Þjóðviljinn - 18.07.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. júli 1964 ÞIÖÐVnjINN StDA 3 Sigur Goldwaters vekur étta víða um heim en fasistablöð fagna Le Monde: Framboð hans sönnun fyrir því að þeir hafa á réttu að standa sem ekki viija fela Bandaríkjamönnum forráð mála sinna PARÍS, LONDON og SAN FRANCISCO 17/7 — Viðbrögðin við hinum mikla sigri Barry Goldwaters á flokksþingi Repúblikana í San Francisco eru mjög á eina leið. Blöð víðast hvar í heiminum láta í ljós ótta við þá þróun mála sem af sigri hans gæti leitt. Hið áhrifamikla franska borgara- blað „Le Monde“ telur að sigur hans sanni að þeir hafi á réttu að standa sem vilja ekki fela Bandaríkjamönnum forráð mála sinna. Málgögn fas- ista fagna á hinn bóginn sigri Goldwaters. Einkonnandi fyrir viðbrögð blaða í Vestur-Evrópu við sigri Goldwaters eru þau ummæli málgagns austurrískra sósíal- demókrata, „Arbeiter-Zeitung“, að „það sé eins og Kennedy for- seti hafi verið myrtur öðru sinni“, að Goldwater skuli hafa verið útnefndur til forsetafram- boðs á vegum Repúblikana- flokksins. íhaldsblaðið „l’Aurore" í Par- ís segir að það myndi verða ó- skaplegt áfall fyrir „hinn frjálsa heim“ ef Barry Goldwater yrði kosinn forseti Bandaríkjanna. „Le Monde“ kemst þannig að orði: — Útnefningin er veiga- mikil röksemd fyrir þá sem eins og de Gaulle forseti telja að Evrópa geti ekki falið verndara örlög sín sem kann að vilia vel í dag, en enginn veit hvað ger- ir á morgun. Mesta stríðshættan Charlgs Moyreaux, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins í Belgíu, segir j grein í „Le Soir“: — Geigvaenlegar yfirlýs- ingar Goldwaters og stefnuskrá sú sem hann er fulltrúi fyrir fela í sér mestu hættuna á heimsstyrjöld sem nokkru sinni hefur vofað yfir mannkyninu. Málgagn sænskra sósíaldemó- krata „Stockholms-Tidningen“ kemst svo að orði að 883 öskr- andi þingfulltrúar j „Cow Pal- ace“ þar sem flokksþingið er haldið hafi valið til frambjóð- anda afturhaldssamasta.og hæfi- leikasnauðasta manninn sem gaf kost á sér. i „Andleg verðmæti“ Við annan tón kveður í mál- gagni ítalskra nýfasista, „II Secolo". Blaðið segir að Gold- water sé einn þeirra manna sem trúi á „andleg verðmæti“ og skilji öðrum fremur hina miklu hættu sem stafi af kommúnism- anum. Hann unni menning- unni, virði föðurland sitt og söffulega hefð þess. Eitf af blöðum stjórnarinnar í Suður-Vietnam, „Dan Chu“ í Saigon, telur að útnefning jGold- eaters muni hafa j för með sér að Bandaríkjastjórn muni leggja sig enn meira fram við að finna lausn á vandamálum Suður- Vietnams. Blöð Francos á Spáni fagna sigri Goldwaters og telja hann vísbendingu um að Bandaríkin muni herða sig í baráttunni gegn heimskommúnismanum. Gcigvænlég tilhiigsun Hin hálfopinbera franska fréttastofa AFP hefur eftir emb- ættismönnum frönsku stjórnar- innar sem ekki vildu láta nafna sinna getið að það sé geigvænleg tilhugsun að Barry Goldwater kunni að verða forseti Banda- ríkjanna. Útnefning hans sanni réttmæti þeirrar stefnu de Gaulle að losa um tengslin við Banda- ríkin. Blað brezka Verkamanna- flokksins „Daily Herald" segir að enginn í Vestur-Evrópu geti fagnað sigri Goldwaters fyrir ut- an viss öfl í Vestur-Þýzkalandi. Ihaldsblaðið „Daily Mail“ segir að verði Goldwater forseti Bandaríkjanna muni Atlanzhafs- bandalagið Ifða undir lok. en Sovétríkin neyðast til að víkja frá stefnu friðsamlegrar sambúð- ar. Mikill fögnuður Allt ætlaði um koll að keyra á flokksþinginu í San Francisco í gærkvöld þegar Barry Goldwat- er gekk í ræðustólinn. Leið lahgur tími áður en hann gat tekið til máls. Hann lýsti þeim ásetningi sínum að gersigra John- son forseta í kosningunum í Þrír g-ervihnettir á loft CAPE KENNEDY 17/7 — A föstudag var þrem gervihnöttum skotið á mismunandi 'brautir úr sömu eldflauginni frá banda- ríska tilraunasvæðinu Kennedy- höfða. nóvember, vemda „frelsið"' heimafyrir og ryðja því braut erlendis. En enda þótt yfirgnæfandi meirihluti þingfulltrúa styðji Goldwater. er ljóst að sundrung- in í flokknum er nú meiri en nokkru sinni, og hafa hvatningar- orð manna á borð við Eisen- hower og Nixon um að flokks- menn skuli nú láta alla misklíð sín á milli niður falla lítinn ár- angur borið. — Við verðum að treysta frelsið heimafyrir og verja aðrar þjóðir fyrir ágengni harðstjórn- arinnar, sagði Goldwater. Til þess verða allir að leggjast á eitt og því er það ekkert glap- ræði að leita eftir samvinnu við öfgamenn. Það er engin dyggð að vera gætinn og hófsamur í baráttunni fyrir réttlæti. Þingheimur fagnaði þessum orðum hans ákaflega, en sumir fulltrúar gengu þá af fundi. með- al þeirra allmargir frá New York. Gríski forsætisráðherrann Papandreou sést hér á myndinni (t.v.) með Adlai Stevenson fulltrúa Bandaríkjana hjá SÞ. Papandreou hefur verið á þeytingi um veröldina upp á síðkastið vegna Kýp- urmálsins svo sem og vopnabróðir hans í NATO tyrkneski for- . sætisráðherrann. Astandii á Kýpur hefur farii hríiversnandi síiustu dagana Stjórnir Danmerkur og Svíþjóðar íhuga að kalla aftur heim hermenn þá er þeir sendu í gæzlulið SÞ á eynni NICOSIA, STOKKHÓLMI, KAUPMANNAHÖFN 17/7 — Ástandið á Kýpur versnaði enn alvarlega í dag. Friðar- sveitir Sameinuðu þ'jóðanna urðu að senda kanadíska her- sveit til Kyreníahéraðs er æsingar ukust í héraðinu. Sam- tímis bárust þær fréttir, að ríkisstjómir Danmerkur og Svíþjóðar hefðu báðar snúið sér til SÞ og látið í ljós á- hyggjur sínar vegna þróunar mála á Kýpur. Báðar ríkis- stjómimar telja að forsendur fyrir frekari þátttöku danskra og sænskra hersveita í friðarhemum hverfi með þessari þróun. Samkvæmt frétt frá danska utanrfkisráðuoeytinu ræddi sendi- herra Dana hjá SÞ þessi mál við Ralph Bunche varafram- kvæmdastjóra samtakanna og lýsti því yfir, að danska stjórn- in vænti þess, að aðalritarinn (gníinental hjólbarðarnir Eru sterkir og end- ingargóðir ÚTSÖLUSTAÐIR Ólafsvík: Bildudal: ísafirði: Blönduósi: Akureyri: Húsavik: Raufarhöfn: Breiðdalsvík: Hornafirði: Vestmannaeyjum; Þykkvabæ: Keflavík: Hafnarfirði; Sauðárkrókur Búðardalur Marteinn Karlsson Gunnar Valdimarsson Bjöm Guðmundsson, Brunng. 14 Zóphónías Zóphóníasson Stefnir h.f. flutningadeild Jón Þorgrímsson, bifreiðaverkst. Friðgeir Steingrímsson Elís P. Sigurðsson Kristján Imsland, kaupmaður Guðmundur Kristjánsson, Faxa- stíg 27, hjólbarðaverkstæði Friðrik Friðriksson Hjólbarðaverkstæði Ármanns Björnssonar Vörubilastöð Hafnarfjarðar Verzl. Haraldar Júliussonar Jóhann Guðlaugsson. Gúmmívinnustofan SKHPHOLTI 35 — SÍMI 18955. taki þegar í stað upp víðræð- ur við hlutaðeigandi ríkisstjórn- ir um herflutninga þá sem nú fara fram á eynni. Ef málsað- ilar sýni ekki þá varfærni sem ástandið krefjist, hljóti danska stjómin að taka til meðferðar, hvort frekari forsendur séu fyr- ir því, að danskar herdeildir haldi áfram að gegna störfum á eynni. Svíar sneru sér til U Þant að- alritara SÞ er hann var staddur í Genf á fimmtudag. Sænska stjórnin lagði áherzlu á það, að hún liti þessa þróun mjög al- varlegum augum og hún verði neydd til þess að gera formleg- an fyrirvara um framhald sænskrar þátttöku í friðarsveit- unum, ef viðkomandi aðilar vilji ekki vinna með SÞ. Einnig vill sænska stjórnin vita hvort U Þant vilji eiga frumkvæði að skyndifundi í öryggisráðinu. Kanadíska hersveitin hefur tekið sér stöðu milli stöðva Grikkja og Tyrkja og reynt að koma í veg fyrir frekari æsing- ar og árekstra. En Grikkir hafa nýlega dregið þangað að sér töluvert lið og eru búnir bæði sprengivörpum og stórskotaliði. Talsmaður ríkisstjómar Kýp- ur hélt því fast fram, að til- gangur þessa herbúnaðar væri alls ekki að ráðast á tyrknéska bæinn Temblos, en það hefði sést að Tyrkir væru að styrkja hernaðaraðstöðu sína. Talsmað- ur SÞ sagði að spennan í hér- aðinu væri mjög mikil. Tyrkneska utanríkisráðuneyt- ið í Ankara skýrði frá því að Tyrkland hefur vísað á bug mót- mælum Kýpurstjórnar vegna meintrar landgöngu tyrkneskra hermanna á eyjuna á bug þar sem þau væru út í loftið. Utanríkisráðherra Kýpur Kyp- rianou ræddi á föstudag við sáttasemjara SÞ Sakara Tuomi- oja í Genf. Því næst átti Tuomi- o.ia viðræður við fulltrúa Grikkja og talar við fulltrúa Breta á laugardag. Kypriancu utanríkisráðherra Kýpur flaug samdegis til Aþenu. þar sem hann ræddi við Pap- andreou forsætisráðheira. Brezka utanríkisráðuneytið hefur skýrt frá því, að U Þant aðalritari og forsætisráðherra Grikklands, Papandreou komi til Luodúna um helgina til að ræða Kýpurvandamálið við brezku stjórnina. Seint í gærkvöld var opinber- lega skýrt frá því í Kaupmanna- höfn. að danska yfirherstjómin hefði gefið yfirmönnum dönsku hermannanna þúsund. sem eru í friðarsveitum SÞ svo og yfir- mönnum 40 manna lögregluflokks sem þar er einnig fyrirskipanir um að yfirgefa eyjuna, ef stríð brýzt út. Gizenga á fundi meS Tshombe LEOPOLDVILLE 17/7 — Fyrrum varaforsætisráðherra Lúmúmba, Antoine Gizenga tók þátt í blaða- mannafundi í Leopoldville í dag með Tsjombe forsætisráðherra, fyrrum forseta Katangafylkis. Gizenga hefur setið í fangelsi á eyju nokkurri í Kongofljóti rúmlega tvö ár þar til hann var látinn laus síðastliðinn miðviku- Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall ara jósefssonar. Sólveig Hauksdóttir, - Soffía Stefánsdóttir, Jósef Indriðason og aðrir vandamenn. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.