Þjóðviljinn - 15.05.1964, Page 6

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Page 6
MðÐVUJINN Fimmtudagur 14. maí 1964 SIDA Skólinn að Löngu- mýri tuttugu ára 20 ára afmælis skólans að Löngumýri vcrður minnzt með hófi hinn 1. ágúst n.k. Skólastjórinn, Ingibjörg Jóhannsdóttir, hefur beðið Þjóðviljann að geta þess, að þátttöku í afmælishófinu þurfi að tilkynna fyrir 15. júlí n.k., cn þess er vænzt að sem flestir fyrrverandi kennarar og nemcndur skólans mæti. 1 skólanum að Löngumýri eru kenndar sömu námsgreinar og við húsmæðra- skólana og þó lögð meiri rækt við kynningu kristilegra og þjóð- legra bókmennta. Þjóðkirkjan rekur skólann. Næsta vetur er á- kveðið að Iágmarksaldur nemenda verði 16 ár. — Myndin er af skólahúsinu. Endurhætur gerð- ar á lýsingu í Laugarvatnsskálum Aðalfundur Ljóstæknifélags Islands var haldinn 13. april sl. Formaður félagsins, Aðalsteinn Guðjohnsen, verkfræðingur, flutti skýrslu um störf á liðnu starfsári og Hans R. Þórðarson, gjaldkeri las reikninga félags- ins. Úr stjóm Ljóstæknifélags- ins áttu að ganga Bergsveinn Ölafsson, Hans R. Þórðarson og Hannes Davíðsson, en voru allir endurkjömir. Að aðalfundarstörfum lokn- um flutti formaður félagsins f rásögu af alþjóðaljóstækni- þingi f Vínarborg á s.l. ári M.a. fluttu Norðurlöndin þar sameiginlega skýrslu um lýs- ingarhætti (Lighting Practice) og flutti Aðalsteinn Guðjohn- sen hluta Islands, sem fjall- aði um sölulýsingu (Lighting for Selling). Á alþjóðaþipffum þessum, sem haldin eru fjórða hvert ár, er rætt um nýjungar og þróun lýsingartækni og ljósfræði í hinum ýmsu lönd- um. Aðalfundi Ljóstæknifélagsins lauk með myndasýningu aflýs- ingu í skólum og skrifstofum hér á landi. Aðalsteinn Guð- johnsen skýrði myndimar og gerði lýsingu í skólum að um- talsefni. Meðal myndanna voru nokkrar úr skólum að Laug- arvatni, einkum héraðsskól- anum og Iþróttakennaraskólan- um. I skólum þessum hafa ver- ið gerðar gagngerar endurbæt- ur á lýsingu fyrir forgöngu skólastjórans bar og rafvirkja- meistarans, Eiríks Eyvindsson- ar. Ljóstæknifélagið hefur veitt tæknilega aðstoð. Aðalsteinn taldi framtak þetta að Laugar- vatni mjög til fyrirmyndar, en víða í skólum landsins væri lýsing alls ekki nógu vönduð. I eldri skólunum er aðalann- markinn sá að birta er of lít- il, töflulýsing engin, borð dökk og gljáandi og gluggatjöld ó- fullkomin. I nýjum skólum er birta oft næg. og borð og Framhald á 9. síðu. Fegrun Hafnarf jarðar Landslagið við Hafnarfjörð er sérkennilega fallegt, þótt það sé hrjóstrugt og úfið. Hafnarfjarðarbær hefur skil- yrði til bess að vera einn af fegurstu bæjum þessa lands. ef þeir sem bæinn byggja bera gæfu til að skapa umgengnis- menningu til fegrunar bæjar- ins. Flestir bæjarbúar hafa áhuga á því að hafa umhverfi sitt fagurt og þrifalegt, en þó eru því miður margir, sem ekki gæta þess sem skyldi að halda umhverfi sínu í þvl ástandi. sem hverjum húseiganda ber. Því miður sést víða, jafnt hjá einstaklingum sem á veg- um hins opinbera, að sóðaskap- ur og hirðuleysi er í hávegum haft. Við sjáum ryðgaðar og opn- ar öskutunnur stundum tyllt út á götu með ruslið fjúkandi í allar áttir þe^ar blæs. Þetta veldur sóðaskap í umhverfinu og óhollustu, sem I kjölfar hans fylgir. Hér fylgist að ómenning fárra einstaklinga og vanræksla hins opinbera um að kippa í taumana. Algeng sjón er að sjá böm unglinga og fullorðna fleygja frá sér á götuna eða inn á næstu lóð hverskonar drasli. umbúðum og ávaxtaberki, svo fátt eitt sé nefnt. Víða á fögr- um stöðum, meðfram vegum eða I gróðursælum hraun- gjótum. blasir við hverskonar rusl, sem hent hefur verið. svo sem mjólkurhymur, dósir, brotnar flöskur, spýtnadrasl o.fl. o.fl. Umgengni á byggingarstað þarf víða að bæta. Úrgangstimb- ur, tómir sementspokar og ann- að frá nýbyggingunni er á við og dreif og jafnvel langt út fyrir lóðarmörk. Einnig má sjá efni úr grunnstæðinu í haugum á lóðinni, eða jafnvel úti á göt- unni. löngu eftir að flutt er I húsið. Þetta og annað eins megum við ekki láta sjást á okkar fagra bæjarstæði. Við þekkjum húsbyggjendúr sem til fyrirmyndar eru um alla umgengni á byggingarstað og við vitum að meginþorri bæjarbúa vill fagurt og þrifa- legt umhverfi. Við vitum. að örfáir einstak- lingar geta haft aðstöðu til að eyðileggja viðleitni hinna mörgu til þrifnaðar og fegrun- ar I bessum bæ. Góðir Hafnfirðingar! Tökum höndum saman og gerum herferð gegn öllum sóðaskap, hirðuleysi og ómenn- ingu á okkar fagra bæjarstæði. (Frá stjóm Fegrunarfélags Hafnarfjarðar). REYKJAVIK -NEW YORK* REYKJAVÍK AÐEINS Nú er ekkí dýrara að fljúga fil New York en margra sfórborga Norður-Evrópu. Það kosfar ekki nema 7613 krónur (án söfuskaffs) að fara fil New York og affur fil Reykjavíkur ef ferðasf er með 2! dags fargjaídakjörum Lofffeiða. Það er ekki dýrara að dvelja f Bandaríkjunum en ýms- um föndum Evrópu. Það kosfar ekki nema 99 dali að aka um gervöll Banda- ríkin með Greyhound og Confinenfal Traifways lang- ferðabifreiðum og má ferðasf ófakmarkað í 99 daga. Þreffán bandarísk ffugfélög bjóða sameiginlega ófak- markaðar flugferðir í 15 daga fyrir aðeins 100 dali eða 45 daga ófakmarkað flug fyrir 200 dali. í New York verður heimssýningin opin í allf sumar. Þúsundir Yesfur-íslendinga munu hitfasf að Gimli 3. ágúsf í sumar og allan ársins hring er íslendingum vel fagnað í öllum byggðum frænda sinna í Vesfurheimi. Óvíða er jafn fagurf og fjölbreylilegf landslag og í Bandaríkjunum. Sums sfaðar er þar sumarveðráffa allf árið. Vegna alls þessa er nú mjög freisfandi að ferðasf með Loflleiðum fil Bandaríkjanna. • Þægilegar hraðferðir heiman og heim, Loffleiðis landa milli.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.