Þjóðviljinn - 11.07.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 11.07.1964, Page 4
SIÐA ÞJOÐVILJINH Laugardagur 11. Júlf 1964 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 Hnur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði .Vinsældir' rr) E* er gull og gersemi,/ gimsteinn elskuríkur;'/ ég er djásn og dýrmæti,/ drottni sjálfum líkur. Þessi forna sjálfslýsing Sölva Helgasonar er nú orðin að daglegri árdegisbæn ritstjóra Morgun- blaðsins í þessum útvarpsþætti. Ritstjórar blaðs- ins þreytast ekki á því að hæla sjálfum sér dag h-ærn af því hvað þeir og viðreisnarráðherrarnir séu „vinsælir“, og vafalaust eru þeir ekki síður „myndarlegir“ og „sætir“ líkt og maðurinn drottn- ingarinnar í Bretlandi. Trúlega kemur senn að því að sólkerfi himnanna fari að ljóma umhverfis þá og málmur og sement breytist í aldingarða. jþetta daglega sjálfshól um vinsældir viðreisnar- innar er eflaust hugsað sem framkvæmd á þeirri áróðursreglu okkar tíma að staðhæfing sem er endurtekin nógu oft breytist í sannleika. En Morgunblaðsmenn skyldu varlega treysta svo yf- irborðslegri kenningu. Ekki eru néma átta mán- uðir síðan viðreisnarstjórnin fékk að finna það að henni höfðu áskotnazt óvinsældir sem naumast áttu sinn líka. Þegar hún bar fram frumvarpið um bann við verkföllum, kauphækkunum og kjarabótum, urðu viðbrögð þjóðarinnar “svo harð-. vítug og snögg að ráðherrarnir spurðu hver annan, hvort örlög uppkastsins frá 1908 væru að endur- taka sig, og guggnuðu á öllu saman. í desember í fyrra fékk viðreisnarstjórnin að kynnast alls- herjarverkfalli sem var í eðli sínu uppreisn þjóð- arinnar gegn óðaverðbólgustefnunni. Svo mjög fékk sú reynsla á ráðherrana að þeir hafa nú séð þann kost vænstan að traðka á ýmsum megin- reglum viðreisnarinnar í samkomulagi því sem gert var við verklýðsfélögin. Finnist ráðherrun- um andrúmsloftið umhverfis sig mildara en það var, stafar það ekki af hinu síendurtekna sjálfs- hóli Morgunblaðsritstjóranna, heldur af hinu að valdhafarnir hafa í æ ríkara mæli svikið þá við- reisnarstefnu sem þeir sóru hollustu í upphafi. Þó er enn svo mikið eftir af stefnunni, að ráð- herrarnir geta svikið margt í viðbót, ef þeir þurfa snögglega á nýjum vinsældum að halda. Ilppbótafargan Jjað er mikið öfugmæli þegar Morgunblaðið segir i gær að ríkisstjórnin hafi „afnumið hið fárán- lega uppbótafargan sem hér hafði tildrazt upp“! Viðreisnarstjórnin afnam aldrei uppbótakerfið þrátt fyrir öll stóru orðin, og um síðustu áramót var það aukið til mikilla muna með nýjum fjár- veitingum til togaraflotans, bátaflotans, frystihús- anna, saltfiskverkenda og skreiðarframleiðenda. Þá er i’íkisstjórnin á þessu ári að stórauka nið- urgreiðslur á vöruverði, þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingar um að þær skyldu gersamlega lagðar nið- ur. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur heimsmet í verðbólgu virðist hún nú stefna að þvi að ná hlið- stæðum árangri í uppbótafargani. — m. A fímm ara afmælinu „Viðreisnarstjómin hefur nú setið í fimm ár. Hún setti sér það meginverkefni að stöðva greiðsluhalla við útlönd, koma á viðskiptafrelsi og afnema hið fáránlega " uppbótafargan. sem hér hafði tildrazt upp“. Ofanskráðar Ifnur getur að líta í leiðara Morgunblaðsins í gær, og síðan er það að sjálf- sögðu tekið fram hve ágætlega hafi gengið með framkvæmd ,,meginverkefnisins“. Um það farast dr. Jóhannesi Nordal hins vegar svo orð í árs- skýrslu Seðlabankans fyrir s.l. ár: „Enn sem komið er liggja aðeins fyrir frumáætlanir um greiðslujöfnuðinn við útlönd á árinu 1963, en samkvæmt þeim hefur viðskiptajöfnuður á vör- um og þjónustu verið óhag- stæður á árinu um nálægt 250 milj. kr. og er það miklu lakari afkoma en á árinu 1962, en þá reyndist greiðslujöfnuð- urinn samkvæmt lokaskýrslum hagstæður um 355 milj. kr.. svo að í heild sýnir saman- burður þcssara tveggja ára um 600 milj. kr. versnandi afkomu út á við“. Þetta er vitnisburður helzta sérfræðings ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum, gefinn á fimm ára afmælinu, og við skulum að þessu sinni sleppa að tala um viðskiptafrelsið og afnám uppbóta og niður- greiðslna. Þar kynni ýmislegt að koma á daginn sem afmæl- isbamið yrði harla ókátt af og teldi bara áróður vondra manna. Við látum þetta því nægja sem afmæliskveðju til viðreisnarinnar og nánustu að- standenda hennar eins og Morgunblaðsins og dr. Jóhann- KROSSGA TA LÁRÉTT: 1 heppinn, 6 brytjaði, 8 sekt- inni, 9 þefar 10 vondur, 12 þreytast 14 hrímar 16 atyrða, 18 kaffiskolp, 21 kveik- ur, 23 óþriflegar, 25 hrófla, 28 líffærið, 29 ójöfn, 30 eins, 31 skapgóður. LÓÐRÉTT: 1 hætta 2 saltvatn, 3 mann, 4 grínisti, 5 hár, 6 fákana, 7 heil, 11 nár, 13 óska„ 15 rausa, 16 Davíðssálmar, 17 harð- neitaði, 19 rís snemma, 20 verkur, 22 lúka, 24 aðlaðandi, 26 hungruð, 27 gramur. Bindindis- og umferðarsýning í dag og á morgun, sunnudag, verður haldin í Reykjavík bind- indis- og umferðamálasýning. Sýningin verður í Góðtemplara- húsinu og á bifreiðaverkstæðinu utan við húsið. Um 15 áðilar standa að sýningunni. Sýning þessi er á vegum Bindindisfélags ökumánna og íslenzkra ungtemplára. Er þetta í annað sinn, sem þessir aðilar efna til slíkrar sýningar. Hin fyrri var haldin 1962. Inni í Góðtemplarahúsinu munu fyrirtæki. sem verzla með hluti til bifreiða, ferðalaga og fl., sýna varning sinn, en nokk- ur bifreiðaumboð gefa fólki kost á að skoða nýjustu gerð- ið bifreiða, sem • þau flytja til landsins, á bifreiðastæðinu við Góðtemplarahúsið. í sambandi við sýninguna mun Lúðrasveit Reykjavíkur leiki úti fyrir Góðtemplarahúsinu x dag kl. 15—16 og á morgun, sunnudag, kl. 15—16. Þá mun Ómar Ragnarsson skemmta á sýningunni á sunudag kl. 16.00. * Sparifjármyndun „Á meðan hér var stöðug verðbólguþróun takmarkaði hún sparifjáraukningu", segir i Staksteinum Morgunblaðsins, en nú sé kannski von til að þetta lagist því að menn þurfi ekki að óttast svo mjög að peningarnir verði minna virði vegna verðbólgunnar, þegar á þeim þarf að halda. Fram til þessa hefur því þó verið stift haldið fram af stjórnarflokk- unum, að við fáa hafí „við- reisnin“ gert betur en spari- fjáreigendur meú vaxtahækk- uninni frægu, sem var svo mikil — þá fyrst og fremst á útlánum — að nema varð úr gildi lög um okur, svo að rík- isstjórnin yrði ekki sökuð um að beita sér fyrir stórrefsi- verðum aðgerðum í peninga- málum. En nú kemur það allt i einu fram í dagsl.iósið hjá Staksteinahöfundi, að ríkis- stjómin ’ hefur rænt miklu meiru af sparifjáreigendum með verðbólgunni heldur en hún gaf þeim með vaxtahækk- uninni, enda var svo komið að sparifjáraukningin rýrnaði stórlega frá því sem áður var á síðasta ári. Fólk sá í gegn- um blekkingavefinn. ■ Algjör stöðvun Jóhannes Nordal bankastjóri játaði þetta líka í ræðu er hann flutti á ársfundi Seðla- bankans 14. maí s.I. og segir Morgunblaðið svo frá þessu atriði daginn eftir: „Um aukn. ingu spariinnlána í bönkum og sparisjóðum á árinu 1963 sagði bankastjórinn, að hún hefði numið samtals 724 milj. kr. á móti 77 milj. kr. aukningu ár- Ið áður, Umskiptin urðu þó raunverulega skarpari en þess- ar tölur bera með sér, því að fyrra Helming ársins 1963 var aukning spariinnlána mun meiri en árið áður, en síðara helming ársins skipti mjög til hins verra, svo að aukningin stöðvaðist svo að segja alveg frá því i ágúst, ef frá er talin hækkun vegna vaxtagrciðslna í desember". Þannig hafði vcrð- bólguskrúfa viðreisnarinnar stöðvað alla aukningu spari- fjár árslok 1963. Það er því lítil trygging fyrir því, að sparifjármyndun aukist á ný- nema því aðeins að ríkis- stijórnin sýni það, að henni sé full alvara í því að hverfa frá verðbólgustefnunni, sem hún hefur fyigt á undanförnum árum. ® „Lokið tímabili greiðslujafnaðar^ Og það tímabil hagstæðs greiðslujafnaðar við útlönd, sem ríkisstjórnin hefur gutnað hvað mest af, var einnig rokið út í veður og vind. Um það sagði bankastjórinn i sömu ræðu: „Enn sem komið er Iiggja aðeins fyrir frumáætl- anir um greiðslujöfnuðinn við útlönd á árinu 1963, en sam- kvæmt þeim hefur viðskipta- jöfnuður á vörum og þjón- ustu verið óhagstæður á árinu um nálægt 250 milj. kr. og er það miklu lakari afkoma cn á árinu 1962, en þá reyndist greiðslujöfnuðurinn samkvæmt lokaskýrslum hagstæður um 355 milj. kr., svo að í heild sýnir samanburður þessara tveggja ára um 600 milj. kr. versnandi afkomu út á við. Er þá lokið því stutta ííma- bili hagstæðs greiðslujafnaðar, sem fslendingar áttu við að búa á árunum 1961 og 1962“. — Staðreyndirnar um greiðslu- hallann gagnvart útlöndum reyndi ríkisstjórnin hins veg- ar að feia með því að stór- auka lántökur erlcndis, til þess að unnt væri að sýna jafnvcl heldur betri gjaldeyr- isstöðu en áður. Orð banka- stjórans tala þó skýru máli um ástandið eíns og það var orð- ið um síðustu áramót. ■ Er þetta hægt Matthías? Mikil ósköp og skelfing hafa Morgunbla'ið og Vísir verið reið að undanförnu yfir því, að Þjóðviljinn gerði dálítið grín að blaðamönnum þeirra í sambandi við komu hertogans af Edinborg hingað, En það er kannski rétt að benda þcim á, að fleiri blöð en Þjóðviljinn hafa hent. skop að þeim. Ólaf- ur Jónsson gagnrýnandi Al- þýðublaðsins gerir til dæmis grín að orðskrúði Matthíasar Morgunblaðsritstjóra með því að bera það saman við gam- ansögu Jónasar Hallgrímsson- ar um heimsókn drottningar- innar í Englandi til kóngsins í Frakklandi, því að „ „tunga Snorra“ er ævinlega skemmti- legt viðfangsefni, þó ekki hljómi hún alla daga „af prins- vörum“ ", eins og Ólafur kemst að orði. Svo nýtur þessi sam- anburður Ólafs sín líka betur fyrir það, að báðir eru þeir skáld, Jónas og Matthias; þótt Jónas skrifi í gamni, en Matt- hías væntanlega í fúlustu alv- öru, því að vavla er liann að gera grín að liinum tigna gesti forsetans. ■ „Prinsutanípiss“ Og sá blaðamaður Visis, sem sér þar um hin dáglegu skrif í „Annál dagsins“, hefur Iíka Iátið heimsókn hertogans til sín taka, en í pistlum hans er oft fjallað um hin margVísleg- ustu vandamál. Og að svo rniklu leyti, sem þar er vikið að pólitík, þá eru pistlarnir oft það skynsamlegasta sem skrifað er í Vísi um þau efni. Þann 8. júlí s.I. var þar vikið að því, að Iistahátíðin hefði einhvernveginn lognazt út af, og „lík“ hennar trúlegast grafið í kyrrþey ... Eða kannski það hafi verið staursett, þangað til maður mætti vcra að því fyrir prinsutanípissi aá kasta á það rckunum ..Hvað haldið þið annars, að Morgunblaðið og Vísir, hcfðu sagt um Þjóðvilj- ann, ef allt standið j kringum beimsókn hcrtogans hefði ver- ið kallað þessu nafni? — Skafli. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.