Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.07.1964, Blaðsíða 7
Flmmtudagur 9. júlí 1964 ÞJÖÐVILIINN SlÐA VEROLDIN UTAN VERÓNSBORGAR I grein þéssari, sem hér er þýdd úr,,,Dag- bladet“ í. Osló, segir Erlendur Patursson, fjármálaráðherra í færeysku landsstjórninni og formaður Þjóðveldisflokksins, frá hinum breyttu viðhorfum í sjálfstæðisbaráttu Fær- eyinga, sem bæði stafa af aukinni samheldni þeirra sjálfra og þróun rriála á alþjóðavett- vangi. Landsstjórnin sem nú situr í Færeyjum er sú fyrsta sem sett hefur sér það mark að framkvæma stefnuskrá sem er færeysk ekki aðeins að ytra búnaði, heldur einnig að inni- haldi. Þessi stefna miðar að því að tryggja færeysku þjóð- inni frelsi og framfarir. Við vitum að þessi nýja stefnuskrá hefur stuðning miklu fleiri en þeirra sem greiddu núverandi stjórnarflokkum atkvæði 8. nóvember 1962. Hvernig má það vera? Svar- ið er ósköp einfalt: Miklu stærri hluti þjóðar 'okkar en sá er að lífsskoðun og hefur jafnan verið frelsis- og fram- farasinnaður. En af ýmsum á- stæðum hefur þessi afstaða ekki komið fram á jákvæðan Færeyjar þýða sem kunnugt er Fjáreyjar og þvi eðlilegt að hrúturinn hafi verið liafður i „skjaldarmerki“ þeirra. og áþreifanlegan hátt. 1 ó- munatíð — og síðustu 60 árin a. m.k. af ráðnum huga — hefur verið haldið að færeysku þjóð- inni vantrú á eigin mátt og megin. Afleiðing þess hefur verið að mikill hluti þessa kjarngóða fólks hefur aldrei gert sér grein fyrir þeim miklu tækifærum sem bíða okkar litla lands og fámennu þjóð- ar. Það sem nú er að gerast er að vaxandi hluti þjóðarinn- ar er að vakna til vitundar um hvers hún er megnug. Þá er þess að geta að þeir menn sem áttu að vera í fararbroddi létu sundrast af ýmsum ástæðum. Þeir bánj ekki gæfu til að íylgjast að og fundu ekki sam- eiginlegan grundvöll til að vinna að framkvæmd þessar- ar frelsis- og framfarahugsjón- ar. Hér hefur einnig átt sér stað gerbreyting, því að hinir sundruðu hópar tóku bæði höndum saman og fundu færa leið. En auk þess hefur árangur hinnar nýju stjórnarstefnu eft- ir aðeins 15 mánaða reynsiu orðið meiri og gagnlegri að mörgu leyti fyrir land og þjóð en 15 ára íhaldsstjórn Sam- bandsflokksins og bandamanna hans. Auðvitað eru engin mann- anna verk fullkomin, heldur ekki starf þeirrar landsstjórnar sem nú er við völd. Það er fjölmargt sem við vildum að væri öðruvísi og betra. Lands- stjórnarflokkarnir eru jafnan fúsir til samninga við stjóm- arandstöðuna um slík atriði. En stefnunni verður ekki breytt. Við förum krókalaust þá leið sem við höfum markað okkur, sannfærðir um að mik- ill meirihluti þjóðar okkar þráir að henni sé fylgt, hvað sem annars kann að bera á milli. Þeir eru einnig til sem eru óþolinmóðir og finnst að „ferð- in gangi of seint’’. Menn eiga að vera óþolinmóðir. Framfar- imar stafa.af óþolinmæði. En hvernig sem á þetta er litið, hljótum við að komast að þeirri niðurstöðu, að eftir að- stæðunum að loknum lögþings- kosningunum 8. nóvember 1962 og við stjórnarmyndunina 4. janúar 1963 og eins og þær eru nú í dag, er ekki allt undir „hraðanum” komið. Mestu máli skiptir að tekin hefur ver- ið upp önnur stjórnarstefna. að þessari nýju stefnu er fylgt og ekki frá henni vikið. stöðu okkar samkvæmt þeim. Heimastjómarlögin reynast vera sjónhverfing þegar lagð- ur á þau mælikvarði raunveru- leikans. Hvað er það t.d. annað en blekking að tala um .,hina færeysku þjóð”, þegar frum- stæðustu réttindi hennar sen: þjóðar eru skert? Hvað er það annað en blekking að tala um ,.sjöttu þjóð Norðurlanda”, þegar þessi sjötta þjóð er jafn- an látin sitja á hakanum í samskiptum við hinar fimm? Er það ekki blekking að tala um „fullkomið jafnrétti móður- máls okkar”, þegar erlendri tungu er gert jafnhátt undir höfði í heimalandinu, og oft jafnvel hærra? Hvað er það annað en blekking að tala um „þjóðfána okkar”. þegar þessi fáni hefur ekki fullan rétt sem slíkur? Er það ekki blekking að tala um „fullt stjórnarfars- frelsi”, þegar pólitisk staða okkar hefur ekki þau einkenni sem slíkt frelsi móta og þegar við erum ekki lengra kommr en svo, að við höfum aðeins fengið úthlutað einhvers kon- ar sjálfræði í sveitarstjómar- málefnum? Og þannig mætti lengi telja. Sú reynsla sem Færeyingar hafa af heimastjórninni sannar að af henni geta þeir einskis vænzt. Menn hafa reynt að hafa eitthvað upp úr henni sem alls ekki fólst í henni Ég held því fram að það sé ekki aðeins landi okkar til Eftir Erlend Patursson Það er vegna þessara stað- reynda sem hinn naumi meiri- hluti á Lögþinginu, 15 á móti 14, er svo traustur, traustari en nokkur þingmeirihluti ann- arra samsteypustjóma, hversu mikill sem hann hefur verið. Þetta á við um aðstöðuna á þingi og ég þykist geta full- yrt að það eigi einnig við gagnvart hinni færeysku þóð. Eftir að landsstjómarflokk- arnir hafa komið sér saman um jákvæðan starfsgrundvöll, eftir að landsstjómin hefur hafið að framkvæma stefnu- skrá sína og fólki hefur gefizt tími til að átta sig á hinum nýju aðstæðum,. gefst ástæða til rólegrar og öfgalausrar í- hugunar á stöðu okkar sem þjóðar. Það er ágreiningur um stjórnarfarslega stöðu okkar — bæði meðal Færeyinga inn- byrðis og gagnvart Dönum. Það er vart við öðru að búast. En mér finnst sannast sagna margt í þessum ágreiningi vera algerlega fráleitt. Hér á ég við heimastjómarlögin og Frá fornu fari liefur þing Færeyinga staðið á Þingnesi í Þórs- höfn og þar er nú aðsctur landsstjórnarinnar í þessu húsi. mikils tjóns, heldur einnig van- sæmandi fyrir þjóð okkar að búa við slíkt. Það væri sannleikanum sam- kvæmara, eins og pólitísk staða okkar er ,í rauninni, að minn- ast alls ekki á ,,hina færeysku þjóð”, „fullkomið jafnrétti móð' urmáls okkar”, ..sjöttu þjóð Norðurlanda”, nefna alls ekki „stjómarfarsfrelsi”, því að ekkert af þessu er fólgið i heimastjórninni. Það var aug- Ijóst að við gátum ekki til lengdar lifað í þessum heimi óraunveruleikans. Stefnubreyt- ingin hlaut að verða — og hún varð. Þegar landsstjómarfiokkarn- ir urðu sammála um að hvika ekki frá hinum pólitísku og þjóðlegu kröfum. hlaut ein af fyrstu afleiðingunum að verða sú að hróflað væri við heima- stjómarskipulaginu. Menn urðu ásáttir um ákveðnar róttækar breytingar og um að fella úr gildi vissa hluta þess. Hér í Færeyjum eru þessi mál komin í fast horf, en við eigum eftir að koma málum okkar gagnvart Dönum í lag. En ég held að sá hluti starfs okkar liggi líka einkar ljóst fyrir. Mér finnst ástæða til að fara um þetta nokkrum orðum. þótt málin verði hvorki kruf- in til mergjar né haldin nein siðaprédikun yfir Dönum um hegðan þeirra gagnvart okkur. svo sem þeir hafa iðulega hald- ið yfir okkur. P3T otmtzc '■ - , , v Skiuiftn . ' x . * .•• . ' :•:¥ . . ' ■ " •*••. '•. -.þt ■ |F ttl í í ; :> V •■ - « ' * ¥ ' |. 'v ■ *—*—'+****, i:. ». , Danir hafa iðulega verið minnt- ir á að framkoma þeirra í garð Færcyhvgá Wéfúi ékki verið þcim til neinnar upp- hcfðar. Á síðustu öld kom út ritlingur í Kaupmannahöfn sem hét „Dansken paa Færöcrne. Sidestykkc til Tysken í Sles- vig“ („Danskurinn á Færeyj- um. Hliðstæðá Þýzkarans j SIésvik“). í upphafi þessara stuttara- Iegu hugleiðinga á við að minna á þau orð að það er einnig veröld utan Verónsborg- ar. Það er þá fyrst að nefna að sú þjóðernisvakning sem hófst úti í heimi fyrir 150— 200 árum hefur síðan sannað lífsþrótt sinn sem skapandi afLs í lífi þjóðanna og mannkyns- ins alls og að hún hefur reynd- ar aldrei verið jafn öflug og á árunum eftir síðari heims- styrjöldina. Þvínæst má benda á að þessi hreyfing hefur hlot- ið' viðurkenningu þeirra stór- velda sem áður reyndu að bæla hana niður, auk þess sem hún hefur hlotið staðfestingu í stofnskrá Sameinuðu þóð- anna. 1 þriðja lagi sjáum við að í dag álíta þau ríki sem lengs,t eru komin á veg og al- þjóðleg samtök þeirra það meginreglu og meira að segja sjálfsagða skyldu að hjálpa hinum ó- frjálsu og fátæku þjóðum til frelsis og framfara með ýms- um aðgerðum, pólitískum, efnahagslegum, félags- og menningárlegum. í stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna hefur réttur allra þjóða til frelsis og jafnréttis hlotið staðfestingu. Þessi meginregla er ekki aðeins örðin. tóm. Hún er framkvæmd. Á allsherjar- þingi SÞ árið 1960 (14. des.) var þetta samþykkt m.a. með 89 atkvæðum (þ.á.m. atkvæð- um Norðurlanda) gegn engu, en 9 sátu hjá: 1. Það cr brot gegn megin- mannréttindum að leiða þjóð- ir undir erlent ok, yfirdrottn- un eða arðrán; það brýtur í bága við ákvæði stofnskrárinn- ar og torveldar viðleitnina tii samvinnu og friðar 1 heimin- um. 2. Allar þjóðir hafa rétt til að ráða sér sjálfar. 3 Aldrei skal leyfa að tilvís- un til vanþroska þjóðar á sviði stjórnmála, efnahags eða Framhald á 9. siðu. 9. DAGIJR. Væringjar sóttu eítir þeim, en sumir tóku borgarhliðin og luku upp. Gekk þar inn allur fjöldi hersins. En er þeir komu í borgina, þá flýði borgarlýðurinn, en margir báðu griða, og fengu það allir, er upp gáfust. Eignaðist Haraldur borgina með þessum hætti og þar með ógrynni fjár. / Ina þriðju borg hittu þeir, þá er mest var af þessum öll- um og sterkust og ríkust að fé og fjölmenni. Voru um þá borg diki stór, svo að þeir sáu, að ekki mátti þar vinna með því- líkum brögðum sem inar íyrri borgir. Lágu þeir þar mjög lengi, svo að þeir fengu ekki að gert. En er borgarmenn sáu það, þá dirfðust þeir við. Þeir settu fylkingar sínar uppi á borgarveggjum, síðan luku þeir upp borgarhliðum og æptu á Væringja, eggjuðu þá og báðu þá ganga í borgina og frýðu þeim hugar, sögðu, að þeir væru ekki betri til orustu en hænsn. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.