Þjóðviljinn - 26.07.1964, Blaðsíða 12
Mannfjöldinn 1. des. 1963
REYKJAYIK 76.401 IBUI
GRUNNAYÍKURHREPPUR 7
Hinn 20. þessa mánaðar gaf Hagstofa íslands út skýrslu
cun mannfjölda á Islandi frá 1. desember 1963 og eru töl-
umar endanlegar. Mannfjöldinn alls í landinu reyndist
vera 186.912. Þar af eru íbúar Reykjavíkur 76.401. Mann-
flesta sýslan er Ámessýsla með 7.303 íbúa. Fólksfsesti sjálf-
staeði aðilinn á skránni er Grunnavíkurhreppur með 7 íbúa.
Enn er karlpeningurinn með yfirhöndma þ.e. hvað fjöld-
ann snertir, þeir eru 94.515 en kvenfólk alls 92.397.
Kaupstaðimir að Reykjavík
frátalinni hafa 50.165 íbúa og
sýslurnar alls 60.364.
Næst Reykjavík kemur Akur-
eyri að fólksfjölda, eða 9.398. þá
Kópavogur 7.684 og Hafnar-
fjörður, sem lætur nú í minni
pokann fyrir nágranna sínum
með 7.630. Aðeins framangreind-
ir fjórir kaupstaðir em með í-
búafjölda yfir 5000 en Keflavík
slagar hátt upp í það með 4919.
Fámennustu kaupstaðimir eru:
Ólafsfjörður 1.029 og loks Seyð-
isfjörður, 786.
Fjölmennust sýsla er Ámes-
sýsla, þá Guilbrmgusýsla með
6.064 íbúa og þriðja er Suður-
Múlasýsla, 4.614. Fæstir íbúar
em í Austur-Barðastrandasýslu
524 o£ Dalasýslu 1.171.
Breytilegastur er mannfjö.idinu
í hreppunum frá 7 íbúum og
allt að 1957. Grunnavíkurhrepp-
ur sem er fólkfæsti aðilinn á
skýrslunni mun. nú með öUu
kominn í eyði. Hins vegar hefur
Loðmundarfjörður 11 íbúa sam-
kvæmt skýrslunni og er þvi
raunverulega fámennastur.
Kauptúnin telja nú alls 28.935
íbúa. Selfoss er hæstur með
1.957. þá. Seltjamarneshreppur
með 1.526 ibúa, Njarðvíkur 1.418,
Vogar 1.075 og eru þar með tal-
in öll þau, er hafa yfir þúsund.
Fámennasta kauptúnið er Gjög-
ur í Strandasýsiu, 16 íbúar, þá
Flatey á Breiðafirði með 34 og
Borðeyri 35.
Samanborið við mannfjöíldann
á Islandi fimm árum áður eða
1958 kemur í ljós að fjölgunin
er alls 16.756. En frá árinu áð-
ur, 1961 er fjölgunin 3752 en alls
var talan þá 183.160.
Umframframleiðslan aí karl-
mönnum er 2.118 yfir heildina
tekið. Sumstaðar eru konur þó
fleiri en karlar eins og í sjálfri
höfuðborginni þar sem þeir eru:
37.286 en þær 39.115. Mest jafn-
ræði kynjanna er í Fellshreppi
í Strandasýslu, karlar 36 og kon-
ur jafnmargar og eins í Sveins-
staðahreppi í Austur-Húnavatns-
sýslu 64 af hvoru kyni, Bæjar-
hreppj í Austur-Skaftafellssýslu
54 og 54 og loks í Stokkseyrar-
hreppi 247 og 247. Má ætla að
þar ríki friður sannari enn ann-
ars staðar.
Sunnudagur 26. júlí 1964 — 29. árgangur — 166. tölublað.
munur
á fœkninni
★ Hér eru þrír sjóntenn að
sleikja sólskinið á einni bryggj-
nnni á Seyðisfirði á dögunum.
Þeir ern á Svaninum frá Súða-
vík og heita, talið frá vinstri: AI-
bert Kristjánsson, Páll Halldórs-
son og Grétar Guðmundsson og
eru allir búsettir á Súðavík. Al-
bert er reyndar fréttaritari Þjóð-
viljans á staðnum og er nú
fjarri atburðarásinni i sínu
heimahéraði. Við vorum að enda
við að skipta um teina í nótinni,
og reyndist bilið of stutt á milli
þeirra og snurpaðist nótin þar-
afleiðandi of fljótt saman. Þetta
má engu muna, sagði Albert.
★ Ég hef ekki verið á sf.ld
síðan sumarið 1946 og er orðinn
mikill munur á tækninni síðan
þá. Þá rérum við nótabátum
með árum, og hætt væri við iítilli
veiði núna með þeim hætti. Við
erum búnir að veiða 3700 mál og
komum á miðin út af Sléttu
fimmtánda júní.
★ Svona er að vera á litlum
bát og fylgjast ekki með tíman-
um. Við getum ekki tekið stímið
til Raufarhafnar og losað okkur
fljótt við farminn og verða Iitlu
bátarnir að halda sig við Aust-
fjarðahafnirnar og dvelja þar í
iöngum löndunarbiðum. Það eru
allt upp x fjórir sólarhringar og
á meðan ausa stærri bátarnir
upp síldinni.
★ Annars eru sjómenn ánægð-
ir með síldarleitina á Dalatanga
núna í sumar og er mikill mun-
ur á því hvað heyrist betur til
hennar þar borið saman víð
stöðvamar inn á fjörðunum. All-
ir eru frískir um borð og biðja
fyrir kveðju heim, segir Albert
að lokum. (LjósMi. Þjóðv. G.M.).
BLÁÐAFULLTRÚISOVÉZKA
SÍNDIRÁÐSINS KVEÐU.1
Sergei Kommisarof hefur
v'erið blaðafulltrúi sovézka
sendiráðsins undanfarin miss-
eri og er nú á förum og er
eftirsjá í svo vinsamlegum
manni og íslenzkufróðum.
Þjóðviljinn hitti Kommisar-
of að máli og spurði hann
eftir dvöl hans hér.
Jú, segir Kommisarof. ég
kom hingað fyrir fjórum ár-
um með tvær ferðatöskur og
slatta af íslenzkum málfræði-
reglum í kollinum. Og þessi
fjögur ár hafa verið fróðleg-
ur og ánægjulegur tími. Bæði
hefur landið allt það er evr-
ópskt land má prýða og er
um leið einhver ákjósanleg-
asti staður fyrir mann sem
vill öðru hvoru draga sig út
úr skarkala heimsins.
Það er að sjálfsögðu ekki
nýtt að útlendingar tali um
íslenzka náttúru og marg-
breytileika hennar, en ég
hlýt að slást í þeirra ' höp,
því að ég hef haft á henni
mikinn áhuga, ekki sízt sem
áhugaljósmyndari. Og mér
finnst ég hafi því miður ekki
kynnzt henni nógu vel — ég
hef til dæmis komið nokkrum
sinnum til Mývatns, en allt-
af gert þar stuttan stanz,
þótt Mývatn eigi vissulega
skilið að maður haii þar
langa viðdvöl.
Kyivni mín af íslenzku fólki
hafp einnig verið mjög á-
nægjuleg. Útlendingur hefur
gafan af að fylgjast með þvi.
hvernig öll mál á íslandi eru
rædd eins og um viðburð
innan stórrar fjölskyldu væri
að rœða. Þetta fjölskylduand-
rúmsloft ræður því sjálfsagt
að deilur, til dæmis í blöðum,
eru harðari og persónulegri
en viðast annars staðar. En
þar er líka gaman að fylgjast
með því, að þessi harka virð-
ist ekki hafa skaðleg áhrif á
sambúð manna, þegar þeir
hittast í eigin persónu.
Ég sagði áðan að ég hefði
komið hingað með nokkrar
íslenzkar málfræðireglur —
íslenzkuþekkingu mína hef ég
að mestu fengið hér. Ég
reyndi að lesa sem mest, ekki
sízt blöð. talaði við fólk á
götum og í verzlunum og á
ferðalögum. Og ég vona að
ég glutri ekki niður þessari
þekkingu. en fái síðar tæki-
færi til að nota hana. Það er
líka skemmtileg þróun, sem
ég hef tekið eftir, að þeim
Rússum og Islendingum hefur
fjölgað mjög sem skilja mál
hver annarra og það væri
gott ef þessi málfræðilegú
tengsl héldu áfram að eflast.
því þeim fylgja mörg ágæt
samskipti önnur.
:á, þessi fjögur ár á ís-
Sergei Kommisarof
landi voru mér ánægjuleg og
gagnleg. Ég kynntist mörgu
fólki og þá ekki sízt blaða-
mönnum og ég vildi gjama
iiota tæklEærið t'l að þakka
þeim fyrir skemmtilega sam-
veru. Og ég vona að í fram-
tíðinni gefist mér kostur á
að endumýja kunningsskap-
inn við fólk og land ....
Og þar með óskum við Ser-
gei Kommisarof farsældar og
góðrar heimferðar.
Miljónafyrirtæki í sveit
BÚÐARDAL.UR — Heldur er
heyskapartíð erfið, langvarandi
óþurrkar og gengur illa með
hirðingu á heyi, en sláttur ekki
langt kominn. Þeir sem hafa
súrheysgeymslur eru þó skár
settir.
Nokkur íbúðarhús enu hér í
byggingu og hald'ð áfram með
félagsheimilið. sem byrjað var
á fyrir alknörgum árum, en
gengur seint, - betta verður þó
miljónafyrirtæki að lokum eins
og félagsheimili í sveit eru yfir-
leitt.
Mjólkurvinnslustöð tók til
starfa hér á síðasta ári og tek-
ur hún við mjólk úr Dalasýslu,
vestan af Barðaströnd og héð-
an af Skógarströndinni á Snæ-
fellsnesi. Hún tekur á móti 8—
9000 lítrum af mjólk á sólar-
hring og vinnur úr því að
mestu, því að sala á neyzhi-
mjólk er sáralítil, nema hér í
þorpinu. Hér er kúahald alveg
lagt niður og ekkert af skepn-
um nema nokkrar kindur.
- BJ?.
Láðist að sækja um leyfi
HÖL.MAV1K — í vor var opnað
svæði fyrir dragnótaveiðar hér
í Húnaflóanum í fyrsta skipti
í langan tíma. Pjórir bátar héð-
an áttu að fara á þcssa veiðar
og tveir voru þegar byrjaðir.
Svo var það um síðustu helgi
að Sjálfstæðisflokkurínn bauð
sínu fólki í skemmtiferð hér
um næstu slóðir. og fengu þeir
stóra menn að sunnan til að
setja svip á liðið, þeirra á með-
al Ingólf Jónsson ráðherra og
einhverja menn til að skemmta
fólki, og þessu stórmenni dugði
náttúrulega ekkert minna en
varðskipið Þór til að hafa í för-
nm. Þegar Þór kom til baka
voru þeir varðskipsmenn að
spranga um bryggjtma og spurðu
þar einn heimamann hvaða at-
vinnu hann stundaði. ,,Ég er á
snurvoðinni, ef eitthvað fæst>’
sagði heimamaðurinn. ,.Hafið
þið leyfi?”, spurði varðskipsmað-
ur. ”Hvað er nú það?” sagði
Hólmvíkingurinn, som ekki vissi,
að sjómenn fyrir norðan þurfa
leyfi að sunnan til að veiða á
miðunum heima hjá sér. Þar með
voru þeir sjómennirnir teknir I
landhelgi og bíða nú skriflegs
Ieyfis ráðuneytisins til að mega
stunda dragnótaveiðar hér í
flóanum, og þar víð sitnr.
— S.K
Gestaflaumur og prinsinn með
MÝVATN — Hér eru hlýindi
og sunnanátt og allir á kafi í
heyskap, en sláttur byrjaði með
seinna móti. Aldrei hefur verið
annar eins gestaflaumur og í
sumar og mikið um erlenda
ferðamenn, og fenguð þ'ð fyrir
sunnan einhverja frásögn af því.
minnir mig þegar prinsinn kom.
Leikfélag Reykjavíkur hafði hér
sýningu í gærkvöld á Sunnudag-
ur í New York, var hún vel sótt
og höfðu menn góða skemmtun
af, oft hafa þeir ágætu menn
þó boðið okkur betur efnislega.
— S.B,
Þeir sækja á Stapana
BAKKAFIRÐI — Hann er að
beita Iínu og ætlar að skrepp^
á sjó og ná sér í soðið. Hann
heitir Hilmar Einarsson og er
búsettur í kauptúninu og er
bróðir Kristjáns frá Djúpalæk.
Hann segir, að algjört fiskileysi
hafi verið hjá Bakkafjarðarbát-
um núna í vor þangað til kom
fram í júlí, fengnst þetta eitt
tii tvö skipii/nd í róðri þangað
til aflinn hoppaði upp í fjögur
til fimm skippund.
Bátarnír hafa aðallega sótt á
Jónasarstapa og Róðrastapa og
undir Gunnólfsvíkurf jallið.
Fiskiieysi hefur verið tvö und-
anfarin ár og horfði til land-
auðngjr með byggðina í kaup-
túninu og í Skeggjastaðahreppi
og byggðu þeir þá síldarverk-
smiðju. Margir frændur hans
eru þar verksmiðjumenn.
Lyfta sér upp í tíu daga
HÖFN í HORNAFIRÐI — At-
hafnalífið gengur sinn vana-
gang hér í sumar, bátar eru
gerðir út á humar og dragnót og
hafa aflað sæmilega þegar gef-
ur. I fyrri viku var gert hlé
á allri vinnu í frystihúsinu og
ætlar fólkið að taka frí og létta
sér upp í tíu daga. Dragnóta-
veiðibátarnir halda þó áfram
veiðum, en hér er færeyskt
fisktökuskip sem kaupir aflann
og siglir með hann til Englands.
Ferðamannastraumur hingað
er með mesta móti, enda.- eru
allar ár brúaðar hér fyrir aust-
an og norðan. 1 síðustu viku
var byrjað á nýrri brúarsmíði
yfir Steinavötn í Suðursveit.
brúin verður á annað hundrað
metrar á lengd, brúarsmiður er
Jónas Gíslason og býst hann
við að verkinu verði lokið eftir
þrjá mánuði. Þetta verður mikil
breyting fyrir fólkið á bæjunum
fyrir innan Steinasand að kom-
ast í öruggt vegasamband hing-
að austur. — ÞJ>.
Hringkeyrsla um Flóann
STOKKSEYRI — Hér eru ó-
gæftir til sjávarins og óþnrrkar
á landi, svo að ekki er nú á-
síandið gott. Nýtt frystihús tók
til starfa hér í vor og er næg
vinna þar þegar humarbátarnir
fimm komast á sjó. Gúanóverk-
smiðja sem við eigum meS
Bakkamönnum hefur undanfar-
in sumur unníð fóSurmjöl úr
þangi úr fjörunni. en ekkert
verður af því í sumar.
Míkil umferð hefur verið hér
um þorpið í sumar, því að fólk
að sunnan er komið upp á lag
með að fara í hringkeyrslu um
Flóann, cn hér er ckkert gisti-
hús eða greiðasala. Það er af
sú tíð þegar Vestmannaeyingar
voru hér tíðir gestir á leið heim
til sín e‘ðá upp á land, þá var
oft fjör á Stokkseyri. — B.S.
/