Þjóðviljinn - 06.06.1964, Síða 2
2 SfÐA
Öfl
utan alþingis
Þegar viðreisnarstjómin
tók við fóru leiðtogar henn-
ar háðulegum orðum um
þau vinnubrögð vinstristjórn-
arinnar að reyna að leysa
efnahagsmálin með samning-
um og samkomulagi við
verklýðssamtökin. Einkanlega
einbeitti núverandi forsætis-
ráðherra hinu skapstygga
spotti sínu að því verkefni
og talaði af stakri fyrirlitn-
ingu um „öfl utan alþingis“
sem hefðu verið látin taka
ráðin af hinum kjömu lög-
gjöfum þjóðarinnar. Nú
skyldi verða breyting á, sagði
Bjarni Benediktsson og
fylgdi þeirri yfirlýsingu
sannarlega eftir í verki.
En þetta sem helzt hann
varast vann, varð þó að koma
yfir hann. Naumast hefur
nokkur íslenzkur forsætis-
ráðherra neyðzt til þess að
hvarfla jafn gersamlega frá
helzta stefnumiði sínu. I
nóvember f fýrra gerðust
HÓÐVTLnHN
Mugardagur 6. júní 1964
þ*a emstasðu tíðmÆ að Jöfl
utan alþingis" felldu fsum-
varp sem búið var að sam-
þykkja við fimrn umræður
innan veggja þinghússins og
mánuði síðar samdi forsæt-
isráðherrann við verklýðs-
samtökin um þau mál sem
áður átti að afgreiða með
einhliða löggjöf. Og í fyrri-
nótt — nokkrum vikum eft-
ir að Alþingi hafði verið sent
heim — sat forsætisráðherra
niðri í þinghúsi og skrifaði
undir samning við verk-
lýðssamtökin um marghátt-
uð löggjaíaratriði. Alþingi
hafði nú i rúm fjögur ár stað-
ið fast á þv£ að ekki mætti
greiða neinar vísitöluuppbæt-
ur á kaup og fellt allar til-
lögur um það efni; nú samdi
forsætisráðherrann við al-
þýðusamtökin um kauptrygg-
ingu með nýrri löggjöf. Al-
þingi hafði í engu sinnt til-
lögum Alþýðubandalagsins
um aukið orlof; nú skrifaði
forsætisráðherra undir samn-
ing við vérklýðssamtökin um
að orlof skyldi lengt um hálfa
viteu með nýrri Iðggjðf. Al-
þingi hafði ekkert skeytt um
húsnæðismálin, eitt erfiðasta
vandamál almennings; nú
féngu verklýðssamtökin
Bjama Benediktsson til að
lofa nýrri og stórbættri lög-
gjöf á því sviði. Tillaga sú
sem forseti Alþýðusambands-
ins fiutti á þingi um vinnu-
vemd hafði engar undirtekt-
ir hlotið meðal stjómarþing-
manna; nú hét forsætisráð-
herra þvi meðf undirskrift
sinni að ríkisstjórnin skyldi
tryggja málinu framgang.
Þannig höfðu ,,öfl utan al-
þingis" leyst ýmis mikilvæg
mál sem langt en starfslítið
þing hafði vanraekt með öllu.
Það er vissulega ánægju-
legt fyrir núverandi forsætis-
ráðherra að hafa þannig fylgt
þeirri gömlu kennisetningu
sem segir að batnandi manni
sé bezt að lifa..Svo er og fyr-
ir að þakka að hann gæti
fylgt henni lengi enn, án þess
að leggja hart að sér.
— Austri.
LÁNSÚTBOÐ
Bæjarstjórn Kópavogskaupstaðar hefur ákveðið að bjóða
út fimm miljóna króna skuldabréfalán vegna vatnsveitu-
framkvæmda í Kópavogi. Út eru gefin handhafaskulda-
bréf með þrenns konar verðgildi að fjárhæð kr. 1.000,00
kr. 5.000,00 og kr, 10.000,00. Bréfin endurgreiðast á
fimmtán árum eftir útdrætti. Þau eru með hæstu lögleyfð-
um vöxtum fasteignaveðlána eins og þeir verða á gjald-
daga hverju sinni. Láninu ve.rður varið til nýbyggingar
og endumýjunar á vatnsveitukerfinu.
Bréfin eru til sölu á þessum stöðum: í bæjarskrifstof-
unni j Félagsheimilinu, Sparisjóði Kópavogs og Búnað-
arbanka íslands — aðalbankanum í Reykjavík.
Sérstaklega er skorað á Kópavogsbúa að flýta fyrir vatns-
veituframkvæmdum í bænum með því að kaupa bréfin.
Kópavogi, 1. júní 1964.
BÆJARSTJÓRINN.
ATHUGIÐ: Höfum opnað nýtt sýningarhúsnæði. — SKOÐIÐ RAMBLER AMERICAN OG RAMBLER CLASSIC
OPIÐ I DAG TIL KLUKKAN 5.
RAMBLER umboðið:
RAMBLER verkstæðið:
RAMBLER varahlutir:
JON LOFTSSON h.f.
SIMI 10600 - HRiNGBRAUT 121
til afgreiðslu eftir pöntunum frá U.S.A.
manna ameríska bifreiðin á hagstœðasta verðinu!
Kynnizt RAMBLER og þér veljið
LITAORVAL
6 CYL. — 125 HA
RAMBLERGÆÐI
ÁKLÆÐISÚRVAL
ÁRSÁBYRGÐ
R AMBLEREN DIN G
*