Þjóðviljinn - 26.06.1964, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. júní 1964 — 29. árgangur — 140. tölublað.
Hrikalegasta prentvilla ó íslandi
Vísir segir nú loks í gær
í skömmustulegri klausu að
rosafyrirsögnin á forsíðu og
furðufréttin um úthlutun 1000
íbúða til Reykvíkinga hafi
verið ..prentvilla” Mun það
hrikalegasta prentvilla sem
birzt hefur í íslenzku blaði,
því ekki verður annað af
fyrirsögn og greininni sjálfri
ráðið en blaðið hafi trúað
því að öllum þessum íbúðum
hafi verið úthlutað, þar er
meira að segja talað um „út-
hlutun 602 íbúða í fjölbýlis-
húsum”, en það hefur senni-
lega átt að vera ,,lóða í fjöl-
býlishúsum!”
Yfirklór bætir ekki úr slík-
um fréttaflutningi. Hitt er
miklu viðkunnanlegra að rit-
stjórnin viðurkenni mistök-
in og helzt skopist að þeim
— ásámt þeim mörgu sem
hafa haft þessa Vísisfrétt að
spotti.
10 dagar
eftir
Almennur skila-
dagur í dag
í dag höfum við almenn-
an skiladag og opið til kl.
7 e.h. að Týsgötu 3. Við
væntum þess að sem allra
flestir geri skil { dag og
einkanlega er það nauð-
synlegt að þeir sem kynnu
að fara í sumarleyfi um
þessa helgi líti inn til okk-
ar áður en þeir leggja
upp. Á morgun birtum við
fyrstu samkeppni deild-
anna í Reykjavik og kjör-
dæma úti á landi og verð-
ur spennandi að sjá hver
verður i efsta sæti eftir
daginn í dag.
Við viljum minna þá
sem eru búsettir utan
Reykjavíkur á að hægt er
að gera skil til umboðs-
manna okkar á hinum
ýmsu stöðum úti á landi
eða póstsenda okkur þau
beint til skrifstofu Happ-
drættis Þjóðviljans, Týs-
götu 3.
— Umboðsmenn okkar á
Vesturlandi eru:
Akranes: Páll Jóhannsson,
Vesturgata 148.
Rorgarnes: Olgeir Frið-
finnsson.
Stykkishólmi; Jóh. Rafns-
son.
Grundarfirði: Jóhann Ás-
mundsson, Kverná.
Olafsvjk: Elias Valgeirsson
óg á ísafirði tekur Halldór
Ólafsson, Pólgötu 10, á
móti skilum hjá ísfirðing-
um. — Herðum sóknina. —
Gerið skii í dag.
FYRSTA SllDIN SÖLTUB A
SICLUFIRÐIICÆRKVÖID
Siglufirði seint í gær-
kvöld. — Um kl. 11.45 1
kvöld hófst fyrsta söltun
á síld á þessu sumri. Það
var söltunarstöð Vigfús-
ar Friðjónss., íslenzkur
fiskur h/f, sem tók síld
til söltunar af Bergi VE
44, Bergur er með 1000
til 1200 tunnur, og búast
má við að um 200 tunn-
ur verði saltaðar. Mikil
ánægja er með þetta hér
á Siglufirði og hefur
tjöldinn allur af bæjar-
búum flykkzt á stöðina
til að fylgjast með þess-
ari fyrstu söltun sum-
arsins. Leyfi hefur enn
ekki verið veitt fyrir
söltun og gerir stöðin
þetta á eigin ábyrgð.
Menn bíða nú spenntir
að vita hvað gert verð-
ur á öðrum stöðvum.
Mikilli síld hefur verið
landað í dag og kvöld
og hefur 100.000. málið í
sumar borizt hingað í
kvöld.
Skýrsla um Hrímfaxaslysið:
Lét ekki að stjórn í
hæð og var5 ekkl rétt við
■ Flugslysanefndin norska hefur nú skilað skýrslu um
rannsókn sína á slysinu við Fornebu-flugvöll við Osló
14. apríl í fyrra, þegar Hrímfaxi Flugfélags íslands fórst
og allir sem með honum voru, fimm manna áhöfn og
sjö farþegar.
B Niðurstaða nefndarinnar er sú að telja megi líkleg-
ast að flugstjórinn hafi „í aðfluginu til Fornebu misst
stjórn á flugvélinni í svo lítilli hæð að ekki hafi yerið
hægt að rétta hana við aftur“.
Nefndin tekur fram að þau
SR hefiur tekið á móti um 60 gögn sem henni hafi tekizt að
þusund málum og er bræðslu ný- I safna gefi ekki til kynna með
lokið en hefst aftur klukkan sex , hvaða hætti þetta hafi orðið
í fyrramálið. Eftirtalin skip hafa Líkur benda þó til að þar hafi
Framhald á 3. síðu. annaðhvort verið um að ræða
Rannsókn hafnað á iyga-
frétt lögreglustjórans
Valdlinar Stefánsson saksókn-
ari hefur hafnað kröfu Samtaka
hernámsandstæðinga um að rétt-
arrannsókn verði framkvæmd á
ósannindum þeim um þátttöku í
Kefiavíkurgöngu sem lögreglu-
stjórinn í Reykjavík og mennta-
málaráðherra komu inn í útvarp-
ið í krafti cmbætta sinna, Bréf
saksóknara var dagsett 24. júní
og barst Þorvaldi Þórarinssyni
hæstaréttarlögmanni i gær. Það
er svohljóðandi:
,,Eftir viðtöku bréfs yðar,
herra hæstaréttarlögmaður, dag-
setts 22. þ.m., þar sem þér fyr-
ir hönd Jónasar Ámasonar og
Ragnars Arnalds kærið yfir því,
EKIÐ A BARN
Um kl. 18.50 í gær var ekið á
tæplega 3ja ára barn á móts við
Njálsgötu 104. Var barnið flutt
á slysavarðstofuna en ekki var
lögreglunni kunnugt um það í
gærkvöld, hvers eðlis meiðslin
voru.
að lögreglustjórinn í Reykjavík
hafi átt hlut að meintu mishermi
í útvarpsfrétt að kvöldi þess
dags um hina svonefndu Kefla-
víkurgöngu, skal hérmeð fram
tekið. að eigi þykir af ákæru-
valdsins hálfu ástæða til aðgerða
í máli þessu“.
Hið opinbera hefur þannig —
og af skiljanlegum ástæðum —
engan áhuga á því að Ieiða hið
sanna í Ijós.
Framkoma lögreglustjóra og
menntamálaráðherra í þessu máli
hefur vakið mjög almenna furðu.
Áratugum saman hafa tíðkazt
deilur um það hér á landi hversu
margir menn hafi tekið þátt í
kröfugöngum og stjórnmálafund-
um. En það hefur aldrei komið
fyrir áður að lögreglustjórinn í
Reykjavík, einn æðsti embættis-
maður réttarkerfisins, tæki þátt
í slíkum deilum. og allra sízt
með staðhæfingum sem eru
sannanlega upplognar! Þáð hefur
einnig þótt tíöindum sæta að
menntamálaráðherrann skyldi
beita húsbóndavaldi sínu til að
neyða fréttastofuna til að birta
ósanna frétt. Er þama um að
ræða freklega misbeitingu þess-
ara manna á embættum sínum;
þeir eru að reyna að gera ósann-
indin sennilegri með embættin að
bakhjarli og misnota ríkisútvarp-
ið í áróðursskyni. Verði slík
framkoma talin heimil, getur hún
haft alvarlegar afleiðingar — og
saksóknarinn telur hana auðsýni-
lega heimila.
ísmyndun á stéli flugvélarinnar
eða að skrúfurnar hafi farið i
,,flatstillingu” („gröund fine
pitch”) og megi telja síðari til-
gátuna heldur sennilegri en þá
fyrri.
1 niðurstöðum skýrslunnar
sem er tæpar 32 vélritaðar síð-
ur kemur ekkert fram sem
bendir til að slysið hafi stafað
af vanrækslu eða tæknigöllum.
Það er m.a. bent á eftirfarandi:
Flugvélin hafði gilt loftfærms-
skírteini. þunginn var undir
því sem hann má vera mestur,
þyngdarpunktur vélarinnar var
innan tilskipaðra mai'ka. henni
hafði verið haldið vel við og
aldrei hlekkzt neitt á, áhöfnin
hafði öll nauðsynleg skilríki og
hafði fengið næga hvíld áður
en haldið var af stað, flugmenn-
irn:r voru kunnir staðháttum á
Fornebu og aðflugi að braut 06,
ekkert í radíóskiptum við flug-
vélina á leiðinni benti til að
e'tt.hvað væri ekki með felldu,
ekkert að veðri sem hefði átt
að hamla lendingu á Fornebu,
þó gera mætti ráð fyrir nokk-
urri ísingu í aðfluginu og engir
tæknigallar fundust í flakinu
sem hefðu getað orsakað slysið.
60 þúsund mól
til Vopnafj.
VOPNAFIRÐI, 25/6 — Vopna-
fjarðarverksmiðjan er nú búin
að bræða um fjörutíu þúsund
mál og hefur tekið á móti sextíu
þúsund málum. Þessi skip bíða
nú losunar í höfninni: Vigri
1250 mál, Skarðsvík 1100, Keilir
450, Arnkell , 1000, Ársæll Sig-
urðsson II. 800, Þorbjörn 450,
Víðir SU 600. Þró losnar klukk-
an 11 í kvöld og tekur hún 2500
mál.
Rúm WOþús.
múí til
Raufarhafnar
RAUFARHÖFN í gærkvöld —
Veiðihorfur eru að glæðast. og
eru margir bátar að kasta út af
Héraðsflóa og Seyð'sfjarðardýpi.
Eftirfarandi bátar hafa tilkjmnt
um afla sinn til síldarleitarinn-
ar nér, en flestir fara þeir vest-
ur um til S’glufjarðar og á
Eyjafjarðarhafnir: Guðm. Pét-
urs. RE 900, Haraldur AK 900,
Sigurpáll GK 800, Halldór Jóns-
son SH 700, Pétur Jónsson ÞH
350, Guðbjörg ÓF 700, Fjarðar-
klettur GK 700, Húni II. 600.
Akurey RE 900, Faxaborg GK
750, Guðrún GK 700, Pétur Sig-
urðsson 500.
Eftirtalin skip bíða hér lönd-
unar: Sigurvon RE 1150 mál,
Oullfaxi NK 750, Þórsnes SH
600, Grundfirðingur II. SH 250,
Dofri BA 350. Reykjanes GK
650, Hólmanes SH 800.
Kl. 10 í morgun hafði síldar-
verksmiðjan hér tekið á móti
rúmlega 108 þúsund málum. Á
öllum plönum er verið að und-
irbúa söltun og kvenfólkið þyrp-
ist hingað að sunnan, t.d. komu
fimm flugvélar til Kópaskers í
dag hlaðnar kvenfólki. H. R.
ii-bs
BORGARFIRÐI EYSTRA, 25/6
— Síldarmóttaka mun ekki hefj-
ast fyrr en um miðja næstu
viku. Viðgerð fer fram á bryggj-
unni ennþá og standa vonir til
þess að viðgerð ljúki í næstu
viku.
Hér er um sex hundruð mála
verksmiðja og þróarrými er fyr-
ir fimm þúsund mál. — G.E.
Hertoglnn ní Edin-
horg kemur 30. júni
■ í gær barst Þjóðviljan-
um eftirfarandi fréttatil-
kynning um heimsókn her-
togans af Edinborg til ís-
lands en hann er væntanleg-
ur hingað til Reykjavíkur
30. þ.m. og dvelst hér á landi
í fjóra daga í boði forseta
tslands.
Svo sem áður hefur verið
skýrt frá mun hans konung-
lega tign, hertoginn af Edinborg
koma i he:msókn til íslands á
snekkju konungsf jölskyldunnar
..Britania” og dvelja hér 30. júní
til 3. júlí.
VöruskiptajöfnuBur óhagstæður í muí
Samkvæmt bráö'abirgðayf-
irliti Hagstofu íslands var
vörusklptajöfnúðurinn í maí
óhagstæður um 64,7 milj. kr
(30.9 milj. í fyrra) Inn voru
fluttar vörur fvrir 390.6 mil.i
kr. (408,9) en út fyrir 343.9
(378.0) ■
Frá áramótum til maíloka
hefur viöruskiptajöfnuðurinn
værið haastæður um 6.3 milj
kr en var óhagstæður um
72.5 milj. kr. á sama tirna í
fyrra Út hefur verið flutt
fyrir 1717.6 milj. kr (1563,9)
en inn fyrir 1711.3 milj. kr
(1636 4).
Hertoginn mun stíga í land
á Loftsbryggju kl. 17, þriðju-
daginn 30. júní, og verður ekið
þaðan til Alþingishússins, þar
sem hann gengur fram á sval-
irnar ásamt forseta Islands. Þar
býður forsetinn hann velkom-
inn, en hertoginn svarar með
stuttri ræðu. Lúðrasveit Reykja-
víkur leikur þjóðsöngva beggja
landanna við þetta tækifæri.
Miðvikudaginn 1. júlí verður
farið til Þingvalla og í Borgar-
fiörð og dvalið þar fram eftir
degi. Þennan dag kl. 19.00 mun
hertoginn ásamt forseta Islands
koma með flugvél til Akureyrar.
Verður ekið í Lystigarðinn þar
sem forseti bæjarstjórnar býð-
ur hertogann velkominn til Ak-
urevrar, en hann svarar.
Þetta sama kvöld verður flog-
ið til Mývatns, og dvalið þar
daginn eftir, fimmtudaginn 2.
iúlí. við fuglaskoðun.
Að morgni föstudagsins 3. júlf
mun hertoginn fara f heimsókn
í brezka sendiráðið og hitta
'^’-ezka beena á fslandi. og held-
ur síðan flugleiðis heim á há-
degi þann dag.
>
A