Þjóðviljinn - 08.07.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1964, Blaðsíða 3
 ÞJðÐVILJINN Gimsteinum stolið LONDON 6/7 — Þjófar fröimdu fjögjur inubrot í London á mánudag og höfðu á brott með sér ó- grynnin öll af gimsteinum og öðrum skartgripum. Verðmæti þýfisins er hátt í tíu miljónir króna. Loka heldur en að hleypa inn negrum JACKSON 6/7 — Stórt veitingahús í Jackson í Missisippi kaus á mánudag að Ioka heldur en hlýðnast hinni nýju mannréttinda- löggjöf og veita blökku- mönnum aðgang að salar- kynnunum. Húsið er heit- ið eftir Robert E. Lee, fraegum hershöfðingja Suð- urríkjanna í Þrælastríðinu. Eigendur þess tilkynntu það, að eftir að mannrétt- indalöggjöfin hefði hlotið staðfestingu, væri ekki unnt að reka húsið lengur með aðgangi fyrir almenn- ing. ' Dýr þjóðhátíð CHICAGO 6/7 — Samtals 486 manns létu Iífið í um- ferðarslysum í Bandaríkj- unum frídagana þrjá í sambandi við Þjóðhátíðar- daginn 4. júlí. Þetta var tilkynnt í Chicago í dag. Marsjak látinn MOSKVU 6/7 — Eitt fremsta Ijóðskáld og helzti Shakespeare-þýðandi Sov- étríkjanna, Samuil Marsj- ak, lézt um helgina 76 ára að aldri. Marsjak var frægur fyr- ir þýðingar sínar á Shake- speare og skozka skáldinu Robert Burns. Einkum þýddi liann sonnettur Shapcspeares en einnig ensk barnaljóð og sjálfur reit hann margar barna- bækur. Marsjak hlaut Stal- in-verðlaunin fjórum sinn- um í tíð Stalins, og í fyrra hlaut hann Lenin-verðlaun- in, eins og þau eru nú nefnd. Slys í jarðgöngum RIO DE JANEIRO 6/7 — Að minnsta kosti tveir tug- ir manna létu líf sitt er mikil sprenging varð i jarðgöngum undir vatns- veitu einni í Rio um síð- ustu helgi. 23 verkamenn létu líf sitt eða er saknað, og sex eru Iokaðir inni í jarðgöngunum. Flugmanna- verkfall RÓMABORG 6/7 — Flug- menn sem starfa við ít- alska flugfélagið Alitalia hófu á sunnudagskvöld kl. 19 vinnustöðvun, sem standa á í 29 klukkustund- ir. Er þetta gert til þess að Ieggja áherzlu á kröfur flugmannanna um hærri laun og betri vinnuskilyrði Áður hefur oftlega komið til stuttra verkfalla af sömu ástæðu. Kynþá ttaóeirðir GEORGETOWN 6/7 — Kona nokkur lézt í sjúkra- húsi i Georgetowr. í Brezku Guiana á sunnudag og hafði fengið áverka í kyn- þáttaóeirðum fyrir austan borgina á laugardag. Kyn- þáttaóeirðirnar liafa kosi- að fjölda manns lifið. Tsjombe myndar nyja stjórn í Kongd Ætlaði ai leggja ráiherra- lista sinn fram í gærkvöld LEOPOLDVILLE 7/7 — Moise Tsjombe léit svo um mælt í dag, að hann muni í kvöld legg'ja fyrir Kasavúbú, for- seta Kongó, listann yfir ráðherrana í Stjóm þeirri, er honum hefur verið falið að mynda. Hann skýrði um leið frá því, að enginn af fyrri ráðherrum muni hljóta sæti í hinni nýju ríkisstjórn. Margfaldur ráðherra Á blaðamannafundi í Leopold- ville lýsti Tsjombe þvi ennfrem- ur, að hann muni sjálfur verða forsætisráðherra, utanríkisráð- herra, ráðherra utanríkisverzl- unar og ráðherra uppbyggingar- mála í landinu. Hann kvaðst fyrr um daginn hafa átt við- Gegn vinstrisinnum / Fréttastofa Reuters skýrir svo frá, að Tsjombe telji það fyrsta verkefni sitt sem forsætisráð- herra að vinna bug á vinstri- sinnuðum fylgismönnum Pierre Muele, en þeir hafa sem kunn- ugt er á valdi sínu mikinn hluta þriggja stórra héraða í Kongó. Þá hefur Tsjombe átt viðræður við Godley, sendiherra Banda- ríkjanna í Kongó. Godley lét svo um mælt eftir fund þeirra, að þeir hefðu rætt aðstoð Banda- ríkjanna, bæði efnahagslega og hernaðarlega, og bætti við: Við viljum hjálpa Kongó allt hvað við getum. Sovétgagnrýni Tsjombe ræddi á blaðamanna- fundinum einnig þá skoðun sov- ézku stjórnarinnar, sem hún hefur látið í Ijós við Ú Þant; að heimsvaldasinnar séu nú að undirbúa nýtt samsæri 'gegn sjálfstæði og frelsi Kongó. Svar- aði Tsjombe því einu til, að hin nýja stjórn myndi engum leyfa að skipta sér af innan- landsmálum í Kongó. Fjórtán fjallgöngu- menn láta líf sitt Moise Tsjombe. ræður við leiðtoga helztu stjórn- málaflokkanna í Kongó, og muni allir þeir flokkar eiga fulltrúa í ríkisstjórninni. Öeirðir magnast í Ensku Guiana GEORGETOWN 7/7 — Öttast cr, að meir en fimmtíu nianns hafi látið líf sitt er kastað var sprengju um borð í ferjubát, sem sigldi í gær eftir Demerara- ánni í Ensku-Guiana. Sprengjutilræði þetta er einn liðurinn í kynþáttadeilum þeim, er undanfarið hafa geisað í landinu. 90 manns voru um borð í ferjunni, lögreglan stað- festi það, að fjölmargir hefðu látizt af völdum sprengingar- innar, en vildi enga nákvæma tölu gefa upp. Þyrlur sveim- uðu yfir fljótinu þar sem spreng- ingin varð í von um að finna einhverja sem hefðu sloppið lífs af. Fyrr i gær var það til- kynnt, að tala þeirra. sem lát- ið hafa líf sitt í kynþáttaóeirð- unum í landinu á síðustu fimm mánuðum. sé nú komin upp í 69. CHAMOUNIX 7/7 — Fjórtán fjallgöngumenn. þeirra á meðal heimsfrægur skíðamaður. Charles Bozon. sem varð heimsmeistari í svigi 1962, létu Iífið í snjó- skriðu í dag Slysið varð í vest- urhlíð fjailsins Aiguille verte I Frönsku Ölpunum. Fjallgöngumennirnir voru á æfingarferð í ölpunum. Bozon og fjórir aðrir leiðbeinendur voru að æfa níu unga fjall- Vilja Bandaríkin bur! úr S-Víetnam MOSKVU 7/7 — Sovétstjórnin lagði það til í dag við ensku stjórnina að stjórnir beggja landanna fari þess á leit við Bandaríkin, að þau dragi frá S- Víetnam allt herlið sitt. hernað- arráðgjafa og svo vöpnabúnað. 1 orðsendingu, sem fengin var enska sendiherranum í Moskvu, laggur Sovétstjórnin það til, að Sovétríkin og England, þau tvö ríki, sem skiptu með sér for- mennsku á Genfarráðstefnunni um Indókína 1954. vari Banda- rikin við þeim alvarlegu afleið- ingum, sem afskipti þeirra af málefnum Suður-Víetnam geti haft. Skriðufall 4GADIR 6/7 — Tíu manns létu lifið í skriðufalli í bænuai Tamirit í grennd við Agadir í Marokkó, Það ('ók hjálparliðið sólarhring að grafa líkin undan skrið- unni. Dauðadóms kraf- izf yfir Paques PARÍS 7/7 — Hinn opinberi ákærandi krafð:st í dag dauða- dóms yfir Georges Paques. fyrr- um blaðafulltrúa Nato í París, en hann hefur játað á sig njósn- ir í bágu Sovétríkjanna. Sagði ákærandinn, að Paques hefði látið Sovétríkjunum í té mjög mikilvægar upplýsingar, og kvaðst ekkert geta fund ð hon- um til afsökunar. Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, kvaðst Paques hafa stundað niósnir sínar til þess að varð- veita frið og forða striði í heim- inum. Snörp orusta í S-Víetnam SAIGON 7/7 — Samtals 58 her- menn úr liði stjómarinnar í S- Víetnam féllu þegar 600 skæru- liðar Víetkong gerðu árás á her- búðir stjórnarliða í gær. Meðal hinna föllnu voru tveir Banda- ríkjamenn og einn Ástralíumað- ur, allir hernaðarráðgjafar. Lið Víetkong var hrakið á flótta eftir snarpa orustu. sem stóð í tvær klukkustundir. Víetkong lét 49 manns í orustunni. göngumenn, sem hugðust taka próf sem leiðsögumenn síðar í sumar. Aiguille verte er meir en 4.100 metrar á hæð og hið erfiðasta uppgöngu. Slíkt átti þó ekki að koma að sök, þar eð bæði leiðbeinendur og hinir níu voru þaulæfðir fjallgöng- um. En skyndiiega losnaði skriða í fjallshlíðinni og bar hún fjallgöngumennina um 500 metra niður eftir fjallmu. Mjög steðja nú vandræðin að Bandaríkjamönnum í Suðaustur- Asíu. Fyrir ekki alls löngu var haldinn í Honolulu fundur helztu sérfræðinga þeirra í málefnum þessa heimshiuta, en litlum sög- um fer af árangri þeirrar ráðstefnu. Á myndinni hér að ofan sjá- um við m.a. þá Dean Rusk, utanríkisráðh. og Maxwell Taylor. Moro gengur illa stjórnarmyndunin RÓMABORG 7/7 — Nenni-1 að mynda vinnufæra stjórn. sósíalistinn Antonio Giolitti, sem Hann býst við harðri andstöðu var fjárlagaráðherra í sam- steypustjórn Aldo Moros, iýsti því yfir á þriðjudag, að mögu- leikarnir virðist nú vera litlir á því, að Moro takist að mynda nýja stjórn. Giolitti gaf þessa yfirlýsingu eftir fund í Sósíalistaflokknum. Hélt hann því fram, að viss atriði. sem komið hefðu fram í viðræðum Aldo Moros við aðra leiðtoga kristilegra demókrata á mánudag, g.æfu ekki ástæðu til bjartsýni. Skipti ekki máli í því sambandi. þótt flokksfor- ystan styddi e'ndregið áfram- haldandi stjómarsamstarf kristi- Leitarmenn úr lögreglunni j legra demókrata, sósíalista, sós- voru sendir að slysstaðnum í! íaldemókrata og Lýðveldisflokks- þyrlu, og tókst þeim að grafa r ms, .......................... öll líkin f jórtán undan skrið- i unni. Faðir Charles Bozons, sem ‘ Ellefu dagar eru nú frá því á sinni tíð var mjög þekktur/samstqypustjórn Moros hrökkl- bæði frá hægri og vinstri. fjallgöngumaður, lét einnig líf- ið í fjallgöngu og var það árið 1938, sem það skeði. Sjálfur var Bozon nýgiftur þegar þetta slys varð •aðisfr íré- vökium: 'Mor-o Jýsti því á mánudág, að hann verði að hljóta fullan stuðning hinna fiögurra fyrrverandi stjórnar- flokka eigi honum að takast Miklir jarð- skjálftar í Mexico MEXICO CITY 7/7 — Óttazt er, að minnst 50 manns hafi látið lífið í miklum jarðskjálftum suð- vestur af Mexico City I gærmorgun, en jafnframt talin hætta á, að sú tala kunni að reynast til muna ,of lág. Sveitir úr hernuyi hafa verið settar til þéss að annast hjálparstarf- semi og hefur vistum ver- ið. varpað úr flugvélum "tll íbúa ýmissa þorpa, sem einangruð eru frá um- heiminum. Krústjoff lýkur miklu lofs- orði á jijóðir Norðurlanda MOSKVU 7/7 — Nikita Krústjoff, sem konv' er heim til Sovétríkjanna úr för sinni til Skanf? avíu, hélt í dag ræðu í útvarp og sjónvarp. Ls> hann þar miklu lofsorði á Norðurlandaþjóðir fy ir friðarvilja þeirra og hrósaði Dönum og Nor<' mönnum fyrir að hafa ekki viljað taka við kjarn orkuvopnum. Norðurlandaþjóðunum öllum þakk aði hann höfðinglegar móttökur. Krústjoff minntist á Þýzka- landsmálin og kvað þau þvj að- eins verða leyst, að viðurkennt sé. að tvö ríki séu í Þýzkalandi Fara nú meS færri tunnur á íslandsmið og það fylgi með, að V-Berlín verði gerð að fríríki. Einnig kvaðst forsætisráðherrann hafa í | / Skandinaviu verið spurður um afstöðu kommúnista til hinrr sósíaldemókratísku flokka. Kvaðst hann hafa svarað því ti’ að Kommúnistaflokk'ur Sovét- ríkjanna vildi samvinnu við alla verkalýðsflokka. BJÖRGVIN 7/7 — Erfiffleikar eru nú á því aff manna skip þau, sem ætla tii síldvciða á íslaiidsmiö. Allt bcntlir til þess. að í ár veiffi þau búin færri tunnum cn nokkru sinni áður. Verffur talan á síldartunnun- um nú eitthvaff undir 100.000. cn þaö var um þaff bil tunnu- fjöldinn í fyrra. Það er Ove Roll. forstjóri hjá Landssambandi saltsíldarútflytj- Helzti saltsíldarmarkaður Norð- enda, sem frá þessu skýrir í l manna er enn sem fyrr í Banda- viðtali við dagblaðið Dagen í' ríkjunum og Svfþjóð. Björgvin. Hann segir ennfrem- ur, að ef árangurinn af síld- veiðunum í ár verð ekki meiri en í fyrra, það er að segja, 83.000 tunnur. séu markaðs- horfur hagstæðar, Verði aflinn hinsvegar meiri, muni Norð- °nn finna fyrir harðri sam- opni frá íslendingum, sem í ;eri ráð fyrir því að flytja 500.000 tunnur saltsíldar. Verzlun og landbúnaður Ræða Krústjoffs stóð í 37 mín- útur og gizkað er á, að um 40 milljónir manna í Sovétríkjunum hafi á hana hlýtt. Ella var meg- inefni ræðunnar um verz un og landbúnaðarmál og það sem vinnast mætti með auknum við skiptum og nýtízku aðferðum í landbúnaði. Hinsvegar fór Krú- stjoff fljótt yfir sögu þegar hann ræddi um ólíkt stjórnarfar Sov- étríkjanna og Norðurlanda. Eink- um hrósaði Krústjoff dönskum landbúnaði og sænskum stáliðn- aði, sem hann kvað hvorttveggja vera til fyrirmyndar. Nikita Krústjoff. Gjörbreyttar skoðanir Þá kvað forsætisráðherrann þessa heimsókn haía gjörbreytt þeirri skoðun, sem ríkjandi hefði verið í Sovétríkjunum, að Norð- urlandabúar séu fúlátir og sein- teknir. Kvað Krústjoff þær hjart- anlegu móttökur, sem hann hefði hvarvetna hlotið, hafa fullvissað sig um hið gagnstæða. Hann lagði einnig áherzlu á það, að þessi heimsókn hefði fært sér heim sanninn um einlægan frið- arvilja alls almennings á Norð- urlöndum, enda þótt viss öfl væru til þar sem ekki væru erás sinnuð. 4 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.