Þjóðviljinn - 30.06.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA
HÖÐVILIINN
Þriðjudagur 30. júní 1964
tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði
Sönnunin
p'yri*’ helgina sendu Samtök hernámsandstæðinga
frá sér skrá með nöfnum og heimilisföngum
þeirra sem hófu Keflavíkurgönguna fyrra sunnu-
dag. Á skránni eru 194 nöfn, og vantar þó ein-
hverja sem hófu gönguna án þess að láta skrá sig.
Þannig hafa samtökin sannað á endanlegan og
eftirminnilegan hátt frásögn sína um fjölda þátt-
takenda og jafnframt látið staðreyndirnar vitna
um það að lögreglustjórinn í Reykjavík, herra
Sigurjón Sigurðsson, fór með vísvitandi ósann-
indi, þegar hann knúði fréttastofu ríkisútvarps-
ins með aðstoð Gylfa Þ. Gíslasonar útvarpsmála-
ráðherra til að birta svokallaða leiðréttingu þess
efnis að þátttakendur í upphafi göngunnar hefðu
verið innan við 120.
JjTns og samtök hernámsandstæðinga benda á er
það í sjálfu sér' lítilvægt atriði, hvort nokkr-
um tugum fleiri eða færri hefja Keflavíkurgöngu;
en hitt er mjög alvarlegt þegar opinberir trúnað-
armenn þjóðarinnar leyfa sér að misnota aðstöðu-
sína til blygðunalausra ósanninda í pólitískum
'tilgangi. Embættismönnum ber að hlíta jafnt
skráðum sem óskráðum siðareglum; ef þeir vilja
rækja skyldur sínar á heiðarlegan hátt verða þeir
að kappkosta að koma fram sem starfsmenn þjóð-
arinnar allrar. Á þvT hafa vissulega verið margir
og alvarlegir misbrestir í landi hinna pólitísku
stöðuveitinga, þar sem allt of margir opinberir
sýslunarmenn líta einvörðungu á sig sem um-
boðsmenn og þjóna ráðandi afla, og er lögreglu-
stjórinn raunar gamalkunnugt dæmi um slíkt. En
þessi misbeiting er þeim mun alvarlegri sem
dæmin eru fleiri. Og að sjálfsögðu er það sér-
staklega háskalegt þegar æðsti gæzlumaður laga
og réttar í Reykjavík gerist oddviti ósanninda og
óheiðarleika.
pyrir samtök hernámsandstæðinga eru viðbrögð
lögreglustjóra og menntamálaráðherra hins
vegar sönnun þess hversu vel Keflavíkurgangan
náði tilgangi sínum; hernámssinnar gátu ekki aug-
lýst vanlíðan sína á minnisstæðari hátt.
Stolnar fjaðrír
^llir vildu Lilju kveðið hafa. Ekki aðeins held-
ur Tíminn því fram að það hafi verið Fram-
sóknarflokkurinn sem gerði samkomulagið við
ríkisstiórnina um kjaramálin í byrjun júní, held-
ur hefur nú Vísir bætzt í hópinn og segir að það
hafi raunar verið maður nokkur að nafni Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson sem samdi við Bjarna
Benediktsson forsætisráðherra! Hann hafi ein-
hvern tíma haldið einhverja ræðu um húnæðis-
mál og hún hafi haft þessi feiknarlegu áhrif!
JJæði Framsóknarmenn og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson geta haldið ræður í tíma og ó-
tíma og lofað öllu fögru. En til raunhæfra fram-
kvæmda þarf vald. Því aðeins samdi ríkisstjórn-
in um húsnæðismál sem annað að hún hafði
andsnænis sér xrnlrlnoustH fiöldasamtök á Tslandi,
verklýðssamtökin. Sú staðreynd verður ekki fal-
in með neinum stolnum fjöðrum. — m.
8 miljón kr.
framlag
Hríngsins
Sumarleikhúsið út ú iand
Sumarleikhúsið lagði af stað
í leikför um landið í gær,
mánudag og er ferðinni heitið
norður og austur. Þetta er ‘>
sjötta árið sem Sumarleikhús-
ið starfar. Að þessu sinni
verður sýndur gamanleikurinn
Ærsladraugurinn eftir Noel Co-
ward. Sýnmgar á þessu leik-
riti hófust síðastliðið sumar
Halldórsdóttir og Margrét sigríður Hagalín. Þóra Frið-
Magnúsdóttir. Á meðfylgjandi riksdóttir, Auróra Halldórsdótt-
mynd eru: Nína Sveinsdóttir, ir og Gísli Halldórsson.
Norðurlandamótið
og var þá sýnt vestanlands og
norðan og lauk sýningum í
haust á Akureyri. Síðan var
leikritið sýnt í Reykjavík bæði
í Austurbæjarbíói og á vegum
1 Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó,
urðu sýningar alls 49. Nú er
ætlunin að halda sýningum á-
fram norðanlands og austan
og verður 50. sýningin á leik-
ritinu á Árskókssandi í dag
þriðjudag kl. 9, þá verður far-
ið að Skjólbrekku í Mývatns-
sveit og þar næst til Húsavík-
ur. Síðan verður haldið aust-
ur á bóginn og endað á Horna-
firði um 20. júlí.
Það mun flestra mál, að
Ærsladraugurinn sé einn
skemmtilegasti gamanleikur
sem Sumarleikhúsið hefur
sýnt enda aðsókn góð bæði í
Reykjavík og úti á landi. Leik- j
stjóri er Jón Sigurbjörnsson, i
en leikendur Þóra Friðriks-1
dóttir, Sigríður Hagalín, Nína
Sveinsdóttir, Gísli Halldórsson,
Guðmundur Pálsson, Auróra 1
B Smánarblettur
Þjóðviljinn hefur ojtlega bent
á það, hvílíkur smánarblettur
hinn alltof langi vinnudagur er
fyrir íslenzkt þjóðlíf. Hjá öðr-
um þjóðum er markvisst stefnt
að styttingu vinnudagsins og
vinnuvikunnar; löggjafinn
gegnir yfirleitt forystuhlutverkj
á því sviði sem vera ber. Hin
margbrotnu störf í nútímaþjóð-
félagi gera styttingu vinnu-
tímans einnig æ brýnna við-
fangsefni; nákvæmnisvinna
með vélum krefst vakandi eft-
irlits og starfs fólks, sem nýt-
ur nægilegrar hvíldar og er ó-
þreytt. Og jafnvel við hin ein-
földustu störf minnkar afkasta-
geta manna þegar til lengdar
lætur, ef vinnutíminn er allt-
of langur.
■ Lágt kaup og
langan vinnutíma
Þessar einföldu staðreyndir,
sem vísindamenn og læknar
hafa staðfest með víðtækum
rannsóknum, hafa bæði at-
vinnurekendur og stjórnarvöld
hér á landi neiíað að viður-
Framhald af 5. síðu.
Kom hraði þeirra og örygg:
í gripi þá vel í ljós.
Þær byrja að skora á 4.
mínútu leiksins, en þær
sænsku jaína úr vítakasti á
10. mínútu. En þá byrjaði
skothríð Dananna, því á næstu
mínútu skorar Anne-Lise aftur
mark, hún skoraði það fyrsta
líka. Á 13. mínútu skorar
Karen Rasmusen, og litlu síð-
ar bætir Kirsten Nilson við
Anne-Lise á nú tvö mörk í
röð, og Birgit Rasmusen skor-
ar 7. mark Dana úr vítakasti.
í síðari hálfleik, var þetta
svipað. Þær sænsku komust
aidrei í gang og náðu aldrei
tökum á leiknum, til þess voí-u
þær of seinar á móti þeim
dönsku og óöruggar. Af þessum
4 mörkum gerði Anne-Lise 1
Anne Marie 2 og Toni Rösc-
ler. Mark Svíanna gerði Maj
Dalbjöm.
Eftir þessari frammistöðu
dönsku stúlknanna I þessum
leik verður það erfitt hlutverk
kenna a.m.k. til skamms tíma.
Það hefur verið líkast og að
nefna snöru í hengds manns
húsi að minnast á styttingu
vinnutímans með óskertu kaupi
við atvinnurekendur. Og bæði
ráðherrar og sérfræðingar rík-
isstjórnarinnar hafa með öllu
afneitað því, að vinnutíminn
væri eitt mikilvægasta atriði
varðandi lífskjör almennings.
í þeirra augum hefur það eitt
skipt máli, hve mikill krónu-
fjöldinn er, þegar reiknaðar
eru út meðaltekjur manna eft-
ir skattaframtölum. Það hefur
ekki verið um það spurt, hve
mikill hluti teknanna er fyr-
ir dagvinnu, og hve stór hluti
fyrir eftirvinnu eða nætur- og
helgidagavinnu. Með sjíkum
dæmum hafa feður viðreisnar-
ipnar þótzt geta sannað, að
lífskjör hafi stórbatnað hér á
landi í stjórnartíð þeirra. Þeim
hefur einungis láðst að geta
þess, að þcssar auknu tekjur
eru vitnisburður um það, að
launastéttirnar hafi verið svípt-
ar nauðsvnlegum hvíldartima
sinum og aðstöðu til menning-
arlegra og félagslegra starfa.
Kjörorð viðreisnarinnar hef-
ur einíaldlega verið: Lágt kaup
og langan vinnutíma!
* Vinnuvernd
Á síðasta alþingi flutti
Hannibal Valdimarsson forseti(
Alþýðusambandsins frumvarp
til laga um vinnuvernd. Af
helztu atriðum þess frumvarps
•má nefna ákvæði varðandi
hollustuhætti á vinnustöðum,
fyrir þær norsku að sigra, en
vafalaust verður það spennandi
leikur og tvísýnn.
Dómari var Orjo Páttimi og
reyndi ekki mikið á hann, en
var stundum torskilinn.
Frímann.
Knattspyma
Framhald af 5. síðu.
einnig góður í vörninni. 1 fram-
línunni sluppu bezt þeir Her-
mann og Reynir.
Lítið reyndi á Heiga í marki
Akranesliðsins, en hann varð
þó að yfirgefa völlinn um miðj-
an seinni hálfleik. Pétur Jó-
hannsson stóð sig vel í öftustu
vöminni, og Jón Leósson og
Sveinn Teitsson réðu algerlega
yfir miðju vallarins. f framlín-
unni vakti mikla athygli nýlið-
inn Guðjón Guðmundsson.
Annars sýndi öll framlínan
góðan leik.
lögfestingu 8 stunda vinnu-
dags, (en -til þessa hefur það
atriði einungis verið samn-
ingsbundið), styttingu vinnu-
vikunnar niður í 43 stundir á
næstu 5 árum, ákvæði um rétt-
indi kvenna, vinnuvernd barna
Og unglinga, greiðslu vinnu-
launa og uppsagnarfresti. Með
hliðsjón af þeirri þróun, sem
átt hefur sér stað hér á landi
á undanförnum árum, er ljóst
hver nauðsyn er á heildarlög-
gjöf um vinnuvemd. Menn
hafa orðið að leggja á sig stór-
aukna aukavinnu til þess að
geta séð fjölskyldum sinum
farborða vegna hinnar gífur-
legu viðreisnarverðbólgu. En
stjórnarliðið á alþingi íékkst
ekki til þess að sinna þessu
máli á neinn hátt. Það var lát-
ið daga uppi.
í samningunum við rikis-
stjórnina um stöðvun verð-
bólgunnar o.fl. lagði samninga-
nefnd Alþýðusambandsins á-
herzlu á að þoka þessum mál-
um áleiðis. Þannig fékkst fram
nokkur stytting á eftivinnu-
tíma, en varðandi dagvinnuna
sat allt við sama keip. En rík-
isstjórnin neyddist þó einnig
til þess að heita liðsinni sínu
við lagasetningu um vinnu-
vernd. Þannig verða „öfl utan
alþingis“ stöðugt að knýja rik-
isstjómina til umbóta í mál-
um, setn stjórnarvöld í öðrum
löndum keppast við að hafa
forystu um.
B ,,Vit eða strit“
Og loks þann 21. júní s.l.
Kvenfélagið HRINGURINN
héít aðalfund sinn þann 28.
maí siðastliðinn, og fóru þar
fram venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnarkosningar fóru ekki
fram að þessu sinni, þar sem
þær eru annað hvert ár sam-
kvæmt lögum félagsins.
Ein félagskona hafði látizt á
árinu, frú Marie Miiller, og
bað formaður konur að risa
ár sætum í virðingarskyni við
hina látnu, og var það gert.
Formaður gaf síðan skýrslu
um starfsemi félagsins á und-
anförnu ári. Fjáröflunin hefur
gengið mjög vel. Alls námu
tekjur BamaspítalaSjóðsins kr,
753,417,78. Aðallega hefur
þetta safnazt með fjáröflun,
sem félagskonur hafa unnið að
sjálfar, og sömuleiðis hafa
sjóðnum borizt margar 03
góðar gjafir frá ýmsum vel-
unnurum hans. Síðan aðal-
fundur var haldinn síðast, hef-
ur félagið afhent 2 miljónir
króna til byggingar Bamaspít-
alans. Fyrri miljónin var af-
hent 5. nóvember síðasta haust,
og seinni miljónin á 60 ára af-
mæli félagsins 26. janúar í
vetur. Er það 8. miljónin sem
HRINGURINN leggur til bygg-
ingar Bamaspítalans.
Ekki ætla Hringskonur að
láta hér staðar numið með
framlög til spítalans. Félagið
ætlar að gefa allt í bamadeild-
ina. rúm, rúmfatnað og föt á
bömin. — Hvatti formaður
félagskonur til þess að standa
saman, og halda áfram að
safna þar til markinu er að
fullu náð, og þar að auki að
sýna almenningi að við séum
þess trausts verðugar sem fé-
lagið hefur ætíð notið.
Reikningar sjóðsins og fé-
lagsins, endurskoðaðir af lög-
giltum endurskoðendum. verða
birtir í B-deild stjómartíðind-
anna.
Stjórnina skipa nú: frú Sig-
þrúður Guðjónsdóttir, formað-
ur, frú Hólmfríður Andrés-
dóttir, varáformaður, frú María
Bemhöft, ritari, frú Lára Bier-
ing, gjaldkeri og frú Dagmar
Þorláksdóttir meðstjómandi.
í varastjóm eru þessar konur:
frú Anna Hjartardóttir. frú
Björg Sívertsen Oddsen. frú
Framhald af 9. síðu.
lofar höfundur Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins svo vit-
inu að ráða, f stað þess að
streitast gegn þeim röksemdum,
sem Þjóðviljinn hefur marg-
sinnis fært fram í þessu máli.
Þar er viðurkennd sú marg-
víslega hætta, bæði þjóðfélags-
leg og atvinnuleg, sem af of
löngum vinnutíma og ofþreytu
stafar. En það er athyglisvért,
að það sem loksins hjálþáði
höfundi Reykjavíkurbréfs
Morgunblaðsins á rétta bra'ut
í þessum efnum, er grein sem
hann las í þýzku blaði um
rannsókn vísindamanna um á-
hrif þreytu á afköst manha.
Og eftir þá lexíu sleppur eft-
irfarandi viðurkenning úr
penna höfundarlns: „Hinn
langi vinnudagur sem nú tiðk-
ast í mörgum störfum hér á
landi eykur ekki afköstin til
lengdar heldur dregur úr
þeim“.
■ Ekki örugg leið!
Að vísu lítur höfundur
Reykjavíkurbréfsins einkum á
þá hlið málsins, að ekki sé ör-
ugg leið til aukinna afkasta að
þræla fólki út með sem lengstan
vinnutíma. En sú viðurkenning
ætti þó e.t.v. að greiða fyrir
skynsamlegum undirtektum at-
vinnurekendans og stjórnar-
valda við ráðstöfunum til þess
að draga úr hinni gegndar-
lausu vinnuþrælkun, sem hér
hefur átt sér stað síðustu ár-
in.