Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. júlí 1964 ÞJ6ÐVILJINN SlÐA 3 Ú Þant, framkvœmdastjóri SÞ: Krústjoff ómildur í máli Sovézka tilfagan um friðar- gæziulið SÞ vekur athygli Bandaríkjastjórn ekki algerlega andvíg henni, slær þó varnagla WASHINGTON 8/7 — Tillaga sovétstjórnarinnar um að komið verði upp sérstöku friðargæzluliði Sameinuðu þjóð- anna, sem heyri undir Öryggisráðið, hefur vakið athygli og fengið allgóðar undiritektir á vesturlöndum, þótt slegn- ir séu varnaglar. Það hefur einnig vakið nokkra fengið allgóðar undirtektir á athygli með hvaða hætti kunn- ugt varð um tillöguna. Það frétt- ist fyrst af henni þegar japönsk fréttastofa skýrði frá því í fyrradag að sovézki sendifull- trúinn í Tokio hefði afhent ut- anríkisráðherra Japans orðsend- ingu varðandi þessa tillögu. Þá könnuðust hvorki utanríkisráðu- neyti vesturveldanna né sendi- ráð þeirra í Moskvu nokkuð við hana, en síðar afhenti að- alfulltrúi Sovétríkjanna hjá SÞ, Federenko, fulltrúum vesturveld- anna og Ú Þant framkvæmda- stjóra afrit af tillögunni. Undir Öryggisráðinu Enn er lítið kunnugt um ein- stök atriði hennar, en ætlunin mun vera að friðargæziluliðið verði undir stjóm öryggisráðs' ins, þar sem stórveldin hafa neitunarvald. og vera jafnvel eingöngu skipað mönnum frá þeim ríkjum sem þar eiga fasta- fulltrúa. Eitt þeirra ríkja sem á fastafulltrúa í ráðinu er Formósa Sjang Kajséks, en þyk- ir þó næsta ótrúlegt að sovét- stjómin vTji fela mönnum hans friðargæzlö' á vegum SÞ. Tillagan hefur sem áður segir vesturlöndum, enda þótt engar opinberar yfirlýsingar um hana liggi enn fyrir. Haft var eftir góðum heimildum í London að brezka stjórnin teldi tillöguna mjög athyglisverða og myndi kynna sér hana gaumgæfilega. Sovézka orðsendingin sem brezku stjórninni barst í gaer er sögð vera alllangt skjal. í Washington var sagt að Bandaríkin myndu ekki lýsa sig algerlega andvig tillögunni, en sennilega setja það fyrir sig að gert er ráð fyrir að friðar- gæzluliðið lúti stjóm öryggis- ráðsins sem háð er neitunarvaldi stórveldanna, en ekki allsherj- ariþingsins, þar sem meirihluti nægir til ákvarðana. Ú Þant sagði á blaðamanna- fundi sínum í New York í dag að tillagan væri mjög athyglis- verð. Hann benti um leið á að sovétstjórnin leggur meginá- herzlu á að Öryggisráðið eitt hafi samkvæmt stofnskrá SÞ heimild til aðgerða gegn friðrof- um, en stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hafi áður lýst sig andvíga því sjónarmiði. Lev Landau var sakaður um njósnir í þágu Þjóðverja MOSKVU 8/7 Sovézki eðlisfræö- ingurinn Lev Landau, sem fékk nóbelsverðlaunin 1962, segir í „Komsomolskaja Pravda“ í dag að hann hafi á Stalinstímanum setið í fangelsi, sakaður um njósnir í þágu Þjóðverja. Grein þessa skrifar Landau i tilefni sjötugsafmælis hins mikla sovézka kjameðlisfræðings, Pjotr Kapitza, en hann segir að það látinn laus eftir árs dvöl í fang- elsinu. Það var í byrjun heimsstyrj- aldarinnar sem Landau var fang- elsaður. — Fáránlegar sakir voru bornar á mig. Nú er manni skapi næst að hlæja að þessu. en þá var mér ekki hlátur í huga. Kapitza gekk sjálfur á fund ráðamanna í Kremi og krafðizt þess að Landau yrð! látinn laus. — Það þarf ekki að taka það hafi eimvörðungu verið Kapitza I fram að til bess þurfti einstakt að þakka að harm hélt lífi og var I hugrekki, segir Landau. Það þykir tíðindum sæta í Evrópu að maður á vitsmunastigi kúreka úr villta vestrinu ætli sér þá dul að taka við forystu voldugasta ríkis auðvald sheimsins. Eugu að siður er það staðreynd að nú má telja algerlega víst að Barry Goldwater, öldungadeildarmaður og kúreki frá Arizona, verði í framboði fyrir Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þing flokksins sem út- nefna mun forsetaefni hans hcfst í San Francisco á mánudaginn og Goldwater er talínn eiga vís- an stuðning meirihluta fulltrúa. Það hcfur komið i ljós að 60 af 100 fulltrúum í hinni mikilvægu dagskrárnefnd þingsins styðja Goldwater, en nef ndin getur valdið miklu um gang mála á því. I MYNDIN sýnir að Goldwater hefur síður en svo nokkuð á móti því að lcika hlutverk kúrekans. Vandamálin í Suður- Vietnam verða ekki leyst með stríði NEW YORK 8/7 — Ú t*ant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi í dag óbeinlínis Bandaríkin fyrir stríðsævintýri þeirra í Suður- Vietnam, þegar hann lýsti því yfir á fundi með blaðamönnum í aðalstöðvum samitakanna, að vandamál Suður-Vietnams yrðu ekki leyst með hemaði, heldur bæri að leita lausnarinnar við samningaborðið. Hann lagði því til að kölluð yrði saman ráðstefna þeirra ríkja sem áttu fulltrúa á Genfarráðstefnunni um Indókína. Varar við íhlutun á Kúbu og Kýpur MOSKVU 8/7 — í ræðu sem Krústjoff forsæþisráðherra hélt í dag yfir nýskipuðum foringjum í hernum fór hann hörðum orðum um Bandaríkin, Tyrkland og Atlanzhafs- bandalagið og sagði að íhlutun þeirra á Kúbu og Kýpur gæti orðið afdrifarík. Ú Þant sagði að það yrði æ Ijósara með hverjum degi að hernaðaraðgerðir gætu ekki orð- ið til að koma á friði í Suður- Vietnam. Eina skynsamlega leið- in til lausnar- vandanum væru viðræður og samningaumleitan- ir allra aðila sem hlut ættu að máli. Enn æflti að vera von til þess að slíkar samningaviðræð- ur bæru árangur, enda þótt mjög væri farið að halla und- an fæti. Samningur milli Kína og Rúmeníu BÚKAREST 8/7 — Stjórnir Kína og Rúmeníu hafa gert með sér samning um aukna sam- vinnu um landbúnað, matvæla- iðnað og olíuvinnslu. Sameiginl. nefnd þeirra hefur setið á rök- stólum í Búkarest síðustu níu daga og fjallað um visinda- og tæknilega samvinnu landanna á þessum sviðum. Kínverjar gerðu nýlega svipaðan samning við Pólverja. Fréttamönnum var ljóst að enda þótt Ú Þant hefði ekki nefnt Bandaríkin sérstaklega á nafn eða íhlutun þeirra í mál- efni Suður-Vietnams voru þessi ummæli hans harðorð fordæm- ing á stefnu þeirra. Aðspurður sagði hann að hann hefði margsinnis skýrt aðalfull- trúa Bandaríkjanna hjá SÞ, Adlai Stevenson, frá þessu við- horfi sínu. Hann hefði undan- farin tiu ár, eða allt frá þvi að Genfarráðstefnan um Indó- kína kom á friði þar, verið sannfærður um að sá friður yrði aldrei tryggður með vald- beitingu og hemaðáraðgerðum. Hann kvað Sameinuðu þjóð- irnar hins vegar ekki hafa tök á því að hlutast til um mál Suður-Vietnams eins og nú stæði, m.a. vegna þess að ýms þau ríki sem ættu þar mestan hlut að væru ekki í samtökun- um. Hins vegar gætu SÞ síðar orðið þar að gagni, t.d. með því að sjá um að framfylgt yrði samningum sem gerðir væru. Ekki virðast horfur á að Bandaríkjastjórn láti sér segj- ast við þessi alvarlegu viðvör- unarorð framkvæmdastjórans. Um sama leyti og Ú Þant ræddi við blaðamenn í New York sagði hinn nýskipaði sendi- herra Bandaríkjanna í Saigon, Maxwell Taylor hershöfðingi, að hann teldi að Bandaríkin fylgdu nú alveg réttri stefnu í barátt- unni við skæruliða kommúnista í Suður-Vietnam. Eina sem með þyrfti væri að henni væri fylgt af festu og ég er viss um að það verður gert á næstu mán- uðum, sagði hershöfðinginn. MOSKVU 8/7 Málgagn sovézka kommúnistaflokksins, „Pravda", birtir í dag grein þar sem sagt er að kínverska stjórnin sýni stjórn Salazars í Portúgal furðu- legt umburðarlyndi. I greininni er minnzt á orð- róm sem birtur hefur verið í blöðum á vesturlöndum um að Kína og Portúgal muni á næst- unni taka upp stjórnmálasam- band sín á milli, og er það talið undarlegt að þessi orðrómur skuli ekki hafa verið borinn til baka i Peking. Kínverskir ráðamenn láti sem þeir séu hinir einu sönnu bylt- Hann hafði áður setið á fundi með Khanh hershöfðingja. Óhugsandi Og j Honolulu á Hawaii sagði Harry Felt flotaforingi, sem fyr- ir skömmu lét af starfi sem yf- irmaður alls herafla Bandaríkj- anna á Kyrrahafi, að hann gæti ekki hugsað sér að Bandaríkin yrðu að lúta í lægra haldi í stríðinu í Suður-Vietnam. Ef svo færi, myndi það leiða til þess að allir vinir og bandamenn þeirra í Asíu myndu bregðast þeim. ingarsinnar en orðagjálfur þeirra komi heldur illa heim við þá staðreynd. að þeir láti Portúgöl- um haldast uppi að hafa ný- lendu, Macao, á strönd Kína og hafi' vinsamlegt samband við ýmsar undirtyllur Portúgala þar, m.a. formann verzlunarráðsins í nýlendunni, mann að nafni Ho Jing, sem standi fyrir ópíum- flutningi frá Kína til Macao. Hann sagði að Sovétríkin væru andvíg landvinningastríðum, en myndu af fremsta megni aðstoða hverja kúgaða þjóð sem berðist fyrir frelsi sínu gegn nýlendu- herrum og heimsvaldasinnum. — Við álítum að slíkar þjóðir hafi rétt til að grípa til vopna til varnar sjálfstæði sínu og frelsi og við hjálpum þeim ekki að- eins í orði, heldur einnig í verki, sagði Krústjoff. Haldi Bandaríkin áfram að brjóta gegn lofthelgi Kúbu og hlutast til um innanlandsmál Kúbumanna. getur það haft hinar alvarlegustu afleiðingar, sagði hann ennfremur. Sama máli gegndi um íhlutun Stjórnarmyndun- in í Kongó erfið LEOPOLVILLE 8/7 — Það ætl- ar að ganga erfiðlega fyrir Moise Tshombe að koma sam- an stjórn í Kongó, og virðist greinilegt eins og búizt hafði verið við að Kasavúbú forseti kæri sig ekki um að hann taki við stjómartaumunum. Kasavú- bú hefur fjórum sinnum síðustu tvo dagana neitað að taka á móti Tshombe. annarra rikja á Kýpur. — Kýp- urvandamálið mun leysast af sjálfu sér, ef verkamenn og bændur af tyrkneskum og grísk- um stofni fá að jafna ágrein- inginn í friði án íhlutunar framandi afla. Við erum ná- grannar Tyrkja og viljum búa með þeim í friði og vináttu. En því miður eru í Tyrklandi þau öfl að verki sem vilja setja Kýpurbúum afarkosti, en hóta ella vopnaðri ihlutun. Suður-Ródesía á samveldisfundi LONDON 8/7 — Ljóst er orð- ið að ástandið i Suður-Ródesíu verður höfuðmálið á ráðstefnu forsætisráðherra brezku sam- veldislandanna sem hófst í London í dag. Fulltrúar hinna sjö afrísku samveldislanda fengu komið því fram að það mál yrði annað í röðinni á dagskrá ráð- stefnunnar, á eftir almennum umræðum um heimsástandið. Brezka stjórnin beið ósigur á ráðstefnunni, en hún hefur vilj- að halda því fram að hvorki Bretland né önnur samveldis- lönd geti skipt sér af gangi mála i Suður-Ródesíu. Kúrekinn sem ætlar sér í Hvíta húsið Grein r „Pravda" Deilt á Kína fyrír mildi við Portúgala

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.