Þjóðviljinn - 30.06.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA
\
MðÐVTLíERN
Þriðjudagur 30. júní 1964
FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld
SAMA NÝFISKVERÐ ÁFRAM
í N0RDUR-N0RECI
Hinn nýi björgnnarbátur
Hér hefur kraftblökkin verið
tekin í þjónustu veiöanna med
pokanetinu.
Þann 15. júní sl. tilkynnli
Norges Ráfiskjag verð á nýj-
um fiski til 11. október í haust,
Hér er um sama verð að ræða
og gilti á vertíðinni i vetur
og vor. aðeins með þeirri
breytingu að hið sérstaka Lo-
fot-verð fellur niður yfir sum-
arið.
Samkvæmt þessu verðjr
lægsta þorskverð í Norður-
Noregi miðað við vinnslufisk
n. kr. 1.02 fyrir kg. af fiski
sem nær 43 cm. lengd frá
klumbubeini að sporðblöðku,
Þetta verður i ísl. kr. 5,02 fyr-
Úr forustugrein Morgun-
blaðsins 21. júní 1964: „Heil-
brigð gagnrýni er ekki að-
eins gagnleg heldur nauðsyn-
leg. Hún er e'tt af frumskil-
yrðum réttlátra og heiðar-
legra stjórnarhátta og póli-
tisks og menningarlegs
þroska. Gagnlegust er sú
gagnrýni, sem er jákvæð og
bendir ekki aðeins á brest-
ina heldur einnig á nýjar
leiðir til úrbóta . . . Ung og
framsækin þjóð sem færist
mikið i fang þarfnast hrein-
skilinnar, jákvæðrar og heið-
arlegrar gegnrýni.”
Úr Rabbi s-a-m í Morgun-
blaðinu 28. júnj' 1964: ,.Svo
eni aftur hinir sem vilja
koma til móts við gagnrýn-
ina. sennilega af því það þyk-
ir fínt og frjálslynt. en þeir
vilja bara fá sérstaka tegund
af gagnrýni, þ.e.a.s. gagn-
rýn> sem ekki bítur, sem er
meinlaus og allra helzt þægi-
leg. Þeir nefna slíka gagn-
rýni gjama „jákvæða”, og
auðvitað tala þeir líka um
„hreinskilna” og ..heiðarlega”
gagnrýni, svona til bragð-
bætis. en hún má bara ekki
undir neinum kringumstæðum
vera neikvæð. hvöss, bítandi
Hún má með öðrum orðum
ekki ýta við mönnum, ekki
trufla svefnfriðinn. ekki raska
hinni indælu sálarró vana og
makræðis.”
,,Úr forustgrein Morgun-
blaðsins 21. iúní 1964: „Sú
gagnrýni sem er eingöngu
neikvæð er oftast gagnslítil.
Rifrildis og nöldurseggir.
sem láta við bað eitt sitja
að kveða unn Stóradóm um
menn og málefni gera þjóð-
félagi sínu sjaldnast mikið
gagn Of+ er bað líka þannig.
að grunntónn gagnrýni þeirra
ir kg. af slægðum fiski með
haus.
Á sunnanverðu verðlags-
svæðinu er verðið hinsvegar
n. kr. 1,08 fyrir kg. af slægð-
um og hausuðum fiski, þetta
verður í ísl. kr. 5,31 fyrir
slægðan fisk með haus.
Verð á fiski sem ætlaður er
til neyzlu nýr innanlands
eða utan er nokkru hærra.
Þá er og verð á vinnslufiski
eftir að kemur suður fyrir
Noi’ðmæri nokkru hærra, sem
er rökstutt með því að flutn-
ingaleið á mai-kaði sé þaðan
styttri heldur en frá Norður-
Noregi. Ofan á þetta fram-
anskráða verð koma svo bein-
ar uppbætur frá ríkinu, og
nema þær. 7 aurum norskum
á hvert kg. miðað við slægð-
an og hausaðan fisk, og eru
jafnar á allar fisktegundir,
sem unnar eru til manneldis.
Þetta verður í íslenzkum pen-
ingum 34 aura á kg. mðað
við slægðan fisk með haus.
Ennfremur er margvíslegor
og víðtækari stuðningur v>ð
fiskimenn og útgerð stað-
festur' í nýgerðum samningi,
á milli ríkisstjórnarinnar ann-
arsvegar og samtaka fiski-
manna og útgerðar hinsvegar.
Þetta er tveggja ára samning-
er ekki umbótavilji, heldur
auglýsingastarfsemi í eigin
þágu. Þeim finnst þeir þurfa
að ríða öldutoppum almenn-
ingsálitsins á hverju sem
gengur, og eru þess vegna á
eilífum snöpum eftir hávaða-
efni”.
Úr Rabbi s-a-m í Morgun-
blaðinu 28. júní 1964: ,.Ef
nokkur dirfist að stugga við
syfjuðum þrælum vanans og
þægindanna, er hann óðara
dreginn fyrir alþýðudómstól
hentiseminnar og ákærður
fyrir nöldur, rifrildi, hávaða,
truflun á almannaró, og þar
með er mál hans afgreitt.
Það er nefnilega ekkért grln
að standa ákærður fyrir nöld-
ur eða auglýsángastarfsemi í
eigin þágu í þjóðfélagi þar
sem allt er upp á skemmti-
legheitin og hógværðina —
þar sem menn hugsa um það
eitt að kyrja já-já-já eða
je-je-je samkvæmt nýjustu
tízku — þar sem halelúja er
andsvarið við öllu sem gert
er og hugsað — þar sem lýð-
urinn unir sæll við kjötkatl-
ana og veit engan heim betri
en þennan, ekkert þjóðfélag
betra en þetta, og ekkert hlut-
skipti betra en það að fá að
syngja með í fagnandi lof-
kór já-bræðranna. — Þér
nóldrarar og níðhöggar sjálfs-
ánægjunnar, látið af iðju
yðar, svo þjóðin haldi svefn-
friði meðan leiðtogarnir fanga
handa henni óminnishegr-
ann!”
Þannig lýsa Morgunblaðs-
menn hver öðrum til skipt-
is sem rifrildis- og nöldurs-
seggjum og sjálfumglöðum
auglýsingamönnum eða sem
syfjuðum þrælum vanans og
þægindanna, jábræðrum sem
vilja svæfa almenning f ger-
spilltu þjóðfélagi. Um þetta
efni munu þeir réttilega geta
talið sig öðrum dómbærari.
— Austri.
ur og hefur enn sem komið
er aðeins verið mótaður i
höfuðdráttum, en eftir er að
semja um ýmis atriði innan
ramma þessa samnings, sem
bæta mun stórlega hag fiski-
manna og útgerðar.
Nýjustu fréttir frá
Grænlandsmiðum
Þann 15. júní kom skeyti
frá skuttogaranum Longva þar
sem hann var að veiðum í
Holstensborgardýpi við Vest-
ur-Grænland. Skipið var þá
búið að fá 410 smálestir af
flökum og bjóst við að fylla
sig í þeirri viku.
Aðrir norskir togarar voru
þá sagðir í miklum fiski á
Bananagrunni og Fyllugrunni,
Þá komu um þetta leyti
skeyti til Noregs frá mörgum
línuveiðurum, sum voru á
að veiðum á Nýfundnalands-
miðum, Vestur-Grænlandsmið-
um og Austur-Grænlandsrnið-,
um, og öll höfðu skipin þá
sömu frétt að flytja, að veið-
in væri mjög góð,
Ný gerð björg-
unarbáta
Samkvæmt frásögn í norska
blaðinu Fiskaren er þar nú að
koma á markaðinn ný gerð
björgunarbáta. Það er skipa-
smíðastöðin ,,Björke‘ sem
keypt hefur þýzku uppfinn-
inguna og framleiðsluréttinn
að hinni svonefndu Nicolbáta-
gerð, og tryggt sér framleiðslu
og sölurétt þessara báta um
heim allan. Fyrsti smíðasamn-
ingurinn við skipasmíðastöð-
ina um þessa gerð björgunar-
báta var gerður strax og stöð-
in hafði tryggt sér réttinn tii
smíðinnar.
Það var Sig. S. Arstad &
Co. í Björgvjn sem gerði þenn,
an samning, um smíði á 32
bátum og átti hver að vera
Hér horfir sjómaðurinn róleg-
ur á, hvernig spilið dregur
kaðaltangarnar og hringar ör-
ugglega niður,
gerður fyrir 72 menn, en kaup-
andi bátanna var Kieler Ho-
Waldtwerke. Smíðasamningur-
inn hljóðaði upp á 2 miljón-
ir noKkra króna. Björgunar-
bátarnir eru gerðir úr trefja-
plasti, en síðan er byrðingur-
inn þakinn með sérstakri plast-
húð. Bátar af þessari gerð ena
sagðir mjög sterkir og eiga
að þola þung högg án þess
að bíða við það skaða. Þá er
það talið þessum bátum til
gildis, að hægt er að nota
þá hvort sem er lokaða eða
opna. Ennfremur er hættan á
því að þeim hvolfi talin mjög
líti'l. Björgunarbátur af þessari
gerð er sagður eiga að vera
tilþúinn til björgunar á 10—12
sekúndum. Norðmenn segja að
þetta muni vera hentugri
björgunarbátar fyrir flutninga-
og farþegaskip, svo og tog-
ara og úthafslínuveiðara.
Aflafréttir frá Vest-
ur-Grænlandsmiðum
1 byrjun júní bar fyrsti
norski línuveiðarinn á heim-
leið af miðunum við Vestur-
Grænland. Þetta var línuveið-
arinn Björkhaug með fullfermi
af saltfiski, 265 tonn, og þar
að auki 6 tonn af frosinni
lúðu. 1 fréttinni sagði að
mörg skip væru komin með
20o, smálesta afla.
Um sama leyti kom skeyt.i'
til Álasunds frá skut- og
verksmiðjiitogaranum Longva
stöddum á miðunum undan
Vestur-Grænlandi. Longva var
kommn með 225 smálestir af
fiskflökum eftir 1 mánaðar út-
hald.
Pokanetið
1 fiskileysinu sem verið hef-
ur löngum á grunnmiðum víða
við Noregsströnd hin síðari
ár, hefur eitt veiðarfæri
dregið að sér athygli fiski-
manna. Við getum á íslenzku
kallað þetta veiðarfæri poka-
netið en á norsku ber það
heitið rundfisktrál. Þetta
veiðarfæri mun að því eg
bezt veit vera upprunnið frá
Lofot og aðallega notað af
bátum þar hin síðari ár, og
mikið við veiðar ; straumsjó,
enda eru óvj'ða meiri straum-
ar heldur en við ströndina á
þessum slóðum.
Þessu veiðarfæri er lýst
þannig, að lengd netsins er
sögð 37—38 faðmar og möskva-
stærð sú sama, og gerist i
væng á togvörpu, en dýpt
netsins er 150 möskvar. f
miðju þessu neti er dálítill
poki, líkt og togpoki, festur
við netið á sérstakan hátt.
Þá eru notaðar tvær kaðal-
línur sín frá hvorum enda
360—400 faðma langar hvor
um sig. Þegar veiða skal með
pokanetinu. þá er fyrst kast-
að út belg eða bauju sem
fest er við aðra kaðalh'nuna.
Þá er haldið móti straumi
þar til línan er öll úti, en
þá er netið lagt. Að lagningu
lokinni er hin kaðallínan gefin
út og haldið að baujunni. sem
fyrst var kastað. Nú er byrj-
að að draga kaðallínumar inn
á spili og er dreg.ð mjög hægt
og rólega, en bátnum andæft
áfram á hægi-i ferð á meðan.
Endarnir á netinu nálgast nú
hvom annan hægt og hægb
en þegar þeir eru komnir
saman samsíða, þá á sá fisk-
ur sem í netinu er, að ganga
út í pokann.
Þessi veiðiútbúnaður er
sagður kosta nú frá verksmiðju
i Noregi sem hér segir: Poka-
netið uppsett og thbúið norsk-
ar kr. 1800,00. f íslenzkum
peningum kr'ngum kr. 10.800,00,
en báðar kaðallínumar til
samans n. kr. 2000,00, eða ís-
lenzkar kr. 12.000,00. Eitt sett
af þessu veiðarfæri ásamt
tveimur belgjum kostar þvi
ekki nema rúmlega tuttugu
og þrjú til fjögur þúsund krón-
ur.
Eftirlitsmenn fiskve-'ðanna
við Lofot á vetrarvertíð, höfðu
fyrst í stað hálfgerðan ýmji-
gust á þessu veiðarfæri á
meðan neta- og línuvertíð stóð
yfir, og bönnuðu þá algerlega
notkun þess á meðan. En nú
er þetta breytt, og tvær síð-
ustu vetrarvei’tíðir hefur þessu
veiðarfæri ver:ð úthlutað
veiðisvæðum eins og netum,
línu og fænjm. Hinsvegar er
bannið gegn þorsknótinni enn
í fullu gildi á þessum slóð-
um, enda þeirri rannsókn ekki
Framhald á 9. síðu.
Frá ÆFR
MIÐVIKUDAGINN 1. júlí verður kvöldferð út í
bláinn. Lagt af stað frá Tjarnargötu 20 kl. 20.
LAUGARDAGINN 4. júlí verður ferð í Hítardal
á Mýrum. Nánar auglýst síðar.
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 30. júní verður lagt til
atlögu við að ganga endanlega frá eldhúsinu og
salnum. Þess vegna skorum við á ykkur að koma
til vinnu þetta kvöld sem önnur. Einnig er mik-
ið að gera við að skrifa utan á dreifibréf.
HAFIÐ SAMBAND við skrifstofuna. Opm alla
daga kl. 10—12,30, þriðjudaga, miðvikudaga og
föstudaga kl. 17—19.
SÍMINN ER 17513.
CASTÆKI
HIÐ MESTA ÞARFAÞING — ALLT ÁRIÐ UM KRING.
r FERÐALAGIÐ
SUMARBÚSTAÐINN
BÁTINN
OG TIL VARA HEIMA EF R AFMAGNSLAUST VERÐUR.
Áhaldakassi íil smáviðgerða, þar sem
rafmagni verður ekki við komið.
OFNAR — LUGTIR — LAMPAR —
KRANAR — TÖSKUR.
Hafnarstræti 23.
Sími 21599.
GEYMAR — BRENNARAR
VERKFÆRI — SLÖNGUR
é