Þjóðviljinn - 12.07.1964, Page 3

Þjóðviljinn - 12.07.1964, Page 3
Sunnudagur 12. Júlí 1964 HVAD GERDIST A ÞINGII RÓMABORG 26. JÚNÍ? « Lftt hefur verið tíðkað í þessum þáttum að standa í deilum við önnur blöð. Ekki er það sökum þess að ástaeð- ur skorti til að fetta fingur útí ýmislegt sem borið er á borð fyrir blaðalesendur sem fréttir og frásagnir af alþjóða- málum, heldur vegna viðleitni til að forðast að þreyta les- endur með pexi og þvargi, sem flestir munu sammála um að sé einn mesti Ijóðurinn á mál- flutningi íslenzkra blaða. En ekki er hægt að láta allt óátalið, þegar biað eða blöð gerast sek um að bera stórfelldar rangfærslur og ósannindi á borð fyrir almenning á hann heimtingu á að hinir seku fái opinbera hirtingu eins og þeir hafa til unnið. er sannleikarmm samkvæmt er að ríkisstjóm Aldo Moro á Italiu sagði af sér eftir að hún varð í minnihluta við at- kvæðagreiðslu í þinginu. Fall ríkisstjórnarinnar bar að með þeim hætti að felld var tillaga kaþólsku ráðherranna i stjórn- inni um 9,6 miljón króna rík- isstyrk til gagnfræðaskóla ka- þólsku kirkjunnar á Italíu. Áð- ur hafði verið samþykktur margfalt hærri ríkisstyrkur til barnaskóla kirkjunnar. Að þeirri samþykkt stóðu þrír af stjómarflokkunum fjórum, kristilegir demókratar, sósíal- demókratar og Lýðveldisflokk- urinn. Þingmenn fjórða stjórn- arflokksins, Sósíalistaflokks It- alíu, sátu hjá við atkvæðá- greiðsluna. Þegar kom að því að greiða atkvæði um styrk- inn til gagnfræðaskóla kirkj- unnar gerðist það að kristileg- ir demókratar stóðu einir uppi. Sósialdemókratar og Lýðveld- isflokkurinn sátu hjá auk sós- íalista, en allir þessir flokkar eru frá fornu fari andvígir klerkaveldi og forréttindum kirkjunnar. Fyrir viku birtist í Morgun- blaðinu forustugrein und- ir fyrirsögninni: ,,Heródes og Pílatus sameinast.” Undir þessari biblíulegu setningu gat svo að líta eftirfarandi hug- vekju: „Það er athyglisverð staðreynd, að það voru komm- únistar og nýfasistar á Italíu, sem í sameiningu felldu sam- steypustjóm Aldo Moros. Á þeirri stundu urðu þeir Heró- dés og Pílatus vinir. Kommún- istár ’og nýfasistar á ftalíu hata hverir (svo) aðra eins og 011 stjómarandstaðan greiddi mótatkvæði, en til stjórnar- andstöðunnar teljast ekki að- eins kommúnistar og nýfasist- ar, eins og Morgunblaðið vill vera láta. Þar er einnig að finna vinstri arm sósíalista- flokksins, sem ekki vildi una stjórnarsamstarfinu við ka- þólska, konungssinna og Frjálslynda flokkinn. Sá sið- astnefndi er nokkurskonar Sjálfstæðisflokkur Italiu, flokk- ur óheftrar samkeppni og einkareksture. Viiii Morgun- blaðið halda fast við þá túlk- Aido Moro Jheilsar Pietro Nenni (með gleraugu). pestina, en þegar þessir tveir öfgaflokkar geta gert illt af sér og valdið þjóð sinni erfið- leikum, láta þeir sig ekki muna um að sameinast í bróð- urlegri fylkingu. Ríkisstjórn Aldo Moros var byggð upp af kristilega demókrataflokknum með stuðningi jafnaðarmanna. Þessi ríkisstjórn hefur unnið stórmerkilegt starf á undan- förnum árum. Hún hefur bætt lífskjör ítölsku þjóðarinnar með stórfelldri uppbyggingu atvinnulífs og margskonar framkvæmdum. Slíka ríkis- stjóm hljóta auðvitað komm- únistar og nýfasistar að hata. Gamla sagan hefur enn einu sinni endurtekið sig. — Komm- únistar og nazistar eru gre'in- ar á sama meiði. Sem befcur fer benda allar líkur til þess að lýðræðisflokkunum á ítalíu takist innan skamms að kor.ia nýrri ríkisstjóm á laggirnar i landinu.” Svo mörg eru þau orð. og í þeim er eklci heil brú. Það eina í bessari íorustugrein út- breiddasta blaðs landsina sem un sína að það hafi verið mót- atkvæði stjómarandstöðunn- ar ein sem felldu Moro, verð- ur það að sætta sig við að sjálfstæðismenn Italíu tóku þátt í því verki ásamt komm- únisfcum, nýfasistum og ýms- um öðrum. En það þarf ekki til tíðinda að telja þótt þing- menn stjórnarandstöðuflokka greiði atkvæði gegn ríkisstjór.n án þesc að eiga fleira sameig- inlegt en ands'Vlu við hana. Svo er málum einmitt varið á ítalíu. Kommúnistar og vinstn sósíalistar voru andvígir stjórn Moro sökum þess að þeir vilja vinstrisinnaða stjórn. Hinir stjómarandstöðuflokkarnir þrír eru á móti stjóminni af þver- öfugri ástæðu, þeim finnst hún of langt til vinstri. Frjáls- lyndi flokkurinn, sjálfstæðis- menn Italíu, sieit einmitt löngu samstarfi við Kristilega demó- krataflokkinn vegna ágreinings um hvert leita skyldi eftir síð- ustu kosningar til að afla nýrri samsteypustjórn þing- meirihluta. Vinstri armur oe miðfylking kaþólskra afréð þá að leita samstarfs til vinstri, Séð yfir fundarsalinn á síðasta þingi Konunúnistaflokks Ítalíu, við Sósíalistaflokk Italiu. Hægri menn í Kristilega demó- krataflokknum og sjálfstæðis- mennimir í Frjálslynda flokkn- um vildu affcur á móti samstarf til hægri, tryggja nýrri sam- steypustjóm miðflokkanna sfcuðning eða að minnsta kosti hlutleysi konungssinna og ný- fasista. Sjálfstæðismennimir ítölsku eru því eini stjórnmála- flokkurinn þarlendis sem kveðst aðhyllast lýðræðislega stjómarhætti en vill samt taka upp samstarf um stjóm lands- ins við nýfasista. Morgunblað- inu er velkomið að draga af þessari staðhæfingu þær álykt- anir sem því sýnist. En svo vikið sé aftur að at- kvæðagreiðslunni á ítalska þinginu 26. fyrra mánaðar, þá voru það ekki mótatkvæði stjórnarandstöðunnar sem riðu baggamuninn og felldu rikis- stjóm Moro. Ekki var það heldur hjáseta minni stjórn- arflokkanna þriggja sem úrslit- um réði. Banabiti ríkisstjóm- arinnar var að tylft þingmanna kaþólskra, flokksbræður for- sætísráðherrans brugðust hon- um þegar á reyndi. Við at- kvæðagreiðsluna komu fram 228 atkvæði gegn tillögunni um styrk til gagnfræðaskóla kirkj- unnar en 221 atkvæði með henni. Þingmenn kaþólska flokksins eru hátt á tuttugasta og fjórða tug, svo hefðu þeir allir staðið með stjóminni hefði hún sigrað og ekki kom- ið til neinnar stjórnarkreppu. En rétt fyrir atkvæðagreiðsl- una hélt tylft þingmanna ka- þólskra á brott úr þingsalnum. Allt voru það menn úr hægra armi flokksins, foringjar þeirr- ar fylkingar sem er andvig stjómarsamstarfinu við sósíal- :sta og vilja taka upp sam- vinnu við nýfasista. konungs- sinna og Frjálslynda flokkinn Þessir tólfmenninpar úr stærsta stjórnarflokknum réðu úrslit- um. Hefðu þeir verið kyrrir og greitt atkvæði með flokks- bræðrum sínum hefði stjórnin haldið velli. Þessir menn felldu því stjórn Aldo Moro. Þetta er staðreynd sem allir viður- kenna. Til dæmis segir Rob- ert C. Doty, fréttaritari New York Times í Rómarborg, í frá- sögn sinni af þingfundinum: „Þeir sem fylgdust með at- burðum í þingsalnum veitfcu þvi athygli að fyrir atkvæða- greiðsluna voru nógu margir kristilegir demókratar við- staddir til að koma tillögunni fram, en þegar gengið var til atkvæða hafði tugur eða tylft þeirra haft sig á brott.” Time segir eins frá: „Verst var fyr- ir Moro að tugur að minnsta kosti af þingmönnum Kristi- lega demókrataflokksins, flokks hans sjálfs. yfirgaf þingsalinn rétt áður en nafnakallið hófst. Af því hlauzt að ríkisstjómina skorti fjögur atkvæði á meiri- hluta.” Hér skal enginn dómur á það lagður hvort höfundur rit- stjómargreinar Morgunblaðs- ins hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málið sem hann fjallar um, eða hvort hann virðir staðreyndirnar að vett- ugi í trausti þess að fæstir af lesendum blaðsins séu svo á- Úr Sabinafjöllum, afskekktu byggðarlagi á ítaliu. ' .....* ■■ SlÐA 3 hugasamir um ítölsk stjómmál að þelr viti upp á sina t£u fingur hvað gerðist í þingsaln- um í Rómarborg að kvöldi 26. júní. Hvernig sem því er var- ið er ekkert álitamál að uppi- staðan í forustugreininni sem tilfærð var í upphafi þessa m^ls er helber þvættingur. En ekki nóg með það. Aukaatrið- in eru einnig gripin úr lausu lofti. Til að mynda gefur Morgunblaðsritstjórinn stjóm Moro þann vitnisburð að hún hafi unnið ,,stórm.erkilegt starf á undanfömum árum.” Rit- stjórinn, sem telur sig mann til að fræða lesendur Morgun- blaðsins um ítölsk stjórnmál og draga viðtækar ályktanir af atkvæðagreiðslu á þingi i Róm, er ekki betur að sér en að hann gerir eins misseris valda- feril samsteypustjómar Aldo Moro að mörgum árum. Maður sem lætur þvílíkt frá sér fara ber ekki mikla virðingu fyrir lesendum sínum. Auðvitað örlar ekki á því í Morgunblaðsgreininni að gerð séu skil hinum dýpri á- stæðum til stjómarkreppunnar á Italíu. Atkvæðagreiðslan um rikisstyrkinn til gagnfræða- skóla kaþólskra var aðeins til— efni stjómarkreppunnar en ekki orsök hennar. Meginorsök- in er efnahagserfiðleikar sem stafa af vaxandi verðbólgu, magnaðri en í nokkru öðru ríki á meginlandi Evrópu. Elfnahagsvandamálin hafa kristilegir demókratar reynt að nota sem átyllu til að neifca að framkvæma þjóðfélagsum- bætur sem um var samið þegar meirihluti Sósíalistaflokks It- alíu gerðist aðili að stjóminnL 1 annan stað neita sósíalistar að taka þátt í fyrirætlunum efnahagssérfræðinga kristilegra demókrata um að vinna bug á verðbólgunni með því að rýra kjör almennings. Um þessi mál stendur togstreitan í tilraun- um Moro til að endurreisa stjórn sína, ríkisstyrkur til kirkjuskóla er þar algjört aukaatriðL Fyrir rúmum áratug lá Morg- unblaðið á því lúalagi að rangfæra og beinlínis falsa greinar sem það þóttist þýða eftir erlendum tfmaritum- Það kom í hlut þess sem þetta ritar að venja blaðið af þessum ósið með því að sýna nokkrum sinnum fram á vinubrögðin sem þar voru iðkuð í skjólí þess að fáir höfðu aðstöðu til að bera saman frumtextann og afbökunina sem Morgunblaðið birtL Eftir nokkrar heimsókn- ir í gapastokkinn sáu hlutað- eigendur að sér, og síðan gefa Morgunblaðsritstjóramir sjálf- um sér öðru hvoru vottorð fyr- ir heiðarlega blaðamennsku. Ekki skal á móti borið að þeim hafi farið fram. en eins og for- ustugreinin sem hér hefur ver- ið til umræðu ber með sér ættu þeir að eiga auðvelt með að taka drjúgum framförum enn ef viljinn er með. Dofni hann skal ekki talið eftir að veita hollar ádrenur hér í þátt- unum þegar tilefni gefst. *________________ M.T.6. Þeir yfirborga verkafólkið Raufarhöfn 9/7 — Nokkuð ber á yfirborgunum á verkafólki og iðnaðarmönnum hér á Raufar- höfn. Sérstaklega eru síldar- stúlkur og trésmiðir eftlrsóttir á vinnumarkaðnum. Dæmi eru til Þess að trésmiðir vinni á næturvinnutaxta í dagvinnu og ersvoum neiri iðnaðarmenn. Þá er algengt að bjóða vönum sölt- unarstúlkum úr þorpinu and- virði fargjalds til Reykjavíkur, — fram og til baka. Nú þurfa sumar ekki að skreppa til Reykjavikur og get- ur þá málið vandast í bókhald- inu vegna þess að peningar mega helzt ekki vera í umferð í þessum viðskiptum, Þó geng- ur það nú erfiðlega, þegar svo- kallaða kojupeninga ber á góma. ^ildarsaltandinn borgar þá eins- ,ronar húsaleigupeninga til við- ' oTnnndi heimilis. En hvers vegna ekki að horga I hærra fyrir tunnuna? ♦ « J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.