Þjóðviljinn - 17.07.1964, Blaðsíða 6
r
6
SlÐA
MÓÐVIUÍNN
Föstudagur 17. júlí 1984
Spíritistar í Danmörku — Framliðið þjóðskáld leyfir
hjónaskilnað — Stalín horfinn úr heimspekinni
— Fróðlegur enskur leikritahöfundur
Andrei ZdanoX
¥»að eru líka til spíritistar í
Danmörku. Blaðið In-
formation birti nýlega við-
tal við einn af forystumönn-
um þeirra, Sofus Blaksted,
sem áður var formaður
,,Danske spiritisters kirke-
samfund“ og er nú ritstjóri
tímaritsins „Spiritistisk Tid-
ende“. Þar með er ferill hans
ekki allur rakinn, því miðl-
ar hafa tilkynnt honum sitt-
hvað um lif hans á fyrri til-
veruskeiðum: „Einu sinni var
ég jafnvel rússneskur sendi-
fulltrúi við frönsku hirðina",
segir Blaksted. Frami hans á
jörðu hér, er því sýnu minni
nú en þá, en hann hefur
sem betur fer ágæt og fín
sambönd við annan heim.
Þegar Blaksted hafði kynnzt
núverandi konu sinni og var
að velta því fyrir sér hverníg
hann gaeti skilið við þá konu
sem hann var þegar kvæntur
— þá vildi svo til að eitt
helzta þjóðskáld Dana, Adam
Oehlenschláger (d. 1850) lcom
honum til aðstoðar og gaf
honum leyfi til skilnaðar.
Skáldið sendi svoféild skila-
boð til Blaksteds: „Tíminn
er liðinn. Þú mátt gjama
flytja að heiman. Bamið
mitt, hvorugt ykkar getur
þroskazt meira (í sambúð-
inni) „Blaksted kveðst haía
orðið mjðg glaður, því hann
bjóst ekki við skilnaðarieyfi
svo fljótb
Blaksted var ekki vel á-
nægður með útbreiðslu
spíritismans í Danmörku.
Hann segir það þó vera öll-
um spíritistum til mikillar
ánægju, hve margar þýðing-
armiklar persónur hafa sleg-
izt í för með þeim og sýnt
áhuga fyrir öðru lífi „sem
er okkur hið eina sanna líf“.
Hér nefnir hann það til. að
spíritistar hafi alltaf átt
skoðanabræður í flestum
konungsfjölskyldum, einmg
nefnir hann Churchill, Mont-
gomery, nokkra bandaríska
forseta og utanríkisráðherra
Ástralíu. En, segir hann, það
er ekki í tízku núna að vera
spfrit;sti. og þessvegna eig-
um við aðeins nokkur þús-
und áhangendur í Danmörk
— þó trúa í raun og veru
ein hundrað þúsund því sama
og við. En þora ekki að
viðurkenna það.
Blaðamaðurinn spurði m.a.
hvernig á því stæði, að sá
,,boðskapur“ sem að handan
kemur væri svo lágkúrulegur
að formi sem raun ber vitni
— en hinumeginlífið hinsveg-
ar að sögn spíritista, miklu
margbreytilegra og auðugrr
en jarðlíf.
Blaksted svaraði: Þei’-
æðstu þar hinumegin vilja
rð allir skilji þá — en við
lérna erum hver og einn á
mismunandi vitsmunastigi. . .
U” tgáfa uppsláttarrits um
heimspeki er í Sovét-
ríkjunum ekki mál sem
kemur þröngum hópi sér-
fræðinga við. Saga heim-
spekinnar, díalektísk efnis-
hyggja, og söguleg efnis-
hyggja eru námsgreinar sem
kenndar eru í öllum æðri
skólum landsins, en fjöldi
nemenda í þeim er ekki smá-
legur eins og kunnugt er. Og
stúdentum þykir eðlilega gott
;tð grípa til samanþjappaðra
■>g einfaidaðra útlegginga á
fræðunum í próflestri. Það
er því ekki undarlegt þótt
ný útgáfa á ,,Fí!osofskí slov-
arj“ sé gefin út í 400 þús-
und eintökum.
Síðasta útgáfan af þessu
verki kom út árið 1954. Síð-
an er mikið vatn runnið til
sjávar en engu að síður eru
ritstjóramir þeir sömu og þá:
Rozental og Júdín. En þótt
ritstjóramir séu þeir sömu,
þá er bókin önnur. 1 Sov-
étrikjunum ríkir nefnilega
það sjónarmið, að pólitík og
heimspeki séu ekki sjálfstæð
svið og óháð hvert öðru,
heldur þvért á móti Þvf er
það, að gerist stórpólitfskar
breytingar í landinu, þá er
þess skammt að bíða að
nokkuð fjaðrafok hefjist í
sölum heimspekinnar.
*
Iheimspekilexíkoninu frá
1954 var Stalín gefið meira
rúm en nokkrum manni öðr-
um — hann hlaut þar
fimmtán dálka og heilsíðu-
mynd. og var þarmeð orð-
inn mesti hugsuður allra
STALlN —
Fimmtiu dálkar horfnir.
alda, að minnsta kosti að
flatarmáli. í nýju útgáfunm
er kaflinn hinsvegar alveg
horfinn. Mao Tse-tung átti
áður átta dálka, mjög vel-
viljaða — í nýju útgáfunni
eru hinsvegar bæði dálkam-
ir og velviljinn horfnir. Þá
er og hortinn Andrei, Zdanof.
sem orðið hefur samnefnari
alk hins leiðinlegasta í svo-
ézkri menningarpólitík.
Þá er og athyglisvert að
fylgjast með því. hverjum
hefur verið bætt við f nýju
útgáfunni. Þeirra á meðal
eru Kalvín og Lúther og fá
þeir hálfan dálk hvor og er
sagt að þeir megi allvel una
við þá iýsingu sem gefin er
á skoðunum þeirra. Einstein
er hér orðinn heimspekingur
og er talað um ham með
mikilli velþóknur., en í út-
gáfunni frá 1954 var það
látið nægja að kalla afstæð-
iskenningu hans „afturhalds-
sama og óvísindalega". All-
margir menn fá nú aJlt aðra
dóma en áður. þeirra á með-
al Bertrand Russel, sem
áður var kallaður afturhalds-
maður og hugmyndafræðing-
ur imperíalismans. Nú er
sagt blátt áfram frá framlagi
hans til matematískrar rök-
fræði, frá þekkingarfræðileg-
um skoðunum hans, og að
lokum bætt við lofsamlegri
setningu um framlag hans til
baráttu fyrir friði.
Þeir sem enn fá hvað
versta útreið eru existential-
istar og látið mjög liggja að
því, að afturhaldsmenn eigi
töluverðan hauk í homi þar
sem kenningar þeirra eru.
Einna bezt sleppur þó Jean-
Paul Sartre. Það myndi ekki
hvað sízt stafa af því að
Sartre hefur nú um nokkurra
ára skeið unnið kappsamlega
að því að menningarfrömuð-
ir úr austri og vestri ræddu
sín hugðarefni af skynsemd
og fordómalaust.
★I
Englendingar búa nú við
allfjöiugt leikhúslíf og
leikritauppskera árs hvers
hjá þeim vekur athygli og
umtal langt út fyrir þær
blautu Bretlandseyjar.
John Arden er um þessar
mundir ákaflega umræddur
maður. Verkum hans er svo
lýst að í þeim gæti furðu-
margra grasa: þar er sitthvað
komið frá Brecht og Shake-
speare og frá nútíma sálfræð-
ingum og félagsfræðingum.
Enginn skuli reyna að skil-
greina þessi verk í einu orði:
hafi menn kállaö þau heims-
ádeiluverk, . þá þurfi þeir
innan stundar að minnast
þess að þau eru fullkomlega
,.raimsæ“. og ekki hafi þeir
fyrr sleppt orðinu en upp
synda hugtök eins og leikræn
póesía. Hinn sami marg-
breytileiki kemur einnig fram
í afstöðunni til þess mann-
lega veruleika sem lýst er:
Siðaprédikunin er látin við-
urkenna áhrifaleysi sitt, en
samt lætur hún skína í tenn-
umar; málamiðluninni er lýst
sem lífsformi manneskjunn-
ar, en engu að síður er *hún
ekki látin í friði, svörtu og
hvítu er hafnað og ýmisleg
blæbrigði látin njóta sin.
Síðasta leikrit Ardens er
,,The Workhouse Donkey“
segir frá i>ólitískri og mann-
legri spillingu í enskri smá-
borg. Mikið fjör færist I
pólitíska refskák á staðnum
þegar nýr lögreglustjóri er
skipaður þangað og virðist
við fyrstu sýn tiltölulega ó-
háður flokkadráttum. Þarna
berjast Verkamannaflokks-
menn undir stjóm horgar-
stjórans. Boocock, og hins
aldna skuggabaldurs, Charlie
Butterthwaite, fyrrum borg-_
arstjóra annarsvegar — og*
íhaldsmanna undir forystu
Sir Harold Sweetman. eig-
anda næturklúbbs og brugg-
húss. Lögreglan og háttvirtir
kjósendur taka einnig þátt f
átökum.
Enginn þessara aðila getur
státað sig af óflekkuðu mann-
orði, og engum er lýst án
nokkurrar samúðar. Aðalper-
sónan er „asninn frá fá-
tækrahælinu" Charlie Butter-
thwaitet, og er hér gefin mjög
greinargóð lýsing á upphefö
hans og ósigri. Arden kallai
sjálfur þetta verk „vúigari
melódrama". Það er sagt á-
kaflega fjörlega skrifað, fullt
af hnyttnum tilsvörum og
skemmtilegum söngvum. Ekki
er það talið beinlínis ádeila
á það þjóðfélag sem Arden
lifir í, heldur yfirgripsmikil
lýsing á því eins og það
endurspeglast í lifi smárrar
borgar. Á.B.
Umræðufundir sov-
ézkru og rúmenskra
MOSKVU 15/7 — Krú.tjoff for-
sætisráðherra og aðrir háttsettir
sovézkir stjórnmálamenn fylgdn
i dag rúmenskri stjómarsendi-
nefnd á járnbrautarstöðina, en
hún hefur setið að samningum
í Moskvu siöastliðna viku.
1 sameiginlegri yfirlýsingu,
sem birt var á þriðjudagskvöld
segir að umræðumar í Moskvu
hafi fjallað um sambúð Sovét-
ríkjanna og Rúmeníu, frekari
þróun samskipta kommúnista-
flokka beggja landanna, og
vandamál í samskiptum sósíal-
istiskra landa svo og framtíðar-
horfur í haráttu kommúnista og
verkalýðsstéttar fyrir friði. Enn
fremur er sagt að umræðumar
hafi verið hinar nytsömustu og
farið fram í vingjarnlegu og op-
ins.káy andrúmslofti.
Fréttamenn í Moskvu telja að
umræðumar hafi verið harð-
skeyttar. Þeir benda á að ekk-
ert hafi verið um þær skrifað
í blöðum í Moskvu fyrr en yfir-
lýsingin var gefin út. Telja þeir
að hvorugur aðili hafi breytt af-
stöðu sinni svo nokkm nemi, en
helzt er talið milli bera, að
Rúmenar hafa ekki lýst opin-
berlega stuðnmgi sínum við
Sovétríkin í deöunni við Kína.
Þó er talið fullvíst að umræð-
umar hafi borið nokkurn árang-
ur og muni framtíðarþróun
efnahags- og utanríkismála
leiða það í Ijós hversu viðsemj-
endur hafi getað samræmt við-
horf sin.
o
BILALEI6AN BILLINN
RENT-AN-ICECAR
SÍM1 18833
dondui CÉortína
^ercurtj Cötnet
tíiSci-jeppar
Zepky 6 ”
&
BILALEIGAN BILLINN
HÖFÐATÚN 4
SÍM1 18833
1. TRABANT (station)
bifreið 14711
2. 18 daga ferðalag 10.
ágúst með flugvél og
skipi, Reykjavík —
London — Vín, eftir
Dóná til Yalta og til
baka 13134
3. 18 daga ferðalag 21.
ágúst með flugvél
Reykjavík — Kanp-
mannahöfn — Const-
anza (Mamaia) og
til baka 1335
4 18 daga ferðalag 17.
júli með flngvélum
Reykjavík — Kaup-
mannahöfn — Búda-
pest — Balatonvatn
og til baka 8063
5 21 dags ferðalag 5.
september með flug-
vélum Rvfk — Luxem-
burg — Munchen —
Júgóslavía og til
baka 2279
6. Ferðaútbúnaður: Tjald
svefnpoki, bakpoki
ferðaprímus og fleira
að verðmæti 15.000,00
krónur 24098
Lenín í fimmtu ferð
ísbrjóturinn Lenin var fyrsta kjarnorkuknúna skipið scm ekki var gert til hernaðarþarfa. Hér
cru íbúar Múrmansk að kveðja skipið áður en það Ieggur af stað í fimmtu ferð sína austur
í ísbrciður Norðurhafa. Skipið verður fimm mánuði á leiðinni og tylftir skipa munu fylgja í
kjölfar þess.
Thorez
Maurice Thorez, leiðtogi franskra kommúnista, lézt á dögunum
og biöð um viða veröld hafa gefið töiuvert rúm j frásögnum af
æviferli hans og mati á verkum hans. Þessi mynd er tekin fyrir
tæpum tuttugu árum og sýnir Thorez í hópi franskra sjálfboða-
Iiða er börðust með lýðveldisstjórninni spænsku gegn herjum
Francos.
J
i
4