Þjóðviljinn - 01.07.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1964, Blaðsíða 10
10 steA ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 1. júTí 1964 Þetta var bar af betra taginu og hún beið þangað til hún var spurð, en það gaf auga leið að hún hafði samið við barþjóninn. Þjóðverjamir. hugsaði Jack og horfði á hana með viðbjóði, þeir eru reiðubúnir til að fullnægja öllum þörfum eftirstríðsáranna í Evrópu. Mellumar í Paris eru að minnsta kosti ekki svona á- naegðar með sjálfar sig. Hann sneri bakinu að parinu með glasið í hendinni og svipað- ist um í salnum, en hann sá ekki út í næsta hom fyrir hópi af ungum ftölum, öllum einstak- lega vel rökuðum, með flata, hreina flibba og föl bindi og í þröngum. svörtum jökkum. Þeir stóðu alveg hjá honum og röbb- uðu, fallegir, gimilegir; þeir horfðu opinskáum matsaugum á hvem kvenmann sem kom inn í barinn, reiðubúnir til alls, út- gjalda eða gleðskapar eða ástar eða ferðalags. Þegar Jack sá þá, fann hann til snöggrar öfundar, vegna glæsileika þeirra, sjálfsör- ýfgis.'æsku,-en allra mest'veána eðlilegs hispursleysis þeirra. Eins og flestir Bandaríkjamenn. hafði Jack það á tilfinningypni að hann hefði eytt mestum hluta ævinnar í að bæla niður næst- um allar sínar kenndir. og þetta frjálslega ítalska fas, þessi op- inskái lífsþorsti, þessi óþvingaði ákafi, hafði þau áhrif á hann, að honum fannst hann óreyndur og hlægilega saklaus. Jack færði sig dálítið úr stað til þess að sjá innfyrir ungu mennina. Hann horfði með áhuga í andlit hinna gestanna. Smám saman varð honum ijóst, að hann var að svipast um eftir manninum. sem hafði barið hann og konunum tveimur sem með honum vom. Þau voru ekki þama á bamum. Jack yppti öxl- um, gramur sjálfum sér. Hvað myndi ég svo sem gera þótt ég fyndi hann? hugsaði hann. Hann lauk úr glasi sínu og ætlaði að fara að panta sér nýjan drykk, þegar hann sá Del- aney koma inn í barinn, ennþá í sama frakkanum en með húf- una vöðiaða saman í vasanum, fölt, bamalegt hárið ógreitt yfir rauðu andlitinu. sem var mark- að þeim línum sem völd og geð- riki marka. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18, III h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyTtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SlMI: 14662 HÁRGRETÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14656. — Nuddstofa á sama stað. t — Við erum í seinna lagi, sagði Delaney án nokkurrar und- angenginnar kveðju. — Við skul- um koma út. Ég hef reyndar andstyggð á þessum stað. Hér er fullt af blóðsugum. Hann starði reiðilega á ítalina, á þýzku mell- una, á safnþreyttu ameríkanana. Jack borgaði drykkinn sinn og fór út ásamt Delaney. — 1 seinna lagi til hvers? spurði hann. — Það kemur i Ijós, það kem- ur í ljós, sagði Delaney og naut þess að vera leyndardómsfullur. Allt í einu stanzaði hann og gaut augunum undrandi á Jack. — Hvað hefur komið fyrir nef- ið á þér? spurði hann. — Það sló mig drukkinn mað- ur fyrir utan gistihúsið, sagði Jack og hálf skammaðist sín. — Hvenær? — Þegar þú varst nýfarinn. — Þekktirðu hann? — Ég hef aldrei séð hann áð- ur. Delaney brosti. — Þú ert 3vei mér ekki lengi að skella þér 'út í hið Ijúfa líf borgarinnar eilífu. ha? Ég er búinn að vera hér í fimm mánuði og ennþá hefur enginn gef-ið mér á-hanr,. — En þú hefur verið hér r.ógu lengi til að fá varalit á flibb- ann, sagði Jack um leið og þeir gengu að útidyrunum. Delaney bar höndina sektar- lega upp að hálsinum. Hvemig í sjálfum andskotanum getur staðið á honum? — Borðar Clara með okkur? spurði Jaek, þegar þeir komu að dyrunum. — Nei. Delaney sagði ekki meira. Þeir stigu inn í græna Fíatinn og hermannlegi dyravörðurinn horfði hryggur í bragði á nefið á Jack, eins og það minnti hann á æskusynd. Delaney sat teinréttur- og starði á bílana sem þutu með ofsahraða fyrir hornin. — Drott- inn minn sæll og góður, hvemig þessir ítalir aka! sagði hann. — Rétt eins og stráklingar sem eru að reyna að setja met á hjóla- tíkum. — Já, sagði Jack. — En þeir eru nú samt sem áður betri en fransmennimir. Það er eins og þeir séu allir á leiðinni í bank- ann að taka út sparifé sitt áður en bankinn fer á hausinn. Ég spurði einu sinni Frakka af hverju þeir ækju svona hratt, og hann hugsaði sig um andar- t tak og svaraði síðan: — Jú, I vegna þess að við töpuðum stríð- j inu. Delaney hló. — Já, nú ert þú J sjálfsagt orðinn sérfræðingur í I Frökkum, sagði hann. — Enginn er sérfræðingur í Frökkum, sagði Jack. — En segðu mér nú annars hvert við erum að fara, Maurice. — Ef þú átt tár. þá búðu þig undir að gráta þeim nú. Gamalt rómverskt mált.æki, sagði Del- aney. — Þú sérð það nógu snemma. Kann fór að raula lag og brosti óræðu brosi. Það var gamalt dægurlag og Delaney hitti naumlega og ótónvist á tón- ana, svo að Jack þekkti ekki lagið, þ<)tt liann hefði einhveria hugmynd um að hann ætti að þekkia það og það kæmi hon- um við á einhvem hátt. Bíllinn ók að kvikmyndahúsi og nam staðar. — Jæja, þá er- um við komnir, sagði Delaney. Hann fór útúr bílnum og hélt dyrunum opnum fyrir Jack. um leið og Jack leit á auglýsinga- spjaldið fyrir framan kvik- myndahúsið. — Hamingjan góða. sagði Jack veikróma þar sem hann stóð fyrir framan auglýsinga- spjaldið, sem auglýsti kvikmynd sem hét — Stolin stund, undir stjóm Maurice Delaney. I leik- aralistanum stóð nafnið James Royal og meðal litlu myndanna, sem festar voru upp við inngang- inn, var nærmynd af honum sjálfum — tuttugu árum yngri, áður en hann fékk sárið sitt og andlitið hafði þreknað. grönnum brosandi, laglegri en hann mundi eftir. — En að detta þetta í hug, sagði Jack. — Mér datt í hug að þú hefð- ir kannski áhuga, sagði Delaney sakleysislega. — Svona álíka og á hengingu. Nú skildi Jack hvers vegna Del- aney hafði raulað þetta lag í bílnum. Það var fyrirstríðslag, — Walking My Bay Back Home, og það var oft leikið í myndinni og notað sem undirlag í viðamestu atriðunum. — Auglýsingadeildin hefur séð um þetta. sagði Maurice. — Frægur leikstjóri gerir kvikmynd í Róm; leyfið almenningi að sjá. hvað hann gerði af sér á unga aldri. — Ert þú búinn að sjá hana? Jack hélt áfram að horfa á myndina af sjálfum sér á slétt- um glanspappímum. — Nei, sagði Delaney. — Og< auk þess hélt ég að það hlyti að vera notalegt að sitja við hlið- ina á þér meðan hún væri sýnd. — Notalegt? sagði Jack. — Það er rétta orðið. Hvenær sástu hana sfðast? — Fyrir fimmtán árum. Delan- ey leit á úrið sitt. — Fjandinn hafi það, sagði hann. — Nú er þessi þrjótur of seinn rétt rinu siimi. Við nennum ekki að bíða eftir honum. Hann getur fund- ið okkur eftir sýningu. — Hver? spurði Jack og elti Delaney að miðasölunni. — Fransktrr blaðamaðay sem er að skrifa grein um mig fyrir Parísarblað. sagði Delaney og ýtti peningum inn um lúguna. Hann handfjatlaði ítalska pen- inga eins og hann fengi útbrot af þeim. — Hann segist vara gamall vinur þinn, Jean-Bap- tiste Despiére. — Já. hann er vinur mÍ7>n. sagði Jack ánægður. Hann hafði þekkt Despiére í tíu eða «aRcfu ár og þeir léku tennis samss. í París 1 hvert sinn- sem Despiére kom heim úr fenðum síman og Jack vissi, að það yrði mun skemmtilegra í Róm fyrst hann var þar. Despiére hafði sótt hann í fyrsta skipti sem hann kom til Rómar, kvöld eitt árið 1949 og hafði ekið umhverfls Colosseum í tunglsskini í hestvagni með tveimur fallegum, nítján ára bandaríkjastúlkum, vegna þess, að því er hann sagði, að allir ættu að sjá Colosseum fyrsta kvöld sitt í Róm. í tunglskini í félagsskap tveggja nítján ára bandaríkjastúlkna. • - Allra skemmtilegastl ná- ungi, ha? sagði Delaney á leið- inni inn í salinn. — Já, oftast nær, sagði Jack og hugsaði um þau skipti sem I ’espiére hafði ekki verið sérlega skemmtilegur. — Þú verður að segja honum, að í Bandarikjun- um komi blaðamenn alltaf á sínumót á tilsettum tíma, sagði Delaney með hásu hvísli þegar fréttamjmdin var byrjuð. Þeir settust alveg upp við tjaldið. því að Delaney var nær- sýnn. Með þrjózkusvip setti hann upp þykk homspangagleraugu. sem hann var of hégómlegur til að bera nema tilneyddur. Frétta- myndin, sem æst ítölsk rödd tal- aði með. var hin vanalega blanda af slysum. skrúðgöngum. yfirlýs- ingum stjömmálamanna — særð- um aröbum, umkringdum frönsk- um hersveitum í Algier, verk- falli í Norður-ltaliu. Englands- drottningu í einhverri heimsókn, flaki hrapaðrar flugvélar, sem einkennisklæddir menn skoða. Á meðan sat Delaney og urraði ó- lundarlega. Hann hafði stungið uppí sig tyggigúmmíi og Jack gat af kjálkahreyfingunum og munnvatnsrennslinu markað fyr- irlitningu hans á því sem var sýnt á tjaldinu fyrir framan hann. — Þetta er þokkalegur for- leikur að listaverki, sagði Delan- ey upphátt, þegar fréttamyndinni var lokið. — Blóðsúthellingar og fés á pólitíkusum. Þetta ættu þeir að reyna í Carnegie Hall. Að sýna mann sem hefur hrap- að og þar á eftir öldungardeild- armann frá Mississippi haldandi ræðu um olíuvandamálið og leika síðan Sjöundu sinfóníuna. Kvik- myndin.... Hann hr’sti höfuðið í uppgjöf og hugsaði hryggur um bá listgrein, sem hann hafði fómað þrjátíu árum ævi sinn- ar. Nýir ómar kváðu við frá tjald- inu og nafnið á kvikmyndinni birtist. Jack fann til einhvers óþægilegs blygðunarleysis, þegar hann sá tjaldið og þvert yfir það nafnið James Royal. tilfinningar sem hann hafði fundið til í hvert sinn sem hann hafði séð þetta falska, margauglýsta, tóma nafn á prenti eða í ljósaauglýsingum, kenndar sem hann var næstum búinn að gleyma öll þessi ár sem liðin voru síðan þetta nafn hafði Ijómað fyrir framan kvikmynda- hús í sérhverri borg í Banda- ríkjunum. Forstjóri kvikmjmdaversins í Hollywood hafði gefið honum nafnið, þótt Jack hefði leikið í leikhúsi í New York undir sínu eigin nafni. — John Andrus, hafði Kutzer sagt og hrist höfuðið. — Það er ekki gott. Ég ætla ekki að móðga yður, en það hljómar ekki bandarískt. — Forfeður mínir komu hing- að árið 1848. en það vitið þér kannski, hafði Jack sagt. — Það efast enginn um það, hafði forstjórinn sagt. — Hér er bara um að ræða hreina og klára sölumennsku — hvemig nafnið lítur út í Ijósaauglýsingu og hvemig það lætur í eymm hinna innfæddu. Við emm sérfræðing- ar í þessu, herra Andrus. Þér getið óhræddir falið okkur þetta. — Ég fel ykkur þetta óhrædd- ur, hafði Jack sagt og brosað við. Hann var ungur og eftir- væntingarfullur jrfir þeirri til- hugun, að hann gæti orðið fræg- ur. jafnvel þótt það yrði undir gervinafni. og sem leikari-í New York hafði hann verið fátækur, og hann þyrsti í þá peninga sem bessi maður kjmni að hafa að bjóða honum. — Þessa stundina hef ég ekk- ert á reiðum höndum. hafði for- stjórinn sagt. — En komið aftur í fyrramálið ...... hann leit á blokkina á skrifborðinu, — klukkan 10.15, þá skal ég hafa tilbúið nafn handa yður. Klukkan 10.15 daginn eftir. hafði Jack orðið James Roval. Honum líkaði ekki nafnið þá og hann hafði aldrei vanizt því. en hafði virzt tiltölulega meinlaust og maðurinn hafði haldið loforð sitt og skrifað bað með l.iósa- letri í öllum stórborgum, eins og hann hafði komizt að orði. og á risastór auglýsingaspjöld með- fram öllum stærstu umferðaæð- um. Hann hafði einnig haldið loforð sitt um peninga, og í nokkur ár hafði Jack verið rik- 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Drcgið 5. hvers mónaðar. Flugsýn hJ. sími 18823 FLUGSKÖLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla i NÆTURFLUGI YFIRLANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember og er dagskóli. Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSYN h. f. sími 18823. SMJOR og OST osta-og smjörsalan s.f. Auglýsið i Þjóðviljunum VORTJR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. FERÐIZT ME0 LANDSÝN • Seljum farseðla með fíugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loffleiða: © FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR © Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LANOSVN t TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. UMBOÐ LOFTLEIÐA. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. E730, » *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.