Þjóðviljinn - 28.07.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 28.07.1964, Page 12
Ök á tvo kyrr- stæða jeppabíla Um kl. 9.20 á sunnudagsmorg- uninn ók ölvaöur ökumaður á tvaer kyrrstaeðar jeppabifreiðir á veginum skammt norðan Tíða- skarðs í Kjós. Engin slys urðu á mönnum en önnur jeppablf- reiðin stórskemmdist. Tildrög þessa slyss voru þau að viftureim hafði slitnað hjá ökumanni annars jeppans Qg fór hann út til þess að athuga hvað að væri. f því bili bar að annan jeppa og staðnæmdist hann samsíða hinum jeppanum á veginum og tóku bílstjóramir tal saman. Rétt á eftir kom stór vörubifreið og skipti það engum togum að ökumaður hennar ók á báða jeppana og stórskemmdi annan þeirra en hinn slapp lítt skemmdur. — Reyndist ökumaður vörubifreið- arinnar mikið ölvaður og tók lögreglan hann ; sína vörzlu er hún kom á vettvang. Lá örendur í herbergi sínu meira en viku 1 gærmorgun fannst madur á sextugsaldri látinn í herbergi sínu hér í bæ. Maðurinn sem ér fráskilinn bjó einn í herbergi og er talið að hann muni hafa látizt fyrir meira en viku. Ekkj var fullkunnugt um banamein hans er blaðið hafði tal af rannsóknarlögreglunni í gær en talið var líklegt að hann hei ii látizt úr hjartaslagi. BráBkvaddur í Þórsmörk Á laugardaginn var Sigurður M. Þorsteinsson formaður Flug- björgunarsveitarinnar kallaður í Þórsmörk með þyrilvængju til að athuga með flutning á veik- Oih ' manni, sem þar var. Her- liðið á Keflavíkurflugvelli sendí þyrilvængju þangað fyrir at- beina Sigurðar. Er þyrlan kom á vettvang var maðurinn látinn. Hann hét Haukur Hólmsteins, B götu 4, Blesugróf. Han hafði verið á göngu með konu sinni og feng- ið aðkenningu af hjartaslagi. Síðan var Haukur fluttur í skála Ferðafélagsins i Mörkinni. En ekki var vandinn þá leystur þvi að ekki er talstöð né annað slíkt tæki í Þórsmörk og eina leiðin til að komast í síma að fara til Stóru-Markar sem er í allnokkurri fjarlægð. Þaðan var svo haft samband við fyrr- greinda aðila, en langur tími var þá liðinn frá þvi að mað- urinn veiktist. Þæir salta hjá Ströndinni Sigurður Líndal hæstaréttarritari í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá Hæstarétti: Hæstiréttur hefur f dag veitt Signrði Líndal fulltrúa yfirborg- ardómara, embætti hæstaréttar- ritara frá og með 1. ágúst næst komandi. Aðrir umsækjendur voru: Bjami Bjamason, Eiríkur Pálsson. Kristinn Gunnarsson Og Sigurður Baldursson. Tvö innbrot í fyrrinótt f fyrrinótt voru framin tvö innbrot hér i Reykjavík. Ann- »ð innbrotið var framið í rak- irastofu að Langholtsvegi 126 Hafði þjófurinn komizt inn í kjallara hússins og þaðan inn i rakarastofuna með því að brjóta gat á millivegg úr tré- téxi. Hafði hann 400 krónur [ peningum upp úr krafsinu. Hitt innbrotið var framið í Hraðfrystistöðina og var stolið þaðan úlpu, skyrtu og peysu og fleira smávegis. Þriðjudagur 28. júlí 1964 argangur 167. tölublad. Breti lézt vegna höfuðkúpubrots ★ Þær salta hjá Ströndinni og' voru á rúntinum á Seyðisfirði fyrir nokkrum dögum til þess að sýna sig og sjá aðra. Þær eru orðnar vinkonur, — tvær ofan af Héraði og tvær frá Reykjavík. ★ Þær heita taiið frá vinstri: Valgerður Karlsdóttir og Pálína Karlsdóttir frá Gunnlaugsstöðum í Vallarhreppi. Hildigunnur Þórs- dóttir, Hverfisgötu 91, Reykjavík og Helga Eyjólfsdóttir, Akur- gerði 36, Reykjavík. ★ Það hefur verið mikið úrkast í síldinní og erfitt að saita hana undanfarna daga og erum við búnar að salta um hundrað tunn- hver. ★ Við erum allar friskar og biðjum að heilsa heim. — (Ljósm. Þjððv. G. M.). Maður ferst við veiðar í Ölfusá Gísli Jóhannsson skrifstofu- stjóri Síldarútvegsnefndar drukknaði í Ölfusá s.I. föstu- dagskvöld. Gísli heitinn var að veiðum í ölfusá og hafði fengið veiðileyfi frá Kaldaðarnesi Var búizt við honum til Reykjavík- ur á föstudagskvöldið. Þegar veiðileyfið var fengið hélt Gísli niður með ánni all- nokkurn spöl niður fyrir Kald- Drangur strandar á Raufarhöfn RAUFARHÖFN í GÆR — í fyrrinótt strandaði flóabát- urinn Drangur hér í höfninni. Náðist hann út aftur rétt fyrir miðnætti í nótt og mun skipið óskemmt. Það slys varð í Kaldakiofs- fjöllum vestur af Torfajökli sl. laugardagskvöld að ungur Breti, póstmaður frá London, Leonard William Collison að nafni datt á harðfenni rann síðan út á urð og höfuðkúpubrotnaði og var Iátinn er björgunarsveit kom á vettvang. Fimm Bretar voru í síðustu viku staddir í Kaldaklofsfjöllum í tjöldum. Foringi leiðangursins hafði farið með hópinn í stutta ferð á laugardaginn. Collison var með hópnum og er komið var þar sem er nokkuð harð- fenni skrikaði honum fótur illi- lega. Rann hann af hjarðbreið- unni út í grjóturð með þeim af- leiðingum að hann höfuðkúpu- brotnaði. Foringi leiðangursins gekk þá strax til Landmannalauga. Þar var staddur Gísli Eiríksson fjallabílstjóri með talstöðvarbíl og hafði samband við Gufunes- radíó. Slysavamafélaginu barst svo tilkynning og vísaði það henni þegar í stað til flugstjóm- arinnar en hún náði aftur sam- Drangur hefur verið að flyt'ja hingað sérverkunartunnur, syk- ur og salt frá Siglufirði á veg- um norskra síldarkaupenda því að þeir eru orðnir svartsýnir á að nokkur söltunarhæf síld komi þangað í sumar. Skipið náðist á flot réít fyrir mið- nætti sl. nótt eftir að tunnurn- ar höfðu verið fluttar úr því. Engar skemmdir urðu á skipinu. Þau fara að gerast nokkuð tíð skipsströndin hér á Raufar- höfn. Drangur strandaði á sama stað og síldarbáturinn Jökuíl frá Ólafsvík fyrr í sumar. Skýring- in á þessum ströndum er e.t.v. sú að í norðvestanátt slær reykn- um og gufunni frá síldarverk- smiðjunni fram á höfnina svo að innsiglingarmerkin sjást ekki. — H.R. Togarínn Haribakur tekinn í inndheigi Kl. 3.19 á sunnudagsnóttina kom varðskipið Óðinn að togar- anum Harðbak frá Akureyri að ólöglegum veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna suðvestur af Kolbeinsey. Var togarinn 2,2 sjómílur innan 8 mílna mark- anna og var að taka inn bak- borðsvörpuna er varðskipið kom að honum. Togarinn fór frá Akureyri á föstudagskvöld á veiðar og var því lítið búinn að veiða. Skip- stióri á togaranum í þessari ferð var 1. stýrimaður en hann var í koju þegar skipið var tek- ið ,en 2. stýrimaður sem gegndi störfum 1 stýrimanns í þetta sinn var í brúnni. Skipstiórinn viðurkenndi þegar mælinear varðskipsins. Óð:nn kom til Akureyrar nm kl. 6 síðdegis á sunnudaginn og hóftist réttariiöld í xnálinu um kl. 8 um kvöldið og var þeim haldið áfram í gær. 1 Vilja borgarafund um síldarverk- smiöjumalið Raufarhöfn í gær. — Á annað þúsund kjósenda hér í þorpinu hafa undirritað áskorun á hreppsnefndina um að haldinn verði borgarafundur út af þeirri íkvörðun hennar að reist verði ” síldarvérksmiðja hér á hafn- ”svæðinu. Sýnist mörgum að ^etta sé af ýmsum ástæðum '’iót.færnisieg ákvörðun eins oe rakið var í grein í Þióðviljan- um si. fipimtudag. — H.R. I i Gísli Jóhannsson aðames. Er Iíða tók á laugav- dagsmorguninn fór kona hans að óttast um hann og hringdi að Kaldaðarnesi. Var þá farið að svipast um eftir Gísla en aðeins bíll hans kom í leitirnar og veiðikassi. Strax var hafizt handa um leit og lögðu lögreglumenn og skátar frá Selfossi af stað laust fyrir hádegi á laugardaginn. Sú leit bar engan árangur og var nú leitað til hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði. Brugðu þeir skjótt við og leituðu með aðstoð flug- vélar frá klukkan átta á laug- ardagskvöld. Einnig voru notaðir til leitarinnar þrír bátar með utanborðsmótur. Stóð leitin fram yfir miðnætti en svo var aftur byrjað að leita á sunnudag. Kl. 6.35 á sunnudag tilkynnti hjálparsveit skáta lögreglunni að maðurinn væri fundinn, fannst líkið skammt frá þeim stað er Gísli var nð veiðum. Tómas Jónsson lögregluþjónn á Selfossi sagði blaðinu í gær að Hafnarfjarðarskátamir hefðu sýnt sérstakan dugnað og hæfni við leitina. Leitarstjóri þeirra var Jón Gunnarsson. Eins og áður segir var Gís’i heitinn skrifstofustjóri hjá Síld- arútvegsnefnd. Hann bjó að Kleppsvegi 46 hér í bæ. og var tæplega 35 ára gamall, fæddur 5. ágúst 1929 hér í bæ. Hann lætur eftir sig konu og 3 böm. Slys í Ölfusá eru nú orðin ugg- vænlega tíð. í fyrrasumar fórst maður í ánni, og annar í fyrra- haust. Virðist því full ástæða til að hvetja menn til að sýna ætíð fyllstu varkámi við veiðar í svo vatnsmiklum og straumþungum ám, sem ölfusá er. þandi við heriiðið á Keflavíkur- flugvelli. sem sendi þyrilvængju með lækni á vettvang. Veður var allvont á slysstaðnum og komst flugvélin ekki að honum en varð að lenda í Hvannagili. Er loks var unnt að taka Bretann um borð í flugvélina var hann lát- inn og var líkið flutt til Reykja- víkur. Leonard William Collison var 26 ára gamall Lundúnabúi og póstmaður að atvinnu. Úrslita að vænta í Kýpurdeilunni AÞENU 27/7 — Makarjos, forseti Kýpur kom í dag til Aþenu til viðræðna við grísku stjómina. Hann sagði við komuna þangað að senn drægi til úrslita í Kýp- urdeilunni. Það bæri að útkljá hana á vettvangi SÞ. en Kýpur- búar myndu alls ekki fallast á að Atlanzhafsbandalagið skipti ' sér af henni. Búii ni veiin 254 hvnii ú vertíiinni Búið er nú að véiða 254 hvali en vertíðin hófst 20. maí og er þetta svipaður fjöldi og á sama tíma í fyrra. Mest hefur veiðzt af langreyð, búrhval og sand- reyð en steypireyður og hnúfu- bakur eru alveg friðaðir og hef- ur svo verið í sex ár. Að venju stunda fjórir hval- bátar veiðamar og eru þeir frá 430 upp í 480 tonn að stærð. Er 16 manna áhöfn á þrem bát- anna en 15 manna á einum. Eru áhafnimar mest skipaðar sömu mönnum og undanfarin sumur. I hvalstöðinni sjálfri vinna nú yfir 70 manns. Aðalveiðisvæðið er djúpt út af Snæfellsnesi. Veiðitíminn er fjórir mánuðir og verður því haldið út fram um 20. septem- ber. Nú er farið að skyggja á næturnar og verður þá ekki Rangerskoti enn frestað KENNEDYHÖFÐA 27/7 — Ætl- unin hafði verið að skjóta geim- fari af gerðinni Ranger því sjö- unda í röðinni, til tunglsins í dag, en hætt var við tilraunina á síðustu stundu, þegar galli kom í Ijós á rafbúnaði skotpalls- ins. Allar fyrri tilraunir með Ranger-tungl hafa mistekizt að öllu eðn einhverju leyti. Hörð orusta í NorSur-Katanga ELISABETHVILLE 27/7 — Hörð orusta var háð í gær í nágrenni bæjarins Baudouinville í Norð- ur-Katanga og er því haldið fram að stjórnarherinn hafi unnið sigur./á uppreisnarmönn- um og hafa fellt fjörutíu þeirra. Uppreisnarmenn hafj haft Bau- douinville á valdi sínu f nokkr- ar vikur. hægt að veiða nema á daginn og styttist því veiðitímiim og aflinn minnkar. Bátamir hafa venjulega verið 2—3 sólarhringa í hverri veiðiferð og er lítil við- staða í landi á milli túra. Hermdarverk enn í Brezku Guiana GEORGETOWN 27/7 — Enn era framin hermdarverk í Brezku Guiana, þar sesm landsstjóri Breta hefur tekið öll völd í sín- ar hendur og í rauninni sett af löglega kjörna stjóm nýlendunn- ar. Indversk kona og tvö börn hennar létu lífið í gær þegar sprengju var kastað inn í hús þeirra. Þetta gerðist nokkrum klukkustundum eftir að verka- menn í sykuriðnaðinum höfðu ákveðið að taka aftur upp vinnu eftir fimm mánaða verkfall; Tveir svertingjar hafa verið handteknir fyrir sprengju árás- ina. I annarri sprengingu rétt fyiár dögun beið einn maður bana, en 19 særðust Um 160 manns hafa látið lífið af völd- um hermdamerkamanna í ný- lendunni undanfarið Laus hverfi um mánaðamótin: Skúlagata Langahlíð Framnesvegur Kvisthagi Grunnar Talið við afgreiðsluna ÞJÓÐVILJINN sími 17-500. V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.