Þjóðviljinn - 16.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.07.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. júlí 1964 ------------- ------------------------------------ ÞIÓÐVILIINN----------------------------------------------------------------------------SIÐA 7 d Austurríki SS-foringinn Himmlcr gerir liðskönnun í fimmtu herdeild sinni í Austurriki, scm leyndist fram- an af í mismunandi félagasamtökum, sem hétu ýmsum sakleysislegum nöfnum, t.d. „Þýzka íþróttafélagið“. Árdsin Að sjálfsögðu var það ekki tilviljun, að Skorzeny var val- inn til þessara starfa í leyni- þjónustunni. Slík embætti voru eingöngu falin mönnum, þraut- reyndum í neðaniarðarbaráttu. En Kaltenbrunuer hafði ekki þurft að leita lengi. Hann hafði þekkt þennan austurríska landa sinn í 15 ár. Þeir höfðu oft drukkið hraustlega saman í drykkjugillum þeim, sem leiddu oft til stúdentaeinvíga með tilheyrandi skurðum og skrámum á andlitum. Það var ekki hver sem var tekinn í þessa lokuðu stúdentaklúbba, og ekki nægilegt að þykjast vera ofstækismaður, það urðu menn að vera. Herraþjóðin og stórþýzkur metnaður voru Ijúf- ust umræðuefni meðlimanna. Drungalegan sumardag 1932 var svo komið, að lifandi í- mynd frumgermana, Josep Göbbels talaði opinberlega i Vínarborg. Á jesúítfskan máta lýsti , hann stefnskrá Nazista- flokksins og gerði það heyr- um kunnugt, að nazistar ætl- uðu að sameina Austurríki Þýzkalandi. Skorzeay fór að ráðum áróð- ursstjórans og gekk nú opin- berlega í flokkinn, þá var hann 24 ára. Ekki leið á löngu þar til honum var falið nokk- urt ábyrgðarstarf. hann átti að taka þátt í illræmdri mold- vörpustarfsemi nazista og vinna að áróðursmálum. Er fram leið færðu nazistarnir i Austurríki sig sífellt meir upp á skaftið. En um þetta leyti voru það aðeins öfgafyllstu og áreiðan- legustu ruddar, sem mynduðu þann vopnaða kjama, sem var fimmta herdeild nazista í Austurríki. Þeir sóru leyni- lega SS-eiðinn. 1 febrúar 1934 gekk Otto Skorzeny í hina svörtú reglu. Valdarán Hitlers í Þýzka- landi hressti við nazistana í Austurríki, og Hitler treysti sínum mönnum þar. Frá Múnchen voru nýtízku skot- vopn flutt ,til Vínar, þar sem þau hurfu inní leynileg vopna- búr SS. Á miðju árinu 1934 sátu Seyss-Inquart, foringi nazista í Austurríki og nánustu starfs- menn hans Emst Kaltenbrunn- er o.fl. í Vínarborg og töldu sína stund uppruna. Það var skipað fyrir, vopnabúr opnuð og hakakrossarmbindi dregin fram. ,ÆS-Standarte 89“ gerði tilraun til að hrifsa völdin. Þar var Otto Skorzeny með í flokki. Skorzeny stóð vel undir því trausti, sem honum var sýnt, að vera með þegar kanslarinn austurríski Engel- bert Dollfuss var myrtur við skrifborð sitt. En nazistum tókst þó ekki í þessari tilraun að sameina Austurríki Hitlers-Þýzkalandi. Austurríkismenn komu aftur á röð og reglu. Nazistaflokkur- inn var bannaður í Austur- ríki. SS kaus ' að hverfa til neðanjarðarstarfsemi. Þeir sem mest höfðu haft sig í frammi við valdaránstilraunina flúðu yfir landamærin heim til Ber- línar. Hitler beið til einskis eftir símsendri frétt, sem aldrei kom. En það var hlustað í eftir- væntingu viða um veröld. Otto Skorzeny varð á einni nóttu bæði lukkulegur eigin- maður og alvörugefinn verzl- unarstjóri í byggingavörufirma í Vín. A nafnspjald sitt lét hann prenta borgaralega stöðu sína; verkfræðingur, Næstu ár héldu SS menn í Vín reglulegum fundum sín- um leyndum. Þeir földu sig i mismunandi félögum og sam- tökum, &em voru kölluð ýms- um hljómfögrum nöfnum. Eitt þeirra. „Þýzika íþróttafélagið“. setti brátt á stofn „vamar- deildir", og í einni þeirra varð Otto Skorzeny bezta skyttan og fljótlega gerður „foringi'í. Hvað áttu þessar deildir að verja? Gegn hverjum var vamarliðinu stefnt? Þessum spurningum var svarað vorið 1938. 1 ársbyrjun 1938 töldu valda- menn nazista í Berlín að sam- eining Austurríkis við Þýzka- land væri klárt má og kvitt. Hitler þurfti stærra „Lebens- jraum“. Einokunarhringimir, sem studdu hann litu' austur- rísk hráefni og iðnað girnd- araugum. Rikisbankinn gerði ráð fyrir því að austurrískir gjaldeyrissjóðir yrðu ný lyíti- stöng fyrir þýzkan vígbúnað. Þýzka herforingjaráðið vildi bæði bæta nýju og velvopn- uðu liði í herinn og fá betra færi á Tékkóslóvakíu. Hitler vildi gera Austurríki að skín- andi fordæmi um herstjómar- list sína. „Þegar ég stjóma styrjöld", sagði hann einhverju sinni í hópi trúnaðarvina, „ætla ég að láta hersveitir mínar koma skyndilega í Ijós, með- an friður varir enn t.d. í Paris. Þær væru klæddar í franska einkennisbúninga. Um hábjartan dag mundu þær marséra um götumar. Enginn mundi reyna að stöðva þær. Þær halda til höfuðstöðva her- foringjaráðsins, taka ráðuneyti, þinghús. Á örfáum mínútum er Frakkland, er Pólland, er Tékkóslóvakía, búin að missa sina forystumenn. Höfuðlaus her og allir stjómmálamenn úr leik. önnur eins ringul- reið hefur aldrei orðið. En að svo komnu hef ég þegar lengi haft samband við menn, sem eru reiðubúnir að mynda hina nýju stjóm. Stjóm eftir minu höfði, slíka menn finnum við i hverju landi. Og friður er saminn áður en við hefjum styrjöldina. Ég ábyrgist að hið ómögulega tekst ævinlega. Það sem er óliklegast er öruggast. Á þessari stundu trúið þið því ekki, herrar mínir, en ég skal framkvæma það skref fyrir skref“. Fyrsta skrefið átti eínmitt að vera Austurriki. 1 miðj- um febrúar stefndi Hitler aust- urríska kanslaranum von Schuschnigg til sín. Kröfur Hitlers lágu þegar fyrir. .1. Sakaruppgjöf fyrir hermd- arverkamenn nazista. sem dæmdir höfðu verið í Austur- riki; 2. Nazistaforinginn Seyss- Inquart verði skipaður innan- ríkis- og öryggismálaráðherra og fá æðstu stjóm allra deilda austurrísku lögreglunnar. 3. Verði þessum lágmarks- skilyrðum ekki fullnægt þeg- ar í stað. muni þýzki herinn hernema Austurríki. Von Schuschnigg gaf ekki eftir nema að litlu leyti. Þeg- ar hanm kom aftur til Austur- ríkis vildi hann láta íbúana sjálfa taka ákvörðun um sjálf- stæði og framtíð Austurríkis. Ákveðið var að kosningar skyldu fara fram 13. marz 1938, Nazistamir í Berlín og Vín sáu bráðina sleppa úr höndum sér. Þeir kærðu sig ekki neitt um það að heyra í þjóðinni. Stundin til að inn- lima Austurríki var komin. Kl. 5 — 11 marz 1938 átti Her- mann Göring marskálkur hrað- símtal við þýzka sendiráðið i Vín, honum var ekki nóg að Wilhelm Keppler stormsveitar- foringi var væntanlegur á hverri stundu til Vínar með ráðherralistann um nýju stjómina i Austurríki, sem hann var á leiðinni með frá Berlin í innsigluðum dipló- mataföggum sínum. Göring þurfti að árétta eitt og annað. En skyndilega komu óvæntir örðugleikar fram við fram- kvæmd áætlunarinnar, sem æðstu menn öryggisþjónustu ríkisins og hersins höfðu svo vandalega undirbúið. Þjóðhöfð- ingi Austurríkis Wilhelm Mikl- as skipaði Seyss-Inquart kanslara. Hálf sex sama dag hringdi Seyss-Inquart til Gör- ings og baðst hjálpar. Göring sagði að þar sem málið væri þegar komið á stað, væri ekki um annað að gera en tilkynna forsetanum „að hann verði að íá yður völdin — gera yður að kanslara, sem áður var á- kveðið. . . segið Miklas. að þetta sé ekkert grín, og látið nazistana kcma opinberlega fram um land allt. Ef Miklas fær ekki skilið á fjórum tím- um hvað um er að vera, verð- ur að láta hann skilja það á fjórum mínútum". Seyss-Inquart fékk nú samt ekki hið eftirsótta kanslara- embætti á eðlilegan hátt. Miklas var sjálfum sér sam- kvæmur. Framhald á 9. síðu. I fyrstu greininni um manninn með örið, sem birtist hér í blaðinu í síðustu viku, var sagt frá undankomu Otto Skorzeny úr fangabúðum í Þýzkalandi á miðju sumri 1948. Hver var þessi maður? Til að reyna að vinna stríð, sem þegar var tapað, reyndi SS að setja upp stofnun til að vinna að njósn- um, skemmdar- og hermdarverkum um víða veröld. Skorzeny Var einn af forkólfum þess- arar starfsemi. 15. DAGUR. Taldi drottning að hann myndi hafa misfarið með Grikkja- konungs fé, því er fengizt hafði í hernaði, þá er Haraldur hafði verið höfðingi yfir hernum. Máríá hét ein mær ung og frið. Hún var bróðurdóttir Zóe drottningar. Peirrar meyjar hafði Haraldur beðið, en drottning synjaði. Svo hafa sagt Væringjar norður hingað, þeir er vt. hafa í Miklagarði á mála, að sú sögn væri þar höfð aí fróðum mönnum. að Zóe drottning vildi sjálf hafa Harald sér til manns, og sú sök væri reyndar mest við Harald, er hann vildi brott fara úr Miklagarði, þó að annað væri upp borið fyrir alþýðu. Þá var sá Grikkjakonungur, er hét Konstantínús Mónomákús. Hann réð ríkinu með Zóe drottningu. Af þessum sökum lét Grikkjakonungur taka höndum Harald og færa hann til dýílizu. Dyfliza sú var þannig gör, að þar er tum hár og opinn ofan, en dyr af strætinu í að ganga. V-ar Haraldur þar inn látinn og með honum Halldór og Ulfur. Næstu nótt eftir kom ein rík kona ofan á dýflizuna og hafði gcmgið upp með stigum nokknum, og þjónustumenn hennar tveir. Þau létu síga ofan streng riokkum í dýflizuna og drógu þá upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.