Þjóðviljinn - 17.06.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.06.1964, Blaðsíða 6
SlÐA ÞIÖÐVILJINN SfíSvflcudagur 17. j6ní 1964 Afgreiðslutími almannatrygginga í Rvik Skrifstofur vorar að Laugavegi 114 eru opnar til alennrar af- greiðslu sem hér segir: Mánudag kl. 9—18. Þriðjudaga til föstudaga kl. 9—17. Laugardaga kl. 9—12, nema mánuðina júní — september er lok- að á laugardögum. ÚTBORGUN BÓTA 'fer fram sem hér segir: Mánudaga kl. 9.30 — 16, þriðjudaga til föstudaga kl. 9.30—15, laugardaga kl. 9.30 — 12, nema mánuðina júní — september. Útborgun bóta, sem falla til útborgunar þá laugardaga, sem lok- að er, hefst næsta virkan dag á undan. Aðrar brey'fingar á útborg- unartíma frá því er segir á bótaskírteinum, verða auglýstar sérstaklega. ÚTBORGUN FJÖLSKYLDUBÓrA til 1 og 2 barna fjölskyldna fjndr 2. ársfjórðung ,hefst fimmtudaginn 18. júní, þar eð 20. júrií ber upp á laugardag. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Samvinnumenn Samvinnumenn verzla við sín eigin samfcök. Vér höfum flestar algengar neyzluvörur á boðstólum. Kaupfélagil Ingólfur Sandgerði. Samvinnuverzlun tryggir yður sannvirði vörunnar og tryggir yður góða þjónustu Kaupfélag Raufarhafnar Raufarhöfn Svíar og Bretar eru mestu blaðalesendur í h eiminum Svíar eru nú, ásamt Englendingum, orðnir mestu dagblaðalesendur í heimi. Samkvæmt ný- útkominni árbók Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi dagblaðseintaka á hverja 1000 íbúa aukizt í Svíþjóð en minnkað í Bretlandi, þannig að bæði löndin eru nú með hlutfallstöluna 490. Örmur lönd þar sem dagblöð eru mjög útbreidd eru (hér er miðað við árin 1961 og 1962) Lúxemborg 445 eintök á hverja 1000 íbúa, ísland 422 eintök, Japan 416 eintök, Nýja Sjáland 400, Noregur 378, Ástralia 375, Sviss 372, Finn- land 359, Danmörk 347 og Bandaríkin 321 eintak á hverja 1900 íbúa. Þykkustu blöðin koma greini- lega út í Bandaríkjunum, því þar eru árlega notuð 36 kg. af dagblaðapappír á hvern í- búa. Þar næst koma Ástralía með 33,9 kg., Svíþjóð með 29,2 kg., Bretland 25,6, Danmörk 22,9, Finnland 21,7, Sviss 17,8, Holland 15,5 og Noregur 14,6 kg. á hvern íbúa. Til saman- burðar má nefna, að í Tang- anjíka er árlega notað 0,1 kg. af dagblaðapappír á hvern í- búa, 0,2 kg. í Jórdaníu, Níger- iu og Sýrlandi, og 0,3 kg. i Indlandi. Árið 1962 voru um 415 milj- ónir útvarpsviðtækja í heim- inum. f Bandaríkjunum voru 184 miljónir viðtækja, i Sov- étríkjunum 44 miljónir (árið 1960), í Japan 18,6 miljónir. í Vestur-Þýzkalandi 16,7 miljón- ir og í Bretlandi 15,6 miljónir viðtækja. Pjöldi sjónvarpstækja árið 1962 var 129 miljónir. Af þeim voru 60 miljón tæki i Banda- ríkjunum, 12,6, miljónir í Jap- an, 12,2 miljónir í Bretlandi, 8.3 miljónir í Sovétrkjunum, 7,2 miljónir í Vestur-Þýzka- landi,, 4,3 miljónir í Kanada, 3.4 miljónir á ftaliu, 3,4 milj- ónir í Frakklandi og 1,6 milj- ón í Svíþjóð Japan framleiðir ílestar kvik- myndir leikræns eðlis af öll- um ríkjum heims. Þar voru gerðar 378 kvikmyndir árið 1962. Næst var Indland með 319 kvikmyndir, þá Bandarjk- in með 254, síðan ítalia með 242 og loks Hong Kong með 232 kvikmyndir. Flestar bækur eru gefnar út i Sovétríkjunum, 79.140 titlar. Þá kemur Bretland með 25.079 titla, síðan Japan með 22.010 titla og loks Bandaríkin með 21.901 bókartitil. ( Frá SÞ). 768 þúsund krónur eru nú í minningarsjóðnum Þjóðhátíðamefnd Reykjavík- ur skýrðí blaffamönnum frá því í gær, að nú væru f lýðveldis- minnismerkissjóði borgarinnar kr. 768.763,55. Hefur nefndin ný- Icga gcrt það að tillögu sinni við borgarráð að efnt verði til samkeppni meðal íslenzkra lista- manna um gerð minnismcrkisins. sem gert er ráð fyrir að verði komið upp á 25 ára lýðvcldis- afmælinu 1969. Leg'gur nefndin cnnfremur til að veitt verði 1. verðlaun fyrir beztu tillögur að minnismcrkinu að upphæð 100 búsund krónur. Tekjxir hefur fyrrgreindur sjóð- ur fengið á undanförnum árum með sölu þjóðhátíðarmerkis 17. jiinf, svo og hafa runnið til hans aðrar tekjur sem inn hafa komið í sambandi við þjóðhá- tíðina í Reykjavík, leyfisgjöld verna veitingatjalda o.fl. Þjóðhátíðarmerkið hefur Þór Sandholt skólastjóri teiknað að þessu sinni. Á því er mynd af Fjallkonunni, en áletrunin: Lýð- veldið fsland 20 ára — 17. júní 1964. Merkið kostar 20 krónur. f þjóðhátíðamefnd Reykjavik- ur eiga sæti: Ólafur Jónsson, formaður, Bragi Kristjánsson, Böðvar Pétursson, Einar Sæ- mundsson, Reynir Sigurðsson, Jens Guðbjörnsson, Jóhann Möller, Valgarð Briem og Guð- mundur Ástráðsson. AXMINSTER ANNAS EKKI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.