Þjóðviljinn - 16.07.1964, Side 12
FRAMKVÆMD NAUÐSYNL
□ Á fundi borgarráðs í fyrradag um lóðaút-
hlutun í Kleppsholti og Elliðaárvogi lýsti Guð-
mundur Vigfússon yfir algerri andstöðu sinni við
vinnubrögð meirihlutans og lét bóka eftirfarandi:
„Þar sem augljóst er, að þessi lóðaúthlutun er
nær undantekningarlaust byggð á ófyrirleitinni
pólitískri hlutdrægni og beinni valdníðslu meiri-
hlutans, sé ég mig tilneyddan að mótmæla slík-
um starfsaðferðum með því að greiða atkvæði
gegn úthlutuninni í heild, og áskil mér allan rétt
til að taka málið fyrir í borgarstjórn og gera þar
tillögur um gagngera breytingu á meðferð lóða-
úthlutunar“.
Þær lóðir sem hér um raeðir
eru við Kleppsveg, Norðurbrún
og Sæviðarsund. Verða á þess-
um lóðum byggð 41 raðhús, 22
parhús, 15 tvíbýlishús og 12
einbýlishús. Umsækjendur voru
langtum fleiri en íbúðimar t.d.
sóttu yfir 200 manns um 22 par-
húsalóðir við Kleppsveg og
Norðurbrún. Mikil eftirspurn
var einnig eftir hinum lóðunum
öllum.
Það gerist nú sífellt fátíðara
að Reykvíkingar eigi kost á lóð-
um undir tvíbýlishús, einbýlis-
hús og raðhús og eykur það
eftirspurnina. Er því áriðandi
að fylgt sé einhverjum reglum
og fyllstu óhlutdrægni gætt
gagnvart borgurunum og þeir
a.m.k. ekki látnir gjalda póli-
tískrar afstöðu sinnar. En í-
haldið hefur aldrei fengizt til
að setja neinar reglur um lóða-
úthlutun, þrátt fyrir endurtekn-
ar kröfur Alþýðubandalags-
manna í borgarstjórn um það.
1 stað þess setur það sínar prí-
vat-„reglur” í hvert skipti og
miðar þær við það eitt að úti-
loka „óæskilega” umsækjendur
en hygla gæðingum sínum og
vildarmönnum.
Það er Geir Hallgrímsson
borgarstjóri sjálfur sem stendur
fyrir þessum þokkalegu vinnu-
brögðum. Það er borgarstjórinn
í Reykjavík sem skipuleggur þau
vinnubrögð svokallaðrar lóða-
ncfndar að útiloka helzt alla
aðra frá að byggja yfir sjálfa
sig í Reykjavík en þá sem eru
á einhvem hátt innundir hjá
máttarvöldum íhaldsins.. Það er
þessi mismunur á rctti borgar-
anna sem er óviðunandi og ó-
þolandi. Borgarar ReykjavíkUr
bera allir sömu skyldur og þeir
eiga að búa við sama rétt án
tillits til stöðu eða stjórnmála-
skoðana.
íhaldsmeiríhlutinn heldur fast
utan um lóðaúthlutunina og
hefur hvað eftir annað fellt til-
lögur frá minnihlutanum í
borgarstjóm um lýðræðislega
kosna lóðaúthlutunarnefnd, sem
minnihluti borgarstjórnar ætti
einnig aðild að. 1 stað þess hef-
ur hann sína prívat-„lóðanefnd”
skipaða tveimur borgarstarfs-
mönnum, Gunnlaugi Péturssyni
borgarritara og Helga V. Jóns-
syni, skrifstofustjóra, þægum og
vikaliprum þjónum íhaldsins, sem
gera nákvæmlega eins og þeim
er sagt af húsbændunum og fá
sína umbun fyrir, Á bak við
þessa „lóðanefnd” skýlir svo
íhaldið sér við sína þokkalegu
iðju í lóðamálunum.
Þessi mál verða væntanlega
rædd nánar síðar hér í blað-
inu.
Bú/ð ai salta 3400
tunnur í Neskaupst.
NESKAUPSTAÐ 15/7 — Á mið-
nætti síðastliðnu höfðu verið
saltaðar hér 3400 tunnur. Fjórða
söltunarstöðin hér í Neskaup-
stað, Máni, tók til starfa í gær
og voru saltaðar þar 700 tunn-
ur síðasfliðinn sólarbring. Þar
lögðu upp Guðbjörg ÍS 600 upp-
mældar tunnur, Hólmanes SU
600, Guðmundur Þórðarson 400,
Lómur 900. Var mcðalnýting
því aðeins tæp 30%.
Á hinum þrem söltunarstöðv-
unum var saltað úr eftirtöldum
skipum frá þvj á hádegi á
mánudag. Innan sviga eru upp-
saltaðar tunnur. Guðbjörg GK
705 (406), Helgi Flóventsson Þ
H 330 (151), Húni II. HU 234
(99), Glófaxi NK 2£ft (105),
Þorbjörn GK 170(80), Faxaborg
GK 250 (130), Hafþór RE 190
(10(3), Stapafell 673 (231), Björg
NK 276, Gunnhildur ÍS 134 (60).
Eins og sjá má af þessu er síld-
in misjöfn og léleg til söltunar.
Hjá síldarverksmiðjunni hafa
nú verið brædd 112 þús. mál
Þar bíða nú löndunar eftirtaldir
bátar með 2300 mál: Stjarnan
RE 200, Akraborg 400, Gnýfari
SH 30«, Guðný ÍS 200, Hrönn
ÍS 50, Gullfaxi NK 500, Húni
II. HU 400, Mummi ÍS 250.
Hér er suðaustan andvari og
hlýtt og þokuslæðingur annað
slagið — H.G.
HERMANGARAR FA 35.000 FER-
METRA LÓÐ Á ÁRTÚNSHÖFDA
Borgarstjóri og borgarverkfræðingur misnota aðstöðu sína til þess
að afhenda braskfélögum sínum tugmiljóna verðmæti
Hermangarafyrirtæki íhalds-
íns, Sameinaðir verktakar og fs-
lenzkir aðalverktakar, hafa nú
fengið úthlutað 35,000 fermetra
lóð í Ártúnshöfða á nýskipu-
lögðu iðnaðarsvæði.
Þessi fyrirvaralausa og óvænta
lóðarúthlutun til hermangara í-
haldsins var barin í gegnum
borgarráð s.l. þriðjudag með
atkv. íhaldsins í ráðinu en full-
Fyrra mánudag flutti Vign-
ir Guðmundsson, blaðamaður
Morgunblaðsins, ósvífið á-
róðurserindi í útvarpsþættin-
um ,.Um daginn og veginn”
þar sem hann reyndi m.a.
að hefna þess, sem hann
taldi hafa hallazt í Orðaskipt-
um Mattíasar Johannesens,
ritstjóra Morgunblaðsins og
Magnúsar Kjartanssonar, rit-
stjóra Þjóðviljans.
Magnús sneri sér þegar til
útvarpsráðs og fór þess á leit,
að annaðhvort yrði beðist op-
inberlega afsökunnar á fram-
komu Vignis eða sér gefinn
kostur á að svara á sama
vettvangi. Á fundi útvarps-
ráðs í gær var fvrrj kr-o--.
trúar Alþýðubandalagsins og
Framsóknar, Guðmundur Vig-
fússon og Kristján Benediktsson,
greiddu atkvæði gegn henni.
Guðmundur Vigfússon bar
fram tillögu um að málinu yrði
frestað og óskaði eftir greinar-
gerð frá fyrirtækjunum báðum
(sem raunverulega eru eitt og
sama tóbakið) um raunverulega
Ióðarþörf þeirra. fhaldið felldi
inn valinn og eftirfarandi
samþykkt gerð einróma af
fulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins, Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins:
— „Útvarpsráð harmar. að
reglur ríkisútvarpsins um ó-
hlutdrægni voru brotnar í er-
indinu ,,Um daginn og veg-
inn” 6. þessa mánaðar.
Jafnframt vill útvarpsráð í-
treka, að þeim, sem tala „Um
daginn og veginn” er treyst
til að fylgja vandlega reglum
útvarpsins. enda eru hand-
rit þeirra ekki lesin fyrir-
fram”
Samþykkt þessi var lesin i
fréttum útvarpsins í gær-
kvöldi.
tillöguna og samþykkti síðan
lóðarúthlutunina til hermangs-
fyrirteekjanna.
Ekki er kunnugt um neina þá
starfsemi á vegum hermangar-
anna sem útheimti þessa stóru
og dýrmætu lóð á Ártúnshöfða.
rétt ofan við væntanlegt hafn-
arsvæði. Hitt er augljóst að
með þessari furðulegu ráðstöf-
un fá hermangsfyrirtækin að-
stöðu til umsvifa og brasks sem
er tugmiljóna virði innan tíðar.
Hafa þeir Geir borgarstjóri og
Gústaf E. Pálsson borgarverk-
fræðingur heldur betur reynzt
félögum sínum haukar í horni
við þessa tillögugerð og ákvörð-
un á sama tíma og tugir ein-
staklinga og iðnfyrirtækja fá
enga úrlausn mála sinna og
mörg þeirra hafa orðið að flýja
borgina með starfsemi sina
vegna skorts á iðnaðarlóðum.
Þessi umfangsmikla afhending
lands til hermangaranna ristir
þvert ög endilangt það skipulag
iðnaðarlóða sem ákveðið hefur
ÁREKSTUR
1 gær varð bifreiðaárekstur á
Krýsuvíkurveginum. Lenti þar
saman á blindhæð jeppabifreið
og vörubifreið. Farþeginn i
jeppanum meiddist nokkuð svo
og bílstjórinn. Voru þeir flutt-
ir á Slysavarðstofuna og leið
eftir atvikum er síðast frétíist
Þeir sem voru í vörubifreið-
inni meiddust ekkert. Annar
bíllinn var úr Keflavík en hinn
með G-númeri þ.e. annað hvort
úr Gullbringu- og Kjósarsý&lu
eða Kafnarfirði.
verið á Ártúnshöfða. Enda treysti
íhaldið í borgarráði sér ekki til
að tilgreina lóðina eins og venja
er þegar úthlutun fer fram,
heldur samþykkti það að hún
skyldi afhent „samkvæmt nánari
ábcndingu borgarverkfræðings”.
Þarf ekki að efa að Gústaf E.
Pálsson verður nærgætinn og
lipur við braskfélaga sína og
borgarstjórans þegar lóðin verð-
ur útmæld til afhendingar.
Bifreiðaslys
íHvalfírði
Akranesi 15/7 — Klukkan
13.30 í dag varð bifreiðaárekstur
hjá Kalastöðum á Hvalfjarðar-
strönd. Bílarnir voru af gerðun-
um Volga og Landrover. Báðir
bílarnir skemmdust mikið.
Vcgurinn fyrir neðan Kalastaði
er greiðfær og nokkuð beinn svo
að ekki átti að vera mikil hætta
á slysum þar.
1 Volgu-bílnum voru hjón með
barn sitt. Meiddist konan nokk-
uð og bamið. 1 Landrover-bíln-
um voru önnur hjón með tvö
börn. Maðurinn meiddist ör-
lítið en konan og bömin voru
að mestu heil heilsu, og ók hún
strax til Reykjavíkur. Hina
flutti lögreglan á Akranesi á
sjúkrahúsið þar og var þar gert
að sárum hinna meiddu. Flestir
voru látnir fara eftir lítilsháttar
aðgerð, en kona sú er ók Volgu-
bílnum var enn á sjúkrahúsinu.
er blaðið átti viðtal við lögregl-
una á Akranesi klukkan 20.00.
Útvarpsráó biðst
afsökunar á Vigni
Dómkirkjan í Skálholti .
Hátíð í Skálholti
um næstu helgi
Þorláksmessa á sumar var í
kaþólskum sið mikill hátíðisdag-
ur á Suðurlandi. Við siðaskipti
dró úr helgi dagsins, en árið
1949 gerði þjóðkirkjan hann að
sérstökum hátíðisdegi Skálholts-
staðar. I sex ár eða til ársins
1955 voru reglulega haldnar Skál-
holtshátíðir á þeim degi,. en féllu
síðan niður. Nú hyggst þjóðkirkj-
an endurvekja þennan sið og um
næstu helgi er boðað til hátíðar
á Skálholtsstað.
I gær áttu blaðamenn tal við
Sigurbjöm Einarsson biskup. —
Sagði hann, að hátíðin væri aft-
ur upp tekin, þar sem komið
hefði í Ijós á fyrri hátíðum, að
fólk hefði ánægju af að koma í
Skálholt og rifja upp þær fomu
minningar, sem staðnum væru
tengdar.
Eins og áður segir fer hátíðin
fram dagana 18.-19. júlí, aðal-
uppistaða hennar verður helgi-
hald.
Á laugardegi klukkan 9 ár-
dggis verður morgunbæn í kirkj-
unni, klukkan 3 sama dag setur
biskup íslands hátíðina, síðan
flytur séra Guðmundur Óli Ól-
afsson erindi um Skálholtsstað,
að því loknu verður kirkjan sýnd.
Um kvöldið verður guðsþjónusta
í kirkjunni. Á sunnudag fer há-
tíðin fram, sem hér segir: Kl. 9
árdegis: Morgunbæn, klukkan
10.30: Orgelleikur. klukkan 11:
Messa. Biskup fslands prédikar;
altarisganga. Klukkan 2: Kór-
söngur. Kirkjukór Akraness.
Stjórnandi: Haukur Guðlaugsson.
Erindi: Páll Kolka, læknir.
Ávarp: Séra Jón M. Guðjónsson,
Akranesi Klukkan 4 siðd. Orgel-
tónleikar. Klukkan 5 síðd. Guð-
þjónusta. Vígslubiskup dr. Bjami
Jónsson. Klukkan 9 síðd. Kvöld-
bæn með hugleiðingu. Sérg Sig-
urður Pálsson.
Tjaldstæði eru heimil á staðn-
um og léttar veitingar verða á
boðstólum. — Aðgangur er
ókeypis.
Skemmtilegur leikur í 1. deild
KR-ÍBK 3:2
Það var greinilegt á fjölda á-
horfenda að knattspymuunn-
endur hér litu á þennan leik
sem nokkurskonar úrslitaleik í
móti þessu, og stemningin á á-
horfendapöllunum staðfesti að
leikurinn væri a.m.k. „snertur”
af úrslitaleik. Áhorfendur urðu
ekki fyrir vonbrigðum með leik-
inn í heild, sem var skemmti-
legur og oft fjörlega leikinn.
Keflvíkingar byrjuðu betur
og sýndu oft mjög góðan sam-
leik, með góðum skiptingum, og
hröðum staðsetningum. Má segja
að þeir hafi átt fyrri hálfleik-
inn og áttu KR-ingar þá mjög
í vök að verjast.
Það var eins og vörn KR átt-
aði sig ekki á þessu og náðu
þeir ekki verulegum tökum á
hinum hreyfanlegu Keflviking-
um. Það efldi líka þá Suður^
nesjamenn að þegar á 4. mín-
útu skoraði Rúnar gott mark
eftir sendingu frá Hólmbert.
Heppnin virtist ekki leika við
KR til að byrja með því aðeins
tveim mínútum síðar fær Ell-
ert sendingu fyrir markið um
það bil meter frá marklínu, en
hittir ekki knöttinn og hann
rennur afturfyrir!
Keflvíkingar þjarma að KR og
verður Þorgeir að verja á línu
á 11. mínútu. Og aðeins 4 mín-
síðar ná Keflvkingar mjög góð-
um samleik þar sem knötturinn
gengur milli sex manna og end-
ar með hörkuskoti frá Jóni O.
Jónssyni, sem hafnar í netinu
fyrir aftan Heimi; — 2:0.
KR-ingar gefa samt ekki eftir
og er hart barzt, og fer það
meira fram á vallarhelmingi KR,
þó þeir geri við og við áhlaup.
Á 38 minútu fyrri hálfleiks er
spymt í áttina að marki Kefl-
vikinga, og bakvörður og mið-
vörður gátu báðir spymt frá
en af einhverjum ástæðura
verður misskilningur milli þeirra
Og Gunnar Felixson skýzt inrv
fyrir og nær knettinum og skýt«
ur framhjá Kjartani sem gerit
tilraun til að loka; — 2:1.
Til að byrja með virðist sem
Framhald á 3. síðu.
4
4
t