Þjóðviljinn - 04.07.1964, Síða 12
Þátttakendur í verklýðsráðstehu
1 gærmorgun héldu 10 fulltrúar verklýðsfclaga víðsvegar að af landinu til Austur-Þýzkalands til
þess að taka þátt í 7. verklýðsráðstefnu Eystrasa Itslandanna, Noregs og íslands. Myndin hér að
ofan er tekin við brottför þeirra í gær og sjást á myndinni talið frá vinstri: Hallvarður Guðlaugs-
son, Stefán Ögmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Ásgeirsson, Vilborg Sigurðardóttir, Alfreð
Guðnason, Óskar Garibaldason, Anney Jónsdóttir, Gísli Þ. Sigurðsson og Helgi Hósesasson. —
(Ljósm. Þj óðv. A.K.).
Saður-Víetnam
deilumál í USA
WASINGTON 3/7 — Repúblik-
anaflokkur'nn í Bandaríkjunum
hefur nú ákveðið að gera Suð-
ur-Vietnam að einu helzta máli
forsetakosninganna, sem fyrir
dyrum standa.
Þeir Everett Dirksen og Char-
les Halleck. sem eru leiðtogar
Repúblikana í Fulltrúadeild og
öldungadeild bandaríska þings-
ins, lýstu þessu yfir á blaða-
mannafundi í Washington.
Kváðu þeir stefnuleysi Johnsons
forseta svo fyrir að þakka, að
ekki yrði hjá því komizt að
gera Suður-Vietnam að einu að-
almáli kosninganna.
Árekstur við
Varmá í Ölfusi
! I
Um átta leytið í gærkvöld
biluðu hemlarnir í 5 manna
fólksbifreið. Ford Consul með
þeim afleiðingum að hann rakst
aftan á veghefil á brúnni yfir
Varmá í ölfusi. Bíllinn skemmd-
ist töluvert, en tveir menn sem
í honum voru sluppu heilir á
húfi.
Sænskir þjéðdansar
sýndir / Arbæ í dag
Árbæjarsafn hefur verið opið
frá því um miðjan síðasta mán-
uð og hefur verið gestkvæmt
þar að vanda þrátt fyrir veðr-
áttuna. sem hefur ekki verið
upp á það bezta undanfarnar
vikur. Af þeim sökum hefur
Jónsmessuhátíðin fallið niður en
bálköstur Jónsmessubálsins stend-
ur fullhlaðinn á túninn og bíð-
ur þess að hægt verið að tendra
hann þegar einsýnt er um veð-
ur, svo fólk geti skemmt sér við
dans og góðar veitingar fram
cftir kvöldi cinhverntíma á
næstunni. .
f dag á Árbæjarsafn von á
góðum gestum. Sænski þjóð-
dansaflokkurinn, sem hér hefur
dvalizt að undanfömu á vegum
Þjóðdansafélags Reykjavíkur
mun koma uppeftir í boði safns-
ins og mun þá nota tækifærið
til að taka sporið á
pallinum. Flokkurinn telur um
20 manns, alla í þjóðbúningum,
og einnig verða í förinni hinir
íslenzku gestgjafar þeirra úr
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur.
Gestimir munu sýna sænska
þjóðdansa á sýningarpallinum kl.
3.30 og eru áhorfendur vinsam-
legast beðnir að skipa sér í
brekkuna fyrir ofan. Að dansin
um loknum þiggja þeir kaffiveit-
Framhald á 9. síðu.
Reynist nýjasta samþykkt-
in um sölutímann óraunhæf
■ Umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur um afgreiðslu-
tíma sölubúða í borginni lauk ekki fyrr en kl. hálf tvö
í fyrrinótt. Voru þá samþykktar þær breytingar á af-
greiðslutímasamþykktinni sem getið var 1 blaðinu í gær,
þannig að nú getur borgarráð heimilað verzlunum, sem
hafa til sölu sæmilegt úrval helztu nauðsynjavara að hafa
opið til kl. 10 að kvöldi.
Fylgi sínu við framangreinda
tillögu lýstu þau Öskar Hall-
grímsson, Birgir fsleifur Gunn-
arsson, Einar Ágústsson og
Grðá Pétursdóttir, en andvígir
voru þeir Sigurður Magnússon
og BÖðvar Pétursson. Sagði
Böðvar m.a að tillagan um
sölutímann væri algerlega óund-
irbyggð og óraunhæf. Nauðsyn-
Véltækni hJ. festir kaup
á hörpunarstöð á hjólum
Véltækní h.f. hefur nýlega
fest kaup á mjög fullkominni
og afkastamikilli hörpunarstöð,
sem byggð er á undirvagni með
gúmdekkjum *vo auðvelt er að
flytja hana milli staða. Hörp-
unarstöðin er nú staðsett í hinu
velþekkta malarnámi i landi
Fifuhvamm* f Kópavogi og af-
kastar 40—60 rúmmetrum á klst.
Félagið hefur einnig keypt
geysistórt fjórhjóla uppmokst-
urstæki af gerðinni Michigan,
gagngert til þessarar starfsemi
og verður það jafnframt notað
til að draga vélasamstæðuna á
milli vinnustaða. Véltækni h.f.
hefur tekið að sér að vinna allt
stcinefni fyrir hina nýju steypi-
stöð Verk h/f, einnig hefur
Reykjavíkurbær fest kaup á
öllum þeim sandi, sem þörf er
á í malbikunarefni á þessu ári.
Auk þess selur stöðin öðrum
viðskiptavinum harpaða steypu-
möl og sand eftir þörfum.
Með tilkomu þessarar afkasta-
miklu hörpunarstöðvar, sem svo
auðveldlega má flytja á milli
staða, skapast möguleikar fyrir
nærliggjandi byggðarlög að fá
steinefni sitt fullunnið á auð-
veldan hátt. hvort sem um er
að ræða steypuefni til bygginga,
hafnarframkvæmda eða vega,
efni til malbikunar eða efni til
ofanfburðar í götur og vegi.
legt væri að menn gerðu sér
grein fyrir hvaða möguleikar
væru á breytingum í þessu efm,
en jákvæðum tilgangi þjónaði
það ekki að gera samþykktir til
þess eins að sýnast. Það gæti
heldur ekki þjónað jákvæðum
tilgangi að gera samþykktir sem
stofnað gætu til úlfúðar með
þeim aðilum, sem framkvæmd
málsins hvílir fyrst og fremst á.
verzlunarfólki og eigendum
verzlananna.
Birgir fsl. Gunnarsson lagði
áherzlu á að hér væri um
bráðabirgðarákvæði að ræða, á-
kvæði sem væri viss neyðarút-
gangur borgarráðs til að gera
tilraun til að komast út úr
þeim ógöngum sem lokunartíma-
málin væru komin í.
Sigurður Magnússon taldi að
breytingin myndi grafa undan
hinni almennu matvörudreifingu
í borginni og það væri ekki i
þágu almennings.
Gróa Pétursdóttir kvaðst greiða
breytingunni atkvæði vegna þess
m.a. að nauðsynlegt væri að
sjómenn gætu keypt sér vinnu-
vettlinga á öðrum tímum en al-
mennum verzlunartíma.
Breytingartillaga borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins sein
lýst var hér i blaðinu í gær var
felld með 11 atkvæðum gegn 3,
og aðalbreytingartillagan (um
afgreiðslutímann tú 10 á kvöld-
in) samþykkt með sömu at-
kvæðatölum.
Framhald á 9. síðu.
ísröndin fyrir Vestfjörðum
Fimmtudaginn 2, júlí 1964
var farið í ískönnunarflug á
flugvél Landhelgisgæzlunnar
TF-SIF.
Lega ísrandarinnar úti fyrir
Vestfjörðum og Húnaflóa var
sem hér segir:
Undan Kögri lá isinn í r/v
327° fjarlægð 20 sjómílur. Á
Kögurgrunni beygir ísinn til
NV og fjarlægist landið.
Til austurs er Iega íssins r/v
067°.
NNA frá Horni liggur hann
í 22 sjómílna fjarlægð og beyg-
ir þá til SA og er í r/v 041°
frá Geirólfsnúpi i 20 sjómílna
fjarlægð. Frá þessum stað ligg-
ur röndin í r/v 027° og eft-
ir að komið er norður á 67
breiddargráðu, þá sveigir hun
til NNV.
Þætti vænt um að sjá því iokið
■ Sá maður sem mestan veg og vanda hefur haft af
þvi frá upphafi og fram á þennan dag að sjá Þjóð-
viljanum fyrir húsnæði sem hæfir starfsemi hans, er
Steinþór Guðmundsson kennari. Hann segir okkur hér
í stuttu máli hvemig þessi mál hafa verið leyst og
hvemig horfir nú, þegar lagt er út í lokaáfangann í
endurbyggingu hússins hér að Skólavörðustíg 19.
Árið 1940 var stofnað hluta-
félagið Miðgarður til að
kaupa hús yfir Þjóðviljann,
þá keyptum við húseignina
Túngötu 6 af dánarbúi Magn-
úsar Einarssonar dýralœknis
Húsið var dýrt og við treyst-
umst ekki til að halda þvi.
svo að Þjóðviljinn var aldrei
til húsa þar, við leigðum það
og seldum það síðan ári síð-
ar. Fljótlega þar á eftir var
ráðizt í að kaupa húseign-
ina hér að Skólavörðustg 19.
þá voru hér fbúðir og klæða-
verksmiðjan Ultima á neðstu
hæð. Við byrjuðum á þv)
að byggja við húsið, en það
var ekki fyrr en árið 1946 a ?
við fengum prentvél og flu)*
um þá alla starfsemi Þjóð
viljans hingað. Þjóðviljini
hóf göngu sína og var fyrst
prentaður f Víkingsprenti en
ir nokkurn tíma unnin I
Prentsmiðju Jóns Helgason-
ar áður en hann fluttist hing-
að.
Eftir því sem blaðið stækk-
aði og rekstur þess varð um-
fangsmeiri kom betur í ljós,
að þetta húsnæði var alls ó-
fullnægjandi og setti vexti og
viðgangi blaðsins algerlega
skorður. Þegar kom að því
að ekki varð lengur dregið
að fá nýja prentvél fyrir
blaðið, þá varð ekki lengur
umflúið að gera annað af
tvennu: að kaupa nýtt hús
eða endurbyggja þetta. Það
varð ofaná eftir miklar
vangaveltur að ráðast í þær
framkvæmdir, sem staðið
hafa yfir hér undanfarin ár
og við förum að sjá fyrir
endann á.
Þessar breytingar á húsinu
eru orðnar alldýrar; eft'r að
nýjá pressan var keypt er
kostnaður við húsið orðinn
um 1 milj. kr. og þetta síð-
asta átak sem eftir er mun
kosta 4—500 þús. kr. Ur þvi
sem komið er vantar ekki
nema herzlumuninn á, að
hægt sé að gera þetta hús svo
úr garði að rekstur Þjóðvilj-
ans verði auðveldari og
kostnaðarminni.
Að lokum vildi ég þakka
öllum þeim sem unnið hafa
að þvf með fjárframlögu.m
til Þjóðviljans og öðru mót’
að þetta skuli hafa tekizt
svo vel sem raun er á. Ég
vildi persónulega segja: þetta
er sfðasta átakið sem ég inni
af hendi fyrir Þjóðviljann.
og mér þætti vænt um að sjá
bví lokið áður en ég hætti
?ð geta lagt því lið.
Steinþór Guðmundsson
11 sjómílur A af Homi ligg-
ur talsvert þétt íshrafl á um
60 fermílna svæði. Það er
næst Hornbjargi í 8 sjómílum
og Geirólfsnúp í 6 sjómílum.
Á þessu svæði og út af að-
alísspönginni A af Horni er
nokkuð ískurl.
Sjálfur ísjaðarinn er víðast
sundurlaus, eða um 2/10 hlut-
ar sjávar þaktir. ísinn þéjttist
þó fljótlega eftir að innar
dregur og verður nær sam-
felldur.
Jaðarinn er að mestu ísflög-
ur og kurl.
(Frá Landhelgisgæzlunni).
Kastró sór
og leiður
HAVANA 3/7 — Fidel Kastro
forsætisráðherra Kúbu, lét svo
um mælt í dag, að yfirlýsing
systur hans f Mexico — þegar
hún kvaðst slíta öllu sambandi
við þá Raoul og Fidel bræður
sína vegna þess að þem væru
kommúnistfskir harðstjórar —
hefði verið samin af sendiráði
Bandai’íkjanna í Mexico.
— Fyrir mig persónulega er
þetta biturt og sárt. sagðl Kast-
ro. En ég skil að þetta gjald
verður maður að greiða fyrir
það að vera byltingarsinni,
bætti hann við