Þjóðviljinn - 30.06.1964, Page 7
m
Þríðj-udagur 50. júlí 1964
ÞJðÐVILJINN
SlÐA J
FRÁ FÆREYJUAA III
Sérkennikg
náttúrufegurð
Hvör skuldi gamlar götur
gloyma
og gamalt vinalag?
Flugvélin átti ekki að fljúga
frá Vágum fyrr en að góðri
stundu liðinni og við höfðum
því tíma til að bregða okkur
út í Sörvág, stærstu byggð á
eynni, allstóran útgerðarbæ.
Og úr því þangað var komið
taldi Hugo, okkar ágæti fylgd-
armaður, sjálfsagt að ferðinni
yrði haldið áfram út með firð-
inum að norðanverðu, allt til
byggðarinnar í Bæ. Þegar við
stigum út úr bílunum þarna í
túnfætinum varð okkur strax
Ijóst hvers vegna fararstjór-
inn hafði lagt þessa lykkju á
leiðina: Við okkur blasti ein-
staklega fögur útsýn til Tind-
hólms, sérkennilegrar strýtu-
myndaðrar eyjar fyrir miðjum
firðinum, og skerjanna þar
framundan, Drangana á vinstri
hönd og Gáshólma til þeirrar
hægri, en nær okkur og að
baki fjörðurinn með brattar og
grónar fjallshlíðarnar í sjó
fram. Ég á bágt með að trúa
að sýn svipaða þessari geti að
Ilta annarsstaðar en í Færeyj-
um.
Á VÁGUM
En það er víðar fallegt yfir
að líta í Færeyjum en við tún-
Þessi sýn blasir við þeim sem staðar nemur við Bæ, utarlega við Sörvágsfjörð. Fyrir miðju rís Tindhólmur úr sjó, til vinstri
sjást Drangarnir en Gáshólmur til hægri.
Á hátíðastundum og tyllidögum klæðast margir Færeyingar lit-
fögrum þjóðbúningum, karlar og konur og börn. — Myndin cr
jd prúðbúinni færeyskri fjölskyldu.
fótinn í Bæ; ferðalangurinn
þarf ekki að dveljast lengi þar
til þess að komast að raun um
slikt. Sá sem flýgur með áætl-
unarflugvél Flugfélags íslands
til flugvallarins í Vágum og
heldur síðari þaðan til Þórs-
hafnar með tiltækum farar-
tækjum fær furðu yfirgrips-
mikla mynd af sérkennilegri
fegurð landslagsins og fjöl-
breytileik.
f fyrstu greininni lýsti ég i
örstuttu máli ferðinni milli
flugvallarins og Þórshafnar,
akstri um Vága þvera, báts-
ferð yfir til Vestmanna á
Straumey og bílferðinni þaðan
á leiðarenda. Og nú skal svo-
litlu við bætt.
Vágar er hin þriðja stærsta
af Færeyjum, um 177 ferkiló-
metrar að stærð, einna líkust
ferhyrningi í laginu og nefnd
eftir þremur vogum eða fjörð-
um, sem inn í eyna skerast;
þeir eru Sandavágur, Miðvág-
ur og Sörvágur. Langur dalur
liggur þvert um eyna frá norðri
til suðurs og þar eru tvö
stærstu stöðuvötnin í Færeyj-
um. Hið syðra og stærra er
Sörvágsvatn, 6 kilómetra langt,
og fellur áin frá því fram af
sjávarhömrum allháum. Þar
heitir Bösdalafossur og blasir
við sjónum farþega í flugvél-
inni, þegar hún sveigir suður
og austur með Vágum og renn-
ir inn á flugvöllinn skammt
frá vatninu sem fyrr var nefnt
Frá flugvellinum liggur leiðin
suður með austurbakka Sör-
vágsvatns og brátt er komið
í Miðvág og fáum mínútum
síðar Sandavág, en þessar tvær
byggðir hafa nær vaxið sam-
an hin sðari ár; standa bæ-
irnir hvo;r við sinn vog.
í Miðvági er sjávarbotninn
sendinn og á fjöru má ganga
þurrum fótum eftir sandinum
langt fram víkina. Þama er
því tilvalið að hleypa grinda-
vöðu' á land, enda mun marg-
ur hvalurinn hafa verið skor-
inn um dagana i Miðvági.
Sandavágur er ekki eins
kunnur fyrir grindadráp. Hins-
vegar er staðurinn nátengdur
sögu íæreysks ritmáls, því að
höfundur þess, presturinn og
málfræðingurinn V. U. Hamm-
ershaimb, fæddist þar fyrir
145 árum. Líka þótti það tið-
indum sæta á sínum tíma, þeg-
ar rúnasteinninn fannst í
Sandavági, en úr rúnum sem á
hann voru ristar töldu fræði-
menn sig geta lesið eftirfar-
andi;
þorkæl ; onundarsun //
austmaþr af ruha // landa x
bygþe : þen // a : s(t)aþ ;
fyrst,
sem þýðir: Þorkell Önund-
arson austmaður af Rogalandi
byggði þennan stað fyrst.
UM STRAUMEY
Frá Strandavági er ferðinni
haldið áfram í bílum eins langt
og komizt verður eftir vegin-
um, en þar, við Fútaklett (Fóg-
etaklett) á austurströnd Vága,
er bryggja og bátur í förum
yfir Vestmannasund, til bæj-
arins Vestmanna á Straumey.
Heldur er norðurströnd Vága
nöturleg og berangursleg, a.m.
k þarna í grennd við Fúta-
klett, enda , enga byggð að
finna þar á allstóru svæði.
Þetta er eins og ótilhöfð bak-
hlið í samanburði við forhlið-
ina að sunnanverðu, tilbreyt-
ingarríka náttúrufegurðina við
suðurströnd eyjarinnar.
En strax og yfir Vestmanna-
sundið er komið breytir landið
enn um svip; þá er komið yfir
til Straumeyjar, sem er stærst
Færeyja, um 370 ferkílómetr-
ar.
Við tókum land í Vestmanna,
stærsta bænum á vesturströnd
eyjarinnar og þaðan er bíl-
vegurinn þræddur um vikur
og voga, holt Qg hæðir, gil-
skorninga og hlíðaslakka til
Kívíkur, á miðri eynni sunn-
anverðri. Niðri við fjöruborð
í Kívíkurplássi eru varðveitt-
ar merkar fornar minjar sem
sjálfsagt er að skoða, vegg-
hleðslur húsa frá miðöldum.
Þarna hafa bersýnilega staðið
reisuleg hús endur fyrir löngu.
stór skáli með opnu eldstæði
á miðju gólfinu, fjós og fleiri
vistarverur og útihús.
Úr þessum stað er ferðinni
haldið áfram þvert yfir eyna,
ofan í Kollafjörð á Straumey
norðan- og austanverðri. Þetta
er talinn einn fegursti fjörður
í Færeyjum, líkist stóru fjalia- .
vatni sem umlukið er bröttum
fjöllum á alla vegu. Og fallegt
er útsýnið þegar lengra er
komið suður á bóginn og Kald-
baksfjörðurinn blasir við aug-
um hátt úr hlíðinni fyrir ofan
þar sem nú er unnið að því að
leggja breiðan þjóðveginn.
Fjörðurinn sléttur framundan,
en inn af honum grasigróinn
og grænn dalbotninn, Kald-
baksbotnur.
í THÓRSHAVN
Og þá liggur leiðin yfir fjall-
lendi, hæðardrögin og heiðam-
Framhald á 9. síðu.
llilllilillllllllllll
Jarizleifur konungur tók vel við þeim Haraldi. Gerðist Harald-
ur þá höfðingi yfir landvarnarmönnum konungs og annar Ei-
lífur, sonur Rögnvalds jarls. Haraldur dvaldist í Garðaríki
nokkra vetur' og fór víða um Austurveg. Síðan byrjaði hann
ferð sína út í Grikkland og hafði mikla sveit manna. Þá hélt
hann til Miklagarðs.
V. <_VP V.V.
Þá réð fyrir Grikklandi Zóe drottning in ríka og með henni
Michael Kátalaktús. En Haraldur kom til Miklagarðs og
á fund drottningarinnar, þá gekk hann þar á mála og fór
þegar um haustið á galeiður með hermönnum þeim, er fóru
út í Grikklandshaf. Hélt Haraldur sveit af sínum mönnum.
Þá var höfðingi yfir hemum sá maður, er nefndur er Gyrgir;
hann var frændi drottningar. En Haraldur hafði verið litla
hríð í hemum, áður en Væringjar þýddust mjög til hans, og
fóru þeir allir saman, þegar er bardagar voru. Kom þá svo,
að Haraldur gerðist höfðingi yfir öllum Væringjum. Fóru þeir
Gyrgir víða um Grikklandseyjar, unnu þar herskap mikinn
á kussuxum. tÁ kussnxum = á vikiagmn)
l