Þjóðviljinn - 01.07.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 01.07.1964, Page 1
Miðvikudagur 1. júlí 1964 — 29. árgangur — 144. tölublað. ÍSLENIKU STÚLKURNAR NORÐURLANDAMEISTARAR Sjá íþróttasíðu blaðsins í dag Samkomulag undirritað um nýjan Dagsbrúnarsamning Dagsbrúnarfundur í Iðnó í kvöld kl. 8.30 ■ Samkomulag náðist í gær milli samninga- nefnda Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og at- vinnurekenda um nýjan kjarasamning verka- manna. Voru samningar undirritaðir á 5. tím- anum í gær og undirrituðu stjórn Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, framkvæmdanefnd Vinnu- Kíefballettínn er kominn veitendasambandsins og fulltrúi frá Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna sem tekið hefur þátt í samningunum. í fyrrakvöld var gert samkomulag við -fulltrúa Reykjavíkurborgar um mál serr; varða Dagsbrún og Reykjavíkurborg sérstaklega. Samkomulagið er eins og venja er til gert með því skilyrði að báðir aðilar samþykki það á félags- fundum. Hefur Verkamannafélagið Dagsbrún boð- að fund í Iðnó í kvöld kl. 8,30. Samtök atvinnu- rekenda sem að samningunum standa munu einn- ig halda fund í dag um samkomulagið. Langir samningafundir hafa verið með aðilum undanfarið. Um efnisatriði samninganna fengust engar upplýsingar vegna þess að eftir er að bera þá und- ir hlutaðeigandi félagssamtök, en það mun gert í dag eins og fyrr segir. Eftir er að gera ýmsa sérsamn- inga. Fleiri félög að semja? Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur einnig- átt í samningum og var gert ráð fyrir að á samningafundi sem haldinn var í gærkvöld gæti náðst sam- komuiag. Hefur Hlíf boðað fé- lagsfund í kvöld. Talið er líklegt að mörg verka- lýðsfélög hér um slóðir semji á næstunni. Fhilip hertogi á svölum Alþingishússins í gær. síðu. (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Sjá frctt BRAÐABIRGDALOG SETT UM 1% LAUNASKATT í BYGGINGARSJÓÐ I gær kom Kíefballettinn til Reykjavíkur og fyrsta sýning hans cr I Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þctta er mynd af frægustu dansmærinni, bún heitir Alla Gavrilenko, Sjá frétt á 12. síðu. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Forseti íslands gaf út í gær bráðabirgðalög um almennan skatt á launagreiðendur, að fjárhæð 1% af greiddum vinnulaunum og hvers konar at- vinnutekjum öðrum en tekjum af landbúnaði, og rennur skattur þessi til Byggingarsjóðs ríkisins sem stofnframlag. Bráðabirgðalög þessi eru liður í samkomulagi því sem verkalýðshreyfingin, ríkisstjómin og at- vinnurekendur gerðu með sér í sumar. I forsendum bráðabirgðalag- anna segir svo: Forseti lslands gjörir kunnugt: Félagsmálaráðherra hefur tjáð mér, að í samkomulagi sem gert var hinn 5. júní s.l. milli ríkis- stjómarinnar. Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands, hafi rikisstjómin lýst yfir, að hún mundi „beita sér fyrir ráðstöfunum til úr- lausnar i húsnæðismálum. er hafi þann tilgang annars vegar að létta efnalitlum fjölskyldum að eignast íbúðir en hins vegar að tryggja nægar og stöðugar í- búðabyggingar í landinu". Ein af forsendum þess, að þetta mætti takast væri, „að lagður verði á launagreiðendur almennur launa- skattur að upphæð 1% af greidd- um vinnulaunum og hvers konar atvinnutekjum öðrum en tekjum af landbúnaði. Renni skatturinn til Byggingarsjóðs ríkisins sem stofnfjárframlag.“ Þar sem sjóð- urinn þurfi nú þegar á þessum tekjuauka að halda, og í trausti þess að samningar þeir milli að- ila um kjaramál, sem stefnt var að með samkomulaginu frá 5. júní, náist, verði að telja brýna nauðsyn til þess. að setja nú þegar lög um launaskatt. Með skírskotun til framanrit- aðs eru hér með sett bráða- birgðalög samkvæmt heimild í 28. gr. stjórriarskrárinnar". Frá lögum þessum verður nán- ar skýrt í næsta blaði. Jónas Þorvaldss. formaður T. R. Aðalfundur Taflfélags Reykja- víkur var haldinn 23. júni s.l. Fráfarandi formaður, Jóhann Þ. Jónsson, baðst undan endur- kosningu. í hans stað var Jónas Þorvaldsson kjörinn formaður. Hin nýkjöma stjóm hefur nú skipt þannig með sér verkum. Formaður: Jónas Þorvaldsson, ritari: Bragi Kristjánsson, gjald- keri: Ólafur Bjömsson, skákrit- ari: Geirlaugur Magnússon og meðstjórnandi Hálfdán Eiriks- son. Áhaldaverðir voru kosnir þeir Björgvin Víglundsson og Helgi Hauksson. 5 dagar eftir — Opið til kl. 9 í kvöld Nú eru aðeins 5 dagar eft- ir þar til við drögum, en það er á sunnudaginn kemur. All- ar deildir eru nú komnar á blað þvi 14. deild fór á blað í gærkvöld. Enn eru flestar deildirnar fyrir neðan 50% og þurfum við því að taka vel á þessa daga sem eftir eru þar til dregið verður. En hann hefur löngum verið drjúgur sðasti áfanginn og við von- um að allir þeir sem eru að störfum fyrir okkur í deild- unum og úti á landi taki vel á Til þess að létta undir er þýðingarmikið að sem flest- ir er fengið hafa senda miða hér í bænum líti inn til okk- ar á Týsgötu 3, en þar verð- ur opið kl. 9—9. Úti á landi þurfa allir umboðsmenn okk- ar að herða á skilum. Þeir sem úti á landi búa eru minntir á að gera skil til umboðsmanna eða beint til okkar á skrifstofu happdrætt- isins, Týsgötu 3. Við hvetjum alla velunn- ara Þjóðviljans til þess að duga vel í þessu lokaátaki því einmitt þessa dagana er í mörg horn að lita með greiðslur fyrir blaðið. Fyrir utan hin daglegu vandamál okkar í rekstri blaðsins er- um við nú að hefja lokaátak- ið í því að fullgera það sem við byrjuðum á þegar við réðumst í að stækka blaðið. Meðal annars erum við nú að rífa risið af húsinu Skóla- vörðustíg 19 og byggja upp nýja hæð og verður nánar . sagt frá því næstu daga í blaðinu, en auk þess erum við að ljúka við ýmsar smærri framkvæmdir sem ó- lokið var við, svo sem papp- írsgeymslu, afgreiðslu o.fl. Þegar þessu öllu er lokið ætti að vera meiri og betri aðstaða til útgáfu blaðsins og vonum við að allt þetta verði til þess að gefa betra og ódýrara blað í framtíðinni. Kjörorðið er: Þeim mun betur sem okkur gengur í happdrættinu, þeim mun bet- ur gengur okkur að ljúka framkvæmdunum á Skóla- vörðustíg 19. Tryggjum út- komu ÞjóSviljans í nýja bún- ingnum. Herðum sóknina. Röð deildanna og kjördæm- anna á 9. síðu. 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.