Þjóðviljinn - 23.07.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 23.07.1964, Síða 10
M B*9* vll ég gera fyrir hana. Hún veit, að ég get ekki lifað án hennar. — Þvættingur, sagði Jack hörkulega. — Hver sem er get- ur lifað án hverrar sem er. — Þetta er andstyggilegt. sagði Bresach. Hann spratt á fætur og fór að stika fram og aftur um herbergið. — Andstyggilegt. Þetta er kuldalegt. Tilfinningalaust. Það er þetta sem er svo við- bjóðslegt við menn á yðar aldri. sagði hann. — Heldur vildi ég deyja en verða svona kaldlynd- ur og tilfinningalaus. Ef ég á einhvem tíma eftir að verða svona, þá vil ég heldur deyja áður en ég verð þrítugur. Ég er viss um að þér voruð ekki svona þegar þér voruð ungur, þegar þér voruð á mínum aldri. Ég hef séð yður. Ég hef séð yður í kvik- myndum. Áður en þér urðuð svona spilltur. Jack fylgdist með hverri hreyfingu Bresachs, var um sig þegar Bresach sat ekki lengur f MMtéteum. Hann fann að hann var aftur að byrja að reiðast. Ein orsökin til reiði hans var sú. sað Bresach hafði að nokkru rétt fyrir sér — þeglfr hann var tutt- ugu og fimm ára hefði hann aldrei sagt að hver sem væri gæti lifað án einhvers annars. — Gætið þess hvað þér segið, sagði Jack aðvarandi við unga manninn. — Ég er reiðubúinn til að hlusta á yður — þótt ég viti ekki hvers vegna — en ég hef ekki hugsað mér að láta yður móðga mig. — Hún var jómfrú þegar ég hitti hana, sagði Bresach hátt og orðin ultu hvert um annað. — Það liðu fjórir mánuðir án þess að ég reyndi svo mikið sem að kyssa hana. Þegar hún flutti inn f herbergið mitt, hugsaði ég: Nú er lífið loksins einhvers virði. Svo hittir hún yður og á hálftíma takið þér hana frá mér. Svona gamall skarfur eins og þér, hvassti hann að Jack með munninn skældan eins og venja hans var þegar hann var í geðs- hræringu. — Feitur. giftur.... Bresach sagði orðið — giftur á þann hátt, að það var eins og lýsing á einhverju ógeðslegu og ónáttúrlegu. — Sjálfumglaður. 'Bkrifstofublók. Maður sem hafði mikla hæfileika. merkilega hæfi- HÁRGREIÐSLAN Hérgre'Sslu og snyrtistofa STETNU og DÖDÓ Laugavegi 18. ITT h (lyftaí SIMI 24616 P E R M 'A Garðsenda 21 SÍMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömurl Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 - Vunarstræt- ismegin — SlMI' 14662 HÁRGRETÐSLOSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI 1465S — Nuddstofa á sama stað. leika og hafði ekki getu til að nota þá. Maður sem gafst upp. Maður sem situr allan daginn á skrifstofu og reiknar út hvemig hægt er að sprengja jörðina í loft upp á mismunandi vegu. — Mér finnst þér hafa býsna þokukenndar hugmyndir um það sem ég aðhefst hjá NATO, sagði Jack. — En þér hafið kannski lesið of mikið af blöðum. — Og það sést allt saman í andlitinu á yður, hélt Bresach á- fram með ofsa og hélt áfram að stika um herbergið. — Svikin. spillingin, lostinn. Þér eruð ljót- ur! hrópaði hann. — Þér eruð Ijótur, gamall maður! Og hún fór frá mér yðar vegna! Nú skal ég segja yður eitt! hrópaði hann ofsareiður. — Ég er falleg- ur! Spyrjið hana sjálfur. spyrj- ið hana hvort hún hafi ekki sagt mér að ég væri fallegur! Jack fór að hlæja; hann gat ekki ráðið við það, vegna hinn- ar óvæntu sjálfslýsingar Bres- achs. — Já, alveg rétt, hlæið bara, sagði Bresach og stóð ógnandi yfir Jack. — Það er ekki við öðru að búast af manni eins og yður. Allur heiðarleiki — allar sannar lýsingar eru yður til ama, og þá hlæið þér. Þessi kokkteilveizluhlátur. vínstúku- hlátur, diplómatahlátur, hlæið bara þessum þvælda hlátri. Einn góðan veðurdag kafnið þið allir í ykkar eigin hlátri. — Þér eruð ekki með réttu ráði, sagði Jack rólega. — Ég held' þér ættuð að koma yður út. — Hverju hafið þér lofað henni? spurði Breach. Hann var náfölur í andliti nema á kinn- beinunum voru tveir rauðir díl- ar og sem snöggvast velti Jack fyrir sér hvort hann væri veik- ur. hvort hin raunverulega á- stæða til þess að hann kom til Rómar, væri berklaveiki. Keats á banabeði í herberginu við Spænska stigann. máluðu ensku konurnar sem töluðu alltof fjör- lega við teboðin. þar sem þær voru órafjarri hinum lifshættu- legu Lundúnavetrum og hóstuðu taugaóstyrkar í vasaklúta sína. — Hvað gáfuð þér henni eigin- lega inn við þennan hádegis- verð? hrópaði Bresach. — Hvaða brögðum beittuð þér? Hvað gerð- uð þér — helltuð þér hana fulla? Hvað gáfuð þér henni — pen- inga. skartgripi? Hvaða lygar sögðuð þér henni? Sögðuzt þér ætla að skilja við konuna yðar og giftast henni og fara með hana til Ameríku? — Við skulum fá þetta á hreint, sagði Jack hörkulega og reis á fætur. — Ég hef ekki sagt neitt við hana og ekki gefið henni neitt. Það flögraði ekki einu sinni að mér að gimast hana. Ef bér eruð svona ólmur í, að fá að vita sannleikann. þá er hann sá .... að hún lagðist upp í til mín óbeðin. Ef þér viljið endilega fá að vita það, sagði Jack og gekk nær unga manninum í von um að losna við hann f eitt skipti fyrir öll. — þá kom hún alveg af frjáls- um vilja, Og með áfergju! Bresach starði á hann, svo réðst hann allt i einu á Jack. Högg hans var viðvaningslegt og ÞlðÐVILIINN Jack brá við ósjálfrátt og sló Bresach á kjammann. U mleið og Jack greiddi höggið, hélt hann viljandi aftur af sér til að verða ekki of harðhentur við Bresach. En jafnvel þetta linku- lega högg var of þungt fyrir unga manninn. Hann datt ekki, en reikaði. tók höndunum fyrir andlitið, reyndi að halda jafn- væginu og slangraði afturábak. Hann hallaði sér upp að veggn- um undir einni koparstungunni frá Rómaborg miðalda, hvíldi vangann að veggnum og hann var afskræmdur í andliti. — Guð minn góður, sagði Jack meðan hann stóð og horfði á hann og ákammaðist sín fyrir það sem hann hafði gert. yfir vamaraðgerðum sínum sem höfðu yfirbugað hinn aðilann. Bresach stóð kyrr i þessum undariegu stellingum upp við vegginn, samanhnipraður, sneri baki að Jack og tók óhugnan- leg andköf. — Fyrirgefið, sagði Jack. Hann snerti þykka úlpuna í axl- arhæð. — Ég ætlaði ekki. — Þér eruð svo hamingjusam- ! ur. hvislaði Bresach inn í vegg- inn án þess að færa höfuðið burt frá kalkinu. — Þér hafið allt. Ég hef ekkert. Hún er yður eins- kis virði. Þér gimizt hana ekki einu sinni. Það eru tíu þúsund stúlkur í Róm. Fallegri stúlkur. Af hverju látið þér mig ekki hafa hana aftur? 26 Þessa stundina á návist hins hins þjáða, unga manns sem hann hafði barið, fannst Jack sem hann vildi fúslega gefa hon- um Veronicu aftur ef hann gæti. Eða segjast minnsta kosti ætla að reyna að senda hana heim aftur. Þessa stundina hafði hann ekki minnsta áhuga á Veronicu. Það var bara þegar hún var hjá honum, við hlið hans með dá- lftið ósvffnisleg augun og þenn- an kæk að kasta til hárinu og sleikja munnvikið. strjúka hönd hans með mjúkum fingrum sín- um, að hann þráði hana. Ef hann sæi hana ekki aftur, hugs- aði hann, myndi hann gleyma henni á tvermur dögum. Þessa stundina var hann fyrst og fremst gramur henni. vegna þess að hún hafði flækt honum inn í þessi leiðinda vandræði með Bresach. En auðvitað gat hann ekki sagt það, hvorki við hana né hann. Og hann gat ekki sagt heldur, hversu göfugur sem hann vildi vera, sagt við Bresach að hann gæti fengið stúlkuna sína aftur. Eftir allt það sem Veron- ica hafði sagt um Bresach við hádegisverðinn. var erfitt að gera sér i hugarlund að hún færi aftur til hans. Það er ýmis- legt, hugsaði hann hryggur í bragði, sem jafnvel hinir allra örlátustu gtta ekki gert að gjðf. — Viljið þér meira að drekka? spurði Jack dauflega og kom aftur við öxlins> á Bresach. Bresach rétti úr sér, svo sneri hann sér við' og stóð augliti til auglitis við Jack. Vinstri vang- inn var rauður og þrútinn. — Ég vil ekki þiggja neitt af yður. hvíslaði hann. — Ég gerði skyssu í dag. Mikla skyssu. Ég hefði átt að taka hnífinn með mér. Hann bretti upp frakkakrag- ann og gekk útúr herberginu. Jack andvarpaði og néri hnúana á hægri hendi. Hann hafði fund- ið dálítið til sem snöggvast, en höggið hafði ekki verið meira en svo að öll óþægindi voru lið- in hjá. Hann gekk að gluggan- um og horfði niður i þrönga, rómverska götuna, þar sem stóð Alfa-Romeo og öskraði eins og ljón í leit að bráð fyrir rauðu ljósi og stúlka í framreiðslubún- ingi flýtti sér eftir gangstéttinni með þrjá bolla af svörtu kaffi á silfurbakka. Hann hugsaði um. hvort hann ætti að fara út og skilja eftir boð handa Veronicu um að hann hefði verið kallaður burt. Svo flaug honum i hug að þessar á- ætlanir hans um að draga sig í hlé stæðu kannski í einhverju sambandi við lokahótun Bres- achs, og næstum bamaleg þrjózkuleg tilfinning, þegar hætta var annars vegar. varð til þess að hann ákvað að vera kyrr og bíða eftir henni. — Þú Ijóti. gamli maður, uml- aði hann og orð Bresachs rifjuð- ust upp fyrir honum. Forvitnis- lega gekk hann að stóra speglin- um yfir aminum og horfði á sjálfan sig. Það var farið að skyggja og spegilmyndin af and- liti hans var dularfull og skuggaleg. Andlit hans var raunamætt, hugsandi, markað rúnum reynslunnar, gamall mað- ur. Hann leitaði i andliti sínu að sviksemi. kaldhæðni, sjálfum- gleði. Nei, hugsaði hann, Bres- ach lýgur. Eða þvi sem næst. Hann var kannski öllu heldur að spá hvemig andlitið gbeti orðið í framtíðinni ef ekkert væri að gert. Ojæja þá, sagði Jack við sjálf- an sig. þá gæti ég mín. — 12 — — Þegar maður hefur verið þrjá daga á Italíu og horft á1 þessi Miðjarðafhafsandlit, sagði \ bandariska tónskáldið. — þolir maður ekki lengur að horfa á bandarísk andlit. Þau eru eitt- hvað svo óbökuð. Hann var gest- ur Akademíunnar í ár og að þvi er Jack bezt mundi hafði hann samið ágæta tónlist. Jack fannst einhvem veginn að maður, sem samdi svo góða tónlist. ætti að vita betur og segja ekki slikt og bvilí'kt. Með whiskýglas i hendinni ráfaði Jack aftur að bamum, sem reistur hafði verið í öðrum enda stóra, rauða silkisalarins í Palazzo Pavini, sem nú var full- ur af vinum Holthjónanna. vina- vinum, fólki sem vann við kvik- mymdir Delaneys, hópi af vænt- anlegum kvikmyndastjömum, — blaðamönnum. sendiráðsfólki, tveimur írskum prestum frá Boston, hópi af menntaskóla- stúlkum í Evrópuferð, þrem, fjórum bandarískum. fráskildum konum, sem bjuggu í Róm af því að lífeyririnn entist betur í ítalíu, blaðafulltrúa frá einu flugfélaganna og tveimur flug- mönnum í félagsskap franskra flugþema, hópi af enskum og ameríekum læknum sem voru í Róm á læknaþingi um bein- skemmdir. hinu vanalega sam- safni af ungum, vel búnum Itöl- um, sem samanlagt áttu töluvert af titlum (úrkynjuðu greifamir hans Holts) og snemst krlngum tvær fallegustu skólastúlkumar og gerðu að gamni sinu við þær. en litu með yfirlæti á aðra í samkvæminu, áköfum manni frá Chicago, sem var að verða sköll- óttur og eagðist vera fjármála- ráðunautur bandarískra fyrir- tækja sem vildu eiga viðskipti við Evrópu og var álitinn vera í leyniþjóirustunni, tveim. þrem ítalsk-bandarískum náungum er voru fulltrúar storu kvikmynda- félaganna í Róm og voru snill- ingar í að skipta peningum og útvega gistingu á hótelum og m Klapparstíg 26 Sími 19800 o BILALEIGAN BÍLLINN RENT-AN-ICECAR SÍM1 18833 (^oniuí (^ortina ’ercuriý C^ömet úsia-jeppa.t' Zphyr 6 £ BÍLALEIGAN BÍLLINN HÖFÐATÖN 4 SÍM1 18833 Fimmtudagur 23. júlí 1964 Skrá yfír umboðsmenn Þjóðviljans útí á landi AKRANES: Ammundur Gislason Háholti 12. Sírni 1467 AKUREYRI: Pálmi Ólafsson Glerárgötu 7 —• 2714 BAKKAFJÖRÐUR: Hilmar Einarsson. BORGARNES: Olgeir Friðfinnsson DALVÍK: Tryggvi Jónsson Karls rauða torgi 24. "YRARBAKKI: Pétur Gíslason GRINDAVÍK: Kjartan Kristófersson Tröð HAFNARFJÖRÐUR' Qófns Bertelsen Hringbraut 70 Simi 51369. HNÍFSDALUR: Hel^í R-’örnsson HÓLMAVÍK: Ámi E .Tónc-cnn Klukkufelli. TlUSAVÍK: Arnór Krist''ár>cc;on HVERAGERÐI: Verzlunín Rnx'kíafoss h/f. HÖFN, HORNAFIRÐT' Þor=temn Þorsteinsson. TSAFJÖRÐUR: Bókhlaðan h/f. KEFLAVÍK: Magnea Aðalgeirsdóttir Vatnsnesvegi 34. KÓPAVOGUR: Helga Jóhannsd. Ásbraut 19. Sími 40319 NESKAUPSTAÐUR: Skúli Þórðarson. YTRI-NJARÐVÍK: .Tóhann Guðmundsson. ÓLAFSF.TÖRÐUR- Sæmundur Ólafsson. ÓLAFSVÍK: Gréta Jóhannsdóttir RAUFARHÖFN: Guðmundur Lúðvíksson. BÚÐAREYRI. REYÐARFIRÐI: Helgi Seljan. SANDGERÐI: Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Sími 201. SELFOSS: Magnús Aðalbiamarson. Kirkjuvegi 26. SEYÐISFJÖRÐUR: Sigurður Gíslason. SIGLUFJÖRÐUR: Kolbeinn Friðbjarnarson, Suðurgötu 10. Sími 194. SILFURTÚN, Garðahr:. Sigurlaug Gfsladóttir, Hof- túni við Vífilsstaðaveg. SKAGASTRÖND: Guðm. Kr. Guðnason. Ægissíðu. STOKKSEYRI: Frímann Sigurðsson, Jaðri. STYKKTSHÓLT.IUR: Erl. Viggósson. VESTMANNAEYJAR: Jón Gunnarsson, Helga- fellsbraut 25. Sími 1567. VOPNAFJÖRÐUR: Sigurður Jónsson. ÞORLÁKSHÖFN: Baldvin Albertsson. ÞÓRSHÖFN: Hólmgeir Halldórsson. Nýir áskrifendur og aðrir kaupendur geta snúið sér beint til þessara umboðsmanna blaðsins. Sími 17-500. FERBIZT MEÐ LANDSÝN 0 Seíium farseðia með fíugvélum og skipum Greiðsfuskilmálar LofHeiða: • FLOGIÐ STRAX - FÁRGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggíum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA N D S V ISI TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVfK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Auglýsið i Þjóðviijanum ) {

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.