Þjóðviljinn - 17.06.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJÖÐVILIINN mlovikudagur 17. júní 1964 Otgefandi; Samelmngarflokkur alþýðu — Sósialistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.J, Sigurður Guðmundsson, Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja. Skólavörðust. 19. Símj 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Effólkið þorír J^ýðveldisstofnunin 1944 var sigurtákn aldalangr ar baráttu, merkisteinn í íslandssögu; þar verð- ur staldrað við, ekki sízt þegar frá líður. En mönn- unum sem stofnuðu lýðveldið var og er ríkt í huga órofa samhengi sögunnar, sem helzt ofar slíkum atburðum, hversu hátt sem þá ber. Þeim er íj minni að mánuði og vikur næst fyrir lýðveldis- j stofnun varð að berjast um það stig af s'tigi innan- lands og líka við erlent vald hvort stofnað yrði lýðveldi á íslandi 17. júní 1944. Þeir vita að eining- in sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni um skilnað við Dani og stofnun lýðveldis var ekki fengin átakalaust. En minnisstæðast mun þó flest- um hvernig fögnuður og fullnægja sumardaganna 1944 blossaði upp, gleðin rík og heit í svipmóti manna í hellirigningu á Þingvöllum 17. júní, mannhafið á Reykjavíkurgötum í sólskini daginn eftir, kyrrlátur fögnuður alþýðufólks við s’törf á heimilum, í sveit og við sjó. gn baráttan hélt áfram, lífsbarátta einstaklinga og þjóðarinnar allrar, önn virkra daga. Sjálf- stæðisbaráttunni var heldur ekki lokið. Dekksti skugginn yfir fyrstu tveimur áratugum hins ís- lenzka lýðveldis er undanlátssemi íslenzkra valda- manna við erlent ríki, herseta Bandaríkjanna á íslandi öll þessi ár, ásælni erlends valds, sem hef- ur skekk't' og bjagað alla þróun íslenzkra þjóðfé- lagsmála og orðin er hættuleg sjálfstæði íslands, íslenzkri hugsun, íslenzkri menningu. jslendingar eiga þó enn það frjálsræði að þeir geta orðið gæfu sinnar smiðir, — ef fólkið þor- ir. Á öllum öldum íslandssögunnar voru menn uppi, sem ekki létu baslið og fámennið smækka sig. Og sízt eru þau rök til þess nú, að íslendingar skeri metnaði sínum svo þröngan stakk að lýðveldið ísland eigi að vera auðmýktarþjónn erlendra ríkja. íslendingar eiga þann metnað, að hér eigi hver maður að geta haft meira en 'til hnífs og skeiðar fyrir hóflegan vinnutíma, að hver íslendingur eigi bæði tóm og þorsta til að drekka fast af lindum vísinda og lista, en enginn maður sói ævi sinni í skynlaust kapphlaup um fínni íbúð, fínni bíl, fínna fánýti og prjál. Við erum enn svo fáir, ís- lendingar, hver einstaklingur þjóðarheildinni svo dýrmætur, að engin þjóð hefur brýnni þörf fyrir mannrækt, að þjóðfélagið stuðli að því að hver þegn alefli hæfileika sína og geri honum kleift að beita þeim að þörfum viðfangsefnum og stórum. Að sköpun þeirra þjóðfélagshátta beinis'f allt starf., öll viðleitni hinnar róttæku verkalýðshreyfing- ar landsins. Það hlýtur að verða verkefni verka- lýðssamtakanna að reisa merki heilbrigðs þjóðar- metnaðar íslendinga og efla svo um munar þegar á næstu árum hina nýju sjálfstæðisbaráttu, í sam- fylkingu við þjóðhollustu öfl bænda, menntamanna og listamanna. Hugsjón verkaiýðshreyfingarinnar og sósíalismans um fagurt mannlíf, hin bjarta og rismikla framtíðarsýn sem bez'tu menn hreyfing- arinnar hafa brugðið upp, þarf að verða og getur orðið kveikja hins djarfmannlega áræðis, sem nú er þörf. eigi þjóðin að rata til íramtíðar sem hún á skilið. — s. I Operu - og ballettsýning á listanwnnakvöldi Listamannakvöld var í Þjóð- Ieikhúsinu í íyrrakvöld, mánu- dag, og þá frumflutt ný ópera eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sýndur listdans og leikin tvö hljómsveitarverk eftir íslenzk tónskáld. Óperu sína nefnir Þorkell ..Tónsmíð í þremur atriðum”. Gerist fyrsta atriðið í garði, annað er hátíð á torgi og þriðja atriðið gerðist einni viku síðar. Einsöngshlutverk eru fjögur, en auk þess kemur fram kór og hijómsveit. Eygió Viktorsdóttir fór með hlutverk Óttu, Guðmundur Guðjónsson var Eini, Kristinn Hallsson Hópur og Hjálmar Kjartans- son Borgarstjóri. Höfundurinn, Þorkell Sigur- björnsson, stjórnaði flutnirrgi óperunnar, Helgi Skúlason var leikstjóri og Magnús Pálsson gerði leiksviðsútbúnaðinn. Á frumsýningunni í fyrra- kvöld vakti hin nýja ópera at- hygli og var vel fagnað af á- heyrendum, sem kölluðu höf- undinn og stjórnandann, á- samt flytjendum fram á sviðið hvað eftir annað í sýningarlok. Auk óperunnar var sem fyrr segir sýndur ballett á lista- mannakvöldi þessu. Var þetta framlag Félags íslenzkra list- dansara til Listhátíðarinnar og sýndur ballettinn ,,Les Sylph- ides” eftir Michel Fokine við tónlist Chopins. Baliettmeist- ari Þjóðleikhússins, Elízabeth Hodgson annaðist sviðssetn- ingu, en Sinfóníuhljómsveit ís- lands lék undir stjóm Páls P. Pálssonar. Sólódansarar voi-u þau Ingibjörg Bjömsdótt- ir, Jytte Moestrup og Halldór Helgason, en auk þeirra komu fram 16 ungar dansmeyjar. Ballettsýning þessi þótti tak- ast með ágætum og voru hinir Jytte Moestrup Ingibjörg Björnsdóttir ungu listdansarar ákaft hyltir^ af áhorfendum. Tónverkin sem flutt voru í lok listamannakvöldsins af Sin- fóníuhljómsveitinni undir stjórn Igors Buketoffs voru Forleikur að sjónleiknum Jóni Arasyni eftir Karl O. Runólfs- son og Sinfoniette seriosa eftir Jón Nordal. Tæknihjálp Samein- uðu þjóðanna 12 ára Jytte Moestrup, Halldór Helgason og Ingibjörg Björnsdóttir. Sovétríkin framleiða mest afjárnmálmi Sovétríkin hafa á síðustu ár- um farið fram úr Bandaríkj- unum í framleiðslu jámmáims og framleiða nú mest af hon- um allra ríkja, en Bandaríkin eru enn mesta stálframleiðslu- land í heimi. Stálneyzlan er hins vegar mest í Svíþjóð, eða 530 kg. á hvern íbúa árlega. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkominni árbók Sameinuðu þjóðanna. Árið 196? framleiddu Sovétríkin 31 af hundraði alls járnmálms í heiminum, er. Bandaríkin 17 af hundraði. Yfirlit Sameinuðu þjóðanna leiðir í ljós, að stál- framl. EEC-landanna minnkaði um 0,7 frá 1961 til 1962. Naest Svíþjóð í stálneyzlu er Tékkóslóvakía með 513 kg. árJega á hvern íbúa, en þar næst koma Bandaríkin og Vest- ur-Þýzkaiand með 488 kg. Nor- egur er i 13. sæti með 300 kg á íbúa. Landið sem minnst notar af stáli árlega er Indó- nesía með 2,5 kg. á íbúa, Þess- ar tölur eru allar m;ðaðar við 1962. Tæknihjálp Sameinuðu þjóð- anna til vanþróaðra landa (EPTA) er orðin 15 ára göm- ul og hefur veitt yfir 100 lönd- um aðstoð, sem er einstakt bæði að umfangi og að því er sncrtir fjölda þátttökuríkja. Hún hófst með aðeins 6,5 milj- ón dollara framlagi, en árið 1963 var kostnaðurinn við þessa hjálparstarfsemí orðinn 48 miljónir dollara. 1 nývirtri skýrslu um starf- semina gefur yfirstjóm tækni- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (TAB) stutt yfirlit yfir harta, en bendir jafnframt á, að ýtar- leg greinargerð um starfsemi síðustu ára verði birt í niður- lagi ársskýrslunnar fyrir 1963 —64. Skýrslan sem nú liggur fyrir fjallar einkum um árið 1963. Það var 15. ágúst 1949 sem Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað að, setja á stofn EPTA. Þá tóku Sameinuðu þjóðirnar og fimm sérstofnanir þeirra þátt í starf- seminni. Nú eru tiu sérstofn- anir þátttakendur. Fyrir fimm árum var hjálparstarfsemin verulega aUkin með stofnun Framkvæmdasjóðs S.Þ. EPTA og Framkvæmdasjóðurinn hafa á þéssu ári tekjur sem nema 140 miljónum döllara. TAB télur fjárhagsástæður EPTA árið 1963 hafa verið góð- ar, Framlög einstakra rikja jukust úí 45,3 miljónum árið 1962 upp í 50,1 miljón árið 1963. Fjöldi rikja, sem lögðu fram fé, jókst á sama tíma úr 92 upp i 105. Fyrirheitin sem gefin voru fyrir árið 1964 rættust þó ekki í jafnrikum mæli og menn Ijöfðu gert sér vonir um. Árið 1963 er skilgreint sem ár jafnvægis og éðlilégrar hró- unar. Hjálp var veitt 122 lönd- um og landsvæðum Fjöldi “érfræðingar, sefn sengdu út af örkinni, var 3.037, en 4riö áður hafði hann verið 7 894 Þar við bætast 2.036 'ér ræðinsar, sem gegngdu störfum fyrir einstakar sér- 'tofnanir í hinu svokallaða rpgiuiega hiáiparstarfi, Tala r.ámsstyrkja var 2.595, en ár- ið 1962 voru styrkirhír 3.831 talsins. Við ofannefnda tðlu bætast svo 3.436 námsstyrkir frá hinu reglulega hjálpar- starfi. Árið 1963 var framlag Dan- merkur til EPTA 1,88 miljón- ir dollara, Finnlands 0,13 milj- ónir, fslands 0,04 miljónir, Nor egs 0,98 miljónir og Svíþjóð- ar 2 miljónfr doliara. Frá Danmörku komu 60 sér- fræðingar, auk 27 til hinnar reglulegu hjálparstarsemi, frá Finnlandi 17, auk 8, frá fslandi 4, auk 1, frá Noregi 57, auk 30 pg frá Svíþjóð 53, auk 38. Af styrkþegum stunduðu 272 nám í Danmörku auk 127 frá hinni reglulegu hjálpar-. starfsemi, í Finnlandi 36 auk 22, í Noregi 28 auk 30 og í Sviþjóð 59 auk 120. (Frá SÞ)’. Friðarsvcitir Friðarsveitir SÞ á Kýþur (UNFICYP), eru nú orðnar öflugt verkfæri til að koma í veg fyrir ofbeldi og hindra blóðsúthellingar. Þær hafa líka átt þátt í að hjálpa ölluth Kýpurbúum til að taka aftúr upp eðlilega lífshætti í friði og öryggi, sagði yfirmaður sveitanna, P. S. Gyani, 28. maí s.I. í yfirliti yfir starfsemi þeirra fyrstu tvo mánuðina. Hann kvað mestu vandkvæðin felast í því, að alitof margir aðkomumenn á Kýpur bæru vopn Qg stofnuðu friðnum í hættu. (Frá SÞ). Ellefti Landsfundur Kvenrétt- indafélags íslands verður hald- inn dagana 19.—-22. júní i Breið- firðingabúð. Aðalmál fundarins að þessu sinni verða: 1. Fjölskyldan og þjóðfélagið. 2. Konurnar í atvinpulífinu. 3. Konurnar og stjórnmálin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.