Þjóðviljinn - 18.07.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.07.1964, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. júlí 1964 SlÐA g FRAMBOD GOLDWATERS ER ENGIN TILVIUUN Barry Goldwater, forselaeíni bandawsku stjórnarand- stöðunnar, hefur orðið: „Bar- áttan sem nú er háð stendur milli guðlausra og guðhræddra. í>að má líka orða það öðru- vísi: Milli þrældóms og frels- is. Viðureignin nær um all- an heim. Ég staðhsefi að bæði þessi hugmyndakerfi geta ekki búið saman í heiminum þeg- ar til lengdar lætur. Sá dag- ur kemur að annað stendur eitt uppi. . . Ég álít að við getum (unnið sigur í kalda stríðinu) án styrjaldar“. Þýzki blaðamaðurinn sem á viðtal við forsetaefnið segir þá: ,,En þér mynduð í því efni ganga fram á fremstu nöf og hætta á styrjöld?" „Já“, svarar Gold- water, ..nákvæmlega eins og land yðar hefur æ ofan í æ á liðnum tímum gengið fram á fremstu nöf, hætt á styrjöld og náð ágætum ár- angri. . . Með allri virðingu fyrir okkar eigin hermönnum vil ég samt segja þetta: Hefði Þýzkaland ekki í báðum (heims)styrjöldunum haft fyrir æðstu yfirboðara hersins menn — eða einn mann — sem ekk- ert vit höfðu á hvernig heyja á styrjöld, þá hefði Þýzka- land unnið báðar styrjaldim- ar“. Tíu dögum eftir að þetta við- tal birtist í Hamborgar- vikuritinu Der Spiegel kaus flokksþing Repúblikanaflokks- ins Goldwater forsetaefni i fyrstu atkvæðgreiðslu með tveim þriðju atkvæða, og er slíkur yfirburðasigur eins- dæmi þegar ekki er um að ræða endurkjör ríkjandi for- seta. Áður var flokksþingið búið að samþykkja kosninga- stefnuskrá þar sem meðal ann- ars er heitið að láta einskis ófreistað til að ,.frelsa“ allar þjóðir sem kommúnistar stjórna og lima jafnframt sundur ríki eins og Sovétrík- in og Júgóslavíu. Goldwate>- er fyrir löngu búinn að lýsa því í ræðu og riti hvernig hann hyggst framkvæma ,,frelsunina“. Leyniþjónusta Bandaríkjanna á að undirbúa uppreisnir í löndum Austur- Evrópu, meðal -annars með vopnasmygli. Uppreisnirnar á síðan að hefja þegar merki er gefið i Washington. Jafnframt, verða hersveitir Atlanzhafs- bandalagsins sendar fram til fulltingis við. uppreisnarmenn, búnar kjarnorkuvopnum sem herforingjarnir fá sjálfir að ráða hvenær þeir beita. Láti Sovétríkin hart mæta hörðu verða eldflaugamar sendar af stað. ,.Þegar ég styð á rauða takkann vil ég vera viss um að geta hæft karlaklósettið í Kreml“, sagði Goldwater eitt, sinn þegar vel lá á honum. Bandaríkin yrðu að ganga til samstarfs við sósialistísk ríki á grundvelli málamiðlunar og gagnkvæms tillits, til lífshags- muna annarra ríkja, var hafn- að sem löðurmannlegum svik- um við heilagan málstað. Gold- water beið ekki boðanna eft- ir að flokksþingið kaus hann í framboð, í þakkarræðu sinni til þingheims lýsti. hann John- son forseta óalandi og óferj- andi sökum þess að hann hef- ur haldið áfram stefnu fyrir- rennara síns gagnvart sósíal- istískum ríkjum. ingur bandárískrar utanrikis- þjónustu í málum Austur- Evrópulanda. 1 fyrirlestri hef- ur Kennan lýst hversu illa honum brá eftir heimkomu úr sendiherraembætti í Belgrad ’ fyrrasumar að kynnast ,,út- breiddum og áhrifamiklum hugsunarhætti hérlendis — og ég óttast að hann færist i aukana. . . hugsunarhætti sem var reiðubúinn að varpa bæði von og þolinmæði fyrir borð. að tileinka sér viðhorf sem hafnaði sérhverjum möguleika öðrum en miskunnarlausustu, sem er svo alvarleg að af henni stafar geigvænleg og bráð hætta“. Eftir öllum sólarmerkjum á þessari stundu að dæma verður Johnson sigursæll í kosningunum í nóvember, en margt getur skeð fyrir kjör- dag. Bjáti verulega á í inn- anlands- eða utanríkismálum kunna sigurmöguleikar Gold- waters að aukast í einu vet- fangi. Og þótt svo fari að hann bíði ósigur, er stéfna hans og öflin sem hófu hann til vegs jafn mikill veruleiki í banda- rísku þjóðlífi eftir og áður. Heimkynni þeirra er ekki ein- vörðungu innan Repúblikana- flokksins. í öldungadeildinni hefur Goldwater átt nánara sálufélag með demókrötum eins og Dodd frá Connecticut, Thurmond frá Suður-Karólínu og Jackson frá Washington en mörgum flokksbræðra sinna. Þessir demókrataþingmenn eru áhangendur hervæðingar og valdstefnu alveg ei-ns og kross- riddarinn með kúrekahattinn Allar tilraunir Scrantons og stuðningsmanna hans komu fyrir ckki. Skipulag á baráttu Scrant- onsmanna fór í handaskoUim eta kosil ingavél Goldivatérs 'starfaði snuröulaust. - Goldwater og menn hans hyggjast uppskera ,í; kosn- ingunum í haust ávöxtinn - af nær tveggja áratuga haturs- áróðri gegn , .samsæri smönn- um hins alþjóðlega kommún- isma“. Enginn vafi er á að þessi áróður hefur tryllt veru- l.egan hluta bandarísku þjóð- arinnar. , Enski blaðamaðurinn sem áður er getið vitnar í George F. Kennan, sem viður- kenndur er fremsti sérfræð- heiftarlegustu og ósáttfúsustu baráttu, að fylgja stefnu sem ég er innilega sannfærður um að getur einungis leitt, og hlýtur óhjákvaemilega að leiða. til þeirra endanlegu og óaft- urkallanlegu skélfinga sem okkur öllum standa fyrir hug- skotssjónum. I stuttu máli sagt varð mér ljóst, að hvað snerti sambúð okkar við heimskommúnismann ríkti í almenningsálitinu hér kreppa frá Arizona. Meðal áhrifa- manna í Washington serhigeugj,c ið hafa fram fyrir skjöldu að vara við samkomulagi við Sovétríkin um ráðstafanir til að draga úr viðsjám í Evrópu er Dean Acheson, fyrrverandi utanríkisráðherra x stjóm Trumans og náinn kunningi Johnsons forseta. Skammt er að minnast þess að Kennedy heitinn beitti í kosningabar- Framhald á 7. síðu. Goldwater í San Francisco með cinkennishúíu stúdentaféiags á höfðinu. Það er ekki nema vpn að Róbert Stephens, alþjóða- málafréttaritari ■ - Lundúna- blaðsins Observer, spyrji: „Ksera . * .. Bandankin sjg um að pstunda sámbúð' við. kotnmúnistísk ríki. eða vilja þau berjast , við Rússland , og Kína , þahgað . til ýfir íýftur?" Enginn vafi er á svari fulitrúanna. á. .flokks- þingí repúblikana við þessari spumingu. Stefnan sem þar var mörkuð er styrjaldarstefna. I Kýrhöllinni í San Fi-anciseo ríkti andi krossferðar gegn hintnn vantrúuðu. Stéfnunni sem Kennedy, heitinn forseti setti skýrast fram í ræðu sinni í Ann Arbor í fyrrasum- ar, þegar hann lýsti, yfir að, 17. DAGUR. Og áður en hann sigldi frá landi, setti hann upp á land jungfrúna og fékk henni gott föruneyti aftur til Miklagarðs, bað hana þá segja Zóe, frændkonu sinni, hversu mikið vald hún hafði á Haraldi, eða hvort nokkuð hefði drottningar riki fyrir staðið, að hann mætti fá jungfrúna, ef hann vildi. Þá sigldi Haraldur norður í Ellipalta, fór þaðan allt um Austurriki. En er Haraldur kom til Hólmgarðs, fagnaði Jarizleifur konungur honum forkunnar vel. Dvaldist hann þar um vet- urinm; tók þá í sína varðveizlu guli það allt, er hann hafði þannig áður sent utan af Miklagarði, og margs konar dýr- gripi. Var það svo mikið fé, að engi maður norður í lönd- hafði séð slíkt í eins manns eigu. Haraldur hafði þrem sinnum komið i pólútasvarf, meðan hann var í Miklagarði. Það eru þar lög, að hvert sinn er Grikkjakonungur deyr, þá skulu Væringjar hafa pólúta- svarf; þeir skulu þá ganga um allar pólútir (hallir) konungs, þar sem féhirzlur hans Ci-u, og skál hver þá eignast að frjálsu, er höndi; m kemur á. \ ±

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.