Þjóðviljinn - 10.06.1964, Qupperneq 7
MSðvikudagur 10. júní 1964
MÖÐVUHNN
SIBA 7
Merk hugvekja Halldórs
Laxness til íslendinga
ListahátiS sett
Þórbcrgur hcrmdi eftir séra Árna Þórarinssyni
Á Listahátíð Bandalags is-
lenzkra listamanna sem opnuð
var á sunnudag flutti Halldór
Laxness aðalræðuna. Halldór
kom víða við í þessari merku
og fróðlegu ræðu, en því mætti
halda fram með miklum rétti,
að efni máls hans hafi fyrst og
fremst verið menningarleg
staða smáþjóðar, menningarleg
staða Islendinga í heimi sam-
tíðarinnar.
Halldór rakti i upphafi máls
síns aðdraganda að fyrstu lista-
mannaþingum sem háð voru
hér á landi fyrir rúmum tutt-
ugu árum „að sýna fulltrúum
érlendra ríkja, er hér sátu,
hverjir við værum, en þó eink-
um sanna fyrir sjálfum okkur,
að við réðum fyrir þeim and-
legum verðmætum, sem ættu
að réttlæta það, að við kölluð-
um okkur sjálfstætt fólk“.
Síðan rakti Halldór nokkuð
þá þróun sem síðan hefur átt
sér stað í heiminum: „Hlutur
mannkynsins er að meira leyti
en nokkru sinni fyrr kominn f
hendur fárra öflugra miðstöðva,
sem sín á milli hafa gert sam-
komulag um nokkur höfuðat-
riði. Smáríki og fámenn lönd
sem áður voru gildir aðilar í
héiminum vegna sérstæðrar
menningar sinnar, ellegar voru
látin eiga sig af því þau lágu
afskekkt. standa nú berskjald-
aðri en áður fyrir þeirri sam-
hyggju sem skapast af vél-
gengni tímans". Hann minnti
og á það, að það hafi gerzt í
sögunni að smáþjóðir gæfu upp
menningarleg verðmæti sín
vegna áhrifa frá sterkari ná-
grönnum — og það án þess að
veita teljandi mótspyrnu.
Stóru ríkin, sagði Halldór
ennfremur, sækja í menningar-
legum skilningi fast að þeim
smáu. Þessi ásókn er ekki
endilega nein herferð. Hitt er
sönnu nær. að það er einkum
með þunga sínum og óhnikan-
legri nærveru sem stóru ríkin
hafa áhrif á smáa nágranna
sína. . . Stundum getur ístöðu.
lítil smáþjóð gagnvart voldug-
um nágranna tekið á sig mynd
af hænuungum sem þyrpast
undir ungamóður ef einhver
skarkali heyrist, eða lambi sem
stekkur undir móður sína og
sýgur hana, ef ímynduð eða
raunveruleg hætta steðjar að.
Afstaða af þessu tagi er ekki
mjög efnileg í menningarlegu
tilliti. -ef hún verður
smáþjóðar."
ARFLEIFÐ OG
EFNAHAGUR
Þá ræddi Halldór um þær
þjóðir sem hafa reynzt fastar
fyrir áleitni voldugra nágranna,
og tók einkum dæmi af Gyð-
ingum og Grikkjum sem þrátt
fyrir allt risu upp aftur sem
sjálfstætt fólk að lokym vegna
þess að þeir misstu aldrei sam-
band við íorna arfleifð sína.
„En fjarri fer því", mælti skáld-
ið, „að trúin á afrek langfeðr-
anna sé einhlít. Þess er holt að
minnast á 20. aldursári lýð-
veldisins íslenzka. að sjáífstæði
þjóðarinnar hefur aldrei náðst í
eitt skipti fyrir öll, heldur
verður það að ávinnast á hverj-
um degi þjóðarævinnar. Sjálf-
stæðan heiðui-ssess skapar sú
þjóð sér, sem að innra lögmáli
tjáir mannvitsþroska sinn í list
og skáldskap og öðrum afrek-
um eins og blómið, sem breiðir
úr krónu sinni af því að það
getur ekki annað. Þokkalegur
efnahagur er vafalaust nauð-
synlegur, og auður kann að
vera góður, en hann er þess
ekki umkominn að skapa
menningarafrek, því miður.
Satt er það, að alls konar súp-
erkúltúr eða hátimbrun í menn-
ingu tilheyrir fyrst og fremst
ríkidæmi. svo sem glæsileg
söngleikahús, hallir og minnis-
merkjastfll í byggingastíl, kvik-
myndir sem kosta miljarð og
sjónvarp. En það er Ifka til
velgengi og hagsæld án menn-
ingar. öll grundvallarafrek í
list virðast hins vegar eiga
uppruna sinn hjá þjóðum,
stéttum og einstaklingum, sem
hafa aðeins til hnffs og skeið-
ar. Þessi ótrúlega staðreynd
hefur valdið vonbrigðum á okk-
ar tímum. Það er nokkum veg-
inn hægt að sanna, að skáldið
sem samdi Jobsbók og svo þau
skáld sem ortu Ljóðaljóðin.
hafi verið fátækir sauðfjár-
bændur. Á þeim öldum. þegar
Grikkir sköpuðu grundvallar-
afrek, sem enn eru hornsteinar
vestrænnar menningar, voru
þeir svo fátækir, að það er ó-
líklegt, að nokkur þjóð í Evr-
ópu lifi almennt við svo
þraungan kost nú á tímum."
DÖNSK BIBLlA
ÓKEYPIS
Er Halldór hafði rætt þær
þversagnir, sem sköpunarsaga
listrænna afreka geymir. vék
hann að afstöðu nútímaislend-
inga til gullaldarbókmennta,
sinna: áð þeirri korglegu stað-
reynd að áhugi okkar á þeim
sé ef til vill meiri f orði en á
borði. Hann sagði að við mynd-
um hafa sterkari aðstöðu út á
við, ekki hvað sfzt siðferðilega
í handritamálinu, ef við hefð-
um sýnt meiri dug í því að
gefa út íslenzkar fombókmennt-
ir, ritskýra þær og ritstýra
þeim hér heima, í stað þess að
láta útlendinga svo til eina um
það. Halldór nefndi svo hörmu-
legt dæmi sem það, að enn eig-
um við ekki sómasamlega út-
gáfu af Eddu, sjálfur neyddist
hann til a® taka þýzkar og
tékkneskar útgáfur ofan úr
hillum ef útlengingar bæðu sig
að sýna sér Eddu. Ennfremur
væru gullaldarverk eins og
Hómilíubókin. Lilja, Heilagra
manna sögur óútgefnar á ís-
landi. ,,En sú var tíð“, hélt
Halldór áfram, „að sérstæð ís-
Ienzk menning birtist í stað-
rcyndum en ckki skjaili og
skrumi. A scxtándu . öld þegar
þjóðkirkja okkar, páfakirkjan,
hafði verið útlæg gerð úr land-
inu af dönsku stjóminnl. cn
biblía var komin í stað kirkju,
þá hefðum við áreiðanlega get-
að fcngið danska biblíu ókcypis
hingað til Iands og þar með
danskar prédikanir á sunnu-
dögum og danskar bænir til
guðs, eins og Norðmenn fengu.
Var það þjóðeraismetnaður,
sem kom okkur til að prenta
Guðbrandsbiblíu? Mun ekki
sanni nær, að það verk þætti
íslendingum svo einhlítt að
vinna, að annað gat ekki flökr-
að að þeim? Þó þeir væru fá-
tækir, þá voru þeir ekki komn-
ir á það stig þróunarinnar. eins
og sagt er nú á dögum, að þeim
fyndist íslcnzkt mannréttinda-
mál að taka við danskri Biblíu
gefins. Og þó þeir væru
kannski svangir, var bauna-
diskurinn frægi, sem talað er
um í Biblíunni, ekki orðinn
þeim það hjartans mál, að þeir
Iétu fyrir hann frumburðarrétt
sinn sem bókmenntaþjóð. Þeir
prentuðu sína Biblíu sjálfir í
torfkofa í cinum afskekktasta
Guðmundur Böðvarsson las úr
ljóðum sínum
fjalladal Norðurlands. Þá bók
getur Islendingur enn þann
dag i dag stoltur hafið upp til
hvaða útlendings sem vera
skal.“
AUGLtSING OG
ÞJÓÐERNI
Að lokum mælti Halldór á
þessa leið:
,.Heimsfrægð nú á dögum er
komin undir þunga auglýsing-
arinnar, enda er auglýsingin
það eina sem stórþjóð getur
lagt eftirlætisbömum sínum til
umfram smáþjóðir . . En sá
Eftir opnuu myndlistarsýningarinnar: Ragnar Jónsson, forsetahjónin, Jón Þórarinsson, form. B.Í.L.
Halldór Laxness: Sú var tíð að sérstæð íslenzk menning birtist
í staðreyndum en ekki skjalli og skrumi.
sem er listamaður af innri
köllun, sannfæringu og sam-
vizku, honum er sá stáður bezt-
ur, sem forsjónin hefur sett
hann. Hann er óháður auglýs-
ingu og gæti ekki verið meiri
meistari þó hann væri af öðru
þjóðemi.
Þá er vel ef sú hátíð sem
hér hefur verið sett, ber þess
nokkurt vitni að hér búi smá-
þjóð sem er éldri en tvævetur
í menntun sinni og þó einkum
ef þetta listaþirtg tjáir vilja
okkar til að halda áfram sjálf-
stæðu þjóðlífi við þann hlut
sem okkur hefur verið kjörinn
hér vestur í hafinu."
HÁTÍÐLEG
ÁVÖRP
Hátiðin var sett af formanni
Bandalagsi íslenzkra lista-
manna. Jóni Þórarinssyni, að
loknum flutningi þjóðsongsins.
Forsetahjónin voru viðstödd,
sendiherrar og mikill fjöldi ís-
lenzkra listamanna. Húsið var
þó ekki fullskipað.
Jón Þórarinsson rakti nokkuð
forsendur þess að hin fyrstu
listamannaþing voru haldin.
Hann sagði og frá undirbúningi
þeirrar hátíðar sem nú er haf-
in, gat um þá nýbreytni að á
henni koma fram erlendir lista-
menn og kvaðst vænta þess að
slíkar hátíðir myndu smám
saman fá alþjóðlegri svip ef á
þeim yrði framhald. Jón minnt-
ist einnig þriggja afreksmanna
í íslenzkri menningarsögu,
Hallgríms Péturssonar, sem á
350 ára afmæli á árinu, Einars
Benediktssonar, aldargamals í
ár. og Davíðs Stefánssonar.<
Risu áheyrendur úr sætum sín-
um og minntust þessara manna
og þúsunda annarra skapara og
gæzlumanna íslenzkrar þjóð-
menningar.
Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra flutti ávarp og
boðaði alllengi vinsamleg sam-
skipti lista og vísinda, tveggja
andlegra stórvelda er „ekki
mega og eiga ekki að takast á“
og vildi hann koma á þvi
valdajafnvægi þar á milli sem
nauðsynlegt væri eins og valda-
jafnvægi milli stórvelda. Hann
ræddi einnig nauðsyn þess að
barizt yrði fyrir því að fjölda-
menning nútímaþjóðfélags yrði
sönn menning.
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri talaði m.a. um það hve
listir væru nauðsynlegar borg-
um og stillti sig inn á mjög
landföðurslegan tón. Hann var
yfirmáta sáttfús í ræðu sinni
og vildi þaka öllum á samleið:
manninum og listamanninum,
þéttbýlinu og þjóðfélaginu.
Guðmundur Hagalín las úr ó-
prentaðri bók sem er víst um
útgerðarfrömuð á Akranesi og
var pistill hans mjög sunnu-
dagaskólalegur. Guðmundur
Böðvarsson las þrjú ljóða sinna.
Þórbergur Þórðarson sagði
nokkrar sögur af séra Áma
Þórarinssyni.
Sinfóníúhljómsveitin og söng-
fólk úr Fílharmoníu og Fóst-
bræðrum flutti yfirtak hátið-
lega tónlist eftir Jón Leifs og
Pál lsólfsson — stjómandi var
Igor Búketoff.
OPNUN MYND-
LISTARSÝNINGAR
Klukkan fjögur siðdegis var
svo opnuð bóka- og myndlist-
arsýning í húsi Þjóðminjasafns-
ins. Ragnar Jónsson opnaði
sýninguna. Hann ræddi einkum
um það andlega volæði sem
fylgir ópersónulegu lífi í verk-
smiðjuframleiddum þægindum.
Og bað Ragnar alla að taka
höndum saman um að forða
æsku framtíðarinnar frá svo
leiðinlegu lífi: ,.Þeir sem hér
sýna verk sín, sem eru ekki
framleidd í verksmiðju held-
ur eru hvert og eitt tjáning
persónulegrar reynslu, bjóða
okkur aðstoð sína af heilum
hug."
Tvístruðust gestir síðan um
sali Listasafnsins. Og virtu
fyrir sér stórar og traustlegar
myndir Gunnlaugs Schevings,
glaðlegan rómantískan vegg
eftir Kjarval, furðuðu sig á
kátu hugmyndaflugi Þorvaldar.
Það var léttleiki yfir þessari
sýningu yfirleitt, hún minnti á
hinar bjartari árstíðir. Og hún
er svo til öll nonfígúratíf.
Seinna um kvöldið hafði
menntamálaráðherra boð inni í
ráðherrabústaðnum við Tjam-
argötu fyrir listamenn og aðra
gesti og var þar mikið fjöl-
menni.
Kalblettirnir
segia enn til sín
Norðfirði, 1/6 — Skepnuhöld
voru góð hjá bændum í Norð-
fjarðarsveit í vetur sem leið.
Einnig hefur sauðburðinn geng-
ið vel og er nú víðast hvar
lokið. Veðráttan í vor hefur
verið -fremur hagstæð, en kulda-
köst síðustu vikur hafa þó hægt
á gróðrinum, sem annars var
óvenju snemma á ferðinni, hér
eins og annarsstaðar. Síðastliðna
nótt snjóaði t.d. niður í byggð,
þótt ekki frysi. Steinþór Þórð-
arsson bóndi í Skuggahlíð segir
okkur. að með sæmilegri tíð
ætti sláttur að geta hafizt um
20. júní, þar sem sauðfé hefur
ekki verið beitt. Kalskemmimar
miklu frá í hitteðfyrra segja
enn til sín, og vex sama og
ekkert uppúr þeim ennþá. Munu
bændur verða að plægja þær
spildur upp á nýjan leik til
að koma þeim í rækt. en þær
eru sumstaðar nær þriðjungur
af túnunum hér f sveitinni.
Kostar það ekki lítið ofan á
það tap í heyfeng, sem þegar
er orðið. — H.G.