Þjóðviljinn - 26.07.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. júlí 1964
Þmmum
SlÐA
Resnais vinnur nýja sigra
að liðinni æfí
Alain Resnais hefur reynzt
einhver ágætasti fulltrúi >,nýju
öldunnar” frönsku og hlaut
mikla frægð fyrir myndir sínar
„Hiroshima mon amour’’ og „I
fyrra, í Maricnhad”, sem báðar
hafa verið sýndar hérlendis.
Nýjasta verk hans er ,,MurieI ’>
sem þykir að mörgu frábrugðin
fyrri kvikmyndum þessa at-
hyglisverða meistara.
Aðalpersóna myndarinnar er
Héléne Aughain, ekkja, sem
býr í hafnarborginni Boulogne
innan um lágkúrulegar ný-
byggingar og mosagrónar rúst-
ir. I húsi hennar eru einnig
stjúpsonur hennar, Bernard,
og vinur hennar, gæflyndur og
trvggur maður. de Smoke að
nafni. Eins og allar persónur
Resnais er Héléne altekin af
eigin fortíð. Á styrjaldarár-
unum þekkti hún mann er
Alphonse hét og var mjög óst-
fangin af honum. en tíminn og
styrjöldin hafa aðskilið þau.
Hún á sér þá ósk heitasta að
hitta hann aftur og vita hverj-
ar tilfinningar þeirra hvers til
annars eru nú, og hvað það
var sem gerðist er þau þekkt-
ust. Alphonse kemur því til í-
búðar hennar í fylgd með
ungri konu, sem hann nefnir
frænku sína. Hann er hvergi
nærri eins aðlaðandi persóna
og Héléne, en Resnais setur
að sjálfsögðu ekki slíkt fyrir
sig og grannskoðar hann engu
síður en hana. Og þau finna
auðvitað ekki aftur hvort ann-
að. Margt hefur gerzt á þeim
tíma sem liðinn er, og það
kemur fljótt í ljós, að Alph-
onse er veikgeðja og fremur
yfirborðsmaður og hefur ekki
til að bera það hugrekki sem
þarf til að lifa eins og mað-
ur í erfiðum heimi.
★i
Stjúpsonurinn Berriard er
einnig þýðingarmikil persóna i
verkinu. Það er hann sem gef-
■ur myndinni nafn — nafn sem
er tengt náinni fortíð. Bernard
tók þátt í stríðinu í Alsír og
það er miklu áþreifanlegri
minningar sem ofsækja hann
en aðrar persónur: svipur
serkneskrar stúlku sem hann
hafði tekið þátt í að pynda.
Þessi minning þrúgar Bernard
sem martröð. í raun og veru
hefur líf hans numið staðar á
ákveðnum degi Alsírstríðsins,
og gleymska eins og sú, er
hann getur fundið hjá unnustu
sinni, er svik við þá fortíð
sem honum hefur ekki verið
fyrirgefin. Má vera að endur-
minningar Hélénu standi fyrir
stöðugu uppnámi og ringulreið
í sálarlífi hennar, en hún get-
ur haldið áfram að prófa þær
á veruleika lífs síns í dag. En
Bemard getur hinsvegar því
aðeins haldið áfram með því
að brjóta niður fortíð sína —
í bókstaflegum skilningi.
★
Að því er bezt verður séð
er tíminn sem fyrr viðfangs-
efni Resnais, tíminn og með-
ferð hans á manneskjunum. En
þó er mikill munur á þessari
myud og hinum fyrri_ 1 ,.Mur-
iel” hefur hann sagt skilið við
þá aðferð að ein persóna tali
og önnur hlusti — aðferð sem
notuð var bæði í „Hiroshima”
og „Marienbad”. í ,,Muriel”
tala persónumar hver við aðra,
og Resnais er þar sagður koma
á óvart með nákvæmri og á-
nægjulegri útfærslu á ýmsum
smáatriðum. — Resnais hefur
sjálfur sagt. að ,í „Marienbad”
gerist sagan í heila pereón-
anna. En í ,,Muriel” munu per-
sónurnar séðar að utan. Við
munum ekki þrengja okkur
gegnum hugsanir og heila per-
sóna okkar. Hið innra líf per-
sónanná mun aðeins koma
fram í athöfnum þeirra . . .
Það er og eftirtektarvert, að
„Muriel” er í bjartari tónteg-
und en fyrri myndir höfundar-
ins. Undir lokin ákveður vin-
kona stjúpsonarins, Franooise
(sumir segja alter ego Resnais
sjálfs) að yfirgefa „þennan
heim örþreyttra minnlnga ann-
arrq manna”. Og Bemard get-
ur losað sig undan eigm ráð-
leysi og drepur mann þann
sem pyndaði Muriel og fékk
hann til að taka þátt í þeirri
svívirðu.
1 kvikmyndahátíð í fyrra
fékk Delphine Seyrig sem leikur
Hélénu fyrstu verðlaun fyrir
kvenhlutverk — en hún lék
einnig í „Marienbad”. Hand-
ritið er gert af Jean Cayrol.
l>eiphine Seyrig og Claude Sainval sem Heiene og de Smoke.
Klapparstíg 26
Sími 19800
BÍLALEIGAN BÍLLINN
RENT-AN-ICECAR
SÍM1 18833
donóul dodinci
Hljercvu'ij domet
Húióa-jeppa,r
2epliifr 6
■ BÍLALEIGAN BÍLLINN
HÖFÐATÚN 4
SÍM1 18833
Fyrsta Bítlakvikmyndin
BíUaruir ensku hafa komid fraip 1 sinni fyrstu kvikmynd og
þykir þeim hafa tekizt vel upp og einkum sé Ringo ágætur
gamanleikari. Veldi þeirra er orðið svo mikið, að meðlimir ensku
konungsfjölskyldunnar voru viðstaddir frumsýninguna, en það
þykir tryggast fyrir alla er efla vilja vinsældir sinar þar í landi
að |áta sjá sig einhversstaðar nálasgt þessum furðulegu ungling-
um. — Fróðir menn telja, að Bítiarnir hafi nú í árstekjur upp-
hæð sem er meiri en það fé, sem árlega er varið til að greiða
kostnað af ÖLLUM vísindaramisóknuni sem fram fara í stærstu
háskóiaborg Englands, — O tempor.i...
3
u
Pólskar heim-
ildarkvikmynd-
ir um hernámið
Sergei Bondartsjúk sem Dimof og Ljúdmíla Tsélikovskaja sem
hin grunnfærna og eigingjarna kona hans.
Myndir eftir
sögum Tjékhofs
Eins og mörgum er kunrmgt
hafa rússnesku sagnameistar-
arnir , Tolstoj og Dostoéfskí
ekki haft stundlegan frið fyrir
kvikmyndamönnum allt frá því
að kvikmyndalistin sleit sín-
um barnsskóm, og hafa verið
gerðar þrjár til fjórar myndir
í ýmsum löndum eftir helztu
skáldverkum þeirra. Hinsvegar
hefur Anton Tjékhof ekki ver-
ið eins í hávegum hafður, að
minnsta kosti ekki utan landa-
mæra Rússlands. En Rússar
sjálfir hafa hins vegar verið
duglegir við að kvikmynda sög-
ur þessa ágæta meistara og
varla liðið svo ár nú í seinni
tíð að ekki hafi verið gerð
Tjékhof-mynd.
Myndimar eru auðvitað mis-
jafnar — mikla viðurkenningu
um allan heim hlaut bráð-
snjöll mynd Josefs Heifetz,
,.Konan með hundinn” — hins
vegar var sú mynd sem
skömmu seinna var gerð eftir
sögunni „Húsið með kvistin-
um” mesta hörmung.
En em af beztu Tjékhof-
myndum fyrr og síðar er
„Engisprettan” sem Samsonof
gerði eftir samnefndri sögu
fyrir um það bfl níu árum.
Þar segir frá efnuðum
borgara í Pétursborg: Dimof
er lækriir og vísindamaður og
er giftur Olgu, ungri konu og
eyðslusamri og grunnfærinni.
Olgu finnst starf manns síns
leiðinlegt og hversdagslegt og
daðrar þá við tónlist og mynd-
list og gerir heimili sitt að
salon fyrir Rstafólk, frægt og
ófrægt — og auðvitað allt
karlmenn. Um tíma heldur
hún við Rjabovskí, gáfaðan og
eigingjaman málara. Dimof
rekur hana ekki fl*á sér þrátt
fyrir þetta. og sjálf kemur hún
aftur til hans þegar hún kemst
að því, að listmálarinn er erf-
iður í sambúð. En hún lærir
ekkert af þessari reynslu og
allt_ byrjar á nýjan leik. Og
ekki verður einu sinni glæsi-
legur sigur Dimofs við vöm
doktorsritgerðar sinnar til þess
að auka álit hennar á honum
— hann 'var og er ekki annað
en þægilegur bakhjarl menn-
ingarsnobbi hennar í höfuð-
borginni. Einmitt á þessum sig-
urdegi hans heldur hún eina af
þesstrm venjulegu veizlum, sem
eru hinum hægláta vísinda-
manni sönn plága. Harm er
kallaður til sjúklings og von-
brigði hans og þreyta verða til
þess að hann gleymir nauðsyn-
legum varúðarreglum og sýkist
sjálfur og deyr. Þrir þekktir
læknar höfðu, reynt að bjarga
lífi hans, og af samræðum
þeirra skilur Olga að maðif
hennar var framúrskarandi
gáfaður vísindamaður. Hun
kastar sér yfir lík hans og
skælir að nú muni hún elska
hann og dá.
Þessi saga um hégómaskap
og manngildi vakti snemma
mikla athygli og bættust þar
persónulegar ástæður við aðr-
ar:, Málarinn Isak Levítan
þóttist þekkja sjálfan sig í
heldur ömurlegri mynd í hin-
um sjálfumglaða Rjabovskí og
sleit vináttu við Tjekhof. Og
sem fyrr segir tókst Samsonof
að gera úr verkinu góða kvik-
mynd. Þar naut hann einnig
ágætra kvikmyndaleikara —
Bondartsjúk íjá sem nú er að
vinnq að kvikmynd um „St.ríð
og frið”) lék Dimof /g Tsé-
líkovskaja lék Olgu eirjstaklega
röggsamlega.
Okkur er ekki kunnugt um
að þessi mynd hafi komið til
Islands — en hún er núna
fyrst að koma til Danmerkur-
Við vitum þá að minnsta kosti
að við hafia er kominn dansk-
ur texti.
„Ljósmyndaalbúm Fleisch-
ers” — svo hljóðar mjög sak-
leysislegur titill á pólskri heim-
ildarkvikmynd sem Janusz
Majewski hefur gert og nýlega
hlaut verðlaun á alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í San Franc-
isco. Tveim mánuðum áður
hafði myndin fengið verðlaun
í Mannheim.
Þetta er skýrsla um fram-
sókn nazista í austri og vestri,
byggð á Ijósmyndum sem
Fleischer nokkur, undirliðþjálfí
í þýzka hemum hafði tekið
og fundust af tilviljun í Vest-
ur-Póllandi. Aðra mynd, sem
þyggð er upp á sama hátt, hefur
Jerzy Ziarnik gert, en hann
hefur haft upp á ljósmynda-
safni Schmidts nokkurs, sem
var í þeim sveitum sem bæla
skyldu niður pólsku and-
spymuhreyfinguna. Texti
myndarinnar er ekki annað en
þær áletranir sem Schmidt
setti undir mýndir sinar af
þýzkri samvizkusemi.
Klerkar gegn
grimmdardýrkun
Mótmælendaklerkar í Niim-
berg hafa nýlega lesið í kirkj-
um sínum mptmæli gegn mis-
notkun kvikmyndarinnar. Þeir
höfðu og fengið ýmsa þekkta
lögfræðinga. Iækna og uppeld-
isfrömuði til stuðnings við
mótmælaskjal þetta. 1 því stóð
meðal annars:
„Við lýsum því yfir, að við
skiljum frelsi ekki á þann veg
að menn geti haft frelsi til að
græða peninga á svo svívirði-
legan hátt og að sýna í kvik-
myndum aðdáun á styrjöld og
grimmd.”
Jana Brechova í hlutverki prinsessunnar.
Ævlntýri Mtinch—
hausens á tjaUinu
★. Tékkar hafa einstakt yndi
af furðusögum og rithöfundar
þeirra hafa náð prýðilegum á-
rangri í þvi að leika sér frjáls-
lega með veruleikann. Það er
því ekki einkennilegt að ein-
mitt Tékkar skuli hafa freist-
azt tfl að gera kvikmynd. sem
byggð er á lygasögum Munch-
hausens gamla baróns.
★ Þetta kvað vera óvenju-
leg mynd og oft fyndin og leik-
stjórmn sýna mikla hug-
kvæmni í tæknilegum tiltekt-
um. Munchhausen er sendur
til tunglsins og þar hittir hann
geiiafarann Tony, Cyxano de
Bergerac og ýmsar persónur
úr bók Jules Verne „Förin til
tunglsins”. Baróninn og Tony
snúa til jarðar og lenda í æv-
intýrum með tyrkneskri prins-
essu — þar skjóta menn sjálfa
sig í kaf í sjóorustu. eru
gleyptir af hval, og í orustu
við Gíbraltar fer Múnchhaus-
en í merkilega njósnaferð, ríð-
andi á fallbyssukulu.
★ Þessi lygasaga er semsagt
rösklega sögð, þó mun sá ljóð-
ur á henni, að varla hefur tek-
izt að tengja nægilega vel sam-
an einstaka atburði myndar-
innar í sar.nfærandi heild.