Þjóðviljinn - 30.06.1964, Blaðsíða 10
10
— Það er engu tauti við hann
komandi þegar hann drekkur,
sagði konan. Með þjálfuðum
handatiltektum tróð hún drukkna
manninum inn í leigubílinn og
skellti hurðinni á eftir þeim báð-
um.
— Arrivederci, Roma, heyrðist
maðurinn segja um leið og vagn-
inn ók burt. — ítalskir sjómenn.
Meðan farþegarnir fóru í björg-
unarbátana. Svínið gat sjálfum
sér um kennt. Sáuð þið framaní
hann, þegar ég hitti hann? Sáuð
þið það?
Óvænt hljómaði kvenhlátur
gegnum opna glugga bílsins, há-
vser, skerandi og lausbeizlaður,
sem yfirgnæfði urgið i gamla
mótomum og ískrið í hjólunum.
— Eruð þér alvarlega meiddur,
herra minn? spurði dyravörður-
inn.
— Nei. sagði Jack, sem stóð
og horfði á eftir bílnum beýgja
út á götuna og hverfa síðan.
Það er ekkert.
— Er þessi maður vinur yð-
ar? Dyravörðurinn hélt varlegai
handlegginn á Jack, meðan hann
nálgaöist innganginn, næstum
eins og hann væri hræddur um
að Jack, sem fór sér býsna hægt,
myndi hníga niður við fætur
honum.
— Nei, ég hef aldrei séð hann
áður. Vitið þér hver hann er?
— Þetta er í fyrsta sinn, sem
ég sé þennan mann, sagði dyra-
vörðurinn — og konumar líka.
Mér þykir mjög leitt að þetta
skyldi koma fyrir, herra minn.
Langleitt, hermannlegt andlit
hans yfir glæsilega, áberandi ein-
kennisbúningnum fékk áhyggju-
svip. — Ég vona að þetta dragi
ekki dilk ^eftir sér, herra minn?
— Hvernig þá? Jack sneri sér
við sveifluhurðina og horfði
skilningssljór á hann. — Hvað
eigið þér við með því?
— Ég á við kvartanir til hótel-
stjómarinnar, herra minn, yfir-
heyslur og rekistefnu, herra
minn, sagði dyravörðurinn.
— Nei, sagði Jack., — Hafið
engar áhyggjur. Það dregur eng-
an dilk á eftir sér.
— Þér skiljið, herra minn,
sagði dyravörðurinn kurteislega.
— Þetta voru ekki Italir.
Jack brosti. — Ég veit það.
Hugsið ekki meira um þetta.
HÁRGREIÐSLAN
HárgreiSslu og
snyTtistofa STEXNU og DÓDÓ
Laugavegi 18, III. h. (lyfta)
SlMI 24616.
P E R M A GarSsenda 21
SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla við
allra hæfi,
T J ARN ARSTOF AN
Tjamargötu 10 — Vonarstræt-
ismegin — SlMI: 14662.
HÁRGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(Marta Guðmundsd'!'t.tir)
Laugavegi 13. — SÍMT t4656
— Nuddstofa á sama stað.
Dyravörðurinn sem var feginn
þessari sýknu þjóðar sinnar,
hneigði sig djúpt. — Ég er yður
mjög þakklátur fyrir sanngim-
ina, sir. Ég vona að yður batni
fljótt í nefinu.
Hann sneri sveifluhurðinni og
Jack gekk inn í anddyrið. Hann
hélt blóðugum vasaklútnum upp
að nefinu og andaði ilmvatninu
sér. Um leið og hann kom að
afgreiðsluborðinu. kannaðist hann
við ilminn. Það var sama ilm-
vatnið og konan hans notaði.
Femme, sagði hann við sjálfan
sig. Femme.
Þegar hann _nefndi nafn sitt
við afgreiðsluborðið og afhenti
vegabréf sitt, hneigði afgreiðslu-
maðurinn sig brosandi. — Já,
herra Andrus, það er tilbúin
handa yður samstæða. Hann
hringdi á burðarmann og horfði
með samúðarsvip á Jack, meðan
þeir biðu. — Hafið þér meitt
yður, herra minn? spurði hann.
Það var atvinna hans að sýna
hótelgestum innilega umhyggju.
— Nei, sagði Jack og tók
vasaklútinn frá nefinu í til-
raunaskyni. — Mér hættir til að
fá blóðnasir. Það er fjölskyldu-
mein.
— Ó, sagði afgreiðslumaðurinn,
fullur samúðar með allri fjöl-
skyldu Jacks.
Blóðið rann enn úr nefinu. svo
að Jack varð að fara upp í lyft-
unni með blóðugan vasaklútinn
fyrir nefninu. Hann horfði
gremjulega á bakið á lyftuþjón-
inum og lét sem hann tæki ekki
eftir ungu stúlkunum tveimur
sem voru með honum í lyftunni
og hvísluðu ákaft hvor að ann-
arri á spænsku.
Það voru blóm í setustofunni
og renaissanceteikningar frá Róm
héngu á veggjunum, og Jaek, sem
hugsaði um rótið kringum böm-
in og blettótt loftin í litlu íbúð-
inni í París, brosti af ánægju
yfir glæsilegu, formföstu her-
berginu. Hann hafði verið heima
hjá sér svo lengi, að hann var
búinn að gleyma gleði pipar-
sveinsins yfir að vera aleinn í
hótelherbergi. Hann gaf burðar-
manninum drykkjupeninga og
bað hann að póstleggja bréfið
til sonarins, og skoðaði síðan
svefnherbergið og stóra marm-
arabaðherbergið með tveimur
vöskum. Einn er handa mér,
hugsaði hann letilega, og annar
handa hverjum sem vera skal.
Hann leit í spegilinn og sá að
nefið á honum var farið að
bólgna. Hann snýtti sér upp á
von og óvon. Dálítil blóðbuna
stóð niður í hvítan vaskinn og
gerði í hann óhugnan bletti. En
nefið virtist ekki vera brotið og
það leit ekki út fyrir að hann
fengi glóðarauga.
— Bannsettur óþokkinn, sagði
hann, þegar hann mundi eftir
fulla manninum sem sat gleið-
fættur fyrir framan sveifludym-
ar og engin refsing 'náði til hans.
Hann stakk snyrtipappír í nas-
imar til að stöðva blóðið og
hringdi á stofustúlkuna og þjón-
inn Hann opnaði töskur sínar
tók "ion wiskýfiösku. föt og
Hann horfði með gagn-
•vr,; f, fötin. Ferðataskan var
nnoivU þannig í Ameríku. að í
henni gætu verið þrír alklæðnað-
ir án þess að krypplast. Sam-
HÓÐVILIINN
ÞriSjudagur 30. júní 1964
kvæmt au giýsin gunum átti að
vera hægt að taka lýtalaus föt
upp úr töskunni og fara í þau
samstundis. En í hvert sinn sem
Jack tók föt upp úr töskunni,
voru þau eins og hvolpahópur
hafði haldið til á þeim í heila
viku. Hann yggldi sig þegar hann
minntist þess hvað taskan hefði
kostað. Ekki gat hann verið í
fötunum sem hann stóð í. Niður-
eftir boðöngunum voru langar,
brúnar og blautar rákir, og hann
leit út eins og fyrsti maður sem
iögreglan handtæki tíu mínútum
eftir að morð hafði verið fram-
ið.
Þjónninn og stofustúlkan komu
samtímis inn, þjónninn ungur og
kvfkur og á leið í betri stöður
í stórum matsölum og glæsileg-
um veizlusölum. stúlkan grá og
gömul og formlaus, með tann-
laust. ömmulegt bros og líkam-
inn ailur frásögn af bakstigum,
bamsfæðingum, skorti, . ekkju-
standi og smáhnupli
Jack bað þjóninn um ís og
fékk stúlkunni kryppluðu fötin
til pressunar og jakkann, sem
hann var í, „Per pulire, per fa-
vore, sagði hann, hreykinn af að
muna hvað hreinsun var á
ítölsku.
Stúlkan horfði tvíráð á jakk-
ann sem hékk á handlegg henn-
ar, og kom við einn af votu
blettunum. Svo leit hún spyrj-
andi á Jack.
— Blóð, sagðí hann.
Hann reyndi- að muna orðið á
ítölsku. en honum tókst það
ekki.
Stúlkan brosti vandræðalega,
hún vildi gjaman gera honum
til hæfis en hún gat ekki skilið
hann. Va bene, sagði hún.
— Sangue, sagði ungi þjónn-
inn úr dyrunum með yfirlætis-
fullri röddu.
— A, si, si — sangue, stúlkan
kinkaði raunamæddum kolli, eins
og hún. hefði átt að vita þetta
strax, rétt eins og allir gestir
á þessu fína gfstihúsi kæmu í
.blóðflekkuðum jökkum. — Sub-
ito, subito. Hún rölti útum dym-
ar á eftir þjóninum.
Jack tók uppúr töskunum
meðan hann beið þess að þjónn-
inn kæmi með ísinn. Hann
hengdi hin fötin upp og vonaði
að hrukkurnar tækju sig yfir
nóttina, og setti myndina í leð-
urrammanum af konunni og
bömunum á borðið í svefnher-
berginu. Fyrir utan svefnher-
bergisgluggann voru litlar svalir
og hann fór þangað út, en fbúð
hans var í bakhlið gistihússins og
hið eina sem hann sá, voru
gluggamir í húsunum hinum
megin við mjóa götuna, regn-
votir og gráir með daufan
bjarma frá marglitum neonljós-
um Rómaborgar. Að neðan
heyrðist í útvarpi .... hávært
skerandi málmhljóð í rock-and-
roll takti. Það var kalt á svöl-
unum og enn var regn í loft-
inu og ópersónuleg húsin hand-
an við götuna, neonbirtan og
hrjúf, óþægileg músíkin hefðu
getað verið i hvaða borg sem
var á vetrarkvöldi á amerísku
öldinni. Það var ekkert á hótel-
svölunum sem minnti á að hér
hefði Cæsar eitt sinn ríkt, eða
Michaelangelo hefði rifizt við
páfa eða kóngar hefðu ferðazt
langa leið til að láta krýna sig
í næsta nágrenni.
Jack var hrollkalt og hann
gekk aftur inn í herbergið og
lokaði háu glerhurðunum til að
losna við útvarpið að neðan.
Á snyrtiborðinu kom hann auga
á samanvöðlaðan tfuþúsundlíru-
seðilinn sem konan hafði neytt
upp á hann. Hann brosti þegar
hann sá hann og hugsaði með
sér: Ég hef útheilt blóði fyrir
minna en þetta. Hann ákvað að
kaupa fyrir hann gjafir handa
bömunum, áður en hann færi
frá Róm. Hann slétti úr seðlin-
um og lagði hann varlega í veski
sitt, ekki þar sem hann geymdi
peninga sína. heidur hjá öku-
skírteininu. svo að hann ruglað-
ist ekki saman við hina pening-
ana.
Þegar þjónninn kom með ís-
inn, hellti Jack whiskýj og vatni
í glas. Hann fór úr skónu.m og
settist á rúmstokkinn, dreypti
á whiskýinu og var þreyttur
eftir ferðina og honum leið ó-
notalega í bólgnu nefninu.
Meðan hann sat þannig með
hálflukt augu og blóðbragð upp í
sér, fór eitthvað að taka á sig
óljósa mynd í huga hans — dauf
minning um annað atvik fyrir
langa löngu. þegar hann sat bog-
inn á sama hátt, en á trébekk
með blóðbragð í munninum.
Hann lokaði augunum alveg til
að einbeita huganum og myndin
varð skýrari. Það var á vordegi
og ilmur úr votu grasi og hann
var tíu ára og hann var á base-
ballvelli skólans og bolti hafði
farið úr leið og hitt hann milli
augnanna og blóðnasimar höfðu
staðið í þrjá klukkutíma, þangað
til faðirinn kom heim og hafði
haldið ís við hnakka hans og
fengið hann til að leggjast útaf
með höfuðið fram af rúmstokkn-
um. — í næsta skipti skaltu ekki
reyna að stöðva boltann á þenn-
an hátt, sagði faðirinn blaðlega,
meðan móðirin nostraði við hann
með áhyggjusvip.
— Já. en það var feilskot,
pabbi, sagði Jack loðmæltur.
— Heimurinn er fullur af feil-
skotum, sagði faðirinn hinn ró-
legasti. — Það er náttúrulögmál.
Þú verður að læra það.
Jack brosti við endurminning-
una og honum leið skár. Blóð-
bragðið, sem minnti hann á
bemskuna, gerði hann yngri í
huga. Hann setti frá sér hálf-
fullt glasið, tók ísmola uppúr
fötunni og hélt isnum að hnakk-
anum. Hann var feginn að hann
hafði munað eftir föður sínum
á vordegi, meðan faðirinn var
enn ungur.
Hann mókti ógn og lét kalt
seytlið niður með flibbanum sig
engu skipta. — Sangue, sangue,
sagði hann syfjulega við sjálfan
sig. — Af hverju gat ég ekki
munað eftir svo einföldu orði?
— 3 —
Delaney var ekki í bamum
þegar Jack kom þangað niður.
Hann var búinn að fá sér steypi-
bað og hárið var vott og vahd-
lega greitt og hann var í ný-
pressuðu fötunum. Nefið var
ennþá bólgið, en það var hætt
að blæða og baðið hafði hresst
hann og endumært og búið hann
undir að njóta stórborgamætur-
innar. Það var mannmargt í
bamum, margir Ameríkanar,
þrekvaxnir og miðaldra, sem
höfðu unnið til hanastéla sinna
með því að standa lon og don
fyrir framan styttur og altaris-
töflur, heimsækja rústir og sig-
urboga og fá áheym hjá páfan-
um. Allir stólar voru setnir og
Jack varð að standa upp á end-
ann og teygja sig fram milli
karls og konu. sem sátu við borð-
ið, til þess að ná sér í Martini.
— Hann sagðist ekki skilja
þýzku, sagði konan með grófum,
þýzkum hreim. — En ég er viss
um að hann laug því. Allir Gyð-
ingar kunna þýzku.
— Hvaðan eruð þér? spurði
maðurinn.
— Frá Hamborg, sagði konan.
Hún var rauðhærð og í þröngum,
svörtum kjól, mjög flegnum að
framan. Hún var þéttholda, vel
vaxin kona með svipljótt, spillt
andlit og rauðar, stórar sveita-
stúlkuhendur. Jack hafði komið
á barinn á þessum tíma í þrjú
eða fjögur skipti síðustu árin og
í hvert skipti hafði hann séð
hana þarna, og það lá í augum
uppi hver atvinna hennar var.
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
Flugsýn hJ. simi 18823
FLUGSKÖLI
Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf.
Kennsla í NÆTURFLUGI
TFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGI.
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember
og er dagskóli.
Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust.
FLUGSÝN h. f. sími 18823.
SMJOR
og
OST
Auglýsið i Þjóðviljunum
VORUR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRON - búðirnar.
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
9 Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ YEÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAN
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFT'LEIÐA.