Þjóðviljinn - 12.07.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.07.1964, Qupperneq 10
10 SIÐA þeir koma í fyrramálið og hengja mig; eða: ég er Júbal Early, sem ríð umhverfis hersveitir sam- bandshersins á svörtum gæðingi. Ég er rómverji. hugsaði hann, og Jesús er nýfæddur og nýbúið að krossfesta hann, þótt ég fái að vita hvorugt meðan ég lifi. Eg er nýbúinn að matast og vindurinn frá Appennínafjöllum er vetrarþungur og ég hef drukk- íð fullmikið af víni og hlustað á Aþenubúa leika á flautu með undirleik pilts með lýru. Þögnin og myrkrið fyrir framan þrep öldungaráðsins era enn kær- komnari fyrir bragðið. Það er sagt að' Ágústus sýni sig á morg- un og það verða háðir leikir og skilmingaþrællinn með netið og trékvíslina verður látinn berj- ast við ljón frá Afríku. öskur rándýranna heyrist núna, þótt þau séu lokuð inni í hellum und- ir gólfinu á Colosseum. Maðurinn með netið og trékvíslina er kyrr þessa stundina-, hann er að gera við netið sitt, ganga úr skugga um að hnútamir haldi. slípa kvíslina sína löngu og hugsa um ýiðureign morgundagsins. Hann heyrði fótatak skammt ymdan og sá móta fyrir tveim- ur lögregluþjónum undir- gotíi- ljósi. Lögregluþjónarnir stönz- uðu og horfðu á hann og Jack gat séð af tortryggnissvip þeirra að þeir gáfu honum gætur. biðu þess að hann gerði e’tthvað af sér, klifraði yfir girðinguna, beygði sig niður eftir marmara- stykki eða styngi fornaldar- pottbroti í vasann. Lögregluþjónarnir gerðu hann að bandaríkjamanni, sviptu hann rómverska ' borgararéttin- um. Það hvíldu á honum augu; hann var ekki lengur utan heimsins; það voru aftur gerðar til hans kröfur; hann átti á hættu að verða gripinn og þurfa að segja hver hann væri. Glamr- ið í vagnhjólum breyttist í fjar- lægt hvískur, ljónin kyrrðust og hellar þeirra lágu opnir í tungls- ljósinu á nöktum Ieikvanginum; fjarlæg tónlist kom út af bar. það var gramófónn sem lék „Trumpet Rag”. Engar flautur, engar lýrur. því að augu lög- regluþjónanna hvíldu á honum og Vespurnar hóstuðu á götun- um. Kristur og Neró höfðu verið HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEXNU og DÓDÖ Laugavegi 18. III h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömurl Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — StMl: 14662 HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsd.'*h. Laugavegi 13 - 3fM' -Hj.V- — Nuddstofa á sama stað 11 dauðir í næstum tvö þúsund ár , og næturvindurinn einn, sem kom frá fjöllunum fyrir norðan, . var hinn sami. ■ Jack hélt áófram meðfram 1 múrnum og horfði á ójafnar steinflugumar (blóð, ilskór. bronshjól). Lögregluþjónamir gáfu honum gætur og hugsuðu: Við náum honum seinna, ef það er eitthvað athugavert við hann. Hann var búinn að fá nóg, náði í leigubíl og ók heim á hó- telið aftur. Hann gekk þvert yfir götuna frá hótelinu að blaðatumi og keypti þar parísar- útgáfuna af Tribune og leit á marglita staflana af enskum bókum . sem lágu meðfram ein- um vegg blaðasölunnar. Ein bókanna vakti athygli hans, því að hún virtist svo látlaus og stillileg innanum litskrúðugt kvenfólk og karlmenn með byssur. sem auglýstu þær bók- menntir sem voru á boðstólum á ensku í Róm þetta árið. Hann tók upp þessa dökkleitu bók og sá að það vom ljóð Catullusar, þýdd af enskum höfundi. Eftir draumana á Fomm, þótti Jack Catullus hæfilegt lesefni og hann borgaði fyrir bókina og fór inn á gistihúsið. Þegar vörðurínn fékk honum lykilinn varð hann dálítið von- svikinn yfir því að ekki skyldu vera nein skilaboð til hans. Ojæja, hvað um það, hugsaði hann. í nótt læt ég mér Catull- us nægja. Hann sat í setustof- unni, búinn að fara úr jakkan- um og skónum og losa flibbann og var að lesa: — Sjá, hvar ung- mennin koma. Léttum skrefum hlaupa þeir og ei til einskis. hlustið! Gott er að heyra þá syngja. Hymen O Hymenaeus Hy- men, kom hér, O Hymenaeus! þeg- ar síminn hringdi. Hann lét hann hringja tvisvar og naut þess að hlakka til að heyra röddina sem hann vonaðist eftir. Svo greip hann símann og sagði: — Halló? —r Herra Andms. sagði karl- mannsrödd. — Já. Þér þekkið mig ekki, sagði röddin. — Ég heiti Robert Bres- ach. Gtuð þér talað við mig andartak? Röddin var kurteis- leg, bandarísk og virtist i ung- um manni. Jack leit á úrið sitt. Klukkan var yfir tólf, — Má það ekki bíða þangað til í fyrramálið? sagði hann. — Ég er vinur herra Despiére, sagði maðurinn, — og satt að segja ’er þetta mjög áríðandi. Jack andvarpaði. — Nú jæja. sagði hann. — Það er herbergi númer 654. Hann lagði gramur tólið á. Það var alveg eftir Despiére að eiga vini sem heimtuðu að fá að koma inn á hótelherbergið til manna klukkan tólf að nóttu. Jack Tagði Catullus inn í svefn- herbergið. Hann kunni ekki al- mennilega við að láta bókina liggja opna á borðinu. sem einu bók í herbergihu, fyrir utan Baedeker vegvísir frá 1928 sem hann hafði rekizt á í bókakompu við Signu og tekið með, ef hann kynni að hafa tíma til að skoða si.E um. Ef maðurinn var glögg- ur og segði Despiére frá Catull- usi, myndi Despiére sjálfsagt ÞiðÐmnifN SunmxÆagur 12. Júli 1934 halda að Jack hefði viljandi lát- ið hana liggja frammi til að hafa góð áhrif á hugsanlega gesti. Það var barið að dyrum og Jack gekk fram og opnaði. Há- vaxinn maðúr í khakilitri úlpu stóð fyrir utan. — Komið inn. sagði Jack og vék til hliðar, svo að maðurinn gæti komizt inn litla ganginn og inn í stofuna. Jack lokaði dyr- pnum og gekk á eftir honum inni í stofunni sneri maðurinn sér við og stóð augliti til aug- litis við Jack. Hann var ungur með stuttklippt, skolleitt hár og hann var mjög fríður á þennan sama holdskarpa, beinabera hátt og Steven sonur Jacks. Hann stóð og horfði á Jack undarlegu augnaráði gegnum umgerðarlaus gleraugu og svipur hans var jjungur og spenntur og augun alvarleg og blá. — Ég ætla að drepa yður, Andrus. sagði hann. Hann sagði eitthvað annað, hugsaði Jack sem stóð og brosti til ljóshærða piltsins í úlpunni, en það var alveg eins og hann hefði sagt: Ég ætla að drepa yður. — Hvað sögðuð þér? spurði Jack. Pilturinn var með hendumar á kafi i úlpuvösunum. Nú tók 17 hann þær upp. I hægri hendi hélt hann á hníf. Það heyrðist smellur og Jack sá langt og ljótt blaðið úr þungu, andstyggi- legu stáli endurspegla ljósið frá ljósakrónunni. Hönd drengs- ins skalf og spegilmyndin í hnífs- blaðinu skalf. Hann sagði ekki neitt, heldur stóð bara þama í miðri stofunni. hár og fyrir- ferðarmikill í þykkri úlpunni, með hörkulegt andlit og augun starandi á andlit Jakcs með svip sem var næstum biðjandi. Það var þetta, hugsaði Jack, það var þetta sem það táknaði — bardaginn, blóðið. draumur- inn, hugboðið, sú tilfinning.. að hafa fengið aðvörun, éndur- ■vakning hinna dauðu. Hnífurinn . vgr undirrót. hessa alls.. — Burt með þennan fjandans hníf. sagði Jack hranalega. Dyrnar bakvið hann sem lágu út í ganginn, voru lokaðar, og hversu snar sem hann væri í snúningum, myndi pilturinn geta náð til hans áður en honum hefði tekizt að opna. Og dym- ar opnuðust inn. Ungi maðurinn stóð kyrr, að- eins dálítill titringur hnífsins í hendi hans sýndi geðshræringu hans. Munnurinn var örlítið op- inn og hann dró andann með dálitlu soghljóði. Hann reyndi að anda rólega. Ekkert annað hljóð heyrðist. Lokaðir glugg- arnir. gluggatjöldin, sem dreg- in voru fyrir, þungar hurðirnar og þykkir múrveggir gamla gisti- hússins útilokuðu hvet hljóð. Ef ég hrópaði á hjálp, hugsaði Jack, ef ég gæti haldið piltin- um í skefjum fáeinar mínútur, bá væri næstum engin von til þess að neinn heyrði til mín. I nokkrum kvikmyndum sem hann hafði leikið í fyrir langa- löngu höfðu komið fyrir svipuð atriði — Jack. óvopnaður, aug- liti til auglits við mann með hníf sem tlaði að drepa hann. 1 kvikmyndunum hafði Jack alltaf sloppið með því að gera snöggt áhlaup á úlnlið morðingj- ans eða fleygja lampa í hann eða velta um borði og myrkva herbergið. Þegar hann horfði á þessi atriði á tjaldinu eftirá, þótti honum þau yfirleitt býsna sennileg. En það sem gerðist nú í nótt myndi ekki koma á kvik- mynd seinna, og hnífurinn með titrandi Ijósglömpunum var úr stáli og ekki úr gúmmf og yrði ekki ýtt til hliðar með hreyf- ingu höfundar kvikmyndáband- ritsins. — or Vn'ír>9 cmirAí Rrpíj- ach. — 17” u•*' ’---~ FTpnri hentí 1 *■'*'..' " ■""■Korginu.. rvkV+! .... ' ' Izonnfl" ■ 1 ‘ ‘ — Hvar -agöj Jack. -- Pavni' ' ” míg. sasði RrescV’ Eo »r ekki kom- inn hingað til þess að láta blekkja mig. Hann hafði djúpa barytónrödd með þægilegum. hreinum hljómi, sem var illa fallin til þess að bera fram hótanir. — Nei, sagði Jack. Hún er ekki þama inni. — Eruð þér að Ijúga að mér? — Gáið að því sjálfur, sagði Jack léttum rómi. Hann vissd að hann mátti ekki láta piltinn sjá að hann væri hræddur. Ungi maðurinn horfði tvílráð- ur á svefnherbergisdyrnar. Það fóru viprur um munninn og Jack sá vöðva hnyklast i kjálk- anum. Andlit hans var magurt og beinabyggingin áberandi og þríhyrndir skuggar í vöngunum. — Ágætt, sagði Bresach. Hann steig skrefi nær Jack. — Þér getið farið á undan. Jack hikaði andartak. Hér í dagstofunni. þar sem aðeins loft- ið var á milli hans og Bresachs, var hann ofurseldur hnífnum. í svefnherberginu gæti hann ef til vill látið rúmið verða á milli þeirra, ranglað sakleysislega i átt að lampa eða jafnvel náð í þunga leðurtöskuna sem stóð á töskugrind og notað hana fyrir skjöld eða vopn. Hann sneri sér við og gekk rösklega inn f svefn- herbergið með Bresach á hælun- um. Það var aðeins kveikt á nátt- lampanum og herbergið dimmt. Skugginn var skorinn sundur af hvítu ljósinu úr baðherberginu sem barst gegnum hálfopnar dymar. Um leið og Jack gekk inn í svefnherbergið sá hann annað skástrikið úr rauða V- inu sem Veronica hafði skrifað á spegilinn yfir vaskinum. Jack gekk frá baðherbergisdyrunum og að stóm skápunum sem þöktu einn herbergisvegginn. Bresach var rétt á eftir honum. — Stanzið, sagði Bresach. Jack stanzaði. Rúmið var ekki á milli þeirra Bresach, en leður- taskan var rétt hjá honum. og ef Bresach réðist á hann, var hugsanlegt að hann gæti náð í töskuna í tfma. Bresach stóð hjá tvíbreiða rúminu, sem nú var búið að búa um undir nóttina og teppin dregin frá í þrýhyrning öðrum megin. Tveir koddar lágu hlið við hlið. — Það var þá hérna sem það gerðist, sagði Bresach. Hann kom við rúmið með hnénu. Hann reik- aði örlítið og höfúðið dinglaði dá- lítið til meðan hann talaði og nú fyrst var Jack Ijóst, að pilturinn hafði drukkið. — Áttuð þér góð- an dag. herra Andrus? spurði hann hrartalesa oa sveiaði annað munnvikið niður á við. — Hún er góð í rúminu, hún Veronica litla, ha? Meða ofsalegri hreyf- ingu dró hann tepoin til hliðar með hnífnum. — Einmitt héma, í bessu rúmi, endurtók hann. — Hér í þessu rúmi. Augu hans fvlltust tárum og í stað þess að gera Jack rólegri. urðu tárin til bess að honum fannst ungi maðurinn hæt.tulegri en áður. — Það er lítandi á hana í rúminu, ha? sagði Bresach — Veronica með útglennta fætur. — Hættið þessu. sagði Jack án bess að gera sér von um að orð hans hefðu nein áhrif á unga manninn. — Hvað gagnar að tala svona? — Það getur gagnað töluvert, sagði Bresach. Nú hreyfði hann hnífjnn í tilgangsleysi til að und- irstrika orð sín. — Ég vil fá skýra mynd af þessu. nákvæm- lega hvað kemur fyrir hana. Þeg- ar þér gerðuð það. hvíslaði hún bá: — Ó. guð!? Ha, gerði hún það? Er það fíflalegt af mér að segja yður að það gerir hún alltaf með mér? Hann brosti af- skræmdu brosi gegnum tárin. — Það er þetta kabólska uppeldi hennar. Að blessa sambandið. Brosið og tárin sameinuðust í þvinguðum blátri. — Gerði hún bað? sagði hún — Ó guð? — Ég vil ekki tala við vður. sagði Jack ákveðinn. — Fyrr en bér felið hertnan hníf. — Ég fel hnífinn þegar ég er búinn að liúka mér af. Bresach sveiflaði hnffnum ofsalega. — Og ég veit hvar ég ætla að geyma hann. Hann hevgðí sie áfram og strauk hendinni hlfðlega yfir krypplað lakið. — Einmitt hérna, hvíslaði hann. — Einmitt hérna. Hann leit upn og horfði með hláum. út- erát.num augunum á Jack. — Stakk hún tungunni inn í eyrað Frá ÆFR Skrifstofan er opin alla daga kl. 10—12.30 og þriðjudaga og fösttudaga kl. 17—19. Félagsheimili ÆFR er opið mánudags-, þriðjudags- fimmtudags- og föstudagskvöld kl. 20.30—23.30. Ferðalög eru farin einu sinni í viku út í „bláinn“ á miðvikudagskvöldum. Sími Æskulýðsfylkingarinnar er 17513. Athugið ennfremur: Félagsgjöldin eru fallin í gjalddaga fyrir árið 1964. Við höfum alltaf nóg við vinnukraft að gera í ým- isskonar störf. — Komið í Tjarnargötu 20 og hafið samband við skrifstofuna. Áskriftarsíminn er 17-500 Hringið í dag buðin Klapparstíg 26 Sími 19800 VÖNDIIB f m || r ODYR U II SfáwýórJÓttsstm &co VÖRUR ~~ ' -wí?r A**.f** Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi —& Kakó- KRON - b ú ðir n a r . FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND S V N t TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Auglýjið i Þjóðviljanum #

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.