Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. maí 1964 — 29. árgangur — 113. [tölublað. AÐALFUNDUR SÓSÍALISTA- FÉLAGSINS Á ÞRIÐJUDAG ? Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur verður haldinn að Tjarnargötu 20 n.k. þriðjudag kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. ? Félagar eru beðnir að fjölmenna og sýna félagsskírteini við innganginn. Stjórnin. Framboðsfrestur til forsetakjörs rennur út í dag Asgeir Ásgeirsson, forseti. 1 kvöld rennur út frestur til að skila framboðum til kjörs forseta Islands og mun það einsýnt að núverandi forseti. Ásgeir Ás- geirsson, verður einn í kjöri, en eftir því sem Þjóðviljinn hefur fregnað mun framboð hans hafa verið lagt fram í gærdag. Ekkert hefur heyrzt um það að önnur framboð væru í undirbúningi og verður forsetinn þvi sjálfkjörinn eins og í tvö síðustu skiptin. Erlendur Patursson mótmœlir flugufregn um yfirvofandl stjórnarskipti Landsstjórnin hefur nýbyggingu at- vinnuveganna að meginverkefni ÞJÓÐVILJANN vantar ungling til blaðburðar í Laugarás. AFGREIÐSLAN sími 17-500 O í símtali við Þjóð- viljann í gær mótmælti færeyski stjórnmálaleið- toginn Erlendur Paturs- son því eindregið, sem birzt hefur í íslenzku blaði, að landstjórnin í Færeyjum væri að springa vegna ósam- komulags. O Stjórnarsamvinn- an heldur áfram, stjórn- in fylgir jákvæðri ste'fnu sem tvímælalaust nýtur fylgis meirihluta þjóð- arinnar, en aðalatriði stjórnarstefnunnar er nýbygging atvinnuveg- anna í Færeyjum, sagði Erlendur. Þjóðviljinn átti í gær símtal við Erlend Patursson, sem er fjármála- og sjávarútvegsmála- ráðherra í færeysku landsstjórn- inni, og spurði hann hvað hæft væri í þeim fregnum að stjórnin væri að springa af innbyrðis ó- samkomulagi. — Ég sé að Morgunblaðið hef- ur það eftir fréttaritara sínum hér í Færeyjum að samvinna Þrír piltar slasast í umferðarsiysi O SAUÐÁRKRÓKI 22/5 — Stórslys varð hér í gærkvöld um hálf tólf leytið. Fólksbifreið var á leið frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Rétt fyrir of- an Vík ók bíllinn útaf veginum og mun hafa ver- ið á æsihraða. | í 1 bílnum voru þrír piltar, átján ára gamlir. Slös- uðust þeir allir mikið, og voru fluttir á sjúkrahúsið hér. Er búizt við, að tveir þeirra verði fluttir suður með flug- vél í dag, er annar þeirra handleggsbrotinn og lærbrot- inn, en hinn fótbrotinn. | | Bíllinn er nr. K-140. Var eigandi hans Haraldur Málfreðsson, og hafði hann átt bílinn aðeins fáeinar klukkustundir þegar síysið varð. Bíllinn er mjög illa farinn. — Hreinn. Suvanna Fúma bi'iur um erlenda aðstoð Sjá síðu @ stjórnarflokkanna' sé afar slæm, einkum nú undanfarið, og sé tal- ið að ósamkomulagið geti orðið til þess að stjórnin neyðist til að segja af sér. Við segjum það hér í Færeyj- um að það sé slæmur fugl sem dritar í eigin. hreiður, en mér virðist fréttaritarinn hafi gert eitthvað svipað! —Hvað er annars að frétta af stjórnarframkvæmdum í Færeyjum? — Að landsstjórninni standa fjórir flokkar, það eru ólíkir flokkar og ósammála um margt. En við höfum komið okkur sam- an um nokkur mikilvæg mál sem stjórnargrundvöll og þeirri stefnu mun landsstjórnin fylgja. Það er ekkert leyndarmál að skoðanir eru skiptar um mörg mál innan stjórnarflokkanna, en okkur hefur tekizt að koma mál- um fram einmitt með því að ræða þau hreinskilnislega og komast að sameiginlegri niður- stöðu. Þannig hefur á þessum tveim- ur þingum, í fyrra og nú, tekizt að koma fram merkri löggjöf á ýmsum sviðum .Ég vil nefna lögin um 44 stunda vinnuviku, sem samþykkt voru á þinginu í vetur og almenn ánægja er með hjá verkamönnum. Fleiri atriði varðandi kjðr verkamanna hafa verið lagfærð. m.a. verið breytt frá þvf furðulega lagaákvæði. að kaup við fiskvinnu skyidi lægra en við aðra vinnu. Unnið hefur verið að hags- munamálum sjómanna og út- vegsins. ekki sízt með stefnunni í fisksölumálum, þar sem unnið er að því að sameina framboð á færeyskum fiski, það er hags- munamái iafnt útgerðarmanna og sjómanna. Verð á óverkuðum a'itfiski er nú 40% hærra en í Erlendur Patursson fyrra, og er það að nokkru leyti að minnsta kosti vegna aðgerða landsstiórnarinnar, þó þar komi fleira til. *i Nefna mætti húsnæðismálin. Komið hefur verið á löggjöf um lán til íbúðabygginga, en það nauðsynjamál hefur verið að vefjast fyrir mönnum í 14 ár. Mjög þýðingarmikið mál er uppbygging innlends fiskiðnaðar í Færeyjum, að unnið sé úr fisk- inum heima í stað þess að flytja hann út sem hráefni. Um þetta mál er algjör samstaða í landsstjórninni og unnið er að því af fullum krafti. Lögþingið er búið að samþykkja heimild- arlög til þess að komið verði upp fiskiðnaðarveri, og verður þar verksmiðja sem kosta mun 15—20 miljónir færeyskra króna (90—125 miljónir ísl. kr.). Ætl- unin er að byggja upp fiskiðnað við allar helztu fiskihafnirnar í Færey'jum Qg bæta einnig að- stöðuna í hinum smærri. Lög- þingið hefur samþykkt að taka erlent lán til uppbyggingar fisk- iðnaðarins að upphæð allt að 40 miljónir færeyskra króna. Samstaða er einnig innan stjórnarflokkanna um mál sem ekki voru afgreidd á þessu þingi, svo sem færeyskar líf- tryggingar, um breytingar á kosningalögunum og fleiri mál. Og minna mætti á að fyrirkomu- lagi fjárlaga, aukafjárlaga og endurskoðunar hefur verið ger- breytt og endurbætt. Segja má að á mörgum sviðum hafi nauð- synlegur undirbúningur farið fram, svo nú sé hægt að snúast af fullum krafti að byggingu á sviði atvinnulífsins. Þær staðreyndir sem nefnd- ar hafa verið sýna að samvinnan innan landsstjórnarinnar hefur ekki verið slæm um þau megin- atriði a.m.k. Stjórnarsamvinnan Framhald á 9. síðu. Merk sýning íÁsmundarsal í DAG ER OPNUÐ í Ásmund- arsal sýning á málverkum og höggmyndum úr safni Hall- steins Sveinssonar. A SÝNINGUNNI eru 65 verk eftir marga þekkta íslenzka listamenn, þar á meðal Kristján Davíðsson, Svavar Guðnason, Snorra Arinbjarn- ar, Asmund Sveinsson, bróð- ur safnarans, Þorvald Skúla- son. Jóhannes Jóhannesson, Sverri Haraldsson. Og er mönnum ekki kunnugt um listasöfn í einkaeign hér- Iendis merkarí en þetta. HALIJ5TEINN SVEINSSON er smiður og heiur unnið með mörgum listamönnum og fyr- ir þá, og þakkar hann þeim tilorðningu þessa safns. VIÐTAt. VIÐ Hallstein Sveins- son birtist í blaðinu á morg- un. Samkomulagstil- raunum haldið áfram Viðræður milli rikisstjórnar- innar og nefndarinnar frá Al- þýðusambandi Islands um at- riði er varða lausn kaupgjalds- málanna halda áfram, en ekkert hefur enn verið látið uppi um gang þeirra. Samningaviðræður milli full- trúa verkalýðsfélaganna norðan lands og austan og fulltrúa at- vinnurekenda halda einnig á- fram fyrir milligöngu sáttasemj- ara ríkisins, og skilningur at- vinnurekenda virðist ekkert hafa glæðzt né heldur vilji þeirra að koma til móts við sanngjarnar kröfur verkamanna. Tvö sambýlishús ísafirði 22/5 — Byggingafélag verkamanna er nú að hefja byggingu tveggja stórra sam- býlishúsa er það aetlar að reisa í sumar. AburBarverksmiijan geíur miljón tíl landbúnaðarins Q í tilefni af því að liðin eru 10 ár frá því að Áburðarverksmiðjan h.f. hóf framleiðslu á áburði samþykkti að- alfundur hlutafélagsins í gær einróma að ráðstafa einni miljón króna sem gjöf til íslenzks landbúnaðar til aukinna framfara í jarðrækt. ! ! í samþykkt þeirri sem aðalfund- urinn gerði um gjöf þessa segir að fjárhæðinni skuli varið til athugana og rannsókna á hagnýtri áburðarnotkun. Q í frétt á 12. síðu blaðsins í dag er nánar sagt frá aðalfundi Áburðar- verksmiðjunnar h.f. í gær, en þann dag voru liðin rétt 10 ár síðan verksmiðjan var vígð og hún tók formlega til starfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.