Þjóðviljinn - 18.07.1964, Side 8

Þjóðviljinn - 18.07.1964, Side 8
v\ SIBA ÞJðÐVILIINN Laugardagur _ 18. JtBl 1964 ef til vill endurvakið álit hans og rétt við fjárhag hans næstu tíu árin — og á móti var hann reiðubúinn að láta í té það sem honum var unnt. Ef Jack, fyrir tilstilli Delaneys, gæti hjálpað Holthjónunum gegnum frumskóg hinnar ítalsk-bandarísku skrif- finnsku og útvegað þeim munað- arleysingja frá Livorno, mjmdi hann hljóta þakklæti Holts að launum. Jack hló með sjálfum sér og hugsaði: Þetta kemur al- veg heim við það sem Despiére sagði. Delaney ann sér aldrei hvíldar. Hann er með þréifi- klæmar úti allan sólarhringinn. Kannski ætti ég að fara fram á kauphækkun. Andrus, hinn al- máttugi leikari, kallaður til að leysa vanda. þjóðfélagslegan, list- rænan, áfengislegan. Svo stimaði brosið á vörum hans. Delaney hafði alltaf verið að makka, satt var það, en í stómm stíl og fyrir miklar hug- sjónir. Þegar Jack þekkti hann sem ungan mann, hefði hann aldrei lagt sig niður við svo ó- merkileg vöruskipti. Þrátt fyrir allt yfirlætið. var Delaney í dag að berjást fyrir lífi sínu, ogJjðrrn vissi það og hélt dauðahaldi í allt það sem kynni að geta bjargað honum. Ojæja, ef það er þetta sem hann hefur þörf fyrir eða heldur að hann hafi þörf fyrir, þá skal ég gera mitt bezta til að útvega honum það. Og ef hann hefur síðar þörf fyrir meira. þá mun ég einnig gera mitt bezta til að útvega honum það. Um leið og Jack •'skildi allt þetta. skildi hann líka að það var ekki aðeins vegna Delaneys sem hann var í Róm, ekki að- eins vegna hvatningar Delaneys. Hann var þar einnig sjálfs sín vegna. Delaney var hluti af beztu émnum í lífi .Tacks, hinum á- nægjulegu ámm fyrir stríðið, þegar honum hafði þótt vænt um Delaney á sama hátt' og syni um föður. bróður um bróð- ur. hermanni um féiaga sinn á vígvellinum, þegar örlögin eru samtvinnuð og byggiast á hug- rekki, krafti og þreki hins að- ílans. Með því að bjarga Delan- ey. bjargaði hann hreinustu myndinni af æsku sinni. Ef Del- HÁRGREIÐSI AN Hárgre;5sTu og snyrtistofa STEINU og DÖDÖ Laugavegi 18- IIT h. flyfta) SlMI 24616 P E R M A GarSsenda 21 SlMI: 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- fsmegin — SlMÞ 14662 HARGRETÐSLUSTOFA AUSTURBÆIJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI 146a’' — Nuddstoía á sama staö. aney drægist niður í svaðið, þá færi Jack sömu leið. Ég skal bjarga honum, hugsaði Jack, þótt svo að það gangi af hon- um dauðum. Ég veit ekki hvern- ig ég á að bjarga honum. en ég skal gera það. Það verður nóg að gera þess- ar tvær vikur, hugsaði hann, um leið og hann gekk aftur af stað áleiðis til gistihússins, framhjá dimmum gluggum. læst- um kirkjum, gosbrunnum sem suðuðu á dimmum, yfirgefnum torgum, framhjá hrundum must- erum og molnuðum leifum af múrveggjum, sem verndað höfðu íbúa borgarinnar fyrir tvö þús- und árum. — Skemmtu þér vel, chéri, hafði konan hans sagt á flug- vellinum. Þegar hann kom að gistihús- inu, hikaði hann andartak fyrir utan. Tveir lögregluþjónar gengu hægt eftir götunni. framhjá inn- ganginum, og Jack horfði á þá hugsi: Hvernig á að segja á ítölsku: — Kæru vinir, fyrr í kvöld hótaði ungur maður að drepa mig. Viljið þið gera svo vel að koma upp með.mér og gá undir rúmið mitt? Lögregluþjónamir gengu áfram. Andartak velti Jack fyrir sér hvort hann ætti að fara á annað gistihús um nóttina, svo að hann gæti fengið nokkurra tíma svefn, ótruflaður af þeirri tilhugsun, að Bresach kynni að hafa upp á ) honum. Þá gæti hann tekið frek- ari ákvörðun næsta morgun. Þetta var freistandi tilhugs- un. En hann hristi höfuðið gram- ur, reiður sjálfum sér fyrir hug- leysið. Hann fór inn í gistihúsið og fékk lykilinn. Þar voru engin boð til hans. Þegar hann kom upptil lYr- bergja sinna, fór hann inn án þess að hika. Ljósin loguðu eins og hann hafði skilið við þau. Enginn var í dagstofunni. Hann gekk um hin herbergin. Enginn. Hann fór aftur inn í setustofuna, læsti dyrunum. slökkti ijósið og fór að hátta sig um leið og hann gekk inn í svefnherbergið. Rúmið var kalt þegar hann lagðist útaf og hann skalf dálítið. Ef Delan- ey hefði ekki einmitt hringt þeg- ar hann gerði það. h’ugsaði hann, hvar væri ég þá núna? Hann lá kyrr og fann hvernig smám saman hlýnaði undir á- breiðunum, á rifnu lakinu. — Hymen, O Hymenaeus. sagði hann lágt út í myrkrið. Hann lokaði augunum og beið svefns- ins. — 10 — Þetta var óþægilegur morgunn. Hann vaknaði seint, var með höfuðverk og timburmenn eftir áfengið kvöldið áður, og hann varð að baða sig og klæða sig í skyndi til að koma ekki of seint í kvikmyndaverið. Niðri voru engin skilaboð fró Veronicu, og þegar hann kom útúr gisti- húsinu og steig inn í bílinn hjá Guido. kom hann sem snöggvast auga á Bresach sem stóð og hall- aði sér upp að búðarglugga hin- um megin við götuna og starði á hóteldymar. Að minnsia kosti var það maður í úlpu. að því er hann bezt gat séð gegnura um- ferðina, maður sem stóð ógnandi og beið. Delaney beið ásamt ritara sín- um í sýningarklefanum, óþolin- móður og með blóðhlaupin augu eftir svefnlausa nótt. — Fjand- inn hafi það, Jack. sagði Ðelan- ey um leið og hann kom inn. — Við höfum engin tíu ár til að Ijúka þessu. Jack leit á úrið sitt. — Ég er aðeins fimm mínútum of seinn, sagði hann vingjamlega. — Fimm mínútum, sagði Del- aney. — Fimm mínútum. Byrj- um þá. Hann gaf merki og það varð dimmt í herberginu og þama var Stiles enn á tjaldinu og umlaði. — Ég er kominn aftur, sagði Stiles. — Mér var þetta um megn. Ég hef verið óhamingju- samur síðan ég fór frá þér. Jack stundi. — Sparaðu gagnrýnina. sagði Deianey. — Hugsaðu heldur um hvemig á að segja þessa setn- ingu, svo að hann verði ekki alveg eins og hálfviti. Hann var hranalegur og stutt- ur í spuna og Jack var feginn því að hann hafði haft vit á því daginn áður að vera ekki alltof hreinskilinn um kvikmyndina við Delaney. Eg verð að athuga hvemig landið liggur, hugsaði Jack, og segja álit mitt þegar hið rétta tækifæri býðst. Ef það býðst þá nokkurn tíma. 22 Þeir unnu að sama stutta at- riðinu í heilan klukkutíma. æfðu án þess að taka neitt upp. Jafn- vel Jack þótti sín eigin rödd flöt og óeðlileg þegar hann talaði inn svörin. Delaney sat þama án þess að aðstoða eða koma með tillögur til úrbóta, urraði aðeins og gaf sýningarmanninum merki um að sýna atriðið einu sinni enn og sagði við Jack: — Reynum aftur. Eftir fyrsta klukkutimann fannst Jack allt sem hann sagði vera orðið óskaljanlegt og frá- leitt og óhugsandi að láta sér 'það um múnn fara við svipaðar kringumstæður. Allt í einu sagði Delaney: — Jæja. við skulum þá reyna að^fá það á bandið. Og Jack, reyndu svo í guðs bænum að hugsa um það sem þú ert að gera. Þetta er mikilvæg yfirlýs- ing, þetta er ástarjátning — mað- urinn hefur verið að hugsa um þessa stúlku í tíu ár og nú hittir hann hana af tilviljun í fyrsta sinn. Hann má ekki taia eins og hann væri að biðja um spag- hetti í matinn. — Bíddu andartak, Maurice, sagði Jack. — Kannski heppnast þetta alls ekki. Kannski er liðinn alltof langur tími og ég hef ekki Ieikhæfileika lengur. Ef ég hef þá nokkurn tíma haft þá. — Víst hefurðu það, sagði Del- aney óþolinmóðlega. — Já, en ef þú vilt fá einhvem annan. sagði Jack, — þá hverf ég hið bráðasta. Áður en við sóum meiri tima frá þér og mér. Ég get farið með síðdegisvélinni til Parísar. þá verðum við kannski allir glaðir og ánægðir. — Vertu ekki svona andskoti fljótur að gefast upp, sagði Del- aney. — Eftir hálftíma vinnu. Hver fjandinn gengur eiginlega að þér? Hvar heldurðu eigin- lega að ég væri staddur í dag, ef ég styngi svona af frá öllu saman? — Ég vil bara að þú vitir, að ég tek það ekki illa upp þótt þú hættir við mig, sagði Jack. — Heyrðu mig nú, Jack.... Maurice brosti hlylega og alúð- lega til hans. — Þú ætlar þó ekki að fara að verða hörunds- sár? Drottinn minn góður, þú ert eini leikarinn sem ég á fyrir vin, einmitt vegna þess að þú brást alltaf við öllu eins og maður, ekki eins og vesöl........ Hann þagnaði og brosti til ritarans sem sat á bekknum fyrir aftan hann. — Fyrirgefðu, Hilda, sagði hann. — Ég var að því kominn að segja ljótt orð. Niðrandi um kyn- systur þínar. Hræðilega niðrandi. Kann rúllaði r-unum upp á ýktan írskan máta. Svo klappaði hann á herðar Jacks. — Þetta er alls ekki svo afleitt, Jack. Þetta kemur áreiðanlega. — Við skulum vona það. sagði Jack. — En þótt það komi að lokum, skiptir það þá nokkru máli til eða frá? Þegar allt kem- ur til alls, er þetta aðeins lít- ill hluti af kvikmyndinni .... Hann þagnaði. Þetta var ekki rétti tíminn til að segja Delan- ey að hann væri búinn að lesa handritið mjög vandlega og sjá það sem búið var að taka af kvikmyndinni, og það væri margt annað sem kæmi illa við hann og þyrfti að breyta eða skera burt og að áliti Jacks væri það miklu þýðingarmeira en að hann talaði inn hlutverk Stiles, hversu vel sem það tækist. — Það er alls ekki lítill hluti af kvikmyndinni, sagði Delan- ey. — Ég er búinn að segja þér að hún stendur og fellur með því. Og þótt það væri aðeins lítill hluti, þá gæti það verið það sem máli skipti um það hvort þama væri listaverk eða skítamynd. Þú veizt eins vel og ég, Jack, að ALLT SKIPTIR MÁLI. Hann talaði með ofstæki, fullkomlega öruggur um að hann hefði á réttu að standa. — Um- hverfi á einum stað, ein lína, ein hreyfing á mikilvægum stað í tveggja tíma kvikmynd getur eyðilagt allt. Eða bjargað öllu. Þannig er nú einu 'sinni eðli kvikmyndarinnar, Jack. Af hverju heldurðu að ég liggi svona yfir hverju einasta smáatriði .. — Ég veit að þetta er satt í stórum dráttum, sagði Jack og hugsaði: Það er ekki að undra þótt hann sé unglegur enn. Of- stækismenn eldast ekki. — En í þetta sinn.... — X þetta sinn og ævinlega, drengur minn, sagði Delaney endanlega. — Og nú skulum við byrja upp á nýtt. Þeir unnu í hálftíma í viðbót. Jack lagði sig allan fram við að gæða setningamar h'fi, en án árangurs. 1 miðri setningu lyfti Delaney hendinni og Ijósin voru kveikt. — Þá er nóg komið í dag, sagði hann. — Þetta er ómögulegt, sagði Jack. — Það liggur við. Delaney brosti vingjarnlega. Svo leit hann rannsakandi á Jack. — Ertu leið- ur yfir einhverju? Jack hikaði. — Nei, sagði hann. — Ég er ekki leiður yfir neinu. — Þá ertu sæll, sagði Delan- ey. — Hvað um hádegisverð? Jack hikaði aftur. — Ég þarf að hringja heim á gistihúsið fyrst. Ég er hálft í hvoru upp- tekinn. — Jack hringdi heim á gisti- húsið. Þar lágu skilaboð handa honum. Signorina Rienzi borðaði hádegisverð hjá Emesto á Piazza dei Santissimi Apostoli. Hún kæmi þangað klukkan eitt og henni þætti mjög ánægjulegt ef Signore Andrus vildi borða með henni. — Þökk fyrir, sagði hann í símann og lagði tólið á. — Ég er upptekinn, sagði hann við Delaney. Delaney horfði rannsakandi á hann andartak og Jack velti fyr- ir sér hvað hefði mátt lesa úr andliti hans meðan hann talaði í símann: gleði, andúð, ótta. Delaney urraði, tók saman blöð sín og þeir fóru saman út í léttan úðann og þar biðu bíl- amir tveir. — Jack sagði Del- aney. — Talaði Holt við þig í gærkvöld? — Já, dálítið, sagði Jack. — Geturðu hjálpað honum? — Ég get hringt í nokkra menn, sagði Jack. Delaney kinkaði kolli ánægju- lega. — Holt er ágætur, sagði Delaney. — Það væri gott ef við gætum hjálpað greyinu. Jack minntist ekkert á þrí- hyrnda kvikmyndafélagið. — Ég skal gera það sem ég get, sagði hann og bretti upp frakkakrag- ann. Regnið var kalt. — Þakka þér fyrir, sagði Del- aney. — Honum fellur mjög vel við þig. sagði hann. Hann sagði að þú hefðir heitt hjarta, þegar hann kom aftur að borðinu á næturklúbbnum í nótt. — Það má nú segja, sagði Jack. — Ég er ósköp hjarta- hlýr. — Þau halda kokkteilboð í kvöld. sagði Delaney. — Þau báðu mig sérstaklega um að fá þig til að koma. — Ég skal koma. — Ekki eins og f gærkvöldi, Jack, sagði Delaney aðvarandi. Tilkynning Samkvæmt reglugerð um búfjárhald í Reykjavík, sem staðfest var af félagsmálaráðuneytinu 9. þ.m., er sauð- fjárhald, svínahald og hænsnarækt óheimil í Reykjavík, nema með sérstöku leyfi borgarráðs. Þeim, sem hyggjast sækja um slík leyfi, er ráðlagt að senda umsóknir til borgarráðs hið fyrsta og eigi síðar en 15. ágúst n.k. og greina þar tölu búfjár, sem um er sótt, geymslustað og annað, er máli getur skipt. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu borgarstjóra, Aust- urstræti 16. Búfé, sem haldið er án leyfis, verður tekið úr vörzlu eiganda og hann látinn sæta ábyrgð að lögum. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 17. júlí 1964. Áskriftarsíminn er 17-500 Hringið í dag buðin Klapparstíg 26 Sími 19800 VDNDUfl Siqw&órjónsson &co 'Udtvashæti 4- yjlfl IMHlNPMDi w+ -j m VORUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó, KRON - búðirnar. FERÐIZT MED LANDSÝN # Seljum farseola með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR * Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN F E RÐAS KRIFST OFAN LANDSYN f TÝSGÖTU 3. SlMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK UMBOÐ LOFTLEIÐA. Auglýsið / Þjóðviíjanum * i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.