Þjóðviljinn - 28.07.1964, Side 3
ÞeH53«dagtHr 28. Júlí tð<54
HtMUH
SíöA J
Ofsalegar kynþáttaóeirðir um helgina
í borginni Rochester í New York fylki
Fjölmennf herliS senf á veffvang og er nú á verSi meS
alvœpni á gófum borgarinnar, hundruS sœrS, einn féll
NEW YORK 27/7 — Ofsalegar kynþáttaóeirðir
urðu um helgina í borginni Roehester í New York
fylki. Hundruð manna særðust í viðureignum
blökkumanna og lögreglu, einn maður lét lífið og
óttazt er um líf annars. Mörg hundruð blökku-
menn voru handteknir. Fjölmennt herlið var sent
á vettvang og er það nú á verði á götum borgar-
innar, búið alvæpni. Útgöngubann hefur verið
sett í borginni. I»etta munu hafa verið mestu
kynþáttaóeirðimar sem enn hafa orðið í sumar í
Bandarikjunum.
Óeirðimar hófust á föstudags-
kvöld þegar lögreglumenn ætl-
uðu að handtaka blökkumann
fyrir ölvun á almannafæri. Kyn-
bræður hans réðust þá að lög-
reglumönnunum og fyrr en
varði logaði allt í áflogum um
alla borgina. Víða var brotizt
inn í verzlanir. ruplað og rænt.
Eftir þetta var útgöngubann
sett í borginni, en þúsundir
blökkumanna höfðu það að engu
aðfaramótt sunnudagsins og
urðu þá aftur harðar viðureign-
ir milli lögreglunnar og blökku-
manna.
Þá um nóttina voru 380 manns
tekin höndum í einni viðureign-
inni beið hvitur maður bana
þegar hann féll fyrir bfl. Óttazt
er um líf blökkumanns sem varð
fyrir byssuskoti.
Eins og í átökunum í New
York í síðustu viku beitti lög-
reglan skotvopnum sínum og
heyrðist skothrið víða í borg-
inni alla nóttina. Borgarlögregl-
an fékk 1000 manna liðsauka
úr fylkislögreglunni og tókst að
bæla niður uppþotin þegar leið
á sunnudagsmorguninn.
Útgöngubannið var þó áfram
26. júlí minnzt í
Santiago á Kúbu
SANTIAGO 27/7 — Þúsundir
kúbanskra bænda og landbúnað-
arverkamanna héldu á sunnudag
til borgarinnar Santiago á Kúbu
til að taka þátt í hátíðahöldun-
um sem haldin eru 26. júlí ár
hvert til minningar um fyrstu
uppreisnina gegn Batista fyrir
U árum.
Rúmlega 300 þúsund manns
voru samankomin þegar hátíða-
fundurinn hófst seint á sunnu-
dagskvöld. Þar voru og sendi-
nefndir frá meira en hundrað
erlendum ríkjum, bæði fulltrú-
ar ríkisstjórna og verkalýðs- og
stúdentasamböndum.
/
Hátíðahöldin stóðu allan laug-
ardaginn og voru heldur urn-
fangsmeiri en vanalega, þvi hið
árlega karnival í Santiago var
haldið á sama tíma.
Forsætisráðherra Kúbu Fiedel
Castro lýsti því yfir í ræðu á
fundinum í fyrrakvöld að óvinir
byltingarinnar á Kúbu fengju
enga miskunn hjá núverandi
stjóm.
Óvinir byltingarinnar eru rétt-
lausir. öryggislausir og lánlaus-
ir. sagði hann og bætti við að
ekki yrði tekið á hermdarverka-
mönnum og bandarískum út-
sendurum með neinum silki-
hönskum
M. a. sem hann minntist á í
raeðu sinni var viðtal sem birt-
ist við hann.-í New York Times
í júll Hann sagðist vera ánægð-
ur með það mestan part en
hann hefði verið misskilinn í
einu atriði. En það væri að:
við semjum ekki um það, bvort
við hjálpum . byltingarhreyl'ing-
um sagði hann.
Hann lýsti nýlokinni ráðstefnu
utanríkisráðherra sambands am-
eríkuríkjn sem smánarlegum at-
burði og gagnrýndi harðlega
Bandaríkin og önnur Iönd, sem
stóðu að samþykkt tillögunnar
ura ráðstafanir gegn Kúbustjórn
og var hann harðorðastur i garð
stjómar Venezuela.
í gildi og lögreglan var við öllu
búin. Þetta er í fyrsta sinn sem
verulegar kynþáttaóeirðir verða
í Rochester sem hefur um 35
þúsund íbúa.
SkotiS á hjúkrunarmenn
Átökin aðfaramótt sunnudags-
ins voru einna mest í íbúða-
hverfi, þar sem bæði búa hvítir
menn og þeldökkir.
Starfsmenn tveggja sjúkrahúsa
segja að skotið hafi verið á þá
þegar þeir voru á leið til að
sækja særða menn sem lágu
ósjálfbjarga á götunum, en ekki
er ljóst hvort lögreglumenn hafa
þar verið að verki.
Blökkumenn báru ekki skot-
vopn heldur höfðu að vopni
grjót tómar glerflöskur og
hnífa. Þó mun á einum stað
haf a orðið skothríð milli lögreglu
og blökkumanna.
Fangelsi full
Mörg htmdruð manna voru
tekin höndum, eins og áður seg-
ir, og fylltust fangélsi borgar-
innar. Var farið með marga
fanga í fangelsi utan hennar.
Herlið á vettvang
Á sunnudagskvöld hófust ó-
eirðimar á nýjan leik og ákvað
Nelson Rockfeller fylkisstjóri þá
að senda hersveit úr þjóðvarnar-
liðinu á vettvang.
Eögreglan beitti táragas-
sprengjum og slökk v idælum
gegn blökkumönnum sem köst-
uðu grjóti í hana þegar hún
kom að rannsaka kæru um inn-
brot i verzlunarhús.
Lögreglan notaði þyriur. til
að fylgjast með óeirðunum. Ein
þeirra féli til jarðar. Flugmað-
103 biðu bana í fyrrakvöMí
járnbrautarslysi í Portúga/
LISSABON 27/7 — A. m. k.
103 menn biðu bana í nótt þegar
járnbrautarlest fór út af spor-
inu í nágrenni við bæinn Porto
í Portúgal og einn vagninn troð-
fullur af fólki kastaðist af ofsa-
Iegu afli í múrvegg.
Aðrir 130 slösuðust og eru
margir þeirra mjög illa haldnir,
svo að búast má við að tala
þeirra sem fórust muni enn
hækka.
Flestir farþegamir. en meðal
þeirra voru mörg böm, voru að
koma úr oriofi til baðstrandar
í nágrenni við Porto. Jámbraut-
arlestin var á fúllum hraða þeg-
ar slysið varð. Ekki er enn
kunnugt um orsakir slyssins.
urinn og tveir aðrir menn sem
með þyrlunni voru fórust. og
eldur kom upp í húsi þvi sem
þyrlan féll á. Margir menn særð-
ust.
800 handteknir
Eftir óeirðirnar í nótt var
fjöldi þeirra blökkumanna, sem
handteknir höfðu verið kominn
upp í um 800. Réttarhöld hófust
yfir þeim í dag. Þrfr dómarar
voru önnum kafnir allan daginn
við yfirheyrslur. Margir blökku-
mannanna em sakaðir um að
hafa staðið fyrir uppþotunum,
en öðrum eru gefin að sök
minni afbrot. Hundruð blökku-
manna, skyldmenni þeirra sem
ákærðir eru söfnuöust saman
fyrir framan dómhúsið, en fjöl-
mennt lögreglulið, vopnað kylf-
um, hélt vörð um það.
Líka í Buffalo
Einnig hafa borizt fréttir um
að kynþáttaólgan hafi magnazt
í borginni Buffalo, sem er um
90 km frá Rochester, en þó mun
enn ekki hafq soðið upp úr þar
enn. Buffalo, sem hefur 600
þúsund íbúa er örmur stærsta
borgin í New York fylki. Mik-
ill viðbúnaður er hjá lögregl-
unni þar.
Frá kynþáttaóeirðunum í NeW York í síðustu viku.
■ " n
James Baldwin í viðtali:
Kynþáttaólgan gæti leitt til
borgnrastríðs og einveidis
BONN 27/7 — Þeldökki banda-
ríski rithöfundurinn James
Baldwin segir að ástandið í kyn-
þáttamálum í Bandaríkjunnm
geti leitt til borgarastríðs og
hemaðareinveldís. James Bald-
win, sem er á ferðalagi um Evr-
ópu sagði í viðtali við Vestur-
þýzka blaðið „Der Spiegel“ að
núverandi sprengihætt ástand í
kynþáttamálum í Bandaríkjun-
nm hlyti að versna áður en það
gæti aftur farið að lagast.
Hann sagðist óttast að tíma-
mótin yrði ægilegir atburðir,
fullkomin ringulreið bæði í fé-
Iags- og siðferðismáhun.
Ráðherrafundur Ameríkuríkjanna
Refsiaðgerðir samþykktar gegn
Kúbu, en árangur er vufusumur
Baldwin sagði að einu völdin
sem blökkumenn hefðu í Banda-
ríkjunum nú á dögum væru
efnahagsleg völd. Það væru
neikvæð völd og þýddu það að-
eins, að hægt væri að stöðva
allt bandariskt efnahagslíf, ef
hmar 20 miljónir blökkumanna
legðu allir einfaldlega niður
vinnu.
Ef 'hvítir menn breyta ekki af-
stöðu sinni til blökkumanna,
mun vesturheimur líða undir lok,
hann stendur frammi fyrir geig-
vænlegri ógn, sagði hinn þel-
dökki bandaríski rithöfundur.
Bunduríkin fjölgu í
herliði í S- Vietnum
SAIGON 27/7 — Stjórn Suður-
Vietnams kunngerði í Saigon i
dag að Bandaríkjastjórn hefði
ákveðið að auka stóram aðstoð-
sína við hana, auka bæði fjár-
veitingar og fjölga her sínum í
landinu.
Enn hefur ekkert verið birt
um það í Washington hversu
mikið sé ætlunin að auka að-
stoðina við stjómina í Saigon.
en samkvæmt óstaðfestum fregn-
um' á að fjölga í bandaríska
hernum í Suður-Vietnam um 5
til 6.000 manns. Nú eru ttm
16.000 bandarískir hermenn í
Suður-Vietnam.
WASHINGTON 27/7 — Eins og við hafði verið búizt
samþykkti ráðherranefnd Bandalags Ameríkuríkjanna í
gær á fundi sínum í Washington fyrirmæli til aðildarríkj-
anna um að taka upp refsiaðgerðir gegn Kúbu, en talið
er næsta vafasamt að þeim fyrirmælum verði fylgt.
Það fór einnig eins og talið
hafði verið að fulltrúar fjögurra
ríkja, Mexíkó. Chile. Uruguay
og Bolivíu erpiddu atkvæði gegn
refsiaðgerði'n’ Þær voru hins
vegar samþyklctar með meára en
tilskildum mr.rihluta og greiddu
þau 15 ríki. sem þegar hafa slit-
ið stjórnmálasambandi og hætt
viðskiptum við Kúbu. atkvæðl
með þeim.
Ályktunin sem samþykfct var
skuldbindur öll aðildarríki
bandalagsins tíl að s>líta stjóm-
málasambandi við Kúbu og tak-
marka viðskipti við hana við
sölu matvæla og lyfja „af mann-
úðarástæðum“.
Vafasamur árangur
Ráðherrafundurinn hafði stað-
ið í viku og tveimur dögum
lengur en ráð hafði verið fyrir
gert. Ríkin fjögur sem voru and-
víg refhiaðgerðumim era þau
einu í bandalaginu sem hafthafa
stjórnmálasamband við Kúbu
fram að þessu og mestöll við-
sikipti Kúbumanna við lönd róm-
önsku Ameriku eru einmitt við
þessi fjögur ríki. Fulltrúi Venez-
úela fékk samkvæmt reglum
bandalagsins ekki að taka þátt
í atk væðagrei ðslunni. en tillag-
an um refsiaðgerðir var frá hon-
um komin.
Fréttaritari Reuters í Wash-
ing segir að vafasamt sé hvort
þessi samþykkt beri tilætlaðan
árangur.
En er með öllu óvfst hvort rik-
m fjögur hlíta fjnrirmælum ráð-
herrafundarms enda þótt þau
séu skyldug til þess samkvæmt
stofnskrá bamdalagsins. Enginn
.tímaÍTestur var settmr í sam-
þykktínni fyrir fi-amkvæmd
refsiaðgerðanna.
Rúmensk sendinefnd
komin til Parísar
PABÍS 27/7 — Rúmensk sendi-
nefnd undir forystu Gheorghe
Maurer forsætisráðhcrra kom í
dag til Parísar i opinbera heim-
sókn. Mun hún eiga viðræður
við de Gaulle forseta og ráð-
herra hans. -
Aðrir í nefndinni eru Birlan-
deanu aðstoðarforsætisráðherra,
Manescu utanríkisráðherra og
Petri. aðstoðarráðherra fyrir ut-
anríkisviðskipti.
Louis Joxe, sem gegnir störf-
um forsætisráðherra í fjarveru
Pompidou, tók á móti Rúmemm-
um á flugvellinum.
í Paris er tekið fram að í
viðræðunum verði eingöngu
fjallað um mál sem varða sam-
skipti Frakklands og Rúmeníu,
en ekki önnur alþjóðamál. Búizt
er við að einkum verði rætt wm
aukin viðskipti landanna, en
Rúmenar hafa að undanförnu
lágt mikið kapp á að auka verzl-
an söia .við vesturlönd.
i
i