Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA HOÐVILIINN Pimmtudagur 9. júlí 1984 Félagsheimili ÆFR ★ Athygli æskufólks skal vakin á því að félagsheimilí ÆFR, Tjarnargötu 20, %r opið mánudaga, þriðjudaga og föstndaga frá kl. 20.30 tll kl. 23.30. ★ Þar er hægt að eiga notalega kvöldstund við tafl og spil að ógleymdum veitingum, sem framreiddar eru þar á lágu verði. ÚTG.: ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — RITSTJÓRAR: HRAFN MAGNÚSSON OG RÖGNVALDUR HANNESSON. HVERT SKAL HALDA í SUMAR? Glæsileg ferðaáætlun Æskulýðsfylkingarinnár í Reykjavík Sagt er að í Þórsmörk ægi saman öllum þáttum hínnar sérkennilegu íslenzku nittúru. Ef til vill cr hér orðum aukið, en víst er, aíi enginn fer þaðan án þess að verða bergrmminn af náttúrufegurð staðarins. Tvær myndir tcknar Ferðalög, lengri og skemmri, hafa verið ríkur þáttur í starfi Æ FR frá upphafi. Mark- miðið er að auka kynni félaganna innbyrðis, kynna ungu fólki fé- lagið, svo og að gefa ungu fólki kærkomið tækifæri til að komast burt úr bæjarrykinu og kynnast fögrum og sér- kennilegum stöðum. Ferðalög ÆFR eru þekkt af góðum félags- anda og góðri um- gengni. — Áfengi er aldrei haft um hönd í ferðalögum ÆFR. Þátt- taka er að sjálfsögðu öllum heimil, félögum í ÆFR sem öðrum. Helgarferðir Helgarferðir ÆFR hafa á- vallt notið mikilla vinsælda. Dvöl í góðum félagsskap og i fðgru umhverfí er skemmtileg tilbreytni frá starfi og hvers- dagsleik bæjarins. Skoðaðir enj helztu staðir, sem á leið verða, gengið á fjöll, farið í leiki og fyrir þá lötu er alltaf tími til að liggja og láta fara vel um síg. Qftast eru kvöldvökur haldnar, sungið. sagðar sögur o.fl. Lagt á stað í allar ferð- imar kl. 14 á laugardag og komið í bæinn á sunnudags- kvöld (um Verzlunarmanna- helgi, mánudagskvöld). ÆFR leggur til stór tjöld, framreitt kakó, kaffi og súpur. en öl og gosdrykkir eru seldir. Kvöldferðir „út í bláinn“ Þessi smellna hugmynd ÆFR nýtur nú æ meiri vinsælda, Ekið er á fagran stað í ná- grenni bæjarins. Dvalið þar á björtum sumarkvöldum við í Fylkingarferðum. leik ,söng og náttúruskoðun. Kakó framreitt og síðan kom- ið í bæinn um miðnætti. Lagt á stað i allar ferðirnar kl. 20 stundvíslega, ávallt á miðvikudögum ef veður leyfir (sjá áætlun). Myndakvöld Það er vandi ferðafélaga ÆFR að koma snman skömmu eftir ferð og skoða myndir úr ferðinni. Einnig eru næstu ferðir, kynntar með myndum og frásögnum. í sumar verða 3 myndakvöld með kvöldvökusniði, kaffi og kökur framreitt og létt dagskrá auk myndaskoðunar. MUNIÐ: — Upplýsingar um ferðirn- ar og farmiðasala er í Tjarn- argötu 20, sími 17513. Tilkynn- ið þátttöku í tima. — Algert vínbindindi er í ferðum ÆFR. Sá sem brýtur það bann er skilyrðislaust sendur heim. — Lagt af stað í helgarferð- irnar kl. 14; í kvöldferðirnar kl. 20. — Mætið stundvíslega. 1 helgarferðirnar ekki síðar en 15 mínútum fyrir auglýsta brottför; í kvöldferðirnar 5 mínútum fyrir brottför. Kaupið ekki: Outspan, Golt/en Jubilee, Grape Fruit Vörur frá Suður-Afríku eru ódýrari en aðrar vörur. Ástæðan er, að þær eru framleiddar með vinnu- krafti þræla, sem ofstækis- menn kynþáttaaðgreining- arinnar hafa kúgað í lang- an tíma. Nú eru þessir hör- undsdökku menn að berj- ast fyrir auknum róttind- um. Samtök æskufólks um allan heim hafa stutt af alefli baráttu þeirra með því að berjast fyrir við- skiptabanni við S-Afríku. Eins og önnur samtök æskufólks, sem ekki eru háð sofandahæitti borgara- legs ríkisvalds hvetur Æskulýðsfylkingin alla ís- lenzka þegna til að kaupa EKKI vörur frá Suður- Afríku. Feríaáætlun 15. júlí. Kvöldferð út í bláinn. 16. júlí. Myndakvöld. 18.-19. júlí. Helgarferð „út í bláinn". Ekið á fagr- an stað eigi fjarri Reykjavík. Ákvörðunar- staður verður ekki kynntur fyrr en þangað er komið. Þeir sem vilja geta haft það náð- ugt, hinum er boðið upp á gönguferðir um nágrennið. Þetta verður ódýrasta helgarferð ÆFR á þessu sumri. 22. júlí. Kvöldferð út í bláinn. 28. júlí. Myndakvöld. 29. júlí. Myndakvöld. 1.-3. ágúst. Verzlunarmannahelgi. Ferð um V- Skaftafellssýslu. Ekið að Klaustri og gis’t þar. Á sunnudag litazt um á Klaustri. Gengið á Systrastapa og að Systravatni og víðar. Ek- ið austur að Dverghömrum og í Fljótshverfi. Þaðan sést vel austur yfir Skeiðarársand, jöklarnir, Öræfin og sjálfur Öræfajökull. Síðdegis ekið til Víkur og gist í nágrenninu. Á mánudag gengið á Reynisfjall, farið í Dyr- hólaey og víðar. Komið til bæjarins um kvöldið. 12. ágúst. Síðasta kvöldferð út í bláinn. 15.-16. ágúst. Þórsmerkurferð. Ekið sem leið ligg- ur í Þórsmörk með viðkomu á Hvolsvelli. Gengið um Mörkina í síðsumarblóma. Á heimleið komið 1 Stakkholtsgjá, að Jökullón- inu og í Merkurkerið. 23. ágúst. Mynda- og skemmtiferð ferðalanga. Svavar Gestsson fram- kvæmdastjóri ÆFR Þann 22. júní s.l. tók Svav- ar Gestsson við framkvæmda- stjórn Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík. Svavar er ungum sósíalistum þegar kunnur fyrir góð og vel unnin, störf. Hann hefur gengt fjölmörgum trúnaðar- störfum á vegum félagsins og situr nú sem fulltrúi þess í stjórn Æskulýðssambands Is- lands. I í sumar verður skrifstofa ÆFR opin alla virka daga, kl. 10—12,30 árdegis og laugardaga kl. 14-—16 síðdegis, ennfremur síðdegis virka daga kl. 17—19 a.m.k. þriðjudaga og föstu- daga. Frd ÆFR ■ Veitingasalurinn í Tjarnargötu 20 er eftir- leiðis opinn á kvöldin mánúdaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 8.30—11.30 síðdegis. Höfum ávallt kaffi, kökur, mjólk, gosdrykki. Enn- fremur spil, töfl. bækur, tímarit. — Komið og rabb- ið sanian yfir kaffibolla i Tjarnargötu 20. ■ Skrifsitofan er opin alla daga kl. 10—12 ár- degis og kl. 17—19 síðdegis þriðjudaga og föstudaga. ■ Hafið samband við skrifstofuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.