfber á bessum tíma árs. Þessir náung- ar eru að bjóða lungnabólgunni heim. Þeir leika sér með sitt eigið líf. Hann vissi ekki að lífi hans sjálfs yrði lokið eftir nokkra tíma. 1. Og hann horfði áhyggjufullur á litlu vélferjumar sem runnu yfir blátt vatnið. Og hann reikn- aði út að þær hlytu að vera of- hlaðnar. Enda er það engan veg- inn nóg að hafa björgunarbelti handa öllum farþegunum og þetta var í rauninni hneykslan- legt allt saman. En þegar ólán- ið er dunið yfir, þá stendur ekki á því að gera ótal varúðarráð- stafanir. Nú stendur öllum á sama. Svona er þetta alltaf í þessu landi. Honum fannst kvöldkulið dá- lítið ónotalegt þama við sjó- inn. Hann saknaði ullartrefílsins þrátt fyrir allt. Og hann ræskti sig og tók upp litlu kringlóttu blikkdósimar með maltbrjóst- sykrinum. Valdi sér snotran, reglulega lagaðan ferhymdan brjóstsykur og stakk honum upp í sig. Honum fannst hann strax vera dálítið beiskur á bragðið. En það er stundum svona með maltbrjóstsykur að hann er dá- lítið rammur fyrst í stað án þess að það komi að sök. Þetta getur lagazt. Og hann saug brjóstsyk- urinn duglega, hagræddi honum inni í munninum með tungunni og beit hann sundur, þótt hon- um þætti annars forkastanlegt að tyggja brjóstsykur. Þetta varð líka örlagaríkt. Beiska bragðið varð enn verra. Og það var málmbragð að brjóstsykrinum eins og það væri dósin sem hann var með í munninum. Svo ákvað hann að fóma brjóstsykrinum og spýtti honum útúr sér og valdi sér annan sem var með réttu bragði. Svo fór hann að skjálfa lítið eitt og reis á fætur til að fara. Og honum leið ónotalega. Hann hafði kuldahroll. Honum va.r ó- glatt. Og nýi brjóstsykurinn var ekki heldur eins góður og hann átti að vera og honum var fleygt. Kaldur sviti spratt fram á enni hans og hann fékk maga- verki. Það kom dögg á gleraug- un og öll Langalína varð ó- greinileg. Höfnin og jörðin og runnamir og sýringamir og fánamir og hjólin og róðrar- mennirnir snerust í hring. Hann varð að halda sér í tré. Og fólk horfði á þennan þokkalega mann með gullspangargleraugun og hökutoppinn og velti því fyrir sér hvort hann gæti verið drukk- inn. Fólk safnaðist kringum hann. Og svo kom lögregluþjónn með hvíta hanzka á vettvang. Hvað gengur hér á? Væri ekki ráðlegast að koma sér heim? En svo komst lögregluþjónninn að raun um að maðurinn var veikur. — Ég á heima í Class- ensgötu — númer 44 — ég verð að komast heim. — En hann komst ekki heim. Því að nú kom froða um munninn og hann fékk krampa. Og lögregluþjónn- inn sendi einn hinna forvitnu að hringja á sjúkrabíl meðan hann studdi sjálfur fárveikan mann- inn. — Það var maltbrjóstsykurinn — ég held það hafi verið brjóst- sykurinn. Hann var beiskur. — sagði veiki maðurinn í sjúkra- bílnum. Og lögregluþjónninn tók eftir orðum hans og mundi að koma því að í skýrslu sinni. Nokkru eftir að komið var á Borgarspítalann dó roskni mað- urinn með gullspangargleraugun. Síðustu skiljanlegu orð hans höfðu fjallað um maltbrjóstsyk- ur og lokssetningin: Agnoscofort unam Cartaginis. sem hinn lat- ínufróði læknir gat útlagt sem: Nú sé ég fyrir örlög Karþagó- horppr 2. KAFLI Hinn látni hafði á sér skjöl sem af mátti sjá að hann hét C. Blomme, lektor, 63ja ára, Classensgöta 44. Konu hans var tilkynnt um þetta og allt var gert sem gera ber við slík tæki- færi. Læknamir lýstu því yfir að dauðinn stafaði af eitrun frá einhverju lútarsöltu eitri, sem lamað hefði hluta af sjálfráða taugakerfinu, þannig að eins konar stjarfi hefði átt sér stað. Lömun brjóstvöðvanna hefði or- sakað dauðann með köfnun. Krufning sem síðar fór fram, leiddi í ljós að stryknin var i magainnihaldinu. Vegna hinna sérstöku kringumstæðna við dauðsfallið. var moi’ðdeildinni tilkynnt það. Lögreglan hóf rannsókn. Orð hins látna um maltbrjóstsykurinn gleymdust ekki. Litlu, kringlóttu blikk- dósimar með brjóstsykrinum sem eftir var, fundust í frakka- vasa líksins. Dósimar voru opn- aðar með dauðhreinsuðum verk- færum. Varfæmar hendur klæddar gúmmíhönzkum flokk- uðu brjóstsykurmolana. Blikk- dósirnar og lokið og hver ein- asti moli voru rannsökuð ná- kvæmlega, skoðuð í smásjá og gegnumlýst. En það fannst ekki agnarögn að strykníni í einum einasta mola. Ekki einu sinni litsjárkönnun gat leitt í ljós nokkurt eiturefni í dósunum eða brjóstsyki'inum. Það tókst að hafa upp á því hvar Blomme lektor hafði keypt hina örlagaríku brjóstsykurmola eða maltexstrakt-brjóstsykur eins og hann hét réttu nafni. öllu var umsnúið í verzluninni og eigandinn og afgreiðslustúlkan urðu næstum að gangast undir kemíska rannsókn. En þa.r fannst ekki vottur af strykníni heldur. Rannsókninni var haldið áfram í brjóstsykurverksmiðjunni og blikkdósaverksmiðjunni. Og hún teygðist lengra og lengra út í ótrúlegustu áttir. En hvergi ból- aði á neinu strykníni. Heima hjá Blomme lektor fannst ekkert stryknín heldur. Og það leit ekki út fyrir að hann hefði nokkum tíma haft á- huga á eiturefnum nema að því leyti sem um þau var fjallað í sögum hinna rómversku keis- ara. Svetonius, Tacitus, Juvenal, Petronius stóðu í bókaskáp hans og hinn prúðmannlegi lektor gat glatt sig við hinar óhugnanlegu frásagnir á máli sem fjölskylda hans skildi ekki. Lítill og friðsamlegur maður með gullspangargleraugu og hökutopp. Maður með hóflegar venjur og rólega lífsháttu. Menntaður í klassískum fræð- um sem prýddi heimili sitt með brúnum repródúktiónum af fom- um styttum. Honum þótti gaman að fara í afsteypusafn Listasafns- ins á sunnudögum og útskýra hvítar gipsstyttumar fyrir fjöl- skyldu sinni. Hann hafði gaman af að ganga sér til skemmtunar um Löngulínu á kvöldin. Hann gætti vandlega viðkvæmrar heilsu sinnar. Eini löstur hans var tilheiging til að borða malt- extraktbrjóstsykur. Og á kvöldin sat hann í litlu stofunni sinni í Classensgötu og las rómversku sagnaritarana á latínu. Og latín- an opnaði honum annan heim. Heim Tíberíusar, Caligula. Nerós og Messalínu. Undirróður og eiturmorð og fáránlegar ónáttúr- ur. En stryknín fyrii’fannst ekki í íbúð hans. Enginn hafði ástæðu til að ætla að hann myndi eitra sinn eigin maltbrjóstsykur eða taka upp á því að fremja sjálfs- morð á nokkum annan hátt. Og ekki var hægt að gmna neinn um að vilja hann feigan. Konunni hans þótti leiðinlegt að hann var dáinn. Þrjár upp- komnar dætur hans voru líka hryggar. Starfsbræður hans og kunningjar létu í ljós innilega LAGERSTARF Viljum ráða menn til starfa á lagerum vor- um sem fyrst. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi S.Í.S., Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu. STARFSMANNAHALI) S.Í.S. Hvcrnig kynntuzt þið Andrés- ír.a, Ar.drés frændi? Látum okkur sjá, já, það byrj- aði svona ... Hvað ertu eiginlega að hugsa? P.eyna að koma af stað ófriði eða hvað? Snautaðu strax í rúmið, kalli minn. Sunnudagur 10. maí 1964 SKOTTA Mættum við fljúga enn BORGA seinna? Iðnfræðsluráð: Auglýsing um sveinspróf: Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um land allt í maí Qg júní 1964. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftoku fyrir þá nemendur sina sem lokið hafa námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga 2 mán- uði eða minna eftir af námstima sínwm, enda hafi þeir lokið iðnskólaprófi. Umsóknir um próftöku sendist formanni viðkomandi prófnefndar fyrir 20. maí n.k., ásamt venjwlegum gögn- um og prófgjaldi. Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavik fá umsóknareyðu- þlöð afhent í skrifstofu Iðnfræðsluráðs, sem einnig veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík, 10. mai 1964. Iðnfræðsluráð. Sumardvöl burnu Sjómannadagsráð mun reka sumardvalarheimili fyrir börn í heimavistarskólanum að Laugalandi í Holtum á tímabilinu frá 16. júní til 25. ágúst. Aðeins verður tekið við börnum, sem fædd eru á tíma- bilinu 1.—1. 1957 til 1—6. 1960. Þau sjómannabörn munu njóta forgangsréttar, sem misst hafa föður eða móður, eða búa við sérstakar heimilis- ástæður. Gjald fyrir börnin verður það sama og hjá Rauða Krossi fslands, kr. 400,00 á viku. Skriflegar um- sóknir skulu berast skrifstofu Sjómannadagsráðs að Hrafnistu fyrir 15. maí n.k. f umsóknunum skal taka fram nafn, heimili og fæðing- ardag barna, nöfn foreldra eða framfæranda, stöðu föður, sima, fjölda barna í heimili og ef rnn sérstakar heimilisástæður er að ræða, t.d. veikindi móður. Helm- ingur gjalds skal greiðast við brottför barna, en af- gangur fyrir 15. júlí. Þær umsóknir, sem ekki verður svarað fyrir 25. maí verða ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar gefnar að skrifstofu Sjómannadags- ráðs að Hrafnistu, á þriðjudögum og föstudögum kl. 10^—12 f.h. — Sími 38465. SJÓMANNADAGSRÁÐ. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN húsgugnuverzlun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.