Þjóðviljinn - 08.07.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1964, Blaðsíða 5
Míðvikudagur 8. júlí 1964 þjóðviuinn SIDA 5 Tala bæjar- og borgarfulltrúa í Reykjavík deiluefni: FJORAR BREYTINGAR Á 61 ÁRI, EN ENGIN SÍÐUSTU 57 ÁRIN □ Borgarstjórn Reykjavíkur gekk frá „Sam- þykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundar- sköp borgarstjórnar" á fundi sínum sl. fimmtu- dagskvöld, eins og skýrt hefur verið frá. Voru engar meginbreytingar gerðar á þeim reglum um stjórn borgarinnar sem áður giltu og m.a. felld- ar tillögur minnihlutaflokkanna um fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 21 og borgarráðsmanna úr 5 í 7. I sambandi við afgreiðslu á samþykktinni var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Borgarstjórn Reykjaviklir samþykkir að fela sjö manna nefnd að athuga, hvort rétt sé aft gera breytingar á stjórn Reykjavíkurborgar, einkum að þvi er varðar fjölgun borgar- fulltrúa og borgarstjóra, svo og nefndakerfi borgarinnar. Nefndin skal kosin með hlut- fallskosningu af borgarstjórn. Nefndin hraði störfum eins og tök eru á og gefi borgar- stjóm skýrslu um störf sín og tillögur. HÚn getur kvatt Starfs- menn borgarinnar sér til að- stoðar.” 4 fulltrúar 1936 Eins og skýrt hefur verið frá, gerði Alfreð Gíslason grein' fyrir fjölmörgum breytingartil- lögum sem borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins lögðu fram við frumvarpið að samþykkt- inni en flestar voru þær felld- ar af íhaldsfulltrúunum. í sambandi við tillöguna um fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 21 rakti Alfreð nokkur sögu- leg atriði, er snertu tölu bæj- arfulltrúa eða borgarfulltrúa i Reykjavík og verður þess helzta úr þessum hluta ræðu Alfreðs getið hér á eftir: Með erindisbréfi frá 4. nóv. 1836 var ákveðið að bæjar- fulltrúar í Reykjavík skyldu vera 4 að tölu, 3 kosnir af hús- eigendum og úr þeirra hóp, en hinn fjórði af tómthúsmönn- um. 211 nemendur í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar var slitið í 36. sinn 1. júní s.l. Öskar Magnússon skólastjóri skýrði stuttlega frá skólastarfi á liðnu skólaári og úrslitum prófa. Innritaðir voru 211 nem- endtrr í 9 deildum. 1 fyrsta sinn frá stofnun skólans var enginn 1. bekkur starfræktur þar í vetur Sem leið. Fastir kennarar voru 14 auk skólastjóra, en stundakennarar voru 4. Undir gagnfræðapróf gengu 69, og stóðust 66. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Óli Már Aronsson úr verknámsdeild, 8,52, en næst- hæstur var Ólafur Símonarson úr bóknámsdeild með 8,21. 67 þreyttu unglingapróf, hæstu einkunn hlaut Guð- mundur Grímsson 8,52. 1 3,- bekkjarprófi var hæstur í verk- námsdeild Hólmgeir Pálma- son með 8,30, en í bóknáms- deild Jóhannes Rafn Kristjáns- son 7,95. 1 landsprófsdeild varð að þessu sinni hæstur á prófi Bjami Gíslason, 8,88. Verðlaun voru veitt þeim nemendum, er sköruðu fram úr í námi, og einnig þeim nem- endum, er unnu að félagsmál- um og höfðu á hendi trúnað- arstörf fyrir skólann. 15 í'ulltrúar síðan 1907 Tíu árum síðar, 27. nóvem- ber 1846, var gefin út „Reglu- gjörð um stjórn bæjarmálefna í kaupstaðnum Reykjavík” og með henni var bæjarfulltrúum fjölgað úr 4 í 6. Þá voru íbú- ar í Reykjavík 1097 talsins. Árið 1872 staðfesti konung- ur nýja „tilskipun um bæjar- stjóm í Reykjavík” og sam- kvæmt henni skyldi tala bæj- arfulltrúa ákveðin í sérstakri samþykkt og þeir aldrei vera færri en 7 og ekki fleiri en 13. Vora bæjarfulltrúar nú 9 tals- ins lengst af til ársins 1902, en þá var þeim fjölgað í 13. Með lögum 1907 var bæjar- fulltrúum fjölgað í 15 og hef- ^ ur sú tala haldizt óbreytt síð- an ustu árin hefur engin slík breyting verið gerð og hefur þó fjöldi íbúa í höfuðstaðn- um nær áttfaldazt á um- rasddu tímabili. Heimild til fjölgunar í Iögum í ræðu s'nni minnti Alfreð Gíslason á að í sveitarstjórn- arlögum þeim, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir 3 árum, var Reykjavík heimilað að fjölga borgarfulltrúum allt upp í 27. Lagði ræðumaður áherzlu á, að fjölgun borgarfulltrúa nú væri réttlætismál, henni væri ætlað að tryggja lýðræðislega hlutdeild íbúa höfuðborgarinn- ar í meðferð borgarmálefna. Svona er hann snotur að innan litli sænski „sumarbústaðurinn á hjólum“, þegar horft er inn um gluggann að aftan. Það er bjart og hreinlcgt um að litast í þessum skemmtilega bústað, sem kostar í Svíþjóð u.þ.b. 9000 sænskar krónur. BÍLAÞÁTTUR ’-G Alfreð Gíslason Úr 4 í 15; 1000 í 10000 Með öðrum orðum: ■Jd Þegar íbúar Reykjavíkur voru liðlega þúsund að tölu voru bæjarfulltrúar 4 talsins. ^•| Árið sem íbúatala Reykja- víkur komst yfir 2000 var bæj- arfulltrúunum fjölgað' úr 6 í 9. Þegar íbúatalan var um 6000, árið 1902, var bæjarfull- trúum fjölgað úr 9 í 13. ■fcj Árið 1907. þeg-ar íbúa- f jöldinn komst í 10 þúsund var bæjarfulltrúunum enn fjölgað um tvo, I 15. Óbreytt í 57 ár. Sem sagt: Á 61 ári voru fjórum sinnum gerðar breytingar á tölu bæjarfull- trúa í Reykjavík, en 57 síð- SKEMMTILEG T HJOLHYSI Hið þekkta sænska fyrirtæki, Trelleborg, sem er mest þekkt hérlendis fyrir framleiðslu á hjól- börðum og slöngum og öðrum varningi til bif- reiða og véla, hefur nú hafið framleiðslu á hús- vögnum, sem gerðir eru úr plasti, og hefur verk- smiðjan á boðstólum a.m.k. tvær stærðir þessara skemmtilegu hjólhýsa. Stærri gerðin af Trelleborg hjólhýsinu var fyrst aðeins framleidd í fáum eintökum og er dýr — kostar 25.000 sænsk- ar krónur. Aftur á móti býður hjólhýsi þetta upp á öll hugs- anleg þægindi. Á meginlandinu eru vagnar af þessari stærð eigulegir og skemmtilegir sum- arbústaðir, enda eru fjarlægð- ir þar meiri og vegir breiðari og margfalt betri en hérlendis. Traustur bústaður Burðargrind hjólhýsisins er úr styrktu plasti og er þar af leið- andi engin hætta á ryðskemmd- um. Grindin er fyllt frauð- plasti og er af þeim sökum hljóðeinangruð, stælt, eu jafnframt létt. Hjólhýsið er byggt með akst- ursöryggið fyrir augum fyrst og fremst. Það er tengt við bif- reiðina með iangri dragstöng og þyngdarpunkturinn er neð- arlega og þunganum skipt hlut- fallslega milli burðaröxuls og dráttarbifreiðar. Hjólin eru af stærðinni 750x14. Svokölluð torsionsfjöðrun er notuð á hjólaöxlinum og sterkir demp- arar tryggja mjúkar hreyfing- ar og koma í veg fyrir slæm högg. Segulhemlar eru á'hjólhýsinu og virka þeir samhliða heml- um dráttarbifreiðarinnar, en þó er hægt að láta þá vinna eina saman ef notuð er þar til gerð handtoremsa. Það síðast- nefnda getur komið sér vel á fjallvegum. Þá getur verið ör- uggara að nota hemla hjólhýs- isins eina saman, þegar farið er niður bratta og er þá minni hætta á þvf að hjólhýsið kast- ist til. Innréttingin er mög vönduð og einangrunin frábær. Loft- ræsting og upphitun eru það fullkomnar að þótt kalt sé úti er þægilegur hiti inni, og eng- inn saggi myndast þó allt að sex manns séu í húsinu í senn. svo er loftræstingunni fyrir að þakka. Hliðarrúður eru allar opnanlegar. Veggklæðning er að innan úr mahogny. Þrjú svefnpláss eru í húsinu, vönduð og þægi- leg og hægt er að koma þvi fjórða fyrir með litlum tii- kostnaði eða fyrirhöfn. Þar að auki er hægt að fá þrjú rúmstæði til viðbótar með því að nota fellibekki á veggina. Einnig eru í húsinu salemi, fataskápur. eldhúskrókur og tvö borð. Innrétting er ná- kvæmlega hugsuð með öll hugsanleg þægindi fyrir aug- um. 1 kaupunum fylgir einnig gaseldunartæki, tveir vatns- geymar og vatnsdæla, raflýs- ing, gardínur fyrir glugga, rúmstæðin þrjú með dýnum klæddum vönduðu áklæði á- samt sitabökum o. fl. „Bohem” heitír Sá litli Minni gerðin af þessum vönduðu hjólhýsum nefnist ..Bohem” og er orðin vel þekkt á Norðurlöndum. Húnerfram- leidd af AB Lamellplast í Ystad. Trelleborg hefur hönd í bagga með framleiðslunni og er byggingarlag ,,Bohems” svip- að og lýst er hér að framan en klæðning er úr plasti og einangrun einnig. Framhald á 7. síðu. J\ jp\ Kjarfart Gu&jón$scm| feiknaðí Herinn gekk alla daga utan að borginni, en borgamenn gmgu í vígskörð, og skutu hvorir á aðra, en um nætur sváfu þeir hvorirtveggju. En er Haraldur skildi það, að jarð- hús það var svo langt. að þá myndi vera komið inn um bargarvegginn, há lét hann vopnast lið sitt. Það var móti degi, er þeir gergu inn í jarðhúsið. En er þeir komu til enda, grófu þeir upp yfir höfuð sér, þar til er steinar urðu fyrir lími settir; það var gólf í steinhöllinni. Síðan brutu þeir upp gólfið og gengu upp í höllina. Þar sátu fyrir menn margir af borgarmönnum, snæddu þar og drukku, og var þeim það hinn mesti óvísavargEir, (Óvæntur háski) en sumir flýðu, þeir er því komu við.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.