Þjóðviljinn - 12.07.1964, Qupperneq 6
g SfÐA
ÞJÖÐVILJINN
Sunnudagur 12. júlí 1961
Helzta hernaðaraðfcrá Bandarikjamanna í Suður-Vietnam eru loftáráair á sveitaþorp til að
hegna íbúunum fyrir stuðning þeirra við þjóðfrelsisherinn. — Myndin er tekin eftir cina slika
árás og eru þorpsbúar á flótta undan villimennsku „verndara frelsisins“.
Bandarískir skattgreiiendur
borga kostnaiinn af útbúnaii
skæruliianna í Sulur- Vietnam
Wilfred Burchett segir frá dvöl sinni meðal skæruliða
Ástralski blaðamaðurinn Wilfred Burchett sem
dvalizt hefur langdvölum í Asíu og er flestum
vssturlandamönnum kunnugri löndum og þjóð-
um þar eystra dvaldist nýlega nær fimm mán-
uði samfleytt með skæruliðum þjóðfrelsishers-
ins í Suður-Yietnam. Hér birtist stuttur kafli úr
einni þeirra greina, sem hann hefur skrifað um
dvöl sína þar,
Brezk lögregla sætir
enn harðrí gagnrýni
Brezka lögreglan er uppvís að því, að falsa sönn-
unargögn og bera Ijúgvitni í fjöldamörgum málum
Hefðu bandarískir skatt-
greiðendur átt þess kost að
fara sömu ferðina og ég, hefði
þeim orðið um og ó. Á vegi
einum í Tay Ninh-héraði, sem
lagður hafði verið að tilhlutan
Bandaríkjamannn árið 1961, en
skæruliðar höfðu nú breytt í
krákustíg, svo að hann var að-
eins fær gangandi mönnum
eða hjólandi, fórum við eitt
sinn fram úr langri röð her-
manna úr þjóðfrelsishemum,
sem voru að skipta um bæk'-
stöð. Aftanfrá virtust þeir við
fyrstu sýn eins og snúra, sett
saman úr hvítum þríhyrning-
um, sem bylgjaðist til og frá.
en þegar við komum nær,
reyndust þessir hvítu þríhyrn-
ingar vera bakpokar, sem
gerðir höfðu verið úr hveiti-
pokum, og á hverjum pokanna
sáust tvær hendur, sem þrýstu
hvor aðra, vináttutáknið,
. bandaríski fáninn og þessi á-
letrun: ,,Gjöf frá bandarísku
þjóðinni”.
Það var einkar fróðlegt að
virða fyrir sér aftan frá her-
mann úr ..Vietcong” eða ,,Giai
Phong Quan”, eins og þjóð-
frelsisherinn heitir á viet-
nömsku. Við sundbelti hans
er fest lítil flöskulukt sem læt-
ur ekki mikið yfir sér. Slíkar
luktir eru búnar til úr frönsk-
um ilmvatnsgiösum. Stútop-
ið hefur verið borað út, og í
því komið fyrir kveik í málrri-
umgerð og kemur kveikurinn
sjálfkrafa út þegar máimhett-
an er tekin af. Hettan og um-
gerðin eru búin til úr banda-
rískum skothylkjum. Það er
þessi litla lukt sem lýsir skæru-
liðum á frumskógarstígunum
þegar þeir eru á ferli að næt-
urlagi. Við hliðina á luktinni
hangir knippi af handsprengj-
um, sem gerðar eru í vopna-
smiðjum þjóðfrelsishersins í
frumskóginum. Ein þeirra sem
ég kom í framleiddi 5.000 slík-
ar handsprengjur á mánuði og
þær eru margar.
Næst handsprengjunum hang-
ir annað „leynivopn”, hengi-
rúmið úr næloni, sem hver
skæruliði hefur jafnan með-
ferðis. Það er venjulega búið
til úr fallhlífanæloni og það
er hægt að brjóta það sam-
an svo að ekki fer meira fyr-
ir því en vasaklút. Þegar það
hefur verið bundið með fall-
hlífarsnúrum milli tveggja
trjáa er það hin ákjósanlegasta
hvíla. Ég svaf ekki í öðru í
nærri fimm mánuði, og mín
reynsla var sú að þegar mý-
flugnanet hafði verið strengt
kringum nælonrekkjuna varð
ekki kosið á betri svefnbúnað
á ferðalagi um frumskóginn
Það er hægt að strengja hana
upp og taka hana niður á
nokkrum sekúndum — og það
skiptir öllu máli fyrir skæru-
liða sem cft verða að skipta
Framhald á 9. síðu.
Nú virðist svo sem ímynd
hins brosleita og kurteisa
brezka lögregluþjóns, sem
er hvers manns hugljúfi sé
gjörsamlega að hverfa.
Brezka lögreglan getur aft-
ur búizt við harkalegum op-
inberum umræðum og
skarpri gagnrýni í þinginu.
Vart verður komizt hjá
opinberri rannsókn á fjölda
hneyksjismála, sem komið
hafa upp í ú.arfi lögregl-
unnar síðastiiðin tvö ár, þó
innanríkisráðuneytið hafi
bolazt gegn því að láta
hana fara fram svo stuttu
fyrir kosningar.
Málið hófst í júlí síðastlið-
ið ár, þegar Friðrika Gríkkja-
di'ottning var í heimsókn í
London. Hún er óvinsæl og í
sambandi við óeirðirnar, sem
urðu við komu hennar voru
þrjú ungmenni handtekin og
dæmd í sektir. Þar að auki
var einn þeirra rekinn úr „The
Queens Royal Irish Hussars,”
þar sem hann hafði þjónað,
vegna þess að hann var dæmd-
ur fyrir að hafa verið með ,.á-
rásarvopn”, það var múrsteins-
brot.
Lögreglan í fangclsi.
Seinna kom það á daginn,
að múrsteinsbrotið var svo1 að
segja „lagt honum upp í hend-
ur”. og þar með hafði lög-
reglan klára sönnun fyrir sekt
hans. í siðastliðinni viku voru
þrír lögregluþjónar fundnir
sekir um það, að spinna upp
sannanir og Ijúga í skýrslum
og voru þeir allir dæmdir i
tugthús.
Yfirmaður • þeirra Harold
Challenor foringi í leynilög-
reglunni, er nú staddur á geð-
veikrahæli. Nú er óhjákvæmi-
legt að endurskoða öll mál,
Islenzka skáldið Davíð Stef-
ánsson heitinn hefur um
of lent í skugga Halldórs Lax-
ness hérlendis, þótt hann
hafi stað'.ð honum jafnfætis
á mörgum sviðum og jafnvel
framar að sumu leytif alla
vega var hann miklu meira
ljóðskáld en Laxness og hafði
betri tök á leikritun . . . , seg-
ir Ragnvald Skrede í grein-
inni íslenzkur heimspekingur
í húsgangsklæðum, sem birt-
ist nýlega í „Dagbladet” í
Osló. Greim'n er skrifuð í til-
efni af því, að sænska for-
lagið „Natur och Kultur”
hefur nýlega gefið út skáld-
sögu Davíðs Sólon Islandus.
Greinarhöfundur rekur
söguþráð bókarinnar og ber
hana síðan saman við skáld-
verk Halldórs Laxness um
Ólaf Kárason, sem var skrif-
að um sama leyti. Hann
kveður þessi verk virðast á-
berandi lík. Söguhetja Lax-
ness sé einnig gáfaður maður,
sem lent hefur utangarðs, og
kemur aldrei draumum sín-
um í framkvæmd. En í raun
og veru sé hitt meira sem á
miili skilur. Sölvi er sýnu
sem hann hefur haft undir
höndum, jafnvel mörg ár aft-
ur í tímann, því enginn veit
hve lengi Challenor hefur ver-
ið alvarlega geggjaður.
Aftur á móti er það vitað,
að Challenor var maður mik-
illa áforma og hafði háar hug-
myndir um leynilögreglustarf.
Hann trúði því að hann gæti
hre'.nsað allan borgarhlutann
kringum Piccadilly og tilgang-
urinn helgaði öll meðul. Hann
var þess einnig fullviss að aðr-
ir vildu ná höggstað á sér og
reyna að hindra áform hans.
Challenor var einkennilegur í
háttalagi, að loknu dagsverki
var hann t.d. vanur að ganga
frá West End til Sutton, en
það er tuttugu kílómetra leið.
Hann skýrði þetta atferli svo,
að hann þyrfti að þjálfa sig
fyrir leynilegt verkefni og lék
sér jafnvel að hugmyndum um
ferð „útí himingeiminn”.
Eftir þessi tíðindi hafa Eng-
lendingar einnig komizt að því,
að fjöldi mála, sem Challenor
hefur „upplýst” eru auðskilj-
anlega áþekk. Þrjár lögfræði-
skrifstofur í London vinna nú
að því að fá sjö menn látna
lausa, sem halda því fram að
sannanir fyrir sekt þeirra séu
svipaðar og múrsteinsbrotið
fyrrnefnda.
Lögreglustjórinn í London
hefur nýverið gert enska inn-
anríkisráðherranum Henry
Brooke skýrslu um málið. í
henni er fjallað um öll mál,
sem Challenor hefur haft með
höndum síðastliðin tvö ár, sem
hann hefur verið yfirmaður í
höfuðstöðvum lögreglunnar í
West End. Gögnin eru svo
mörg að það' þurfti tvo krafta-
karla til að bera þau.
Brezka mannréttindanefnd-
in telur að taka þurfi upp og
rannsaka rækilega að minnsta
kosti 27 þessara mála. Jafn-
framt hefur þingmaður Verka-
mannaflokksins frú Joyce But-
ógeðþekkari en Ólafur, miklu
verra skáld og miklu meiri
uppreisnarseggur, jafnvel
persónugerfingur íslenzkrar
þjóðar undir danskri stjóm.
Einnig sé bygging þessara
verka gagnólík. Frásögn Lax-
ness fari ýmsar krókaleiðir,
ljóðrænum köflum skotið inn.
cg mikið um hugleiðingar,
sem ekki séu allar þar sem
þær eru séðar. Frásögn
Davíðs sé einsog jafn og hæg-
ur straumur, skáldsaga hans
sé auðskilin án þess að vera
yfirborðskennd.
Norskir lesendur hafa ekki
hrifizt af Laxness, segir grein-
arhöfundúr, þeim er lítið um
tvíræða höfunda í ætt við
hann og Duun. Davíð ætti
að hafa rriiklu meiri mögú-
leika hjá lesendunum sem
verða greinilega aldrei full-
saddir af sögulegum skáld-
sögum í léttum dúr.
★
Information birtir nýlega
ritdóm um þýðingar Poui
P. M. Pedersens á ljóðum
Steins Steinarr en þær komu
út hjá Helgafelli sem fyrsta
ler krafizt opinberrar rann-
sóknar á málinu í heild, sem
óháð nefnd framkvæmi. 40
aðrir þingmenn styðja kröfu
hennar. Frú Butler hefur einn-
ig krafizt þess, að margir fang-
anna verði þegar í stað látnir
lausir. að minnsta kosti áður
en áformuð rannsókn fer fram.
Innanrikisráðherra Henry
Brooke hefur lengi veigrað sér
við slíkri rannsókn, þó búizt
sé við því að hann neyðist til
að koma henni í • framkvæmd.
Málið hefur legið fyrir hon-
um síðan í október 1963, þegar
mannréttindanefndin skrifaði
honum fyrsta bréf sitt um
Challenor málið og krafðist
opinberrar rannsóknar. 1 fyrstu
svaraði ráðuneytið því til, að
þar sem lögreglufulltrúinn væri
geggjaður, væri öðrum lög-
regluþjóni fengið málið t'l
rannsóknar og athugunar á
einstökum tilfellum.
Rannsókn — óháð Iög-
reglunni.
Smám saman varð það þó
æ ljósara, að ekki varð kom-
izt hjá opinberri rannsókn. Ný
lög um lögreglumál ganga í
gildi 1. ágúst og samkvæmt
þeim getur óháð nefnd yfir-
heyrt eiðsvarin vitni, eftir
sömu reglum og gerast í rétt-
arsal, þegar um er að ræða
mál sem snerta misnotkun lög-
reglu á valdi sínu. Ymis brezk
blöð styðja kröfuna um opin-
bera rannsókn. Sunday Tele-
graph segir t.d.:
að það sé ævinlega brot á
meginreglu. þegar lögreglan
sé dómari um eigin mál.
Það er lagt hart að innan-
ríkisráðherranum. — Þetta
er óþægindamál fyrir Henrj^
Brocke, því kosningar eru í
nánd og mál þessi verða ekki
úr sögunni fyrr en síðasta af
„uppljóstrunum” Challenors er
komin fram í skarpt ljós gagn-
rýninnar.
bindi íslenzks ljóðasafns á
dönsku.
Ritdómarinn er fremur á-
nægður með starf Pedersens,
segir að þýðingarnar séu
unnar af innsæi og alúð.
Hinsvegar hefur hann nokkr-
ar athugasemdir fram að
færa utri eftirmála þýðarans,
þar sem segir m.a. annars á
þá leið, að Steinn hafv ort
einhver hin sérkennilegustu
og mest heillandi kvæði sem
jrfirleitt komu fram um miðja
öldina. Ritdómarinn segir í
allri hógværð, að bókin geti
ekki staðið undir svo afdrátt-
arlausum fullyrðingum.
Um Stein sjálfan segir
annars svo í greininni: Þýð-
ingamar gefa okkur nokkra
hugmynd um gáfaðan rit-
höfund sem leitar hins al-
gjöra af brennandi þörf, um
rómantíkus í annarlegum
heimi sem slær hann efa um
eigið ég. Orð eins og ekkert,
það sem ekki er, er ekki til
eru sem viðlag í mörgum
kvæðanna . . . Það sem ein-
kennir Stein Steinarr er ör-
vænting þess manns sem vill
allt, en hlýtur að viðurkenna
sinn eigin vanmátt . . .
Fyrrverandi sendiherra liandaríkjanna í Suður-Vietnani, Hcnry
Cabot Lodge, skoðar hér flak bandarískrar flugvélar, sem
skæruliðar hafa skotið niður. Úr slíkum flugvélaflökum smíða
skæruliðar marga nauðsynlega gripi.
Sólon íslandus í Noregi. Steinn Steinarr í Danmörku.