Þjóðviljinn - 13.05.1964, Page 2
2 SÍÐA
Miðvikudagur 13. mai 1964
Margir erlendir þjóðhöfðingjar hafa sótt forsetahjónin heim að Bessastöðum á liðnum árum. Mynd-
in var tckin í september s.I., er núverandi forseti Bandaríkjanna og kona hans komu hingað í
- stutta heimsókn. Frá vinstri: Ásgeir Ásgeirsson, Mrs. Johnson, Dóra Þórhallsdóttir og Lyndon B.
Johnson forseti
Sjötíu ára í dag:
Asgeir Ásgeirsson,
forseti íslands
Forseti íslands. herra Ás-
geir Ásgeirsson. er sjötugur i
dag, 13. maí. Hann er fæddur
í Kórnesi á Mýrum og voru
foreldrar hans Ásgeir Eyjólfs-
son kaupmaður og síðar bók-
haldari í Reykjavík og kona
hans Jensína Björg Matthías-
dóttir.
Ásgeir Asgeirsson lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum.
í Reykjavík vorið 1912 og hóf
þá um haustið guðfræðinám.
Kandídatsprófi í guðfræði lauk
hahn frá Háskóla Isiands 18.
júní 1915, en gerðist síðar
. biskupsskrifari og gegndi því
starfi fram á árið 1916, er
hann hélt utan til framhalds-
náms í guðfræði og heimspeki
við háskólana í Kaupmanna-
hofri og Uppsölum veturinn
1916 — 1917. Bankaritari í
Landsbanka íslands var Ás-
geir Ásgeirsson 1917—1918, en
1. október réðst hann kennari
við Kennaraskóla Islands og
við þann skóla kenndi hann
síðan til vors 1927.
Ásgeir Ásgeirsson var
settur í embætti fræðslu-
málastjóra 19. júlí 1926
og skipaður rúmu ári síðar.
Hann var skipaður fjármála-
ráðherra 20. ágúst 1931, en
fékk lausn frá ráðherraemb-
ættinu 28. maí 1932. Hinn 3.
júní 1932 var Ásgeir skipaður
forsætis- og fjármálaráðherra
og því embætti gegndi hann til
29. júlí 1934. er hann tók aft-
ur við embætti fræðslumála-
stjóra. Árið 1935 fór hann í
langa för um Norður-Ameríku
og flutti fyr'rlestra um íslenzk
efni við háskóla víða í Banda-
ríkjunum.
Bankastjóri Útvegsbanka Is-
lends h.f. var Ásgeir Ásgeirs-
Asgeir Ásgeirsson tekur við forsetaembættinu f fyrsta sinn 1.
ágúst 1952. A myndinni sést hann undirrita eiðstafinn; til vinstri
stendur forsetafrúin Dóra Þórhallsdóttir, til hægri þáverandi for-
sætisráðherra Steingrímur Steinþórsson, að baki forseta er Friðjón
Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis.
Forsetahjónin hafa víða farið um landið á undan förnum árum. Sumarið 1957 voru þau á ferðalag!
um Snæfelisnes og var myndin tekin er Stykkishólmsbúar fögnuðu forsetahjónunum.
mmm
.
Asgeir Ásgeirsson tekur við embætti forseta Islands í þriðja sirin, f ágústmánuði 1960. Forsetinn
undirritar eiðstafinn við e mbættistökuna sumarið 1960.
son frá 3. nóvember 1938, er
hann lét af embætti fræðslu-
málastjóra, til 1. ágúst 1952
en þann dag var hann settur
inn í embætti forseta Islands
sem hann var kjörinn til 29.
júní 1952. Síðan hefur Ásgeir
tvívegis verið sjálfkjör'nn for-
seti, árið 1956 og 1960, og í
sumar býður hann sig í fjórða
sinn fram til forsetakjörs og
verður væntanlega enn sjálf-
kjörinn.
Þegar Ásgeir Ásgeirsson tók
við forsetastörfum fyrir 12 ár-
um átti hann að baki langan
þingmannsferil. Hann var fyrst
kjörinn á Alþing 1924 sem
þingmaður Vestur-ísfirðinga
og síðan jafnan endurkjörinn
til ársins 1952 er hann sagði af
sér þingmennsku. Forseti sam-
einaðs þings var Ásgeir 1930—
31 og hafði þá m. a. með hönd-
um stjóm Alþingishátíðarinn-
ar 1930 sem kunnugt er.
Asgeir Ásgeirsson hefur
gegnt fjölmörgum trúnaðar-
störfum. auk þeirra sem áður
er getið. m.a.: Kosinn í milli-
þinganefnd I bankamálum
1925. Kosinn í Alþingishátíðar-
nefnd 1926, er starfaði til 1930.
Skipaður formaður gengis-
nefndar 25. september 1927
frá 1. október s.á., gegndi því
starfi til 1935. I utanríkismála-
nefnd 1928 — 1931 og 1938 —
1952. I bankanefnd 1937—1938.
Formaður Stúdentagarðsnefnd-
ar frá 8. sept. 1937 til 1952. I
gjaldeyriskaupanefnd frá 29.
júlí 1941 til 1944. I viðskipta-
samninganefnd við Bandarík-
in 1941. I samninganefnd ut-
anríkisviðskipta frá 3. febrúar
1942 til 1952. Fulltrúi á fjár-
málafundi Hinna sameinuðu
þjóða í Bretton Woods í
Bandaríkjunum 1944. I stjóm-
arnefnd Alþjóðagjaideyris-
sjóðsins frá 1946—1952. í und-
irbúningsnefnd lýðveldishátíð-
ar 1943 — 1944. I Hrafnseyrar-
nefnd frá 1945 — 1952. I
sendinefnd Islands á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna
1947 og 1948. I stjórn þing-
mannasambands Norðurlanda
um langt skeið, formaður þess
árið 1930.
Ásgeir Ásgeirsson hefur ver-
ið sæmdur fjölmörgum heið-
ursmerkjum, innlendum og er-
lendum.
Kona Ásgeirs Ásgeirssonar
er Dóra Þórhallsdóttir og eru
börn þeirra þrjú.
Þjóðviljinn árnar forseta Is-
lands allra heilla í tilefni sjö-
tíu ára afmælisins.
Halakleppui
á dátasiónvarpi
Dátasjónvarpið á Keflavík-
urflugvelli hefur orðið þjóð-
inni eftirminnileg sönnun
þess hversu vamarlausir við
stöndum andspænis múgáróð-
urstækjum stórveldis. Á hverj-
um einasta degi hefur her-
námsliðið hin nánustu tengsl
við fjölmargar þúsundir
manna, böm og fullorðna
og kynnir siðmenningu sína,
góða eða slæma eft r atvik-
um. A örskömmum tíma mun
hemámsliðinu með þessu
móti takast að hafa hin víð-
tækustu áhrif á Islendinga.
lífsviðhorf þeirra og skoðan-
ir, ef ekki verður rönd við
reist; afnema þau sérkenni
sem gera okkur að menning-
ingarlega sjálfstæðr þjóð.
unz við tekur það hernám
hugarfarsins sem er örlaga-
ríkara en allt vonnavald. Það
var góðs viti að undanfarið
hafa margir forustumenn
þjóðarinnar risið gegn þess-
um menningarlega voða.
einnig sumir þeir sem árum
saman hafa ástundað þau
þöglu svik að þegja við öllu
röngu. Þau viðbrögð voru þrátt
fyrir allt sönnun þess að
enn náði menningarleg sam-
vizka og óhjákvæmilegur
bjóðarmetnaður langt inn í
raðir hernámsflokkanna
sjálfra. Leiðtogar bessara
flokka urðu bá einnig svo
miður sín, að um það var
rætt í fullri alvöru á fund-
um ráðherra og bandaríska
sendiherrans hvort ekki væri
skynsamlegast að loka dáta-
sjónvarpinu.
En nú hafa lágkúran og
læpuskapurinn komið ár sinni
vel fyrir borð 4 nýjan leik
Nefnd manna hefur skilað
áliti um líkurnar á því að
takast megi að koma upp ís-
lenzku sjónvarpi. og hafa
menn tekið þe'm áformum
fegins hendi sem mótvægi
gegn dátasjónvarpinu. Að
vísu mun flestum hugs-
andi mönnum ljóst að það
er mjög tvísýnt hvort við
höfum bolmagn til að standa
undir innlendu sjónvarpi sem
einhver menningarauki sé
að, auk þess sem það má
teljast hæpin skynsemi að
eyða hundruðum miljóna
króna í þvílíka framkvæmd
meðan fjölmörg önnur miklu
brýnni verkefni bíða óleyst.
En mönnum finnst eðlilega
að dátasjónvarpið reki þá á-
fram nauðuga viljuga. Hitt
þurfa menn að gera sér ljóst,
að af hálfu stjórnarvaldanna
er íslenzka sjónvarpið ekki
hugsað sem mótvægi gegn
bví bandaríska, heldur sem
halakleppur á því. Þetta má
grein'lega marka af því fyrir-
komulagi sem alþingismenn
hafa samþykkt, að tollar af
innfluttum sjónvarpstækjum
skuli nú þegar renna í ís-
lenzkan sjónvarpssjóð og
standa undir öllum byrjunar-
framkvæmdum. Framsögu-
maður þessarar tillögu var
Matthías A. Mathiesen,
einn ákafasti hvatamaður
þess að dátasjónvarpið var
stækkað á sínum tíma, og
hann skýrði fagnandi frá
því, að ráðgert væri að á
þessu ári yrðu flutt inn
2.500 sjónvarpstæki í viðbót.
3.000 tæki á næsta ári og
4.000 tæki 1966. Áætlunin er
þannig sú að flytja inn og
selja 9.500 tæki í viðbót, áð-
ur en íslenzka sjónvarpið á
að taka til starfa, venja 30—
40 búsundir manna í viðbót
á að horfa á dátasjónvarp;ð.
Þannig á starfsemin á Kefla-
vfkurflugvelli að vera hin
fjárhagslega undirstaða undir
íslenzka sjónvarpinu, líkt og
þegar Bjami Benediktsson
lag'i til á árunum að góð-
templarareglan fengi pró-
sentur af brennivínsölu í
landinu. Skyldi Alþingi ekk’
samþykkja næst að tekinn
verði sérstakur tollur af
skækjunum á Keflavíkurflug-
velli til þess að styrkja
Kristilegt félag ungra kvenna,
sagði ágætur maður við mig
í gær.
Þannig hefur ekki verið
tekin nein ákvörðun um að
stofna íslenzkt sjónvarp, að-
eins um að margfalda inn-
flutninginn á tækjum til að
mæna á dátasjónvarpið. sem
á að halda starfsemi sinni
áfram að sögn stjórnarherr-
anna. Og mér kæmi ekki á
óvart þótt þe;r sönnuðu með
gildum rökum að við hefð-
um ekki bolmagn til inn-
lendra framkvæmda, þegar
þeir hefðu náð því iangþráða
marki að gera meirihluta
þjóðarinnar að menningar-
legum leiguliðum dátanna á
Keflavíkurflugvelli. — Austri.