Þjóðviljinn - 08.07.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.07.1964, Blaðsíða 10
Samningar gerðir um kaup og kjör verkafólks á Vestfjörðum ■ 4. þ.m. náðusit samningar milli Alþýðusambands Vest- fjarða og Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða um kaup og kjör verkafólks á Vestfjörð- um og gilda samningamir í eitt ár frá 5. þ.m. að telja. Eru þeir samsvarandi ný- gerðum samningum Dags- brúnar og Vinnuveitenda- sambandsins. Þjóðviljanum hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá A.S.V. um samningana: Undanfarið hafa staðið yfir á Isafirði viðræður á milli samn- inganefndar Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða um kaup og kjör verkafólks á Vestfjörðum. Sl. laugardagskvöld náðist samkomulag á milli aðila um nýjan samning. þó með þeim fyrirvara af beggja hálfu, að samkomulagið verði staðfest af viðkomandi verkalýðsfélögum og atvinnurekendum. Gert er ráð fyrir, að samn- ingurinn gildi frá og með 5. þ.m. og er gildistími hans eitt ár og er hann þá uppsegjan- legur með eins mánaðar fyrir- vara. Hinn nýi Vestfjarðasamning- ur er gerður samkvæmt sam- komulagi því, sem nýlega var gert á milli ríkisstjómarinnar. Alþýðusambands fslands og samtaka atvinnurekenda um stöðvun verðbólgú og kjara- bætur til handa verkafólki. Samningurinn felur í sér öll sömu ákvæði varðandi kaup- gjald, vinnutíma og önnur kjaraákvæði, sem gilda í Reykjavík samkvæmt nýgerðum samningi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar við Vinnuveitenda- samband íslands. Samningur þessi nser til allra verkalýðsfélaga á Vestfjörðum, en sambandssvæði Aiþýðusam- bands Vestfjarða er Vestfjarða- kjördæmi. Formaður Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða er Ólafur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri. fsafirði. en forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða er Björgvin Sighvatsson, fsafirði. <S>- Fræðslumynd Krabbimeinsfé- lagsins fiölsóti Krabbameinsfélagið hafði kvikmyndasýningu í Gamla bíói í gærkvöld og var þar sýnd fræðslumynd um vamir gegn krabbameini. Sýning þessi var í sambandi við opnun stöðvar Krabbameinsfélagsins til leitar á krabbamein í legi kvenna, og var sýningin aðeins fyrir kon- ur. Sýningin i gærkvöld var svo fjölsótt að margar konur urðu frá að hverfa og hefur þvi ver- ið ákveðin önnur sýning kl. 8 i kvöld í Gamla biói. Söltunarstúlkur í NeskaupstaÍ ★ í gær birtum við eina mynd frá Neskaupstað sem tekin var er söltun hófst þar sl. sunnudag hjá söltunarstöðinni Ás. ★ Hér birtum við tvær myndir til viðbótar er teknar voru við sama tækifæri. DIOflMUmi Miðvikudagur 8. júlí 1964 — 29. árgangur — 150. tölublað. M Bændur mótmæla sjónvarpinu * Á þridálka myndinni sjást þrjár ungar söltunarstúlkur en þær eru talið frá vinstri: Guðrún Magnúsdóttir, 16 ára, og systurnar Sveinbjörg og Sólveig Einarsdætur en þær eru 14 og 12 ára. ★ Eindálka myndin er af sjö barna móður í Neskaupstað, Klöru Hjelm, og er þetta þriðja sumarið sem , hún saltar hjá i stöð. — (Ljósm. H. G.). Miðjanesi, Reykhólasveit — Bún- aðarsamband Vestfjarða hélt að- alfund sinn að Birkimel á Barðaströnd dagana 22. og 23. júní sl. Formaður sambandsins er Guðmundur Ingi Kristjáns- son skáld á Kirkjubóli. 17 kjörn- ir fulltrúar sóttu fundinn auk stjórnar sambandsins og héraðs- ráðunauta. Síðustu 2 ár hefur starfað nefnd á vegum sambandsins við athugun á sérstöðu Vestfjarða í búskaparlegu tilíiti og hvað unnt sé að gera til að koma í veg fyrir að fólk yfirgefi jarðir og heil byggðarlög hér. Þá átaldi fundurinn harðlega, að þrátt fyrir ný vegalög og stóraukin fjárframlög til vegagerðar í landinu skuli hlutur Vestfjarða hafa stórversnað og minnkað hlutfallslega. Fundurinn samþykkti einróma að lýsa eindregnu fylgi við á_ skorun sextíu listamanna og menntamanna til alþingis að banna sjónvarp ameriska hers- ins á íslandi. — J.J.J, Jeppavegur milli Kleifar og Kúgils Árskógsströnd. — Þeir Jón Bjamason á Árskógsströnd og Haddur Júlíusson á Akureyri létu það vera fyrsta verk nýrr- ar 15 tonna jarðýtu, sem þeir hafa eignazt, að ryðja jeppaveg milli Kleifar og Kúgils sem er 4 km. sunnar hér j dalnum. Verður þetta til að auðvelda mjög smalamennsku, en sneið- ingurinn í hlíðum Klifsins er í reynd sannkallaður tröllavegur. og hefur Klifið verið mjög illt yfirferðar. Nú er það aðeins eyðiþýlið Hrafnagil sem ekki er í vegasambandi hér í sveitinni. Allar framfarir hér eru okkur mikið gleðiefni og o.kkur dreym- ir um að þeir tímar komi að dalurinn byggist aftur. Þorvalds- dalur er sumarfagur mjög og skemmtilegt viðfangsefni á ýms- um sviðum jarðfræðinnar — E.P. Búnaðarbanki í stað sparisjóðsins Þrír piltar dæmdir fyrir til- raun til nauigunar 1. þ.m. kvað Halldór Þor- björnsson sakadómari upp dóm í sakadómi Reykjavíkur í máli þriggja pilta er voru sekir fundnir um að hafa ráðist á 15 ára gamla stúlku aðfaranótt 30. ágúst í fyrra í Hljómskála- garðinum, svipt hana klæðurn og gert sig líklega til að taka hana nauðuga. Einn piltanna sem er 19 ára að aldri var dæmdur í 1 árs fangelsi óskilorðsbundið annar piltanna, 18 ára gamall. var dæmdur til hælisvistar þar eð hann er ekki talinn að fullu geðheill. Þriðji pilturinn sem er 2 menn dæmdir fyrir líkamsárás 6. þ.m. var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur af Hall- dóri Þorbjömssyni sakadómara dómur í máli tveggja manna sem ákærðr voru fyrir að hafa ráðizt á mann á Hverfisgötu aðfaranótt 31. ágúst 1963, var annar þeirra einnig ákærður fyrir að hafa rænt manninn úri og 400 krónum í peningum svo og fyrir að hafa framið inn- brotsþjónað. Sá hinna ákærðu sem kærður var fyrir árás, rán og innbrt var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hinn í þriggja mán- aða varðhald fyrir líkamsárás Þá var hinum ákærðu gert að greiða kr. 5000 i skaðabætur. aðeins 15 ára gamall hlaut 1 árs fangelsi skilorðsbundið. Þá var hinum ákærðu gert að greiða stúlkunni 15 þúsund krónur . i miskabætur. Auk piltanna þriggja sem dóm hlutu, tóku þátt í árásinni á stúlkuna tveir 14 ára piltar en þar sem þeir eru innan við sakhæfisaldur var ekki höfð- að mál gegn þeim. Verjandi piltanna telur dóminn yfir piltunum mjög þungan, og verði honum áfrýjað til Hæsta- réttar. Skozkt flugfélag gegn Loftleiðum Sauöárkróki — Cm síðustu mánaöamót opnaði Búnaðar- bankinn nýtt útibú hér á Sauð- árkróki og yfirtók rekstur spari- sjóðsins sem hér hefur starfað. f tilefni af þessu var boðið til veizlu í samkomuhúsinu Bif- röst um síðustu helgi, þangað var boðið forystumönnum bæj- ar- og sveitafélaga hér í sýslu. ábyrgðarmönnum sparisjóðsins og öðrum gestum. Baldur Ey- þórsson bankaráðsform. stýrði hófinu, en Jón Pálmason á Akri hélt ræðu og skýrði í hverju rekstur útibúsins yrði fólginn. Fleiri ræður voru haldnar og voru menn á einu máli um að stofnun útibúsins væri spor í rétta átt. Með þessu er Spari- sjóðurinn þó ekki alveg lagður niður, ábyrgðarmannakerfi hans verður áfram við Iýði, þeir munu halda sinn aðalfund ár- lega og í samningum við Bún- aðarbankann geta þeir gert til- lögur um og haft áhrif á rekst- ur útibxisins að einliverju leyti. Sparisjóðurinn átti talsverðar eignir, um fjórar mil.iónir króna, og verður það að sjálfsögðu lagt til ávöxtunar í Búnaðarbankan- um. Starfslið verður hið sama og var í sparisjóðnum, útibús- stjóri er Ragnar Pálsson og gjaldkeri Sigurður B. Jónsson. — H.S. Drenglundin ekki með í för Miðjanesi, Reykhólasveit. — Drenglundin virðist ekki vera með í för í hverjum bíl sem um vegi ekur. Bóndinn á Þórisstöð- um í Þorskafirði hefur þá sögu að segja að bílar hafi drepið fyrir sér fjögur lömb nú í vor. Aðeins einn bílstjórinn gaf sig fram til að bæta brot sitt. Hjá hinum hefur orðið helzt til djúpt á heiðarleikanum og drenglund- inni, svo að ekki sé á hitt minnzt að gætninni hafi einnig verið áfátt um of. — J.J.J. Illfiski spillir selveiði LONDON 7/7 — Skozkt flugfé- lag, Caledonian Airlines, hefur sótt um Ieyfi til lægri flugfar- gjalda, og er þetta gert til þess að bæta keppnisaðstöðu félags- ins gagnvart Loftleiðum. Flugfélagið hefur sótt um það til , viðkomandi yfirvalda að mega fljúga farþegum fyrir 30°,o lægra verð en leyfilegt er sam- kvæmt reglum IATA. Þrjú ensk flugfélög. BOAC, Boac-Cunard og British Eagle Airways. hafa hinsvegar lýst sig þessu mót- fallin. Bandarískur lögfræðingur, Leonard Benchick að nafni og fulltrúi hins skozka flugfélags, hefur skýrt svo frá, að .félagið vonist til þess að geta flutt 15.000 farþega árlega, nái far- gjaldalækkunin fram að ganga. Sé helfningur þeirra fólk. sem ella myndi ferðast með Loft- leiðum. Bílslys í Langadai Um miðjan dag í gær varð það slys norður í Langada). að bíll fór út af veginum á beygjunni við Æsustaði og síð- an margar veltur. Bíllinn er frá Isafirði og i honum voru hjón með þrjú böm, konan slas- aðist talsvert og var flutt á sjúkrahúsið á Blönduósi, en aðrir sluppu ómeiddir. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Miðjanesi, Reykhólasveit. — Hl- hveli eða illfiski eitthvert hefur spillt selveiði á Gilsfirði í vor. Sézt hefur er sævarbúi þessi var að granda sel og styggja. Mestan skaða hefur hann gert við Akureyjar og víðar á veiði- svæði Steinólfs í Fagradal og félaga hans, þá er talið að ó- friðarins af illfiskinu hafi gætt vestur í eyjar. Bezt mun sel- veiðin vera við Þorskafjörð. Sclskinn mun enn hafa hækkað í verði og kemst kannski upp í 2000 kr. stykkið. Kaupstaðarbú- ar ýmsir, sem náð hafa tang- arhaldi á eyðijörðum hér vestra, standa í vosi við lagnir. Líklega er hvorki þeim eða öðrum greiði gerður með því að fara að tí- unda hvern sel sem þeir veiða, og veitti þó ekki af að eitthvað kæmi í stað síldveiðiskýrslunn- ar. — J.J.J. Nýr skeiðvöllur við Ölver Akranesi í gær — Um 30 hestar voru reyndir á nýjum skeiðvelli Hestamannafélagsins Dreyra við Ölver á sunnudaginn. Völlur þessi er í hinu skemmti- legasta umhverfi og á vafalaust eftir að draga að sér marga hestamenn. Völlurinn héfur ver- ið búinn til að mestu í gjafa- vinnu undir stjóm Guðmundar Péturssonar ráðunauts og sýnir það mikla framtaksemi félags- manna en Dreyri er hestamanna- félag Akumesinga og Borgfirð- inga sunnan Skarðsheiðar. Mótið hófst með ræðu Péturs Ottesen fyrrv. alþingismanns. — Að ræðu hans lokinni fór fram hópreið og tók mikill fjöldi hestamanna þátt í henni. Þar á eftir hófust kappreiðar. I folahlaupi varð fyrstur Blesi, fimm vetra á 18,9 sek., eigandi Dagbjartur Dagbjartsson, Akra- nesi. 1 300 metra stökki varð fyrstur Móri Skúla Kristjánsson- ar í Svignaskarði á 24.8 sek. 1 350 metra stökki sigraði Tilberi Skúla Kristjánssonar á 29,4 sek. í 250 metra skeiði sigraði Blesi á 28,4. eigandi Magnús Ingimund- arson Kjalardal, en enginn hest- ur náði tilskildum tíma til verð- launa. Sami hestur varð einnig sigurvegari í góðhestakeppninni. Þrátt fyrir fremur óhagstætt veður var margt manna á mót- inu. — Þ.V. 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.