Þjóðviljinn - 08.07.1964, Side 8
8 iIÐA
ÞJðÐVILIINN
Miðvikudagur 8. júlí 1964
í dag. Hann langaði mest til að
segja við Despiére að hann væri
ekki sérlega hrifinn af þessari
léttu illkvittni blaðamannanna,
þegar þeir væru að framreiða
fómarlömb sín. En svo mundi
hann eftir Delaney í kvikmynda-
húsinu kvöldið áður, þegar hann
sagði að lokinni sýningu: „Ég
var mikill maður," og um morg-
uninn í sýningarklefanum, þeg-
ar hann sagði: „Vertu nú vinur
í raun og ljúgðu svolítið gð hon-
um“.
— Ég hitti hann fyrir stríðið
í Philadelphiu . .. byrjaði Jaek.
— Árið 1937, — ég var þá að
'leika í farandleikriti .
Hann þagnaði. Despiére brosti
til tveggja stúlkna sem stóðu við
borðið hjá þeim. Despiére gekk
ekki upp í kurteisinni. svo að
hann stóð ekki á fætur heldur
talaði þvert yfir borðið við stúlk-
urnar á ítölsku. Þær höfðu
sólina í bakið og Jack sá ekki
almennilega hvemig þær litu út
og honum gramdist hvað Des-
piére talaði lengi við þær — vilj-
andi, hugsaði Jack, til áð tdfja
frásögnina af Delaney. Jack rels
á fætur.
— Heyrðu, Jean-Baptiste„sagSi
hann og greip fram í fyrir blaða-
manninum. — Við getum talað
saman seinna. Þú hefur annað að
gera og ég....
— Nei, ég held nú síður. Des-
piére greip í handlegginn á Jack.
— Vertu ekki svona óþolinmóður.
Mundu það. að þú ert í Róm en
ekki í New York. Dolce far ni-
ente. Og auk þess langar stúlk-
uj-nar til að heilsa þér. Þær sáu
kvikmyndina þína og þær eru að
rifna af aðdáun. Er það ekki,
stelpur?
— Hvaða kvikmynd? spurði
Jack aulalega.
— Stolna stund, sagði Despiére.
— Ungfrú Henken. Signorina
Rienzi.
— Góðan daginn, sagði Jack
næstum hranalega. Hann færði
sig ögn til, svo að sólin skini
ekki í augun á honum, og sá nú
stúlkumar greinilega í fyrsta
sinn. Hann hugsaði með sér að
bandaríska stúlkan væri áber-
andi leiðinlegri. Hún var með
hvítgult hár. leiðinlegar hrukk-
ur og hálfbeiskjulegt bros, eins
og hún væri búinn að reyna
margar borgir og alls konar karl-
menn á þrjátíu ára ævi, og hefði
HÁRGREIÐSLAN
HárgreiSslu og
snyrtistofa STEINU og DÓDð
Daugavegi 18, III h. Clyfta)
SlNfl 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömurl Hárgreiðsla við
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN
Tjamargötu 10 — Vonarstræt-
ismegin — SlMI: 14662.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13. — SlMI: 14656.
— Nuddstofa á sama stað.
nú gert sér ljóst í uppgjöf, að
allir hefðu farið illa með hana.
Hin stúlkan var ítölsk, yngri,
með mild. dökk augu, sítt, svart
hár og gullna húð. Hún var há-
vaxin og hafði ýtt ljósbrúnni ull-
arkápu aftur á axlirnar vegna
sólarhitans og hún stóð f leik-
rænum stellingum fyrir framan
borðið og vissi trúlega hvaða á-
hrif sítt hár hennar og spengi-
legur líkami höfðu á karlmenn-
ina sem framhjá gengu. Hún
brosti oft, renndi augunum í all-
ar áttir og hún tók eftir fólk-
inu sem sat og dreypti á glösum
sínum við hin borðin og hún
hafði fyrir sið að kasta til höfð-
inu, svo að hárið á henni sveifl-
aðist til, og Jack var viss um
að einhver karlmaður hefði sagt
henni að þetta væri fallegt og
eggjandi. Honum þótti líka votta
fyrir sjálfsánægju og greindar-
leysi í langleitu, hraustlegu and-
litinu og stinnum, glæsilegum
líkamanum. Rödd hennar var
hljómmikil og hröð og minnti
Jack einhverra hluta vegna á
iazztrompet í næturklúbb. Hún
hafði líka þann kæk að væta
munnvikið með tungubroddinum.
Jack var sannfærður um að hún
æfði sig á þéssu íitlá bragði
fyrir framan spegilinn heima. því
að hún vissi sjálf að það hafði
lokkandi áhrif.
Despiére dró stól frá næsta
borði og þjónninn sótti stól
handa Ijóshærðu stúlkunni og
bær settust í sólskinsskapi og
•Tack gat ekki annað en setið
kyrr.
— Þú hlýtur að hafa um margt
að tala við Felice. Jack, sagði
Despiére. — Þið eruð kollegar.
— Hvor þeirra er Felice?
spurði Jack aulalega.
— Það er ég, sagði sú Ijós-
hærða. — Það voru vonbrigði,
eða hvað? Hún brosti með sárs-
aukasvip.
— Hún talar líka inn kvik-
myndatéxta, sagði Despiére. — Á
ensku.
— Jæja. Jack velti því fyrir
sér sem snöggvast hvort Despiére
vissi að starf hans hér í Róm
ætti að vera leynilegt. Svo þótt-
ist hann vita að Despiére væri
kunnugt um það og léti það ber-
ast til að valda vandræðum.
vegna þess að hann var úfinn
f skapi þennan dag og á móti
Delaney. — Það er í fyrsta og
síðasta skipti hvað mig snertir.
sagði Jack, og honum fannst sem
Despiére sýndi hann f röngu •
ljósi. — Annars lifi ég af því
að skrifa falskar ávísanir.
— Vertu nú ekki með yfirlæti
við stúlkumar, Dottóre, sagði
Despiére. — Þær tilbiðja þig.
Tilbiðjið þið hann kannski ekki,
stúlkur?
— Herra Royal, sagði ítalska
stúlkan á ensku. — Ég er búin
að sjá kvikmyndina yðar þrisvar
sinnum í þessari viku. Ég græt
eins og bam. Enska hennar var
hægari en ítalskan, harðari og
ekki eins hljómfögur og minnti
ekki eins á jazztrompet í næt-
urklúbb og það var auðheyrt að
hún hafði umgengizt Banda-
rikjamenn.
— Ég heiti ekki Royal, sagði
Jack og velti fyrir sér hvernig
hann gæti sloppið burt. — Ég
heiti Andrus.
— Hann lifir tvöföldu lífi,
sagði Despiére. — I frístundunum
velur hann staði til að fleygja
vetnissprengjum á.
— Ég hef reynt að komast að
því hvar þeir sýni hinar mynd-
imar yðar, sagði ítalska stúlkan
og hnykkti til höfðinu, svo að
hárið féll niður yfir aðra öxlina.
— En enginn virðist vita hvar
verið er að sýna þær.
— Þær eru hvergi sýndar,
sagði Jack. — Það eru meira en
tíu ár síðan ég hef leikið í kvik-
mynd.
— Það er synd og skömm.
sagði stúlkan. Henni virtist vera
alvara. — Það eru svo sárafáir
sem geta leikið að þeir mega ó-
mögulega hætta.
13
— Ég óx uppúr því, sagði Jack.
— Heyrðu mig nú, Jean-Baptiste,
hringdu til mín seinna í dag, og
þá getum við.......
— Þá er ég annað að gera,
sagði Despiére. — Jack var að
segja mér frá herra Delaney.
Hann sneri sér að stúlkunum.
Fyrir svo sem hundrað árum
þegar hann var ungur. Haltu
áfram, Jack. Ég er viss um að
stúlkunum þykir gaman að heyra
það.
— Þegar hann var ungur, sagði
ítalska stúlkan, — þegar hann
gerði þessa kvkmynd, þá hlýtur
herra Delaney að hafa verið
mjög spennandi.
— En núna? spurði Jack.
— Ég hef séð fáeinar aðrar
af myndunum hans. Stúlkan
yppti öxlum afsakandi. — Þær
voru ekki eins fullar af lífi.
Meira fullar af Hollywood núna.
Er það misskilningur hjá mér?
— Ég veit það ekki, sagði
Jack og hugsaði: Ég fæ nóg að
gera hér í Róm, ég þarf að halda
uppi vömum fyrir Delaney við
hvem einasta mann sem ég tala
við. — Ég fer sjaldan í kvik-
myndahús nú orðið. Hann horfði
samt með meiri áhuga á stúlk-
una. Hún var ekki eins vitlaus
og hún leit út fyrir.
— Það var í Philadelphiu fyr-
ir stríðið, árið 1937, sagði Despi-
ére ögrandi. — Þú lékst i leik-
riti.....
Jack hikaði og honum gramd-
ist. hvemig Despiére gerði
vinnu sina að gleðskap og hve
hann naut þess alltaf að hafa
kvenfólk til að hlusta á sig. —
Ég býst ekki við að dömumar
hafi áhuga á þvi, byrjaði hann.
— Auðvitað hafa þær áhuga
á því. sagði Despiére. — Ekki
satt, stelpur? i
— Mig langar óskaplega mik-
ið að heyra frá Philadelphiu
1937, sagði ljóshærða Banda-
ríkjastúlkan. — Þá var ég tíu
ára gömul. Það var bezta ár
ævi minnar. Hún brosti þurrlega
og dapurlega, gagntekin leiða á
sjálfri sér.
— Og hvað varst þú gömul,
cara mia? spurði Despiére
ítölsku stúlkuna. — Og hvar
varst þú árið 1937?
— Tveggja ára, sagði hún og
varð ótrúlega feimnisleg. — Og
ég var á San Sebastian á Spáni.
Ef herra Royal — afsakið, herra
Andrus — kærir sig ekki um að
segja okkur það, þá er dónalegt
að vera að leggja að honum.
— Mundu það að ég er blaða-
maður, Veronica, sagði Despiére.
— Blaðamanni er jafneðlilegt að
neyða fólk til að tala og honum
er að draga andann.
Þetta er enginn lygi, hugsaði
Jack úrillur. Veronica. Það heitir
hún þá. Veronica. Það heitir líka
þýðingarmesta sveiflan með slá-
inu í nautaati. San Sebastian á
Spáni. Draumur næturinnar rifj-
aðist upp fyrir honum á ógeð-
felldan hátt og honum líkuðu
ekki tengslin.
— Mér dettur nokkuð gott í
hug, mes enfants, sagði Despiére
og um leið rétti hann letilega
úr sér í stólnum og stóð upp. —
Við skulum fá okkur hádegisverð
og trúa hvort öðru fyrir leyndar-
málum okkar.
Þau risu öll á fætur hálf-
vandræðaleg. — Ef herra Andrus
hefur ekkert á móti því.... sagði
Veronica og leit alvarlega á hann,
og augnaráðið var aftur svo
furðu unglingslegt og feimnis-
legt.
— Auðvitað ekki, sagði Jack
og hugsaði: Ojæja, ég þarf að
borða hvort eð er.
— Komið þið þá, sagði Despi-
ére. tók undir handlegginn á
Veronicu og gekk af stað upp
eftir götunni. — Ég skal sýna
ykkur stað, þar sem ekki hefur
komið ferðamaður síðan á tólftu
öld. Jack varð eftir til að borga
reikninginn. Hann var upp á
ellefu hundruð lírur. Með ung-
frú Henken við hlið sér elti
hann Despiére og Veronicu og
hugsaði með sér: Þessi ósvífni
þrjótur er búinn að reikna út,
hvemig hann getur líka fengið
ókeypis hádegisverð handa stelp-
unni sinni.
Ungfrú Henken var með glað-
legan undrunarsvip, eins og hún
fengi aldrei hádegisverðarboð
nema af tilviljun.
Jack horfði á parið fyrir fram-
an þau. Despiére hélt með hend-
inni um handlegg stúlkunnar
eins og hann ætti með það, hlát-
ur þeirra barst til hinna, náinn,
fullur trúnaðar. Stúlkan var.með
fallega fótleggi, langa og gul-
brúna, í háhæluðum skóm undir
víðri, ljósbrúnni kápunni, og allt
þetta gerði Jack ennþá önugri.
Ég þori að veðja að þau finna
sér einhverja afsökun til að losna
við okkur eftir kaffið, hugsaði
hann illur í skapi.
— Almáttúgur. sagði ungfrú
Henken hreinskilnislega og starði
á stúlkuna fyrir framan þau. —
Af hverju er ég ekki ítölsk?
Jack horfði á hana með samúð
og skilningi. — Hún verður ak-
feit um þrítugt, sagði hann til að
efla sjáifstraust ungfrú Henken
agnarlítið.
Það kom á daginn. að Despiére
skjátlaðist í því að það hefðu
ekki komið ferðamenn síðan á
tólftu öld í veitingahúsið sem
hann fór með þau í. Beint á móti
þeim sat ungt par, hreint og
stillilegt og kurteislegt og banda-
rískt og þau virtust vera á brúð-
kaupsferð. Þau skoðuðu matseðil-
inn mjög nákvæmlega og brúður-
in leit upp til þjónsins og sagði:
— Mig langar i eitthvað reglu-
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
8 Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ YIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAN □ S V N t
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
(JMBOÐ LOFTLEIÐA.
GAB00N -
GAB00N
Nýkomið finnskt smáskorið gaboon, 16,
19 og 22 mm. — Stærð: 5x10 fet.
Kristján Siggeirsson hf.
Laugavegi 13 — Sími 13879.
Aðalskoðun
Aðalskoðun bifreiða 1964 er ha'fin í Hafn-
arfirði. — Bifreiðaeigendur í Bessastaða-
Garðahreppi og Hafnarfirði mæti með bif-
reiðir sínar til skoðunar sem hér segir:
6. júlí 1—250 15. júlí 1751—2000
7. júlí 250—500 16. júlí 2001—2250
8. júlí 501—750 17. júlí 2251—2500
9. júlí 751—1000 20. júlí 2501—2750
10. júlí 1001—1250 21. júlí 2751—3000
13. júlí 1251—1500 22. júlí 3001—3250
14. júlí 1501—1750 23. júlí 3251-o.þ.yfir
Skoðað er við Ásbúð, Vesturgötu 4, Hafnarfirði. Skoð-
un fer fram frá kl. 9—12 og 13—16:30.
Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur. Sérstök athygli
skal vakin á, að greiða ber fullan þungaskatt af landbún-
aðarbifreiðum, en skatturinn verður endurgreiddur síðar
eftir þeim reglum er um það gilda. Sýnd skulu skilríki
fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé
í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram.
Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður
auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð sam-
kvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki
fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber hon-
um að tilkynna það þréflega,
Athygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu
vera vel læsileg, og er því þeim, er þurfa að endumýja
númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera svo nú þeg-
ar. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél skulu einnig færa
ökutæki sín til skoðunar á fyrrgreindum stöðum.
Að öðru leyti vísast til fyrri auglýsingar.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
t
4