Þjóðviljinn - 26.07.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1964, Blaðsíða 1
.Sunnudagur 26. júlí 1964 — 39. árgangur — 166. tölublað. Torkennilegur sjúkdómur i Jupak TOiKIO 25/7 — 22 íbúar í norðurhluta Tókió þar sem ætlunin er að halda róðrar- koppnina á Ólympíuleikunum, hafa tekið undarlegan sjúk- dóm. Prófessor við háskóla einn í Tokíó hefur rannsakað sjúk- lingana og fullyrðir hann að þeir þjáist af sama óþekkta sjúkdómnum og brauzt út á suðurhluta eyjunnar Hokka- ido fyrir tveim árum. Sjúk- dómurinn ( kemur einkum fram í þjáningum í maga og í lömun á handleggjum og fótum. ' Skipulegjendur Ólympíu- leikanna eru hræddir um að sjúkdómurinn komi- til með að Snerta róðrarkeppnina á Ólympíuleikunum. ENN ENGIN AKVORÐUN UM VIRKJUNARFRAMKVÆMDIR fieð/3 effir samningaviSrœSu m um alúminiumverksmiðju Q íslendingum hefur verið veitt 20 miljóna króna framlag úr sérstökum sjóði á vegum Sam- einuðu þjóðanna sem hefur þann tilgang að stuðla að rannsóknum á auðlindum. Verður fénu varið [til þess að rannsaka virkjunarmöguleika á vatna- svæði Hvítár og Þjórsár og er áætlað að sú rann- sókn taki tvö ár. Verða m.a. settar upp rannsókn- arstöðvar við Búrfell ,til að kanna ísmyndanir á þeim slóðum. Hafa ýmsir íslenzkir sérfræð- ingar talið að ísmyndanir á því svæði væru svo alvarlegar að áætlanir bandarísku sérftæðing- anna um Búrfellsvirkjun stæðust ekki, og norskir sérfræðingar sem hér hafa dvalizt munu einnig hafa komizt að þeirri niðurstöðu að ísmyndanir væru mun alvarlegri en bandarísku sérfræðing- arnir gerðu ráð fyrir. Þjóðviljinn hefur snúið sér til Jakobs Gíslasonar raforku- málastjóra og spurzt fyrir um það hvort þessar tveggja ára rannsóknir táknuðu ekki að á- Stund milli stríðu á Seyðisfirði kvörðun ‘um BúrfeUsvirkjun yrði frestað þar til niðurstöð- ur rannsóknanna lægju fyrir. Jakob kvað svo ekki vera. Hér væri um að ræða heild- arrannsókn á öUu svæðinu, en fyrir löngu hefði verið ákveðið að taka Búrfellsvirkjunina út úr og ráðast í hana, ef hentugt þætti. án þess að niðurstöður af heildarrannsókn á vatna- svæðinu öllu lægju fyrir. Kvað Jakob tæknilegri rannsókn á Búrfellsvirkjun að mestu lok- ið, en hér væri einnig um stórféllt fjárhagslegt vandamál að ræða. þótt sú hlið heyrði ekki tmdir sig. Hefði virkjun við Búrfell sem kunnugt er verið tengd áfommim um alú- miníumverksmiðju, en athug- uraum á því máli myndi ekki enn vera lokið. Hins vegar biðu yfirmenn raforkumála þess mánuð frá mánuði að hægt yrði að taka endanlegar ákvarðanir. — En verði ákvörðunum um Búrfellsvirkjun frestað, hvaða virkjunarframkvæmdir eru þá fyrirhugaðar? — Við höllumst eindregið að því að ráðizt verði í gufuvirkj- un í Hveragerði. Eru áætl- anir um þá virkjun alveg til- búnar af okkar hálfu, þarmig að hægt væri að hefja fram- kvæmdir án tafar. — En er ekki hætta á alvar- legum rafmagnsskorti á Suð- vesturlandi eftir nokkur ár, ef ákvarðanir dragast lengi enn? — Við teljum að endar nái saman, ef næsta virkjun verð- ur komin í gagnið 1968. / Eftir öðrum heimildum hef- ur Þjóðviljinn fregnir af því að hér hafi verið miklar mannaferðir að undanförnu í sambandi við áformin um al- úminíumverksmiðju. Banda- ríski yfirverkfræðingurinn sem f jallaði um áætlunina um Búr- fellsvirkjun hefur komið hing- að aftur. FuIItrúar frá svissn- eska alúminíumhringnum dvöldust þér fyrir skemmstu. Og fyrir hálfri annarri viku komu hingað fulltrúar frá Al- þjóðabankanum, en ríkisstjórn- in hefur sem kunnugt er lagt áformin um Búrfellsvirkjun og alúminíumverksmiðju fyrir hann. I viðræðunum mun það m.a. hafa komið fram að ráða- menn alúminíumhringsins vilja , velja hugsanlegri verksmiðju stað skammt frá Straumi fyr- ir sunnan Hafnarfjörð, en alls ekki við Eyjafjörð eins og Morgunblaðið beitti sér fyrir í vor. Saltað á Raufarhöfn RAUFARHÖFN 25/7 — í gær var talsvert saltað á Raufarhöfn eða alls í 1739 tunnur. 1 dag er saltað á tveim stöðvum, Haf-, silfri og Björgu. Heildarsöltun á Raufarhöfn nemur nú 28.637 tunnum og er Óðinn hæsta stöð- in með 6.639 tunnur, þá kemur söltunarstoðin Hafsilfur. — H. R. Mótmæla uppþotínu / Suður- Víetnam 'te Mesta strákaparadís á land- *' inu er líklega á Seyðisfirði og eru héma til dæmis nokkrir strákar að veiðum á brúnni í kaupstaðnum. ■jr Þarna fiska þeir silunginn og kolann á bryggjunum og horfa út á lygnan pollinn. Strákarnir heita talið frá vinstri að ofan: Heigi Ágústsson, Þráinn Víking- ur og Sigurður Gíslason. Að neðan eru Friðmar, Rúnar og Guðmundur Hafsteins. -Ar Þetta er eiginlega stund milli stríða og selur Helgi Tímann og S gurður Þj4?viijann og segj- ast þeir hafa samvinnu sfn á milli af þvi að þeir eru i stjórn- arandstöðunni. ■if Sigurður er raunar skráður umboðsmaður Þjóðviljans á Seyðisfirð' og er níu ára og seg- ist vera liærri í tigninni en Tímastrákurinn, og er hann þó orðinn ellefu ára. — fLjósm. Þjóðv. G. M.). SAIGON 25/7 — Ríkisstjórnin i N orður-V ietnam gaf í dag út tilkynningu. þar sem hún ber Heimatílbúin síldarflokkunarvél tekin í notkun á Raufarhöfn RAUFARHÖFN 25/7 — Flestar söltunarstöðvar hafa nú tekið í þjónustu sína flokkunarvélar. Söltunarstöðin Björg hefur nú reynt heimatilbúna flokkunar- vél. sem er miklum mun fljót- virkari en hinar er algengastar Steinar Steinarsson, sem er verksmiðjustjóri á Raufarhöfn og eigandi í Björgu teiknaði vélina. Hlutirnir í hana voru smíðaðir í Héðni en Steinar setti hana saman. Helzti munurinn er fólginr. í því að þessi vél hefur átta rás- ir fyrir smærri síldina en venju- legu vélarnar aðeins fjórar. Vélin hefur við að flokka fyr- ir allt að fjörutíu söltunarstúlk- Sænska síldarkaupmenn bar að í morgun er verið var að reyna hina nýju vél og gátu þeir í hvorugan fótinn stigið af hrifningu. Einnig kom þarna Þprgeir Þorgeirsson kvikmyndatökumað- ur sem tekið hefur eitthvað af myndum á Raufarhöfn og bjó hann sig undir að mynda grip- inn — H.R. fram ákærur vegna uppþotsins við franska sendiráðið í Saigon fyrr í vikunni. Ríkisstjórnin bauðst til að leggja fram skaða- bætur vegna skemmdanna, sem unnar voru. Tilkynningin var afhent franska sendiherranum, Georges Peruche, og er svar við mót- mælum Frakklands vegna að- gerðanna í Saigon 19. og 21. júlí. Utanríkisráðuneytið í Suður- Víetnam fullyrðir að eyðilegg- ingin í uppþotinu sé að kenna æstum uppreisnarmönnum sem skipuleggjendur mótspyrnunn- ar hafi ekki tangarhald á. Utanríkisráðuneytið segir enn- fremur að atburðirnir hafi gerzt á þeim tíma, þegar yfirmaður Frakka, de Gaulle hafði lýst yfir stuðningi sínum við tillög- una um að Víetnam yrði hlut- laust og það væri skoðun, sem . almenningsálitið í Vietnam hefði alltaf talið ósamræmanlega hagsnHmum landsins. Myndirnar hér fyrir ofan eru af tveim kunnum for- ystumönnum í grískum- stjórnmálum. þeim Kara- manlis og Papandreú og þær eru birtar hér á for- síðunni til að vekja at- hygli á frásögn á 6. síðu af nýafstöðnum kosningum til bæjar- og sveitastjórna i Grikklandi. I þcim kosn- ingum vann hinn róttæki vinstriflokkur EDA mikinn sigur. en flokkar Kara- manlis og Papandreús töp- uðu. — Af öðru efni í blað- inu í dag nefnum við þetta: Skúli Guðjónsson á Ljót- unnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána á 2. síðu og víkur þá m.a. að listahátíð, þjóðhátíð, Gylfa og ýmsu fleiru. Þriðja síð- an er helguð kvikmyndum; þar eru frásagnir og frétt- ir af ýmsum nýjum erlend- um kvikmyndum ásamt myndum úr þcim. Auk leið- arans á 4. síðu er þar að firana skákþátt Ólafs Björnssonar og Skuggsjá Skafta. 5. síðan er að venju íþróttasíða og þar veltir Frímann Helgason m.a. fyrir sér möguleikum ís- lendinga á sigri í lands- leiknum við Skota annað kvöld. Enn er að geta myndasögu Kjartans Guð- jónssonar ^ftir Haralds sögu harðráða og ýmislegs annars efnis á 7. síðu — og landshornasyrpu og fleiri frétta á 12. síðu. — Og að Goldwater hinum bandaríska er vikið á 6. síðu. UNNT AÐ GRÆÐA UPP ÖRÆFIN — dr. Sturla Friðriksson segir frá land- græðslutilraunum. SUMARFRl 1 HEIÐINNI — eftir Ilalldór Pétursson. ÞJÓÐHÖFÐINGI VEIÐu IR LAX — ævintýri eftir Elliða. AÐ SJÁ MYNDIRGEGN- UM ÞYKKAR BÆKUR — athyglisverð frásögn. SJÖ ÁR A SANDRIFI. Þá er að geta mynda Bidstrups, krossgátu og síð- asta áfanga verðlaunaget- raunarinnar að þessu sinni. í Óskastundinni, barna- blaði Þjóðviljans, er að finna margvíslegt efni við hæfi hinna ungu lesenda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.