Þjóðviljinn - 16.07.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 16.07.1964, Side 1
£r síldin að skána eystra? Um klukkan 22 í gær var ekki mik- ið farið að gerast á síldarmiðunum fyrir austan. Þó voru nokkur skip bú- in að kasta um 40 mílur austnorðaust- ur af Dalatanga og var sú sfld allmiklu feitari og stærri að sjá en veiðzt hef- ur undanfarið út af Gerpi. Veiðihorfur voru allgóðar að því er blaðinu var tjáð í símtali við síldarleitina á Seyðis- firði. Flokksþing Repúblikana: Fulltrúi ofstœkisfyllstu öfgaaflanna í Bandaríkjunum verður í framboði við forsetakosningarnar í haust tsarry uomwaier iorsetaeini Stal tugjiúsundum úr verzluninni Rannsóknarlögreglan handtók nýlega ungan verzlunarmann sem grunaSur var um stórþjófn- að í fyrírtækinu þar sem hann vann. Piltur þessi hafði um eins og hálfsmánaðar skeið unnið í veiðarfæra- og vopnasölu hér i borg og við húsleit heima hjá Félagið ís« land-Lúxem- borg stofnað Félagið Ísland-Lúxemborg var stofnað í Reykjavík í gær og kjörin undirbúningsnefnd til starfa fram að framhaldsstofn- fundi, sem gert er ráð fyrir að verði haldinn í haust. f nefnd- ina voru kjörnir Ámi Kristjáns- son tónlistarstjóri Ríkisútvarps- ins, Bjöm Thors blaðamaður, Sigurður Magnússon fulltrúi og Stefán Jónsson fréttamaður. — Tilgangur hins nýstofnaða íélags er- að vinna að auknum sam- skiptum þjóða íslands og Lúx- emborgar á sviði menningar- mála o.fl. honum fannst ýmis konar varn- ingur úr verzluninni, að verð- mæti um 23 þúsund kr. Auk þess meðgekk hann að hafa tek- ið peninga úr verzluninni að fjárhæð 34 þúsund kr Þann 7. þ.m. kom eigandi um- ræddrar verzlunar til rannsókn- arlögreglunnar og kærði yfir því að starfsmaður sinn, sem hann hafði ráðið til afleysinga í sumarfríum, hefði tekið pen- inga frá fyrirtækinu í heimild- arleysi. Auk þess kvaðst hann hafa grunað starfsmann þennan um að hafa hnuplað vörum úr verzluninni. , Lögreglan handtók piltinn samdægurs og gerði húsleit hjá honum með ofangreindum á- rangri. Rannsókn málsins er ekki lokið en líkur benda til að pilturinn hafi hnuplað allmiklu meira magni af vörum en því sem fannst hjá honum við hús- ledt. Þannig mun heildarverðmæti þess sem hann hefur hnuplað á einum og hálfum mánuði vera um 60—70 þúsund krónur og þýkir það vel að verið. Söku- dólgurinn situr nú í gæzluvarð- haldi. SAN FRANCISCO 15/7 — Til úrslita dregur á flokksþingi Repúblikana í San Francisco og var búizt við að atkvæða- greiðsla um forsetaefni flokksins í kosningunum í haust myndi hefjast um kl. hálffjögur að morgni fimmtudags. — Ekki lék lengur nokkur vafi á því að Barry Gold- water, fulltrúi ofstækis- fyllstu íhaldsaflanna og forhertustu stríðsæsinga- manna Bandaríkjanna, myndi hljóta útnefningu flokksþingsins með mikl- um meirihluta, jafnvel enn meiri en hann hafði getað gert sér vonir um áður en þingið hófst. Sigurhorfur Goldwaters mátti marka af ýmsu, en þó sérstak- lega af úrslitum í atkvæða- greiðslum sem fram fóru á þing- inu í gær um breytingartillögur við stefnuyfirlýsingu þá sem dagskrárnefnd þingsins hafði samþykkt. Þær atkvæðagreiðslur fóru allar Góldwater og stuðn- ingsmönnum hans í vil. Þannig var breytingartillagan við þann kafla yfirlýsingarinnar sem fjallaði um kynþáttamálin felld með 897 atkvæðum gegn 409. Með öfgamönnum Flokksþingið felidi einnig í gærkvöld með miklum meirihluta tillögu frá stuðningsmönnum Scrantons fylkisstjóra um viðbót við stefnuyfirlýsinguna þar sem fordæmd voru samtök á borð við John Birch Society og Ku Klux Klan, og dugði það ekki einu sinni til að fá tillöguna samþykktina að kommúnista- flokkurinn var fordæmdur í sömu andránni. Málamiðlunartillaga frá fylkisstjóranum í Michigan. Ge- orge Romney. sem eitt sinn var talinn líklegur frambjóðandi flokksins. en hún var samhljóða hinni að öðru leyti en þvi að öfgasamtökin voru ekki nafn- greind, var einnig felld. Flokksþingið felldi einnig með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um að Bandaríkjaforseti skuli ráða yfir öllum kjamavopnum og segja einn fyrir um notkun þeirra. Sigurinn vís Eftir þessar atkvæðagreiðslur varð öllum Ijóst, líka þeim sem í lengstu lög höfðu vonað að tak- Ihaldið beitir pólitískri hlutdrægni og valdníðslu við úthlutun byggingarlóða Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu svokallaðrar „lóðanefndar" um úthlut- un lóða undir raðhús, parhús, einbýlishús og tvíbýlishús í Kleppsholti og Elliðavogi. [~| Lóðaúthlutun þessi var samþykkt í borgarráði rneð 4 atkv. íhalds og Framsóknar gegn atkvæði Guðmundar Vigfús"'-’0!; fulltrúa Alþýðubandalagsins, sem lét bóka sérstaka grsinargerð fyrir afstöðu sinni. □ Þessi lóðaúthlutun er hið argasta hneyksli. Má segja að nær undantékningalaust sé gengið frarn hjá þeim sem m,esta þörf hafa fyrir að hyggja en lóðirnar afhentar sterkefnuðum húseigendum og sérlegum gæðingum borgar- stjórnaríhaldsins. Pólitískri hlutdrægni hefur sjaldan eða aldrei verið heitt svo skefjalaust sem við þessa lóðaúthlut- un og er þá vissulega milcið sagt. Sjá nánari írétt á 12. síðu sem fylgjast með flokksþingi Re- públikana hafa sérstaklega orð á því ofstæki sem ein- kenni stuðningsmenn Goldwateys, stjórnlausri hrifningu þeirra á „foringjanum“ og skefjalausu hatri þeirra á and- stæðingum hans. Fréttaritari danska blaðsins „Politiken" í San Francisco, Sven Ahman, kemst þannig að orði: — Jafnvel þeir sem ekki kippa sér upp við allt eru farn- ir að óttast að kosningabaráttan geti freistað öfgamanna til að setja á svið nýjan Dallas-harmleik. (Hér er átt við morðið á Kennedy). Þeir velta nú fyrir sér hvort Johnson forseti muni í kosningabaráttu við Barry Goldwater geta komizt hjá banatilræðum. — MYNDIN: Fylgismenn Gold- waters fagna leiðtoga sínum við komuna til San Francisco. ast mætti að stöðva sigurgöngu Goldwaters, að honum var sigur- inn algerlega vís. Mátti búast við að obbinn af þeim fulltrúum sem fellt höfðu breytingartiliög- umar myndu styðja hann í at- kvæðagreidslunni um forsetaefnið og allar líkur voru á því að hann myndi verða kjörinn þegar í fyrstu lotu með uppundir tveim þriðju atkvæða. Nýr liðsauki Rétt áður. en fundurinn í dag hófst (en það var kl. 21.30 að ísl. tíma) tilkynntu fulltrúamir frá Wisconsin. sem eru 30 talsins, að þeir mjmdu allir greiða Gold- water atkvæði. Þeir höfðu eigin- lega ætlað að greiða einum úr sínum hópi atkvæði í fyrstu lotu. Nefndir frá ýmsum öðrum fylkj- um eru i sömu sporum og var búizt við að margar þeirra myndu fara að dæmi fulltrúanna frá Wisconsin, þar sem ljóst var orð- ið hvort sem var að Goldwater myndi ganga með sigur af hólmi. Nixon í hópinn Það var til að treysta stöðu Goldwaters enn frekar að Rich- ard Nixon, varaforseti Banda- ríkjanna í átta ár og forseta- efni Repúblikana fyrir fjórum árum, lýsti í gærkvöld yfir ein- dregnum stuðningi sínum við Goldwater. Nixon hefur að visu sett. ofan í bandarískum stjóm- málum eftir hrakfarir sínar í fylkisstjórakosningunum í Kali- fomíu fyrir tveim árum, en hann er engu að síður áhrifamikill meðal hinnna íhaldssamari ráða- manna Repúblikana. Nixon kvað góðar horfur á að Goldwater myndi ná kosningu i haust með þá stefnuskrá sem þingið hefur samþykkt. Hann bar blak af Goldwater og sagði að hann hefði verið rægður og orð hans rangfærð. Því færi fjarri að hann væri hálfærður lýð- skrumari. Hann væri þvert á móti ábyrgur stjómmálaskörung- ur. sem bandamenn Bandarikj- Framhald á 3. síðu. MIKILL MEIRIHLUTI ER BAK VID GOLDWATER

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.