Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 12
I n c . Þýtt margt íslenzkra bóka í Tékkóslóvakíu I Jan Rak. Tékkneskur menntamaður, Jan Rak, er nýfarinn af land- inu eftir hálfs mánaðar dvöl hér og hafði blaðið samband við hann skömmu áður en hann steig inn í flugvél. llann var boðinn hingað af Tékknesk-íslenzka menn- ingarfélaginu og einnig veitti Menntamálaráðuneytið heim- sókn hans nokkurn stuðning og vildi hann fyrst af öllu þakka kærlega þeim aðilum sem stóðu að boðinu og ekki sízt Bimi Þorsteinssyni, for- manni TlM og Halldóri Lax- ness. Jan Rak er bókmennta- fræðingur og hefur einkum lagt fyrir sig Norðurlanda- bókmenntir. Hann byrjaði að læra íslenzku fyrir sextán árum og árið 1950 kom út á tékknesku fyrsta þýðing hans á íslenzkri bók og var það Atómstöðin. Síðan hefur hann þýtt fleiri bækur Hall- dórs Laxness, þeirra á meðal Islandsklukkuna og Heims- ijós. Ég hef. sagði Jan Rak, gef- ið út greinasafn um Norður- landabókmenntir fyrir nokkr- um árum. Og hingað kom ég til að safna efni um íslenzkar bókmenntir í pistil sem birt- ur verður í safnriti um Evr- ópubókmenntir frá 1948 til okkar dags. Hér hef ég rætt við marga ágæta menn, feng- ið hjá þeim upplýsingar og kynnzt skoðunum þeirra — þeirra á meðal eru Sigurður Nordal og Jakob Benediks- son og ýmsir rithöfundar. Þetta hefur verið góð ferð og ég hef kynnzt mörgu skemmtilegu þótt ég hafi ekki haft tíma til að ferðast neitt að ráði né heldur til að kynnast íslenzku leikhúslífi — nema þá Sardasfurstinnunni blessaðri. Og ég vona að ég eigi eftir að endurnýja kunn- ingsskapinn við Island — því vissulega á ég margt óséð og það er auk þess ekki vel gott að geta aðeins lesið íslenzku en ekki talað mál- ið. Á því þyrfti ég að ráða nokkra bót. I fljótu bragði virðist ekki ýkja margt sameiginlegt með þessari norðlægu og hrjóst- R ugu eyju og ættlandi mínu. fe Þó má finna margar hlið- " stæður í tékkneskri og ís- lenzkri sögu og það er vissu- lega ekki hvað sízt vegna þess að báðar þjóðirnar hlutu að berjast lengi fyrir sjálf- stæði sínu og menningu. Og það hefur lengi verið góð- ur áhugi á íslandi í Tékkó- slóvakíu þótt vík sé á milli vina. Við höfum þýtt margt úr íslenzku — eigum til að mynda ágæta Edduútgáfu. Nýléga kom Grettla út á tékknesku og von er á Njálu bráðlega. Bók Einars Olgeirs- sonar um íslenzka þjóðveldið seldist upp á hálfum mánuði í tékkneskri þýðingu. Stutt skáldsaga eftir Ólaf Jóhann kom út ekki alls fyrir löngu og ráðgert er að þýða Halldór Stefánsson og Jónas Ámason. * * I Si I 92 E>ús. sáu sýningar Þjóð- leikhússins á liðnu leikári □ — Ég fel að nýlokið leikár sé eitt af beztu og listrænustu leikárum Þjóðleikhússins frá upp- hafi, bæði hvað snertir leiksýningar, fjölbreytni í verkefnavali og aðsókn, sagði Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjóri er hann ræddi við frétta- menn í gær. Nýtt íslenzkt leik- rít sýnt í Þjóileik- húsinu næsta haust Fyrslu verkefni Þjóðleikhúss- in* á hausti komanda verða leikritin „Kraftaverkið“, erlent leikrit sem byggt er á ævisögu Helen Keller, og „Forsctaefnið“ nýttt leikrit eftir Guðmund Steinsson. Hafa bæði þessi leikrit verið æfð i vor. Leikstjóm í „Krafta- verkinu" annast Klemenz Jóns- son. Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri kvaðst, í samtali við Þjóðviljann í gær, gera ráð fyrir að sýningar yrðu teknar upp að nýju í Þjóðleikhúsinu á hausti komanda á söngleiknum ,,Táningaást“ eftir Ernst Bmun Olsen og Finn Savery, og „Sard- asfurstinnunni" eftir Emmerich Kálmán. Þá verða að nýju hafnar í haust sýningar á „Kröfuhöf- um“ Strindbergs, en það leik- rit var sem kunngt er sýnt einu \ sinni í Þjóðleikhúsinu í vor f sambandi við listahátíðina. Sýn- Leikárinu lauk sl. mánudags- kvöld með 7. og síðustu sýningu Kief-ballettsins. Á árinu voru sýnd 12 verkefni, þar af 2 gesta- leikir. Alls urðu sýningarnar 213, þar af 2 utan Reykjavíkur, en sýningargestir á leikárinu urðu 91.823, þar af 378 utan Reykjavíkur. Er þetta talsvert meiri aðsókn en á leikárinu 1962—’63 (þá voru áhorfendur um 86 þúsund talsins) en mun meiri en leikárið 1961—’62 (þá voru leikgestir um 67 þúsund). Sætanýting í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári var um 70% Og ér það mjög góð hlutfallstala mið- að við ríkisleikhús erlendis þar sem 55—60% sætanýting þykir góð aðsókn. Srá yfir sýningar og tölu leik- húsgesta á leikárinu: 1. Andorra eftir Max Frisch. Leikstjóri: Walter Fimer. 2 sýningar utan Reykjavíkur, 9 sýningar í Reykjavík. Sýning- argestir 378 utan Reykjavíkur. 2.012 í Reykjavík. 2. Gestaleíkur Konunglega danska ballettsins. Ballett- meistari: Niels Bjöm Larsen. Hljómsveitarstjóri: Ame Hammelboe. 7 sýningar. Sýn- ingargestir 3.983. 3. Gísl eftir Brendan Behan. Leikstjóri: Thomas Mac Anna. 44 sýningar. Sýningargestir 16.858. 4. Flónið eftir Marcel Achard. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 16 sýningar. Sýningargestir 3.353. Guðlaugur Rósinkranz. þj óðleikhússt j óri 5. Dýrin í Hálsaskógi barnaleik- rit eftir Thorbjöm Egner. Leikstjóri: Klemenz Jónsson, Hljómsveitarstjóri: Carl Bill- ich. 8. sýningar. Sýningar- gestir 3.830. 6. Hamlet eftir William Shake- speare. Leikstjóri: Benedikt Ámason. 38. sýningar. Sýning- argestir 16.594. 7. Læðurnar eftir Walentin Chorell. Leikstjóri; Baldvin Halldórsson. 11 sýningar. Sýningai-gestir 3.011. 8. Mjallhvít barnaleikrit eftir Margarete Kaiser. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Hljómsveit- arstjóri: Carl Billich. 32. sýn- ingar. Sýningargestir 19.644. 9. Táningaást eftir Ernst Braun Olsen Tónlist eftir Finn Savery. Leikstjóri: Benedikt Ámason. Ballettmeiestari: EriJc Bidsted. Hljómsyeitarstjóri: Jón Sigurðsson. 19 sýningar. Sýningargestir 6.823. Framhald á 9. síðu. Guðmundur Stcinsson ingamar í haust verða í Lind- arbæ, húsnæði því sem leik- húsið hefur leigt í félagsheimili Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur við Lindargötu. Litla sviSih í Lind- arbæ nothæít íhaust 100 þúsund mól komin i bræðslu ó Neskuupstuð Neskaupstað 8. júlí. Tíu bát- ar komu hingað í gær með tæp 3000 mál síldar til bræðslu. Þau voru: Sólrún ÍS 400, Kópur KE 200, Blíðfari SH 300, Þráinn NK 150, Sæfari NK 400, Grótta RE 600, Anna SÍ 150, Náttfari ÞH 400, Hrafn Sveinbjamarson III. 100, Akraborg EA 150. Löndun úr þeirr, er að ljúka og hefur síldarverksmiðjan hér þá tekið við 100 þúsund málum. í þróm munu vera um tuttugu þúsund mál og endast þau verk- smiðjunni 4—5 daga. f gær var hér no^ð-austan hvassviðri og snjóaði í fjöU og leituðu margir síldarbátar hér hafnar. f dag hefur veðrið geng- ið niður en bræla er enn úti- fyrir. f gærkvöld var dansað en í kvöld sýnir Sumarleikhúsið Ærsladrauginn tvívegis í Egils- búð. — HG. Stöðugt er unnið að innrétt- ingu húsnæðis þess, sem Þjóð- Icikhúsið hefur tekið á leigu til tveggja ára f Lindarbæ, húsi Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur við Lindargötuk HAPPDRÆTTI ÞJÖÐVILJANS Vinningsnúmer birt á morgun Gerið skil í dag Þama í húsinu verður komi fyrir leiksviði, álika stóru o þau sem bezt gerast í félagi heimilum úti á landi, tveii búningsklefum og áhorfendasa sem rúmar um 120 manns í sæt auk lítils hliðarsalar þar sei um 20 manns geta setið. Húsakynni þessi verða notuð til æfinga og þar verður Ball- ettskóli Þjóðleikhússins til húsa, en við forstöðu skólans næsta haust tekur nýr ballettmeistari, Fay Wemer frá Lundúnum. Gert er ráð fvrir að á leik- sviðinu í Lindarbæ verði sýnd leikrit sem ekki þarfnast viða- mikilla leiktjalda. Er þegar á- kveðið að sýna leikrit Strind- bergs „Kröfuhafa" á litla svið- inu. Fimmtudagur 9. júlí 1964 — 29. árgangur — 151. tölublað. Útgerðarráð rek ur á eftir FÍB Á fundi Útgcrðarráðs sl. mánu- dag var rætt á víð og dreif um útgerð togaranna og var fram- kvæmdastjórunum falið að ítreka við stjórn Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda samþykkt Útgerðar- ráðs frá 23. marz sl. svohljóð- andi: „Framkvæmdastjórunum er falið að hreyfa þvi við Félag ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda að félagið leiti eftir þvi að ís- lenzkum toguram verði heimiluð veiði á ákveðnum takmörkuðum svæðum innan landhelgi á viss- um árstímum enda sé þess gætt að ekki sé stunduð togveiði á hrygningarsvæðum eða uppeld- isstöðvum nytjafisks. Jafnframt séu fiskveiðar íslenzkra fiski- skipa með netum og nótum tak- markaðar um hrygningartímann á hrygningar- og uppeldissvæð- um“. Jafnfram var framkvæmda- stjóranum falið að beita sér fyr- ir því við Fiskideild Atvinnu- deildar Háskólans að gerðar verði tilraunir til veiða með flotvörpu á meira dýpi en reynt hefur ver- ið til þessa. Aðeins þrír af átta togurum bæjarútgerðarinnar era nú að veiðum, Hallveig Fróðadóttir, Þorsteinn Ingólfsson og Pétur Halldórsson. Skúli Magnússon liggur í Reykjavík vegna mann- eklu, Ingólfur Amarson er í 16 ára flokkunarklössun í Reykja- vík, Þormóður goði í vélarhreins- un í Reykjavík, Þorkell máni í 12 ára flokkunarviðgerð í Eng- landi en er væntanlegur þaðan um miðjan þennan mánuð. Árekstur i Langadal I fyrrinótt varð allharður á- rekstur í Langadal í Húnavatns- sýslu, skammt frá Svartárbrúnni. Þama keyrðu saman tvær bif- reiðir, var önnur þeirra frá bílaleigu í Reykjavík en í hinni vora menn sem vinna að raf- lögnum í Svartárdal. 1 bílaleigu- bílnum vora 5 útlendingar og slösuðust tveir þeirra, mun annar hafa fengið heilahristing og hinn rifbeinsbrotnað. I hin- um bílnum skarst einn farþegi illa á andliti. Hinir slösuðu voru allir fluttir á sjúkrahúsið á Blönduósi. Landskeppni í sundi við Dani Sund-iandsliðið ler utan í dag ■ íslenzka sundlandsliðið heldur utan til Danmerkur í dag, en landskeppni íslands os Danmerkur í sundi verður háð í Kaupmannahöfn dagana 12. og 13. þ.m. Keppninni verður hagað þann- ig, að einn sundmaður frá hvoru landi keppir í hverri grein. Fyr- ir sigur verða gefin 7 stig, en 5 stig fyrir annað sætið. Miðað við árangur sundfólks beggja landanna undanfarið, má búast við jafnri keppni, en Danir njóta hagræðis af þvi að keppa í eigin landi. f íslenzka landsliðinu er eftir- talið sundfólk: Guðmundur Gíslason — kepp- ir í 100 m. skriðsundi, 200> m flugsundi og syndir baksunds- sprettinn í 4x100 m. bo.ð-fjór- sundi. Árni Kristjánsson — 200 m. bringusund og bringusund í 4x 100 m. fjórsundi. Davíð Valgarðsson — 200 m. baksund og flugsund í 4x100 m. fjórsundi. Guðmundur Þ. Harðarson — skriðsund í 4x100 m. fjórsundi. Hrafnhildur Guðmundsdóttir — 100 m. skriðsund, 200 m. bringusund, 100 m. flugsund og flugsund í 4x100 m. boð-fjór- sundi kvenna. Ásta Ágústsdóttir — 100 m. baksund og baksund i 4x100 m. boðsundi. Matthildur Guðmundsdóttir — Framhald á 9. síðu. Robert Kliavín b|artsýnn á íslenzkan listdans ★ Meðan Kíefballettinn dvaldi hér kynnti ballettmeistari flokksins, Robert Kljavín sér nokkuð starfsemi ballettskóla Þjóðleikhússins. Hafði hann nokkrar kennslustundir með nokkram nemendum og mun hafa fengið mikið álit á hæfi- leikum tveggja ungra stúlkna. Sagði hann að svo sjaldgæfar og góðar gáfur mættu ekki fara -forgörðum og ráðlagði stúlk- unum eindregið að fara til náms við einhvern góðan list- dansskóla erlendis. Kljavín sagði einnig, að nemendur skólans væru margir hverjir prýddir góðum hæfileikum, og ef skóiinn fengi góðan ballettmeistara þeim til leiðbeiningar, þá gæti hann á ein- um vetri náð upp mjög sómasamlegri sýningu sem algjör- lega byggðist á eigin kröftum. ★ Kljavín mun hafa boðið aðstoð sína til að koma tveim eða þrem nemendum skólans til náms við listdansskóla í Len- íngrad að því er Þjóðleikhússmenn herma. Samvinna Klja- víns og nemenda var með ágætum í þessum kennslustund- um og hafa nemendur nú 'krifað undir skjal og skorað á Þjóðleikhússtióra að ráða hann kennara við skólann. » *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.