Þjóðviljinn - 18.07.1964, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 18.07.1964, Qupperneq 1
Laugardagur 18. júlí 1964 — 29. árgangur — 159. tölublað. Sigur Goldwaters vekur ótta víða um heim Sjá síðu 0 Vandamái íslenzkr- ar togaraútgerðar •k í síðasta tölublaði Sjómannablaðsins Vikings getur að líta mjög athyglisverða grein eftir Ðsvald Gunnarsson, bar sem gerður er samanburður á Jjeim útgjöldum brezkra togaraútgerðarmanna og íslenzkra, er varða kaupgreiðslur til áhafna. ★ Mikið hefur verið rætt um það undanfarið í ýmsum ís- lenzkum blöðum, að ein meginorsök fyrir því, að islenzk togara- útgerð ber sig ekki, sé of fjölmenn skipshöfn. Er þá jafnan vitn- að til þess að á brezkum og þýzkum togurum séu færri menn. ★ í áiurnefndri grein Ósvalds Guðmundssonar er þetta at- riði einnig tekið til rækilegrar yfirvegunar, og vill Þjóðviljinn benda mönnum á að kynna sér grein hans í mai-júníhefti Vík- ings, en í Þjóðviljanum í dag er einnig vikið að þessum málum. Sjá síðu @ Rannsókn Fríhafnar- máisins er nú lokið □ Þjóðviljinn hafði í gær samband við Björn Ingvarsson lögreglu- stjóra á Keflavíkurflug- velli og innti hann frétta af rannsókn hins svonefnda Fríhafnar- máls.. Sagði lögreglu- stjórinn að rannsókn þess væri nú lokið, væri málið í vélritun. Bjóst hann við að hægt yrði að senda það til sak- sóknara ríkisins til fyr- irsagnar fyrir næstu mánaðamót. Máli Jósafats einnig að Ijúka □ Þjóðviljinn átti einnig tal við Óla'f Þor- láksson rannsóknardóm- ara í gær og spurðist fyrir um það hvenær síðari hluti Keflavíkur- málsins (mál Jósafats Arngrímssonar) yrði sendur til saksóknara. Sagði Ólafur að málið væri enn í vélritun og gæti orðið einhver drátt- ur á því að það yrði til- búið vegna annríkis og sumarfría hjá embætt- inu. Neskaupstaður: Ivöfalt meira magn í bræðslu en / fyrra Nýr barnagæzluvöílur við Safamýri opnaður í gærdag B í gær var opnaður nýr barnaleikvöllur við Safamýri. Barnagæzluvellirnir eru þar með orðnir sextán og svo fimm almennir vellir, sem eru opnir og gæzlukonur starfa við. Síðastliðið ár komu 419.976 börn á barnaleik- vellina í Reykjavík. Jónas B. Jónsson átti í gær tal við fréttamenn vegna opn- unar hins nýja leikvallar. Sagði hann m.a., að gæzluvellirnir væru fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára og að við gæzlu þeirra störfuðu 45 stúlk- ur. Alls eru gæzluvellirnir nú 21 en tveir þeirra eru aðeins opnir yfir sumarmánuðina, við Höfða- skóla og Öldugötuskóla. Fjöl- sóttastir eru leikvellirnir við Ljósheima. Rauðalæk og Dun- haga. Sérstakar reglur gilda á leikvöllum þessum og segir þar m.a. að foreldrum sé skylt að fylgja böi-nunum milli leikvalla og heimilis. Einnig eru auk framangreindra valla nokkrir gæzlulausir vellir eða 38 að tölu búnir leiktækjum alls konar. víðsvegar um borgina. Ásamt skýlinu við Safamýri er nýlokið við' breytingar og endurbætur á leiksvæðum; við Sementsverksmiðjan: Baugsveg. Sörlaskjól, Bollagötu, Kvisthaga, Barðavog og Hólm- garð. Fyrirhugaðar eru framkvæmd- ir við Bólstaðarhlíð, Gnoðavog, Lynghaga og Grænuhlíð. Neskaupstað, 17/7 — Þetta astlar að verða gott sumar hjá síldar- verksmiðjunum á Austfjörðum. Verksmiðjan hér í Neskaupstað hefur nú tekið á móti 135.000 málum, en á sama tíma í fyrra var búið að taka á móti 60.000 málum og þótti þá sæmilegt. Síðustu tvo sólarhringa komu hingað sjö bátar með 2600 mál í bræðslu; Guðbjörg GK 200 mál, Manni KE 200 mál, Geir KE 900 mál, Víðir II. 150 mál, Frið- berg Guðmundsson 100 mál, Björg NK 750 mál, Sigurkarfi GK 300 máL Landað Iiefur verið úr öllum þessum bátum og er nú eitthvað pláss í þrónni. Síðan í fyrradag hefur verið saltað í 1457 tunnur hjá fjórum söltunarstöðvum og er þetta uppskeran úr 3776 uppmældum tunnum. Þessir bátar hafa lagt upp í salt í gær og í dag: Blíð- fari SH 606 uppmældar tunnur, Stapafell SH 317, Víðir II 452, Fram GK 370, Heimaskagi AK 462, Eldey KE 325, Helga Guð- laugsdóttir 322. Faxaborg 526, Samvinna milli bandarískra og sovézkra visindamanna Rán SV 95, Guðmundur Jóns- son ÍS 267. Heildarsöltun hér var 5336 kl. 17.00 í dag. Hæsta söltunarstöðin er Sæsilfur 1662 tunnur. Hjá Samvinnufélagi útgerðarmanna hafa verið frystar 2500 tunnur og er þetta fyrsta sumarið, sem síld er fryst hér eystra. Þessa dagana hefur verið sól- skin og stafalogn hér í Neskaup- stað. En út á miðunum hefur verið strekkingsvindur og bræla og leituðu öll skip i var i nótt. Síðla í dag hefur veður batnað á miðunum og eru nú flestir bát- ar famir á veiðar. — Hjörleifur. Steypuhræri- vél tekin traustataki 1 fyrrakvöld um kl. 9 var tekin traustataki steypu- hrærivél er stóð við ný- byggingu að Skipholti 64. Sáu menn þama í ná- grenninu að sendiferðabíll kom og flutti vélina á burt. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar er talið Ólíklegt að þarna hafi verið um stuld að ræða og þykir líklegra að vélin hafi' verið tekin í misgripum fyrir aðra. Eru það því vinsamleg tilmæli rann- sóknarlögreglunnar að þeir sem tóku vélina trausta- taki gefi sig fram hið fyrsta. Líkur atburður átti sér stað fyrir skemmstu er kassi með skófatnaði var tekinn við skóbúð á Lauga- vegi en bílstjórinn hafði átt að taka kassa við aðra skóbúð rétt hjá og tók þennan í misgripum. Eldur um borð í Gullfossi Á fimmta tímanum í gær kviknaði í vörulyftara um borð í Gullfossi. þar sem hann lá við bryggju í Reykjavík. Benzín skvettist út á mótorinn í lyft- aranum og varð af eldur sem strax var slökktur með hand- slökkvitækjum í skipinu. áður en skökkviliðið kom á vettvang og skemmdir urðu engar. Nýtt og velbúið fiskiskip Þriija slysið á skðmmum tíma 1 gærmorgun um kl. 9,30 varð slys við Sementsverksmiðj- una á Akranesi. Þrír verka- menn voru að grafa skurð með- fram steinvegg þar sem meining- in var að laga til fyrir bíla- stæði. Þegar minnst varði hrundi veggurinn yfir verkamennina, en tveir þeirra sluppu naumlega undan en sá þriðji ienti undir veggnum og slasaðist alvarlega og var fluttur í sjákrahús. Maðurinn heitir Aðalgeir Halldórsson. til heimilis að Skuggabraut 24 á Akranesi. Þetta er þriðja slysið við Sem- entsverksmiðjuna á mjög skömmum tíma og finnst Skaga- mönnum að tími sé til kominn að hafizt verði handa um bættar öryggisráðstafanir í verksmiðjunni. WASHINGTON 17/7 — Sovézkir og bandarískir sérfræðingar komu sér í nótt saman um tillögu, sem þeir ætla að leggja fyrir ríkis- stjórnir sínar. Þeir Ieggja til að hafið verið tækni- og vísindalegit samstarf í þeim tilgangi að finna aðferðir til þess að vinna fersk- vatn úr sjó. Vísindamennirnir vilja einnig rannsaka hvort ekki sé hagkvæmt að nota kjamorku við þetta verk. Talsmaður bandaríkjastjómar sagði, að nýir samningar yrðu teknir upp á þessu sviði milli bandarískra og sovézkra sérfræð- inga. Ferskvatnsvinnsla hefur mjög mikla efnahagslega þýðingu og hafa bæði Sovétríkin og Bandaríkin fengizt við tilraunir f lengri tíma til að finna hag- kvæma lausn á þessum vanda. Sovézka sendinefndin, sem setið hefur að samningum í Washington mun nú ferðast víða um Bandaríkin og kynna sér framkvæmdir á þessu sviði. Sömuleiðis fer bandarísk sendi- nefnd bráðlega til Sovétríkjanna sömu erinda. Samningar þe^sir um fersk- vatnsvinnslu hófust eftir að Bímdaríkin og Sovétríkin komu sér saman um að nota kjama- kleyf efni frekar til friðsamlegra þarfa, en vopnaframleiðslu. Opinberir talsmenn bandaríkja- stjórnar lýstu þvi yfir að sdmn- ingamir í Washington væru mjög jákvæðir og bentu á að sú samstaða sem náðst hefði, gæti leitt til frekari samninga milli ríkjanna um friðsamlega notkun kjamorkunnar. Kínverjar veita Ghana mikið lán ACCRA 17/7 — Kínverska al- þýðulýðveldið og Ghana undir- rituðu í gærkvöldi samning um vaxtalaust lán sem Kína veitir Ghana til 10 ára. Lánsfjárhæðin er u.þ.b. miljarður í íslenzkum krónum og er aðeins einn þáttur í víðtækum samningum um efnahagslega og tæknisamvinnu milli þessara landa. Eins og frá var sagt í blaðinu i gær kom nýtt skip til Sandgerðis síðdegis í fyrradag. Arnar RE 21. Skipið er búið ýmsum nýjungum svo sem tveim gálgum fyrir kraftblökk svo að hægt er að kasta á bæði borð skipsins. — Amar kom hingað til Reykjavíkur seint i fyrrakvöld og eru myndirnar tcknar við það tækifæri. önnur er það sigldi inn í höfnina en hin af brúnni. — (Ljósm. S. J.). «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.