Þjóðviljinn - 23.05.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.05.1964, Qupperneq 10
10 SlÐA M6ÐVHJIHN Laugardagur 23. maí 1964 Þið stúdentsárin æskugiöð EFTIR HANS SCHERFIG SEXTANDX kafli Disciplina Solerti Fingitur Ingenium stendur með bronsbók- stöfum þvert yfir tígulega fram- hlið skólans. Það þýðir eitthvað í þá átt, að kjaftshögg séu holl fyrir andlegan þroska. Þetta er skóli með erfðavenj- ur. Það er talað um erfðavenj- umar við allar skólauppsagnir. Og erfðavenjumar eru rifjaðar upp og lofsungnar í hvert sinn sem skólinn á merkisafmæli. Og það hafa verið gefnar út bfekur og hátíðarit um erfðavenjur skól- ans. Og það er hægt að lesa um hrisvendi og pálmastikur og kaðalspotta og reyrprik. Á 15. öld er sagt að ákafur kennari hafi eitt sinn orðið dreng að bana. Og ötull rektor á eitt sinn að hafa rifið eyrað af ein- um nemanda sínum. Það gerir rektor ekki lengur. Og það er búið að afnema reyr- prik og kaðalspotta með konung- legri tilskipun. Nú verður rektor að láta sér nægja að nota hend- umar. Sérgrein hans í vísindum stendur i sambandi við pendul- sveiflur. Og hann getur sveiflað þandleggjunum, svo að löðrung- amir hitta nákvæmlega og af miklu afli. Hendumar á rektur eru stór- ar og holdugar. Það munar um kjaftshöggin hans. En þrátt fyrir erfðavenjurnar er rektor mannúðlegri en fyrir- rennarar hans á liðnum öldum. Þegar hann þarf til dæmis að slá dreng með gleraugu, þá skip- ar hann honum fyrst að taka gleraugun af sér. Það er Mikael Mogensen, sem hefur brotið eina af litlu. fer- hymdu rúðunum í hurðinni að skólastofunni. 1 fallega. stíl- hreina skólahúsinu eru glerhurð- ir milli skólastofanna með smá- rúðum í fínlegum mynstrum. Mikael Mogensen er lítill drengur og magur og föiur. Rekt- or heldur fast í aðra kinnina á honum með stórri. holdugri hendinni, svo að andlitið á Mog- ensen verður allt skælt. — Hvemig atvikaðist þetta? — spyr rektor. — Og hvað get- urðu sagt þér til afsökunar? — En það er ekki auðvelt að svara frjálslega, þegar togað er í kinnina á manni. — Það var einhver sem hrinti mér — einhver strákur úr efri bekkjunum. — — Nú? Hver var það? — Mikael Mogensen veit það HARGREIÐSLAN Hárgrelflsln og snyrtistofa STEINTJ og DÖDÖ Langavegi 18 m n. (lyfta) SlMI 24616 P B R IW A Garflsenda 21 SÍMl 33968. Hárgreiðslo- og snyrtistofa. Dömnr' Hárgreiðsla rið allra hæfl. TJARNAKSTOFAN Tjarnargðtn 10 Vonarstrætis- megin. — SlM) 14662 HARGRETÐSLHSTOFA ADSTURBÆJAR (Marta Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656 — Nuddstofa á sama stað — ekki. Og þótt hann vissi það, myndi hann ekki segja það. Það tíðkast ekki að kjafta frá. — Það er eins og vant er! — segir rektor. — Það er segin saga að kenna öðrum um. En við viljum ekki sjá rúðubrot og ó- spektir hér. Skilurðu það, ó- bermið þitt? Taktu þessi gler- augu af þér! — Og svo sveiflar rektor feitri hendinni nokkrum sinnum og Mikael Mogensen er ekki fölur lengur. 10. Seinna verður svo skrifaður reikningur upp á tvær krónur og fimmtíu aura, sem Mikael verð- ur að færa föður sínum. Og það er taugveiklaður og magaveikur póstfulltrúi, sem á mörg böm og hefur miklar áhyggjur og mikil útgjöld. Það verða alvar- legar heimiliserjur á heimili Mogensens út af þessum reikn- ingi. Og rektor þurrkar sér um bústnar hendumar eftir unnið verk Qg hressir sig á glasi af portvfni úr flösku sem hann geymir í stóra skápnum hjá prótókollum skólans. Skólinn hefur sín eigin lög og réttarfar sem eru ólík því sem gildir í heiminum fyrir utan hann. Friðhelgi líkamans er ekki viðurkennd héma inni. þar sem mikils metnar erfðavenjur ríkja. — Kemurðu of seint? Það kost- ar löðrung! — hrópar umsjónar- kennarinn morgunhress, þegar nemandi kemur hlaupandi laf- móður og kirkjuklukkan er far- in að slá. Og þessi kennari er lærður maður. Hann hefur vísindaleg áhugamál. Hann hefur skrifað ágæta orðabók og margar útgáf- u :• af frábærum kennslubókum. Hann hefur farið i ferðalög er- lendis og tileinkað sér evrópska menntun og menningu. Og þessi hámenntaði maður hefur tekið að sér að lemja þá sem koma of seint. Ef til vill hefði maður með minni vísinda- þekkingu getað annazt það verk. En enginn hefði rækt það af meiri samvizkusemi. sautjAndi kafli Skólinn er heimur fyrir sig. Dálítill lokaður og einangraður stóra umheim fyrir utan. Sjálf- stætt samfélag í miðri borginni. Sjálfstætt ríki með sérstökum lögum og erfðavenjum. Svolítið páfaríki í Kaupmannahöfn miðri. Úti í heiminum gerast stór- viðburðir. Styrjaldir og bylting- ar. En í hinu litla samfélagi skólans gengur lífið sinn gang, óháð öllum heimsviðburðum. Þegar Blomme lektor gengur um götuna úti í hinum stóra heimi. er hann ekki annað en lítill maður með hökutopp og gleraugu. Hann verður að hlýða umferðareglunum eins og annað fólk. Hann verður að borga spor- vagnsmiðann sinn. Hann er á engan hátt meiri en aðrir far- þegar. Hann er lítill, óásjálegur maður, sem verður að gera sér að góðu pústra og hrindingar í þrengslum og bíða þess rólegur að röðin komi að honum. En þegar hann gengur inn um skólahliðið. tekur heimurinn breytingum. Þá réttir hann úr lithim búknum og stækkar á furðulegan hátt. Augnaráð hans verður hvasst og gneistandi gegnum gleraugun. Limaburður hans verður stæltur og reistur. Auðmjúkir þrælar heilsa honum með lotningu. Og honum finnst gamli, brúni frakkinn vera orð- inn skikkja með klassískum fellingum. Sjálfblekungurinn hans verður stíll sem skrifar ó- hrekjanlega dóma. Skóhlífamar verða ilskór sem þræU færir hann úr. Litli, grái maðurinn, sem allir troða á úti í heiminum, verður að rómverskum keisara, þegar hann er kominn á yfirráðasvæði skólans. Og þegar hann sezt við kennaraborðið í bekknum, er hann sjálfur Cæsar. — Látum þá hata, ef þeir að- eins óttast! — segir hann 1 fullri alvöru. Og augnaráð alvaldsins beinist að titrandi hópi. sem ótt- ast ásjónu dómara síns. Litlar, kringlóttar blikkdósir með maltbrjóstsykri eru settar á kennaraborðið við hliðina á vasabók og sjálfblekungi og ver- aldarsögu, og öðru hverju fær Cæsar sér brjóstsykur til að skýra röddina og styrkja taug- amar. — Jæja, Þykksen! — hrópar hann til feita drengsins í bekkn- um. — Hefur þú þrek til að segja okkur frá öðru púnverska stríðinu? Rís upp, Þykksen þú akfeiti unglingur! — Feiti drengurinn rís á fætur. Hann heitir Thygesen, og það er auðveld og nærtæk fyndni að kalla hann Þykksen. Þetta hef- ur verið gert fyrr, allir í bekknum hlæja eins og brandar- inn væri splunkunýr og snjall. Það er hættulegt að hlæja ekki, þegar Cæsar lætur ljós sitt skína. Thygesen bíður. þar til hlátr- inum linnir. Hann hefur sjálfur orðið að hlæja dálítið með til öryggis. — Opnaðu gin þitt, þú hval- fiskur, og spúðu vizku þinni! Leyndu ekki þekkingu þinni fyr- ir okkur hinum, ver ekki sínk- ur á Iserdóm þinn heldur lát •okkur htna verma okkur .við Ijós vizku þinnar! — Aftur er hlegið. Og Cæsar horfir yfir bekkinn, hvort allir taki þátt 1 gleðinni. Og feiti drengurinn er orðinn mátulega rugiaður í ríminu, og getur að- eins stamandi sagt frá upphafi annars púnverska stríðsins, árið 218 fyrir tímatal oikkar. Og meðan hann segir frá, hvílir augnaráð Blomme lektors á hon- um. Þegar hann kemur að stríðs- filum Hannibals, gefst tækifæri til að láta ljós fyndninnar ljóma að nýju. Það liggur beint við að líkja feita drengnum við fíl. og Cæsar gáir vandlega að því, hvort nokkur láti hjá líða að hlæja. Með erfiðismunum heldur Thygesen áfram að segja frá. — Og svo — og svo — — Þetta er skelfilegt! Við höf- um heyrt nóg frá þér. Seztu aft- ur, þú slyttislegi fituklumpur og gef þig hvfldinni á vald. Ef til vill vildi Jörgensen halda á- fram? Jörgensen með hið fallega, háleita nef. Snúðu til höfðinu. fagri Jörgensen, svo að ég megi líta vangasvip þinn! Kærar þakkir, og fljótur nú að snúa höfðinu til baka. Æ, Jörgensen. Þegar ég horfi beint framan í þig. þá langar mig til að sjá þig frá hlið. En þegar ég lít syp á vangasvip þinn, þá vil ég þó heldur horfa beint framan í þig. En láttu það ekki trufla þig, unglingur! Leystu óhræddur frá skjóðunni! Segðu það sem þú veizt um Hannibal! — Og Jörgensen segir frá. — En bíddu andartak, Jörgen- sen! Ég horfi á nefið á þér, og svei mér þá ef ég verð ekki dauðhræddur um að einhvem tíma komi maður og hengi frakk- ann sinn á það í þeirri trú, að það sé snagi. — Jæja, haltu nú áfram með fyrirlesturinn! — Annað púnverska stríðið sil- ast áfram. Það horfir óvænlega fyrir Rómverjum, en það lagast. Og svo getur Eðvarð haldið á- fram. Það er Eðvarð Ellerström. sem Blomme kaflar með skímarnafni, og það er merki um sérlega hylli og alúð. En Eðvarð er líka svo snyrtilegur snáði með faflegan matrósakraga og í hálfsokkum, með ljóst hár og blá augu. Og hann hlær svo notalega með augunum, þegar Blomme segir eitthvað skemmtilegt. — Þetta var gott, Eðvarð. Þú kannt lexíuna þína. Þú ert stoð mín og stytta í þessum hópi. — Mikill og máttugur situr Cæs- ar við kennaraborðið með brjóst- sykur og vasabók fyrir framan sig og stjómar púnversku styrj- öldunum. Hann hefur allt í hendi sér. Hann sendir hersveitimar fram og þjarmar að Karþagó- borg. Fyrir utan gluggann sitja dúf- ur og drita niður á gráan skóla- vegginn. Utaná næsta húsi stíg- ur vörulyfta með marga legu- bekki og bláklæddan verkamann. Það er mjög spennandi. Gegnum dymar að næsta bekk heyrist kennari öskra f trylltri reiði. Þar er það franska sem er á dagskrá. Vörulyftan er nú búin að skila af sér legúbekkjunum uppi á fimmtu hæð og nú sígur hún niður aftur. Og dúfumar á sifl- unni fyrir utan “luggann. eru ó- siðlegar. Það gerist ýmislegt úti í heiminum. Flugvél urrar uppi f loftinu. Og það er stúlka að fága glugga. En inni f skólastofunni er heimur andans, sem lyftumaður- inn og stúlkan og dúfumar þekkja ekki. Mannkynssagan líð- ur hjá. Og menntamennimir láta fyndnina leiftra. Og skólasvein- amir horfa með löngunarfullum augum út f heiminn, þar sem lyfta hreyfist upp og niður og dúfumar kurra. ATJANDI kafli Leikvöllurinn er mjó renna milli hárra veggja. Á tvo vegu er hálfþak úr bárujámi. þar sem reiðhjólin og talsverður hluti skólasveina geta staðið þegar rigning er. 1 homi er vatnshani, rusla- kassi, mígildi og þrjú salemi fyrir skólasveina og eitt fyrir kennara. Á miðjum veflinum stendur gamalt linditré og bekkur í kring. Linditréð hefur árum saman verið lofsungið af hinum ýmsu dönskukennurum og göml- um nemendum með skáldskapar- hæfileika. Og lindin á lofið skil- ið, því að það er furðulegt, að hún skuli hafa lifað og fundið sér næringu í súrri moldinni undir malbikinu á veflinum. Skólasveinamir borða nestið sitt úti á leikveflinum. Stand- andi eða gangandi með brauð- pakkann í annarri hendi og af- bitna sneið í hinni. Og stundum er ýtt við þeim. svo að brauðið þýtur langar leiðir. Það er einkum vinsæl skemmt- un að slá f nestispakka Hrycan- es, svo að eggjasneiðar og lifr- arkæfa slást upp f bárujáms- þakið. Og hann fær tár i augun f hvert sinn sem það kemur fyr- ir. Móðir hans er svo hrædd um að hann fái ekki nóg að borða. Það er ekki rúm fyrir afla undir bárujáminu. Margir verða að borða úti í rigningunni og brauðið verður rennbiautt og ó- lystilegt. Einkum er busunum ýtt út í rigninguna. Busamir eru þeir litlu f fyrsta bekk gagnfræðadeildar. Þeir eru píndir og plagaðir. Erfðavenjum- ar heimta það. Og það er einkum annar bekkur gagnfræðadeildar — þeir sem voru busar í fyrra, sem sjá um það með mikifli elju að erfðavenjunum sé fram- fyigt. Þegar nýr hópur busa kemur í skólann að haustinu til á að skíra þá undir vatnshananum og viðhafa ótal afbrigði af mis- þyrmingum. Og þessar pyndingar haida áfram allt árið. þar til þeir geta sjálfir byrjað að taka nýju busana til meðferðar. Schriff undirkennari, sem er umsjónarmaður og heldur vörð á leikveflinum, þekkir vel erfða- venjumar og skiptir sér ekki af því, þótt busunum sé misþyrmt, heldur horfir á með nokkrum á- huga. Hurrycane fær ekki heldur rúm undir þakinu. Meira að segja er honum haldið góða stund undir lekanum af þakinu, HÓTÍL SELFOSZ HEITUR MATUR ALLAN DAGINN opið frá kl. 8 f.h. til kl. 1 1,30 e.K. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin.: HÓTEL SELFOSZ Fró barnaskólum Kópavogs Öll börn fædd árið 1957 komi til innritunar ! skólana miðvikudaginn 27. maí kl. 1—3.30 s.d. Sama tíma eiga öll börn á barnaskólaaldri, sem flytjast í Kópavog og hefja eiga þar skólagöngu næsta haust, að mæta til innritunar. Ef böm geta ekki komið sjálf er áríðandi að foreldrar þeirra eða forráðamenn geri grein fyrir því. Skólastjórar. Fró Stýrimannaskólanum Sérstök deild verður haldin við Stýrimannaskólann á hausti komanda, fyrir þá sem lokið hafa hinu minna fiskimannaprófi, og vilja lesa undir fiskimannapróf. Kennsla hefst 1. okt. og lýkur með fiskimannaprófi n. k. vor. — Umsóknir um þáttföku þurfa að hafa bor- izt undirrituðum, fyrir 15. ágúst. Skólastjóri Slýrimannaskólans. Kópavogsbúar Jafnframt því sem gengið verður hart eítir að fólk hreinsi lóðir sínar, skal vakin athygli á, að það er brot á heilbrigðissamþykkt bæjarins að hafa ekki Iok á sorptunnum svo og að kveikja í tunnunum. Hér eftir verða slik brot kærð til lögreglunnar. Heilbrigðisfulltrúi. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN húsgagnaverzlun ‘ * i I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.