Þjóðviljinn - 17.07.1964, Page 2

Þjóðviljinn - 17.07.1964, Page 2
StÐA MÓÐVILIINN Föstudagur 17. júlí 1964 MEÐ RÓS í NAFLANUM Tízkufrömuðir úti í hinum stóra heimi hafa látið heldur betur aö sér kveða í baðfata- tízku kvenna á þessu ári. Ameríkanar og Englendingar hafa verið einna róttaekastir á þessu sviði. og vilja þeir afhjúpa sem allra mest af líkama konunnar. Á baðstöð- um víða erlendis hefur orðið uppi fótur og fit þegar stúlk- ur hafa sýnt sig þar klæddar, eða réttara sagt afklæddar samkvæmt fyrirmælum Ameríkana. íslenzkar stúlkur hafa ekki enn sýnt sig á al- mannafæri í slíkum baðföt- um, en ef til vill kunna þær betur að meta þær nýjungar. sem ftalir hafa upp á að bjóða. Stúlkurnar hér á myndinni eru í svokölluðum „Trikini-baðfötum" og eru þau allra nýjasta tízka á ftalíu. ítalir virðast stefna í þá átt að hylja meira a£ líkamanum en verið hefur síðan bikini baðfötin komu til sögunnar. Þeir vilja hylja naflann með einhvérju skrautlegu, t.d. rós. Syngur í ríkiséper- unni í Stuttgurt Sigxxrður Björnsson, óperu-1 ríkisóperuna í Stuttgart og hef- söngvari, var meðal farþega ur þar samning í enn eitt ár. með Gullfossi þann 16. júlí. Á liðnu starfsári óperunnar Hann hefur undanfarin tvö ] söng Sigurður í 19 óperum. starfsár verið við Wurthenberg1 Meðal annars söng hann hlut- verk Cassoi í Othelio, Fentons í Kátum konum frá Windsor og Heinrichs í Tannhauser. Þar að auki hefur Sigurður sungið í Madrid, em þar söng hann Mattheusar passíuna og í Dah- mörku söng hann í 'jólaórator- íunni í Árósum. Einnig hefur hann nýlega sungið íslenzk lög í danska útvarpið. Mörg verkefni bíða Siífurðar Vesturþýzkir styrkir til runnsóknursturfá Stofnuð Leikfélugu- sumh. Austuriunds Sitnnudaginn 5. júlí s.1. var stofnað á Reyðarfirði Leikfé- lagaSamband Austurlands. Stofnendur sambandsins eru: Leikfélag Seyðitf jarðar, Leik- féiag Neskaupstaðar, ung- mennafélagið Egill rauði, Norð- fjarðarsveit, Leikfélag Reyðar- fjarðar, Leikféiag Fáskrúðs- fjarðar og Ungmennafélag Stöðf irðinga. Á fundi, sem haldinn var á Reyðarfirði í maílok með for- ráðamönnum þestara félaga og framkvæmdastjóra Bandalags íslenzkra leikfélaga, var ákveð- ið að vinna að stofnun leik- félagasambands. Unnið var að því í júnímánuöi. öll félög á Austurlandi, sem hafa leikl st á stefnuskrá sinni og eru aðildarfélög Bándalags íslenzkra leikfélaga, hafa rétt til aðildar að sambandinu. Stofnfundmn sátu 16 full- trúar, og ríkti þar mikill á- hugi fyrir öflugu starfi hins nýstofnaða Leikfélagasam- bands. En eitt aðalmarkmið þess er að efla samvinnu að- ildarfélaganna og vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um þess. Samkvæmt lögum sambands- ins skal stjórn þess flytjast ár- lega milli staða. Fyrsta stjóm sambandsins er í Norðfiröi, úr Leikfélagi Neskaupstaðar og ungmennafélaginu Agli rauða. Stjórnina skipa: Birgir Stef- ánsson, formaður, Aðalsteinn Halldórsson og Steinþór Þórð- arson. Varamenn: Þorlákur Frið- riksson og Ægir Ármannsson. Endurskoðendur sambandsins voru kjömir frá sömu félög- um, en þeir eru: Stefán Þor- leifsson og Bjöm Bjamason. Sendiráð Sambandslýðveld- isins Þýzkalands í Reykjavík hefur tjáð íslenzkum stjómar- völdum, að Alexander von Humboldt- stofnunin muni veita styrki til rannsóknar- starfa við háskóla- og vísinda- stofnanir i Þýzkalandi háskóla- árið 1965 — 1966. Styrkirnir eru tvennskonar: 1) A-styrkir, sem nema 800 þýzkum mörkum á mánuði um 10 mánaða skeið frá 1. október 1965 að telja. 2) B-styrkir, sem nema 1100 þýzkum mörkum á mánuð1 um 6—12 mánaðá skeið, að öðru iöfnu frá 1. október 1965 að télja. Umsækjendur um hvora tveggja styrkina skulu hafa lokið fullnaðarprófi við há- skóla í vísindagrein þeirri. er þeir hyggjast leggja stund á. Þeir skulu að öðru jöfnu vera á aldrinum 25—35 ára. Um- sækjendur um A-styrki skulu hafa starfað að minnsta kosti tvö ár við háskólakennslu eða rannsóknarstörf. Umsækjendur um B-styrki skulu annáð- Frjálsíþróttamót í Kópavogi Ungmennafélagið Breiðablik heldur frjálsíþróttamót dagana 18. og 19. þ.m. á íþróttasvæð- inu við Fífuhvammsveg. Mótið hefst báða dagana kl. 2 síðdeg- is. — Frjálsíþróttadeild. Að frelsa lönd Þegar flokksþing Repúblik- ana í Bandaríkjunum sam- þykkti hina ofstækisfullu stefnuskrá sína, birti Morg- unblaðið um hana fagnandi forsíðufrétt undir fyrirsögn- inni: „Undanlátssemi, en ekki stefnufesta. hættulegust friðnum”. Samkvæmt frásögn blaðsins var hin lofsverða stefnufesta í utanríkismálum m.a. fólgið í þessum mark- miðum: „Repúblikanar munu róa að þvi öllum árum að frelsa lönd sem kommúnistar ráða í Austur-Evrópu, Asiu og S- Ameríku, þ.á.m. Ungverja- land, Pólland, A-Þýzkaland, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Al- baníu, Búlgaríu, Eistland, Lettland, Litháen, Armeníu, Ukraínu, Júgóslavíu. Serbíu, Króatíu og Slóveníu, Kúbu og Rauða Kína.” Um Kúbu er þetta sérstak- llga tekið fram samkvæmt hinni aðdáunarfullu frásögn Morgunblaðsins: ,,Við repú- blikanar munum viðurkenna útlagastjórn Kúbu; við mun- um styðja tilraunir hennar til að koma aftur á frelsi á Kúbu; við munum styðja kúbanska frelsishetjur og hjálpa þeim til að halda á- fram skæruhemaði gegn kommúnistastjórninni.” Til þess að framkvœma alla þessa ..frelsun” ætlar Repúblikanaflokkurinn að sögn Morgunblaðsins að ,.halda sverði þjóðarinnar brýndu, svo að það sé ávallt tilbúið til höggs og á það megi treysta”; einnig muni flokkurinn „auka áhættuna af árás, ef með þurfi, til að svipta megi óvinaþjóðimar hulu sigurvonarinnar”. Herstöðvamar á lslandi eru sem kunnugt er hluti af því ,.sverði þjóðarinnar” sem Repúblikanaflokkurinn talar um, og það stendur auðsjáan- lega ekki á ritstjórum Morg- unblaðsins að taka brýnsl- unni. — Austrí. fíugsýn hJ. sími 18823 FLUGSKÓLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla í NÆTURFLUGI FFIRLANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar i nóvémber og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSYN h.f. sími 18823. Síma og skrifstofustúlka Fyrirtæki í Reykjavík' óskar eftir síma- og skrifstofustúlku. Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Tilboð, er tilgreini aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins ásamt mynd, fyrir sunnudagskvöld, merkt: SIMI. hvort hafa kennt við háskóla eða stundað sjálfstæð rann- sóknarstörfum að minnsta kosti um fimm ára skeið og rit- að viðurkennd vísindarit. Innritunargjöld styrkþega greiðir Alexander von Hum- boldt-s.tofnunin. Til greina getur komið, að hún greiði einnig ferðakostnað styrkþega vegna eiginkonu og barna. StyrkþegUm, sem ekki hafa næga kunnáttu í þýzku, gefst kostur á að sækja þýzkunám- skeið áður en styrktímabilið hefst. Eýðublöð undir umsóknir um styrki þessa fást í menntamála- ráðuneytinu. stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg. Umsókn- ir þurfa að vera í þríriti og skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 1.. september. Sigurður Björasson á næsta starfsári. Hann mun syngja hlutverk Fento;ns í Fál- staff undir stjórn Ferdinands Leithners. Öperan í Dusseldorf hefur boðið Sigurði 30 eða 40 sýningar á komandi leikári og í Liibeck mun hann syngja hlutverk Almaviva í Rakaranum frá Sevilla. Mattheusar passíuna syngur Sigurður aftur á næsta starfsári og þá í Munchen og í Stuttgart syngur hann í jóla- óratoríunni í byrjun desember, en fer síðan til Árósa og syng- ur þar sama hlutverk á ný. Skrá yfír umboðsmenn Þjóð viljans úti á iandi ,"*-7 ? '• "r. ' ‘ •••■•• . . r\: p *irJR5? I AKRANES: Ammundur Gíslason Háholti 12. Sírtii 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 —. 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hílmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. EYRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVÍK: Kjartan Kristófersson Tröð HAFNARFJÖRÐUR: Sófus Bertelsen Hringbraut 70. Sími 51369. HNÍFSDALUR: Helgi Björnsson. HÓLMAVÍK: Árni E. Jónsson, Klukkufelli. HÖSAVÍK: Arnór Kristjánsson. HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss h/f. HÖFN, HORNAFIRÐI: Þorsteinn Þorsteinsson. ÍSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRI-NJARÐVÍK: Jóhann Guðmundsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir. RAUFARHÖFN: Guðmundur Lúðvíksson. BÚÐAREYRI, REYÐARFIRÐI: Helgi Seljan. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 201. SELFOSS: Magnús Aðalbjarnarson, Kirkjuvegi 26. SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjarnarson, Suðurgötu 10. Sími 194. ■* SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason, Ægissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKISHÓLMUR: Erl. Viggósson. SUNNUTÚN: Sigurlaug Gísladóttir, Hoftúni við Vífilsstaðaveg. VESTMANNAEYJAR: Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. I Sími 17-500. í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.