Þjóðviljinn - 26.07.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞJÖÐVILIINN Sunnudagur 26. Júlí 1964 VINSTRI OFLIN UNNU MiKINN KOSNINGASIGUR í GRIKKLANDI Sameiginlegir lisfar þeirra fengu flest citkvœSi i bœ]arst]6rnarkosningunum og frarnbjóSendur þeirra voru kosnir borgarstjórar i nœrri helming kjördœmanna Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fóru nýlega fram í Grikklandi og gerðust þá þau tíðindi að hinn róttæki vinstriflokkur EDA, sem konimún- istar styðja m.a., vann mikinn sigur, víða í sam- fylkingu með öðrum vinstri öflum. Flokkurinn hlaut flest atkvæði allra í kosningunum og fram- bjóðendur hans voru kosnir í nærri helming allra borgarstjóraembætta í landinu. EDA hlaut meirihluta full- trúa í 200 af 230 borgum og bæjúm, ýmist einn eða í sam- vinnu við önnur lýðræðisöfl sem sigrazt hafa á kommún- istahræðslunni. Sama hlutfall var í Aþenuhéraði þar sem EDA og bandamenn hans fengu meirihluta í 20 af 23 bæjarfélögum. Auk kosninganna í bæjarfé- lögunum var kosið í um tvö þúsund sveitarstjómir. Þar er erfiðara að átta sig á niður- stöðinni, en þó er Ijóst að Papandreú — tapaði.. . Karamahlis — tapaði . . . straumurinn liggur þar í sömu átt og vinstri öflin hafa sótt geysilega á. Bezti kosningaárangur EDA áður var árið 195.8, þegar flokkurinn hlaut 33,8 prósent atkvæða. Síðan hefur atkvæða- hlutfall flokksins minnkað, einkum af tveim ástæðum: Hinn hálfgerði fasistaflokkur Karamanlis hóf ógnaraðgerðir gegn flokknum og beitti auk<s>. þess stórfelldum kosningasvik- um. Auk þess hafa margir fylgismenn EDA kosið Mið- flokkinn sem hafði meiri mögu- leika á að velta Karamanlis úr sessi; enda tókst það nú í vetur. Hæsta hlutfall « Í 1 Grikklandi eins og víða annars staðar er erfitt að bera saman niðurstöður tvennra sveitastjómarkosninga,_ þar sem flokkaskipting er þá ekki jafn glögg og í þingkosningum. Þó er það talið víst í Aþenu að EDA hafi nú í öllu landinu farið fram úr því atkvæða- hlutfalli sem flokkurinn hlaut árið 1958 og er gert ráð fyrir að hlutfall flokksins og banda- manna hans í kosningunum núna hafi verið sem næst 40 prósent. í bæjunum Auðveldara er að átta sig á úrslitunum í borgunum. Þar má nefna til dæmis að í hinni mikilvægu hafnarborg Saloniki fékk EDA 49,7 prósent atkvæða, flokkur Karamanlis 33,6 og Miðflokkurinn sem nú er í stjóm 16.7. 1 Aþenu fékk EDA 30,6% atkvæða, en hafði þar 17% í bæjarstjómarkosningunum 1960. 1 Aþenuhéraði hefur EDA víða fengið um 70 prósent at- kvæða (t.d. í Daphni og Drap- etscma), 60 prósent í Nikea, 49 í Jonie, 45 I Anargyi. Borgarstjórar Auk borgarstjóraembættis- ins í Saloniki spm EDA hlaut í fyrstu lotu voru frambjóð- endur flokksins kosnir borgar- stjórar í stóru bæjunum Volos, Larissa. Jannina, Kavalla og Lesbos. 1 þessu síðastnefnda bæjarfélagi , hlaut EDA bvorki meira né minna err' 85 prósent atkvæða. 1 Pieæus, hafnarborg Aþenu var kosinn borgarstjóri sam- eiginlegur frambjóðandi EDA SÞ-ráðstefna um afbrot / heiminum Sívaxandi áhyggjur vegna afbrota, bæði fullorðinna og unglinga, ekki aðeins í hínum þróitðu löndum, heldur einnig í vanþróuðum löndum hin seinni ár, eru orsök þess að 'Samein- uftu þjuðirnar hafa nýlega boft- ið 120 ríkjum til ráðstefnu í Stokkhólmi dagana 9.-18. ágúst 1965, þar sem rætt verður um, hvernig draga megi úr afbrot- um og um meðferð lögbrjóta. Er hér um að ræða þriðju ráðstefnu sinnar tegundar. Hin fyrstk var haldin í Genf 1955 og önnur í Lundúnum 1960. í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna. sem birt var 1963 og fjallaði um ástandið í heimin- um á sviði félagsmála, er bent á, að margar iðnaðarþjóðir hafi sívaxandi áhyggjur af afbrota- hneigðinni. bæði meðal fullorð- Framhald á 9. síðu. og annarra vinstri afla og hlaut listi þeirra þar rúmlega 50 prósent atkvæða. EDA hlaut borgarstjóra í fýrstu lotu í 70 borgum og hefur þannig fengið þar 40 prósent atkvæða eða meira. Til viðbótar koma þær borg- ir þar sem sameiginlégir fram- bjóðendur EDA og annarra voru kosnir og þá þeir borg- arstjórar sem kosnir verða af borgarstjómunum, af því að enginn frambjóðandi hlaut 40 prósent atkvæða. Nokkur dæmi Nokkur dæmi má nefna um það hve mikill sigur EDA var í þessum kosningum. 1 18 ár hefur íhaldsmaður verið borg- arstjóri í Nea Ionia. Nú var kjörinn frambjóðandi EDA, Domnakis, kosinn með 53% atkvæða. 1 Halani í nágrenni Aþenu hefur íhaldið alltaf haft meirihluta, en nú fékk EDA þar 76 prósent atkvæða. J Kavalla var hinum íhalds- sama borgarstjóra steypt. en frambjóðandi EDA kosinn með 46 prósent atkvæða. í Levedia var íhaldið einnig hrakið • frá völdum, þar hlaut EDA nú hvorki meira né minna en 82 prósent atkvæða. Óttaslegið íhald Það er ekki að furða að í- haldið í Grikklandi sé ótta- slegið og á þetta ekki eipung- is við um fasista Karamanlis, heldur einnig við Miðflokk Papandreús, sem hefur látið standa á því að efna kosninga- loforðin. EDA hlaut aðeins 17 prósent atkvæða í þingkosning- unum í vetur, einmitt vegna þess að fjöldi fylgismanna hans kaus þá heldur að styðja ERE, flokk Karamanlis. Blöð íhaldsmanna æpa nú um að róttækra aðgerða sé þörf til að stöðva sókn EDA. ..Hannibal (þ.e. kommúnism- inn) er við borgarhliðin”. segja þau til að hræða Pap- andreú til að taka upp aftur íhaldsstefnu Karamanlis. ÖSKRIÐ FRÁ SAN FRANCISCO Danski rithöfundurinn, málarinn og náttúruskoðar- inn Hans Scherfig birtir á hverjum sunnudegi í „Land og Folk“ pistil sem hann nefnir „Hugleiðingar við út- varpstækið." Á sunnudaginn var hugleiddi hann fyrir- bærið Barry Goldwater sem mjög hafði mótað útvarps- og sjónvarpssendingar undanfama viku. Hann komst þannig að orði; Öskrið frá San Francisco sem heyrzt hefjir í útvarps- tækjum um allan heim hefur ekki verið síður geigvænlegt en það öskur sem okkur barst frá Múnchen fyrir einum mannsaldri. Þrátt fyrir öll skrípalætin eigum við ekki að gera of lítið úr sjónarspilinu í Kýrhöllinni í San Francisco. Það voru örlagarík mistök, að skynsamt fólk neitaði á sín- um tíma að taka mark á skríp- inu Adólf Hitler. Menn töldu það ekki hugsanlegt að mann- kyninu gæti stafað hætta af því afskræmi. Síðar hefur nafninu Hitler verið lyft í að vera dularfullt hugtak. lejmdardómsfullt tákn um djöfulæðið í mannssálinni, ofursnjöll staðfesting á lög- máli hins illa. Það var ekkert demónskt við Adolf Hitler og ekkert snjallt. Skripið var óhugnanlegt vegna þess að hægt var að nota það. Kapítalisminn svífst einskis þegar hann stendur höllum fótum, hann tekur þá mann á borð við Hitler í þjónustu sina og kostar brjálæðið. Og kapí- talisminn leið ekki undir lok með Hitler. Lýðræðisgrímunni er kastgð, þegar dulbúningur er ekki talinn nauðsynleg- ur lengur. Og það fyrirfinnst ekkert skrípi, hversu fárán- legt og vitfirrt sem það er. að kapítalisminn noti sér það ekki ef þörf kréfur. Skrípið Barry Goldwater getur úr fjarlægð virzt æði hléegilegt Fyrir 1933 mátti úr fjarlægð líta á Adolf Hitler sem trúð. Menn ættu aldrei að vanmeta skussa. Það er ekki persóna trúðsins eða vit- firringsins sem máli skiptir, heldur þau öfl sem standa að baki honum. Annar tveggja jafnsterkra stjómmálaflokka Bandaríkj- anna hefur valið Barry Gold- water fyrir forsetaefni. Hann hefur offjár að styðjast við, ófyrirleitna sérfræðinga hinna sáirænu auglýsingavísinda, hina keyptu yikapilta stórblað- anna, andlega bæklaða og ótta- slegna millistétt og það er á engan hátt ósennilegt að hánn nái kosningu. Stefnuskrá hans er andkomm- únisminn. Og andkommúnismi■ þýðir fasismi. Verði Barry Goldwater kosinn foraeti, er mikil hætta á stríði. Á sama hátt og Hitler öskraði um blóði drifin landamæri Þýzkalands, öskrar Goldwater um frelsi Bandaríkjanna, sem ógnað sé í Vietnam og Laos. Innrás á Kúbu er í ‘ stefnuskrá hans, Hann hefur heitið stríði gegn Kína. Hann fer ekki dult með þá fyrirætlun að „frelsa” al- þýðulýðveldin og hann segir það markmið sitt að tortíma Sov- étríkjunum. Menn eiga að taka mark á því, sem þessi vitfirringur seg- ir. Ekki vegna þess að hann sé trúverðugur. heldur vegna þeirra afla sem hafa útnefnt hann. Hann mun hafa það um- fram Hitler, að í landi hans eru slíkar birgðir kjamavopna, að með þeim má leggja alla jörðina í eyði. Hann mun ekki verða að enda ævi sína einn og yfirgefinn í sementsgryfju. en bað verður á valdi hans að taka allt mannkynið með sér í dauðann. Ef Barry Goldwater verður forseti Bandaríkianna í nóv- i ember, verður Dgnmörk sern Nato-attaníoss bandamaðn- fasisma hans. Eigum við a? ganga glaðir og reifir í dauð ann, eða eigum við að reyn" að sprikla svolítið? Allt sem lifandi er sprikln’ fyrir lífi sínu Jafnveí minnst” kvikindi, segir skordýrafræð- ingurinn Scherfig að lokum. Hitler í ræftustól eftir valdatökuna. ■ ■ .............................................. v •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.