Þjóðviljinn - 15.05.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Page 10
10 SlöA ÞIÖÐVILIINN Föstudagur 15. maí 1964 Þið stúdentsárín æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG fæddust og dóu. Hvenær verk voru skrifuð og gefin út. Hann hefði helzt viljað verða skáld sjálfur. Hann hafði skrif- að ljóð í stilabækur. I leyni og án þess að foreldramir vissu. En það var ekki hægt að lifa á þvi að skrifa ljóð. Hann varð að hafa eitthvað í bakhendinni. Og auðvitað var líka hægt að stúdera ljóð. Bókmenntir. Það var töluvert skylt _þvi að vera skáld að vera bókmenntafræð- íngur, gagnrýnandi, fagurkeri. Taka magisterpróf og verða doktor. Verða vísindamaður eins og Haraldur Hom, bekkjarbróðir hans. En það var ekki hægt heldur. Foreldrar hans álitu hyggilegra að verða Cand. mag.. Það var meiri framtíð i slíku. Auðvitað gæti hann orðið bókmennta- fræðingur líka og þá hefði hann hitt í bakhendinni. En hafi mað- ur eitthvað í bakhendinni, þá er það venjulega notað. Það þarf að taka þrjú fög fyr- ir skólaembættispróf og hann valdi dönsku, þýzku og sögu, vegna þess að það bar nokkum keim af fagurfræði og bók- menntainnsæi. En þar voru líka átrfíi*' og tímatöflur og málfræði. Æfingar og minniskúnstir. Tungumálasaga og hljóðfræði. Auðvitað voru bókmenntir líka. Hann las ástarljóð með at- hugasemdum og orðskýringum. Hann þekkti tölu og nöfn á stúlkum Goethes. Hann hlýddi á fyrirlestra um Sturm und Drang og rómantík. Og hann vissi alit um konur Hinriks áttunda og ástmeyjar Kristjáns fjórða. Við fyrirlestrana horfði hann löngunaraugum til ungrar stúd- HÁRGREIÐSLAN Hársrreiðsln os snyrtistofa STETNT) os DÓDrt Laneavesl U m h (lyftai SfOTT 24616. P B n M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðsln- os snyrtistofa. Dðmnr’ Hárgreiðsla mð ailra hæfi. T.TARNARSTOFAN T.famargðtn 10. Vonarstrætis- mesin. — SfMI 14662 hArgreiðslustofa AUSTURBÆJAR '(María Guðmundsdóttiri Laugavegi 13 — SÍMi 14656 — Nuddstofa á sama stað — ínu, sem hann hafði velþóknun á og myndi einhvem tíma í fyll- ingu tímans verða cand. mag. Og hann fékk embættispróf sitt þegar þar að kom. Og það var haldin hátíð á heimilinu á Norðurbrú og blóm og símskeyti frá allri fjölskyldunni. Þá var aðeins eftir eitt lítið próf sem hét kennslufræðipróf. Og þá var hann fullnuma. Þá var hann loksins orðinn nógu þroskaður og lífsreyndur til að geta alið upp nýjar kynslóðir og leitt hina nýju unglinga eftir hinni löngu braut prófa. 5. Og svo kom að þvi að hann gat fengið stöðu og tekjur og lifað eigin lífi. Þá var hægt að endurgreiða nokkuð af skuldinni til foreldranna, sem fómað höfðu svo miklu hans vegna. Og svo hóf hann aftur skóla- göngu sína sem undirkennari við gamla skólann. Og svo hafði hann efni á að giftast hinni einu sönnu. Stúlk- unni sem var orðin cand. mag. og hann hafði elskað úr fjarlægð meðan árin liðu og stóð honum nú jafnfætis að þroska og lífs- reynslu. Og eftir nokkur ár f viðbót gekk það ’svo iangt á milli þeirra að hún gat eignazt bam og varð að hætta við hugmynd- ina um að fá sér stöðu og nota prófið sitt. Og skólagangan hélt áfram. Nú var hann 43ja ára. Og hann hlakkaði innilega til að hitta aftur gömlu skólabræðuma. sem hann átti svo margar sam- eiginlegar minningar með. 9. KAFLI Lögreglustjóri kom frá Skjem til að taka þátt í stúdentsaf- mælinu. Taugaóstyrkur, skap- bráður maður sem var sífellt að lenda í árekstrum og orðaskaki við ferðafélagana í lestinni. Kannski var hann orðinn hálf- vitlaus af leiðindum f þessu fjarlæga umdæmi sínu. Kannski var það satt sem sagt var í Sk.iem, að hann væri áfengis- sjúklingur. Hann vildi alla vega taka þátt í hátíðahöldunum. Hann vildi sjá aftur félaga sína, sem hann hafði saknað svo mjög í öll þessi ár. Þetta var veizla fyrir karl- menn. Veizla sem konan hans gat ekki tekið þátt í. Æ. þessi kcma hans. Þetta hjónaband hans. Það var á allra vömm í Skjem. Það var hörmung og það var grín. En maður verður að þrauka £ieð hýenunni! var hann vanur að segja, þegar hann sat í Harm- oníunni og spilaði á spil og drakk toddý með stöðvarstjór- anum og póstmeistaranum og lækninum. Á Stórabeltisferjunni lenti hann í heiftarlegu rifrildi. Það stafaði af sæti við eitt af borð- unum á þilfarinu. — Það er upp- tekið, — sagði farandsali nokkur. — Ég er búinn að leggja frakk- ann minn þama og setja töskuna mína þar. — Það kemur mér ekki við, — sagði lögreglustjórinn. — Taskan stendur á gólfinu og frakkinn er engin ótvíræð sönn- un þess að sætið sé upptekið. — Já, en ég er að segja yður að svo sé! — hrópaði farand- salinn. — Jæja, þér emð að segja mér það? En viljið þér ekki hlífa mér við þessum frásögnum yð- ar? Hvað þykizt þér eiginlega vera, maður minn! — Ég er enginn yðar maður! hrópaði farandsalinn — þetta er mitt sæti. Viljið þér hypja yður úr því undir eins! — Emð þér með skipanir? Eruð þér með hótanir, eða hvað? Ég skal svei mér sýna yður. manngarmur! — Hvern eruð þér að kalla manngarm? Auli. Snáfið þér strax úr sætinu mínu! — Jahá, meiðyrði! Skammir. Ofbeldishótanir! Ösvífni þrjótur! Lögreglustjórinn þreif stafinn sinn og sveiflaði honum kring- um sig. — Ég skal velgja þér undir uggum, dólgurinn þinn! — Sumt fólk skortir algerlega ferjumenningu, — sagði kven- maður. Múgur manns hafði safnazt umhverfis deiluaðila. Og hávax- inn, grannur náungi hrópaði í ákafa til lögreglustjórans: — En Rold þó! Rold! Ertu alveg frá þér! Komdu hingað maður! — Og tróð sér nær og greip í ofsa- reiðan manninn. — Varaðu þig á stafnum! Heyrðu nú, Rold! Gamli vinur, hlustaðu á mig! Þekkirðu mig ekki? Og hægt og með erfiðis- munum tókst honum að draga lögreglustjórann nauðugan frá vígvellinum. — Agætt! Ágætt! Þetta á mað- ur að láta bjóða sér! — urraði farandsalinn á eftir þeim. Og: — Skríll! — hvæsti lög- reglustjórinn á leiðinni burt. — Við skulum koma inn í reyksalinn, — sagði hávaxni maðurinn. — og róa taugamar ögn. Af hverju varstu svona æstur! — sagði Rold. — Ég var sallarólegur allan tímann. Salla- rólegur. En ég get ekki látið lítilsvirða mig. Ég læt ekki svona trantaralýð bjóða mér hvað sem er! — Svona, seztu nú í sófann héma. Hér er miklu rýmra. Og hvemig líður þér svo? — Púha — já — komdu bless- aður. Komdu blessaður Hemild. Það var reglulega ánægjulegt að hitta almennilegan mann á þess- ari skrílferju. Já, það er einn af kostum lýðræðisins að maður barf að þola alls konar pakki dónaskap og ruddamennsku. , — Hvemig líður þér annars? — Hvemig gengur það í Skjern? Ertu ekki á leið til hátíðahald- anna? — Jú, jú, ég ætla á hátíðina. Auðvitað. Ég hlakka til að hitta aftur siðað fólk. Púha — já — hvernig gengur í Skjem? — jú — það gengur — það gengur. — Og konan þín? Hvemig líð- ur henni? — Konunni minni líður ágæt- lega. Henni líður vel. Alltaf á- nægð. Hún er fyrirmyndarkona. Það skal ég segja bér. Fyrir- myndarkona. — Og þú ert enn- þá ógiftur? ' — Já. Ég er ennþá piparsveinn. 43ja ára gamall. Æjá, svona gengur það. — Ennþá í Holstebrú? — Já, já. 1 Holstebrú viðStórá. — Dómsfulltrúi, er það ekki? — Jú. — Jú. — Mikið að gera? — Dálítið af lögtökum. Það er ósköp þægilegt starf. Fólk er svo skikkanlegt í Holstebrú. Félagamir tveir pöntuðu kaffi. — Og konjak með, finnst þér ekki? sagði lögreglustjórinn. — Nei, þökk fyrir, ég drekk aldr- ei konjak, sagði fulltrúinn. — Aftur á móti smjörköku. Smjörkakan er hreinasta fyrir- tak hér um borð. — Hittirðu nokkum tíma gömlu félagana. Hemild? — Ekki oft. Holstebrú er dálít- ið afskekkt, þótt þar sé nú allt að færast í áttina. Ég heim- sæki stundum Amstedhjónin, þegar ég kem til Hafnar. — Amsted, hvað gerir hann? Hann var líka lögfræðingur. — Já. Hann er fulltrúi í her- málaráðuneytinu. 1 14. deild. Ég er dálítið skyldur konunni hans. Hún er fædd Masen. Og föður- bróðir hennar, Masen herforingi, er j ætt við Brackberg móður- bróður minn — von Brackberg. Hann sem átti herragarðinn Munkadal í Suðurjótlandi. Hann var reglulegur ágætismaður. Faðir hans var amtmaður og afi hans var yfirmaður í brynjulið- inu í Holstein. Friðrik fimmti aðlaði langafann. Hemild sagði frá og borðaði smjörköku með. Og Rold lög- reglustjóri bragðaði á konjaki skipsins. Og smám saman varð hann blíðari í skapi og honum fór að líða betur. 10. KAFLI — Heyrðu, þú varst að spyrja um konuna mína, — sagði Rold. — Og henni líður vel, svoleiðis. Hún er ágætis kona. útaf fyrir sig. Og fólkið í Skjem veit auð- vitað ekki annað en allt sé í fína lagi. En það er nú samt ekki alltaf gott. Hún er sjúkleg. Hún er stórveikluð. Þetta eru hreinustu vandræði. — Hvað gengur að henni? — Það eru taugamar eða eitt- hvað svoleiðis. Það er ekki gott að vita. Okkar á milli sagt er hún kolbrjáluð. Það er hræðilegt. Það er bókstaflega óþolandi. Það byrjaði á því að hún varð trúuð. Sjáðu til, ég er ekkert á móti trú. Langt í frá. Þvert á móti. Ég hef alltaf haldið því fram að ekkert þjóðfélag geti þrifizt án trúar. Aðeins á grund- velli kristindómsins er hægt að byggja upp raunverulegt siðgæði En hún varð sem sé haldin ofsa- trú. Hún fór í trúboðshúsið „Bethel“ á kvöldin og svoleiðis. Og hún tók upp á því allt í einu að biðja og æpa og vitna. Svei mér þá, það var alveg voðalegt. Það er ekki hægt að umbera Mér finnst það ákaflega leitt Andrésína, en ég get ekki komið með þcr á ballið í kvöld. Ég var að vinna og . . . . . þessi stóri þungi hlut- ur sem ég var að vlnna við datt ofan á fótinn á mér. Það er ekkert við því að segja Andrés, fyrst þú varst að vinna þegar slysið skeði. Blessaður. Heyrðu, hvað var Andrés að vinna við þegar hann meiddi sig í gærkvöld? Ú, hann var í knattleik og . . . . . . missti kúluna ofan á fótinn á sér. ~ $----r madur sm m • KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR NÝ SENDING ítalskar kvenpeysur. Svissneskar blússur. GLUGGINN Lauga vegi 30. RAFORKUMÁIA- SKRIFSTOFAN verður lokuð á laugardögum frá og með 16. maí. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagna verzlun

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.