Þjóðviljinn - 04.07.1964, Síða 7
ÞJÖÐVILJINN
SÍÐA 7
Laugardagur 4. júlí 1964
Kíe v-
ballettinn
FRANCESCA DA RIMINI
SVANAVATNIÐ, 2. ÞÁTTUR
ÞJOÐDANSAR og þættir
Starf Þjóðleikhússins hefur
átt aerið misjöfnum dómum að
mæta allt frá upphafi, og mjög
að vonum. Um eitt ættu þó all-
ir að vera sammála: leikhúsið
hefur boðið hingað fjölmörg-
úm ágætum listamönnum er-
lendum og auðgað rneð þv; ís-
lenzka menningu, veitt gestum
sínum dýrmæta reynslu og flutt
þelm þann auð sem mölur og
ryð fá ekki grandað. Glæsilegir
fulltrúar leikdansins hafa gist
land okkar á síðustu árum,
bæði úr austri og vestri, og er
það eigi sízt mikilsvert að mín-
um dómi — ballett var áður
óþekktur á landi hér, 'en tíðar
og feginsamlegar heimsóknir
hinna erlendu listamanna hafa
lokið upp fyrir okkur nýjum
heillandi heimi, víkkað sjón-
hringinn, fært ófáum áhorf-
endum mikla listræna nautn,
kennt þeim að meta þá háu
og skíru listgrein sem ef til
vill er fegurst og göfugust
allra; á því sviði hefur leik-
húsið ekki legið á . liði sínu.
Ég hef löngum látið þá ósk i
ljósi að hingað kæmi fullskip-
aður dansflokkur frá Sovét-
ríkjunum, en Rússar hafa ver-
ið forustuþjóð leikdansins í
heila öld sem kunnugt er, bor-
* ið höfuð og herðar yfir aðra,
þrátt fyrir sk.ióta og glæsilega
þróun og fullkomnun hinnar
, yndisfögru göfugu listar með
öðrum stórþjóðum á síðustu
árum; og nú hafa þær óskir
rætzt. Koma ballettsins frá
Kiev, höfuðborgar hinnar þétt-
býlu og írjósælu Ukraínu, hlýt-
ur að vera okkur öllum mikið
fagnaðarefni — þar er um að
ræða einn af fremstu dans-
flokkum Sovétríkjanna og hef-
ur ferðazt um Norðurlönd á
síðustu vikum og alstaðar hlot.
ið mikið lof og almannahylli
að því fréttir greina; en sjón
er sögu ríkari. Koma hans
hingað norður í höf er ánægju-
legur og minnisverður at-
burður og hlýtur að gleðja
alla sem leikdönsum unna; upp-
selt á allar sýningar á svip-
stundu, fölskvalaus og ein-
róma hrifning leikgesta og ein-
læg aðdáun — sú staðreynd
mun fleirum en mér ærið
ánægjuefni, hún sýnir það svo
ekki verður um villzt að ís-
lendingar hafa mikið lært á
fáum árum, kunna gott að
meta.
Um ballettflokkinn frá
Kænugarði er það skemmst að
segja að hann er búinn þeirri
frábæru tækni og snilli sem
einkennir háþróaða danslist
Sovétríkjanna, en Rússum virð-
ist hún í blóð borin — leikdans
þeirra hvílir á traustum
grunni klassískrar erfðavenju
og fjöri og skaphita hinna sov-
ézku listamanna er við brugð-
ið, frábærri leikni og sannri
fágun. Ég vil á það minna
að fjórir eindansarar Kiev-
ballettsins hafa áður gist ís-
land og borið leikhúsi sínu
fagurt vitni, og einn þeirra er
hingað kominn í annað sinn,
það er ballettmeistari flokks-
ins Robert Kljavin.
Leikskrá frumsýningar-
kvöldsins er ærið fjölskrúðug,
litrík, forvitnileg og hugtæk
i öllu, og verður að sjálfsögðu
ekki lýst að neinu gagni af
minni hálfu. „Francesca da
Rimini'* var fyrst atriðanna,
ballet í einum þætti eftir V.
Vronskí, löngum helzta dans-
skáld óperunnar í Kænugarði,
og byggist á víðfrægum og
undurfögrum kafla úr „In-
femo“ Dantes — skáldið hittir
hina \ ólánssömu elskendur
Francescu og Paulo í hópi
hinna lostafullu í helvíti þar
sem válegir æðandi stormar
gnauða án afláts; hörmu-
leg örlög þeirra renna Dante
sárt til rifja. A það má
minna að saga þessi gerðist í
raun og veru á ofanverðri
þrettándu öld — höfðingjadótt-
irin Francesca var ung gefin
syni furstans í Rimini, ófríð-
um, luralegum og ógeðfelldum
manni, en festi djúpa ást á
hinum friða bróður hans Paolo;
loks kom hinn grimmlyndi
eiginmaður elskendunum á ó-
vart og drap bæði. Efnið hef-
ur síðan freistað ófárra lista-
manna, leikskálda, málara og
tónskálda, og á meðal þeirra
méistarans Tsjaikovskí, en við
máttuga tónlist hans hafa
leikdansar verið samdir, og
síðast sá sem hér er fluttur,
dramatískur og áhrifamikill
ballett sem að líkum lætur.
Ballett Vronskí er raunar ekk-
ert snilldarverk að mínum
dómi og virðist fremur stirð-
lega saminn, en hnitmiðuð,
innfjálg og fáguð túlkun lista-
mannanna úkraínsku ofar
mínu lofi, bæði eindansara og
dansliðs, þeim tókst þrátt fyrir
allt að hefja verk þetta á svið
hárrar listar. Aðaldansmær
flokksins Alla Gavrilenko er
dásamleg Francesca, búin al-
hliða tækni og ótvíræðum
dramatískum gáfum, dans
hennar þrunginn sannri innlif-
un o:g einlægni, auðugur að
hárfinum blæbrigðum. Konst-
antín Brudnov var þróttmik-
ill og öruggur j hlutverki
Paolo, og Robert Kljavin birti
með áhrifamiklum hætti var-
mennsku og ofsafengna af-
brýðissemi hins grimmúðuga
eiginmanns — svipmikil mann-
lýsing og óhu^nanleg.
„f svanalíki lyftist moldin
hæst“, söng Einar Benedikts-
son forðum. Annar þáttur
„Svanavatnsins" var tvímæla-
laust hápunktur sýningarinn-
ar, vann hug okkar og hjarta,
tók áhorfendur með töfrum;
þar birtist skír list dansflokks-
ins í allri sinni dýrð. „Svana-
vatnið" er öllum leikdönsum
ástsælli í Sovétrikjunum og
reyndar víðar um heim, og á
að sjálfsögðu margsnjallri tón-
list Tsjaikovskí mikið að
þakka, en afreki dansskálds-
ins Lev Ivanovs má ekki held-
ur gleyma, hins hlédræga yf-
irlætislausa snillings sem var
aðeins aðstoðarmaður hins al-
valda Maríusar Petipa og ekki
metinn að verðleikum meðan
hann lifði. „Svanavatnið" er
rómantískur ballett i fjórum
þáttum sem kunnugt er, en
annar þátur hans í raun og
veru sjálfstætt verk, og oft og
víða fluttur einn sér eins og
hér er gert, hréin klassísk list,
söngur án orða. ljóðrænn
angurvær og undurfagur. Frá
efni hans er alger óþarfi að
greina, þess skal aðeins getið
að svanameyjamar fögru og
drottning þeirra Odette eru
kynjaverur bundnar illum á-
lögum, þær eru fuglar sem íá
að taka á sig mennska mynd
frá miðnætti og þar til dagur
rís. Tviskipt eðli þeirra birtist
ljóslega í dansinum, hreyfingar
höfuðs, arma og fóta minna í
ýmsu á svani. Ég átti fyrir all-
löngu því láni að fagna að sjá
„Svanavatnið“ í heild í sjálfu
Kirovleikhúsinu í Leningrad,
en varð þó enn hrifnari af
túlkun Kievballettsins, hún er
fullkomnunin sjálf. Dansliðið,
það eru svanameyjarnar eru
samvaldar, yndislegar og sam-
taka svo að af ber; hinn létt;
alþýðlegi dans litlu svananna
túlkaður með sérstökum ágæt-
um. Gennadí Baukin er hinn
ástfangni Sigfried prins, lát-
laus, geðfelldur og öruggur
dansmaður og aðaldansmeynni
sú trausta stoð sem hann á að
vera; og Nikolai Novikov til-
•komumikill í ágætu uglugervi
galdramannsins, en bregður að-
eins fyrir. En athyglin beindist
að sjálfsögðu framar öllu að
Odette, drottningu svananna,
hún á og hlýtur að bera þátt-
inn uppi með fegurð sinni,
þjáningu, Ijúfsárri ást og ó-
mótstæðilegum töfrum. Og
Natalia Rudenko brást áreið-
anlega engra vonum, hún var
í öllu sönn drottning, sviflétt
og tíguleg, gædd alhliða dans-
snilli, göfgi og reisn, og sigraði
áhorfendur með svo skjótum
og gagngerum hætti að mér er
til efs að nokkrum listamanni
hafi verið lengur og innilegar
fagnað á landi hér. „í>vi
glampar eilífð yfir hárri list,
sem engils svipur ljómi yfir
bami“.
Að hléi loknu tóku við stutt-
ir dansar, þættir og þjóð-
dansar, fjölbreytt leikskrá,
skemmtileg og við allra hæfi.
Framhald á 9. síðu.
En er Haraldur kom til Sikileyjar, þá herjaði hann þar og
lagði þar með liði sínu til einnar borgar mikillar og fjöl-
mennrar. Settist hann um borgina, því að þar voru sterkir
veggir, svo að honum þótti ósýnt, að brjóta myndi mega.
Borgarmenn höfðu víst gnóga og önnur föng, þau er þeir
þrurftu til vamar.
Þá leitaði Haraldur þess ráðs, að fuglarar tóku smá-
fugla, er hreiðruðust í borginni og ílugu á skóg um daga að
taka sér mat. Haraldur lét binda á bak fuglunum lokarspæni
af tyrfitré (Hefilspæni úr hörðum barrviði) og steypti vaxi og
brennusteini og lét slá eldi i.
Flugu fuglamir, þegar er lausir urðu, allir senn í borgina
að vitja unga sinna og híbýla, er þeir áttu í húsþekjum, þar
er þakt var reyr eða hálmi. Þá laust eldinum aí fuglunum
í húsþekjurnar. En þótt einn hver bæri litla byrði elds, þá
varð það skjótt mikill eldur, er margir fuglar báru til víða um
borgina í þekjur, og því næst brann hvert hús að öðru, þar
til er frjocgin logaði.