Þjóðviljinn - 01.07.1964, Page 2

Þjóðviljinn - 01.07.1964, Page 2
SlÐA HöÐmnNN Miðvikudagur 1. júlí 1964 Æ og nú Maðurinn drottningarinnar í Bretlandi kom hingað í gaer, og nú er uppi fótur og fit hjá hirðfólki höfuðborgarinn- ar. Mánuðum saman hafa borgaramir haft áhyggjur af því hverjum yrði boðið í veizlumar með manni drottn- ingarinnar, og veglegir módel- kjólar hafa verið pantaðir í fraegustu tízkuhúsum heims, þótt gesturinn hafi raunar látið í ljós meiri áhuga á fuglum og fiskum en mann- fólki hérlendis. Blöðin birta margar myndir af karlmann- inum sem varð fyrir valinu þegar „farið var að leita að maka“ handa drottningunni, eins og Vísir orðar það, enda bendir blaðið á að nauðsyn- legt hafi verið að vanda vel til ráðahagsins þar sem drottningin sé frænka okkar Islendinga, komin í 34ða lið af Auðni skökli Bjarnarsyni, Hunda-Steinarssonar. Enda þótt blöðin leggi sig mjög fram í greinum og frá- sögnum og myndum eins og vera ber. þegar ágætan gest ber að garði, er ekki aðundra þótt kveðskapurinn skipi æðstan sess; það hefur lengi verið íslenzk íþrótt að ávarpa höfðingja i ljóði. Þannig birt- ir Vísir í tilefni af komu bóndans dýrðaróð til Elísa- betar annarrar Bretadrottn- ingar, ortan af seinasta skáldi brezka heimsveldisins. Snæ- bimi Jónssyni. Avarpar hann Elísabetu á svipaðan hátt og kaþólsk trúarskáld Maríu mey: „Æðst í veröld allra kvenna, / aljörð kring til þín í dag / allar þjóðir augum renna / ámaðs biðja þínum hag; / yzt þar Heklu eldar brenna / ísland tekur sama lag.“ Síðan æskir hann þess að meiður drottningarinnar blómgist og skýli menningu heimsins ,.vítt“, að máttur heimsveldisins aukist svo að guð leyfi drottningunni að skrifa nafn sitt með gullnu letri á skjöld Bretlands, en að hrós makans og jóðanna eflist með öllum þjóðum. Og kvæðinu lýkur með þessu er- indi sem minnir á innilegustu og auðmjúkustu bænaráköll fslenzkra skálda á 17du öld; „Einnar bænar ennþá biðja / Island vildi, og hún er sú, / vinsemd það að vilji styðja / voldug þjóð er ræður þú; / þess að vera verðugt iðja / vill það gjarna. æ og nú“. Lítið verður úr loftungum þeim sem sagðar voru yrkja um Jósep heitinn Stalfn forð- um í samanburði við þessa snilld. Og svo er Vísi fyrir að þakka að menn fá að vita að hægt er að syngja kvæðið undir laginu Rís þú unga Is- lands merki, auk þess sem Þórarinn Guðmundsson tón- skáld hafi gert sérstakt lag, helgað drottningunni. Er þess að vænta að gestimir í veizlu forsetans á hótel Sögu í gær- kvöld hafi sungið kvæðið af verðugum innileik. og að þeir gleyfni ekki að hafa það yfir sem oftast; helzt „æ og nú“ — Austri. Dr. fínnbogi GuBmundsson skipuður lundsbókuvörður I gær barst Þjóðviljanum svo- hljóðandi fréttatilkynning frá menntamálaráðuneytinu: „Hinn 30. júní 1964 var Finn- bogi Guðmundsson, dósent skip- aður landsbókávörður frá 1. september að telja.’’ Finnbogi er sonur Guðmundar Finnbogasonar fyrrv. landsbóka- varðar og konu hans Laufeyjar Vilhjálmsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1943 og cand mag prófi í íslenzkum fræðum frá Háskóla Islands árið 1949. Á árunum 1951 — 1956 var hann kennari í íslenzkri tungu og bókmenntum við Manitoba- háskóia og 1957—58 var hann sendikennari í Noregi. Finnbogi hefur verið kennari við Mennta- skólann í Reykjavík síðan 1959 og skipaður dósent við heim- Vzrð undir drátt- arvél og beið bana S.l. laugardag vað það slys vestur á Snæfellsnesi að Jónas Guðmundsson bóndi í Lýsudal í Staðarsveit varð undir drátt- arvél og beið bana. Ekki er vitað með vissu hvernig þetta slys hefur viljað til. Jónas var einn að vinna með dráttarvélinni skammt frá bæn- um og var því enginn sjónar- vottu að slysinu. Er hann kom ekki heim til kvöldmatar var farið að svipast um eftir hon- u mog fannst hann þá örendur liggjandi í skurði og dráttarvél- in ofan á honum. Hafði hún stungizt á endann ofan í skurð- inn og síðan hvolft og Jónas orðið undir henni. Jónas var sextugur að aldri og lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Finnbogi Guðmundsson spekideild Háskólans árið 1962. í janúar varði Finnbogi dokt- orsritgerð sína við heimspeki- deild Háskóla Islands, fjallaði ritgerðin um Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar. Finn- bogi v nnur nú að útgáfu Orkn- eyingasögu á vegum Hins ís- lenzka fornritafélags. FH — Víkingur í 2. deild í kvöld I kvöld kl. 20,30 hefst á Melavellinum í Reykjavík knattspyrnuleikur milli Víkings og FH í 2. deild Knattspyrnu- móts íslands. Þetta er viðure'gn þessara liða í seinni umferð, en í fyrri umferðinni vann FH — 4:0. Sá leikur fór fram í Hafnarfirði. Frá ÆFR LAUGARDAGINN 4. júlí verður ferð í Hítardal á Mýrum. Nánar auglýst síðar. HAFIÐ SAMBAND við skrifstofuna. Opin alla daga kl. 10—12,30, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. SÍMINN ER 17513. Samstarf um betrí nýtingu á ullinni Fyrrihlutá árs 1963 dvaldi hér á landi Ame Haarr, deúd- arstjóri í norska iðnaðarmála- ráðuneytinu. Hann var hing- að kominn á vegum OECD. Efnahags- og framfarastofnun- ar Evrópu, fyrir milligöngu Efnahagsstofnunar Islands, sem sérfræðingur í ipnaðarmál- um. Arne Haarr dvaldi hér um nokkurra mánaða skeið og kannaði ýmis málefni varðandi íslenzkan iðnað, í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þ.á.m. Iðnaðarmálastofnun Islands. Meðal þeirra iðnaðargreina, sem athuganir Arne Haarr beindust að, var hinn íslenzki ullariðnaður. Kunnugt var áð- ur, að skapa mætti þeim iðn- aði stórum betri starfsgrund- völl, með því að nýta íslenzku ullina á annan og betri hátt, en nú er gert. Slíkt væri unnt, ef takast mætti að finna upp aðferð til þess að skilja að þá þræði. sem ullin er mynduð ————-----;----:-----I------ (S) ou* BJÓflUM YflUR FIESTAR TEGUNDIR TRYGGINGA HEIMIUSTRYGGINGAR INNBÚSTRYGGINGAR BRUNATRYGGINGAR VÖRUTRYGGINGAR SKIPATRYGGINGAR VEIÐARFÆRATRYGGINGAR SLYSATRYGGINGAR SJÓMANNA FERÐ ASLYS ATRYG GIN G AR ALMENNAR SLYSATRYGGINGAR FRJALSAR ÁBYRGDARTRYGGINGAR BEZTU KJOR - MUNUM VEITA GODA ÞJONUSTU TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" OPNUM SKRIFSTOFUR VORAR FRÁ OG MEÐ DEGINUM f DAG, 1. JÚLÍ LINDARGATA 9 SÍMf 21260 af, þ.e. þel og tog, á stórvirk- an og ódýran hátt. Er talið fullvíst, að ef. slík vinnsla ullarinnar tækist, myndi verðmæti hennar stór- aukast og opnast nýir mögu- leikar til framleiðslu á iðnað- varvörum úr ull fyrir erlendan markað. Þar sem kunnugt er, að ull nokkurs hluta norska sauð- fjárstofnsins hefur sömu eigin- ieika og íslenzka ullin, og hér var því einnig um hagsmuna- mál Norðmanna og ræða, leit- aði iðnaðarmálaráðuneytið, samkvæmt tillögu hins norska sérfræðings og Efnahagsstofn- unar Islands eftir því við norslc stjórnarvöld, að stofnað yrði til samvinnu milli Norðmanna og Islendinga er að því miðaði að finna aðferð til þess að leysa það verkefni, sem áður er á minnzt. 1 framhaldi af þessu beitti iðnaðarmálaráðu- neytið og landbúnaðarráðu- neltið sér fyrir, að veitt var fjárveiting. hálf miljón króna. á fjárlögum yfirstandandi árs. í þessu kyni. 1 apríl s. 1. lá afetaða Norð- manna fyrir og var hún já- kvæð. Hefur því orðið að ráði að Norðmenn og Islendingar skipi fimm manna samstarfs- nefnd, er fái það hlutverk að gera sér grein fyrir tæknileg- um og hagræmum forsendum þeirra aðferða, sem til greina koma til lausnar þessa verk- efnis. Af hálfu Islands skipaði iðn- aðarmálaráðrerra í nefndina þá Pétur Sigurjónsson, verk- fræðing, sérfræðing f tóvinnu og vefnaði, og Stefán Aðal- steinsson, búfjárfræðing. Fyrstu fundir nefndarinnar verða haldnir í Osló föstudag- inn 26. Þ.m. Háskólafyrirlest- ur annað kvöld Dr. jur. Sjur Lindebrække, bankastjóri frá Bergen, flytur fyrirlestur í boði Háskólans n.k. fimmtudag 2. júní kl. 5,30 e.h. í I. kennslustofu Háskólans. Nefnist fyrirlesturinn, sem flutt- ur verður á norsku. Samstarf rikis og atvinnuvega. Á síðustu árum hafa víða um lönd verið gerðar tilraunir með að koma á fót sérstökum stofn- unum. sem vinna að því að auka samstarf stjórnarvalda annars vegar og aamtaka atvinnuveg- anna hins vegar. Fjallar fyrirlesturirtn um þá reynslu, sem fengizt hefur af slíku samstarfi og þær tilraunir, sem nú er verið að hef ja í Nor- egi á þessu sviði. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Ásgrímssufn Frá 1. júlj breytist opnunar- tími Ásgrímssafns. Verður safn- ið opið alla daga nema laugar- daga í júlí og ágúst frá kl. 1,30 til 4 siðdegis. f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.